Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 37 ✝ Anna Guðjóns-dóttir fæddist á Raufarfelli undir Austur-Eyjafjöllum 6. desember 1910. Hún lést á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Tómasson og Ingv- eldur Jónsdóttir. Mjög ung fór Anna í fóstur til móð- urbróður síns, Ólafs Jónssonar í Skarðs- hlíð, og konu hans Önnu Skær- ingsdóttur. Anna var næstyngst fjórtán systkina, níu þeirra kom- ust til fullorðinsára, Anna er síð- ust þeirra sem kveður. Árið 1932 giftist Anna Guð- mundi Vigfússyni í Eystri- Skógum, f. 14. júní 1901, d. 22. desember 1950. Þau eignuðust sex börn, þau eru: Vigfús, f. 15. mars 1934, d. 30. mars 1990, maki Sigríður Jóns- dóttir, f. 7. nóvember 1940, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Sól- veig, f. 22. júní 1936, maki Sigþór Sigurðsson, f. 28. september 1928, þau eiga sjö börn og fimmtán barnabörn. Ólafur, f. 23. febr- úar 1940, maki Guð- rún Guðmunds- dóttir, f. 4. ágúst 1940, þau eiga þrjú börn og níu barna- börn. Jón, f. 8. mars 1942, maki Jóhanna Hannesdóttir, f. 24. janúar 1942, þau eiga fimm börn og tíu barna- börn. Pétur, f. 25. júlí 1943, maki Alda Guðmundsson, f. 29. október 1946, þau eiga þrjú börn og fjög- ur barnabörn. Gunnar, f. 3. maí 1949, maki Sigurjóna Björgvins- dóttir, f. 4. janúar 1951, þau eiga þrjár dætur og tvö barnabörn. Barnabarnabörn Önnu eru sex. Anna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Það er undarleg tilfinning að finna fyrir sorg og gleði samtímis en þannig leið mér þegar mamma hringdi til að tilkynna mér andlát ömmu minnar sl. laugardag. Ég var sorgmædd yfir því að hún er horfin frá okkur en þó um leið gladdist ég fyrir hennar hönd, loksins var henn- ar kalli svarað. Þegar afi lést fyrir rúmum 56 ár- um var það heitasta ósk ömmu að fá að fylgja honum og nú hefur hún fengið þá ósk uppfyllta. Þegar afi féll frá stóð amma ein uppi með stóra barnahópinn sinn, sex börn á aldrinum eins til sextán ára, það má því nærri geta hvílíkt reiðarslag það var fyrir hana. Amma var með eindæmum dag- farsprúð og nægjusöm manneskja, kvartaði aldrei sem sést kannski best á því að þegar hún loks orðar það að hún sé farin að sjá illa er hún komin með gláku á það háu stigi að engu var hægt að bjarga og síðustu átta árin var hún alveg blind. Sem krakki var ég töluvert í Eystri-Skógum og tók nú uppá ýmsu en man aldrei til þess að amma hafi skammað mig fyrir uppátækin. Við áttum margar góðar stundir saman þar sem við spjöll- uðum um mannfólkið sem var sam- ferða okkur og einnig töluðum við oft um afa sem aldrei hvarf úr huga hennar og fyrir vikið finnst mér að ég hafi þekkt hann þó svo að hann hafi verið dáinn löngu áður en ég fæddist. Ömmu þótti einstaklega vænt um öll sín börn og alla sína afkomendur og mundi bæði nöfn og fæðingar- daga allra þó svo hún væri blind og með mjög skerta heyrn síðustu árin. Flestar manneskjur sem við kynn- umst á lífsleiðinni skilja eitthvað eftir sig í sálu okkar og sinni sem við tökum með okkur í veganesti, það gerði hún amma á sinn hægláta en notalega hátt. Guð geymi þig, amma mín. Ástríður Sigþórsdóttir. Mig langar að minnast Önnu ömmu minnar í nokkrum orðum nú þegar hún er fallin frá. Ég man árið 1990 þegar ég fór með þig í bíltúr og við spjölluðum saman um heima og geima þá sagðir þú mér að þú værir tilbúin til að yf- irgefa okkar jarðneska líf en það liðu 17 ár, þá loksins fékkstu að sofna svefninum langa og er ég viss um að það urðu fagnaðarfundir hjá ykkur afa Guðmundi þegar þið loks- ins hittust aftur eftir tæp 57 ár. Andlát þitt bar að snögglega, þú í raun sofnaðir hægt og hljótt, en það var einkennandi fyrir þig, alltaf svo róleg og yfirveguð. Þú varst alltaf svo heilsuhraust með ótrúlega sterkan líkama en sjón og heyrn voru farin að gefa sig seinustu árin sem þú lifðir. Gaman þótti mér að sjá hvað þú hugsaðir vel um útlitið þegar þú hafðir getu til, enda varstu glæsileg kona og alltaf svo fín. