Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is / KEFLAVÍK MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ MEET THE ROBINSONS kl. 5:50 LEYFÐ THE HITCHER kl. 10:10 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i. 7 ára / AKUREYRI MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 - 10 B.i. 7 ára 300 kl. 10 B.i. 16 ára Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is STÓRLÖGGUR. SMÁBÆR. MEÐAL OFBELDI. „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI RENÉE ZELLWEGER VAR TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE SEM BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI. „HREIN UNUN FRÁ BYRJUN TIL ENDA“ eeee SUNDAY MIRROR SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ BECAUSE I SAID SO kl. 6 - 8:15 - 10:30 LEYFÐ MISS POTTER kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ WILD HOGS kl. 6 - 8:15 - 10:30 B.i. 7 ára 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára THE GOOD GERMAN kl. 8 B.i. 16 ára TELL NO ONE (NE LE DIS À PERSONNE) kl. 5:40 (Frönsk mynd) LADY CHATTERLEY kl. 8 (Frönsk mynd) HORS DE PRIX kl. 5:50 (Frönsk mynd) eeee - LIB Topp5.is BECAUSE I SAID SO SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ AUDREY TAUTOU SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ÓÞOLANDI Diane Keaton Mandy Moore TÓNLISTARHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður á Ísafirði hefur heldur bet- ur fest sig í sessi og þetta árið var hún stærri en nokkru sinni þar sem tæplega 40 hljómsveitir og lista- menn komu fram. Eins og fyrri ár er ókeypis inn á tónleikana enda þiggja hvorki listamenn né aðstand- endur laun, nema í formi plokkfisks og svefnpokapláss. Hvert atriði stendur síðan í 20 mínútur og gildir þá einu hvort þekkt íslensk nöfn eins og Lay Low, Mínus eða Ham eru á ferðinni, alþjóðlegar indí- stjörnur eins og Blonde Redhead eða lúðrasveit tónlistarskólans á Ísafirði. Þetta form hefur mælst vel fyrir og gerir fólki kleift að sjá ótrúlega mörg og fjölbreytt atriði á þessum tveimur dögum sem hátíðin fer fram.     Það voru heimamenn sem hófu hátíðina með stæl þetta árið. Krist- ina Logos er tilraunasveit ættuð frá Bolungarvík og Ísafirði sem hóf há- tíðina á föstudaginn langa og því næst fóru þrír 15 ára strákar á svið sem skipa hljómsveitina Xenop- hobia. Þriðja band á svið var svo hin franska Nosfell og því næst var boð- ið upp á Dónadúettinn og loks kom Pétur Ben ásamt hljómsveit sinni fram. Þetta sýnir glögglega hversu sniðugt formið á hátíðinni er. Vel sjóaðar innlendar og erlendar sveit- ir innan um fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni og áhorf- endaskarinn er álíka fjölbreyttur. Þannig sá undirritaður hjón sem hafa líkast til verið að nálgast átt- rætt njóta þess sem í boði var á svið- inu og skammt frá stóðu tvær stúlk- ur með nýfædd börn sín í kerrum með frystihúsaheyrnarskjól á hausnum. Fyrirfram var erfitt að sjá hvað þetta fólk á sameiginlegt en eftir stutta veru á tónleikastaðn- um sá maður eitt sem allir deildu – það var bros á hverju einasta and- liti.     Það er líka eins og einhver auka- sköpunarkraftur komi yfir fólk þarna fyrir vestan og tónlistarfólk er óhrætt við að framkvæma vafa- samar hugdettur á síðustu stundu. Pétur Ben var t.d. ráðinn gítarleik- ari Flísar með nokkurra klukku- stunda fyrirvara og lék með þeim svo gott sem óæfður. Það kom þó ekki að sök því tónleikar Bogomil og félaga voru fyrirtak. Allt yf- irbragð hátíðarinnar er því á vissan hátt nokkuð kæruleysislegt en þó í jákvæðri merkingu. Til að allt gangi sem best fyrir sig er fólk ekk- ert að flækja hlutina með hljóð- prufum og æfingum heldur er bara farið upp á svið og talið í. Hljóm- burðurinn líður stundum fyrir þetta en alla jafna kom það lítið að sök. Það sem eftir lifði föstudagsins mátti sjá Mínus, Slugs, President Bongo og fleiri einmitt bara rjúka upp á svið og klára sitt þrátt fyrir að hljómurinn væri kannski ekki al- veg eins og þessar sveitir eiga að venjast. Ég vildi bara óska að einhver hefði sagt Blonde Redhead frá því um hvað þessi hátíð snerist því þau tóku sér góðan klukkutíma í að koma sér fyrir, spiluðu svo þrjú lög með hangandi haus áður en þau ruku af sviðinu og báru fyrir sig að græjukosturinn byði einfaldlega ekki upp á meira. Lokaatriði föstu- dagsins var því líkast til mesta lægð hátíðarinnar.     Á laugardeginum var fólk hins vegar búið að gleyma þessu og troð- fullur salur sá Halla og Heiðar troða upp með sitt pollapönk. Alveg frábærir tónleikar og spilagleðin engu lík. Síðan tók hvert atriðið við af öðru og vestfirsku listamennirnir skildu mikið eftir sig. The Geiri Tal- ent Show, Þröstur Jóhannesson og Skriðurnar voru eftirminnilegar, sérstaklega sú síðastnefnda, sem var skipuð vöskum vestfirskum konum sem voru að spila sínu fyrstu og kannski síðustu tónleika á æv- inni. Æla, Lay Low og Reykjavík! komust vel frá sínu og Ampop fékk virkilega góðar viðtökur enda með heimamanninn Jón Geir á tromm- unum sem spilaði þrátt fyrir læst bak og mikla verki. Dr. Spock, FM Belfast, Mugison og Benny Crespo’s Gang hristu svo vel upp í mann- skapnum áður en Fjallabræður í Önundarfirði róuðu mannskapinn eilítið niður fyrir lokaatriði kvölds- ins. Það varð svo allt vitlaust þegar Ham gekk á sviðið til að slá botninn í hátíðina. Þétt prógramm Ham- manna gekk vel í mannskapinn sem lét öllum illum látum áður en ljósin voru kveikt. Heilt yfir var þetta frábær skemmtun og mega allir sem að þessu komu vera stoltir af sínu. Aldrei fór ég suður er óhefðbundin tónlistarhátíð í meira lagi en alveg frábær skemmtun. Bretum er gjarnt að tala um Glastonbury-hátíð sína sem „upplifun en ekki tónlist- arhátíð“ og ég held að sá frasi eigi enn betur við um Aldrei fór ég suð- ur. Þetta er svo miklu meira en bara tónlistarveisla – þetta er sannkölluð upplifun. Ekki tónlistarhátíð heldur upplifun Eftir Ágúst Bogason Samstarf Flís og Bógomil léku vel saman. Reffilegir Þessir herramenn kíktu á Aldrei fór ég suður. Í lokin HAM lauk hátíðinni með miklum látum. Mugison Faðir rokkhátíð alþýðunnar kom að sjálfsögðu fram.Á spjallinu Pétur Ben og partur af Reykjavík!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.