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar, ég er þakklát fyrir að börnin mín fengu að njóta samvista við þig og eiga þau alltaf eftir að muna eftir Önnu langömmu, þá sér- staklega Atli, sem heimsótti þig mjög reglulega, munum við ávallt minnast þín með virðingu. Ég kveð þig núna, elsku amma, minningin um þig mun lifa með okk- ur um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ástvinum Önnu ömmu sendi ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúð. Sigrún Anna. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar Önnu Guðjónsdóttur sem kvaddi þetta líf 31. mars síðastliðinn. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá að alast upp með ömmu á heimilinu. Hún var hin rólega amma, alltaf til staðar þegar á þurfti að halda og hlustaði þegar maður þurfti að tala. Ég gleymi aldrei sögunni um Bláskjá sem amma sagði mér þegar hún var að svæfa mig og ég sé enn gatið á hellisloftinu fyrir mér, sagan var svo ljóslifandi í frásögn hennar. Amma var mikið fyrir skraut alls konar og voru perlufestar í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún var alltaf að hekla og voru það margar dúllurnar sem hún bjó til í gegnum árin. Þegar amma flutti að Lundi fækkaði samverustundunum því miður en minningarnar um yndis- lega ömmu lifa áfram. Hún náði að hitta dætur mína tvær áður en sjón- in fór alveg og er ég þakklát fyrir það. Elsku amma, takk fyrir allt og allt, megi algóður guð geyma þig við hlið afa og pabba. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Rósa Vigfúsdóttir og fjölskylda. Það er komið að kveðjustund. „Ég nenni þessu ekki lengur,“ sagði amma við mig fyrir nokkrum árum þegar ég heimsótti hana eftir veik- indi hennar. „Hverju nennir þú ekki lengur?“ spurði ég hana. „Þessu lífi,“ svaraði hún. Ég skildi hana vel, hún var orðin blind og heyrnin slæm en þó kvartaði hún ekki. Ég kynntist ömmu ekki almenni- lega fyrr en á fullorðinsárum, fram að þeim tíma var hún mér fjarlæg, venjuleg amma sem fyllti borðið af bakkelsi þegar við fjölskyldan heim- sóttum hana. Þegar hún flutti á Hellu urðum við meiri vinkonur, fórum í búðir, út að keyra og spjöll- uðum um lífið og tilveruna. Þarna kynntist ég konunni á bak við hóg- væra framhliðina, konunni sem hafði skoðanir á hlutunum, góðan húmor og var lúmskt fyndin. Amma var mjög hlédræg og lét lítið fyrir sér fara en hún hugsaði sitt, lífið hafði ekki alltaf verið henni auðvelt. Hún ólst upp í góðu yfirlæti hjá frændfólki en saknaði þess þó að hafa ekki alist upp í foreldrahúsum og hafa ekki kynnst systkinum sín- um betur. Amma hafði yndi af ljóð- um og söng. Hún söng mikið á yngri árum við leik og störf, en eftir að hún varð ekkja með 6 börn urðu tímarnir erfiðari og hún söng sjaldnar. Eftir að hún flutti á Dval- arheimilið Lund á Hellu og hætti að geta lesið og prjónað sungum við oft saman, milli þess sem við spjölluð- um um gömlu dagana undir Fjöll- unum, lífið í Eystri-Skógum, um hesta, ættingja og fleira. Hugur hennar var oft í sveitinni og hún fylgdist með mér í huganum þegar ég fór í hestaferðir og hafði gaman af þegar ég kom ríðandi í heimsókn til hennar. Þrátt fyrir að amma væri fædd og uppalin í sveit og hefði ekki alltaf haft tækifæri til að punta sig hafði hún mjög gaman af að laga sig til. Hún bar sig eins og hefðarfrú, tígu- leg, teinrétt í baki, vel greidd og máluð með perlufestar og nagla- lakk. Þannig ætla ég að muna hana. Ég þakka Braga fyrir samsöng- inn, starfsfólki Lundar fyrir umönn- un og umburðarlyndið við okkur nöfnurnar þegar við sátum syngj- andi í setustofunni. Anna Guðrún. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við systkinin sendum ættingjum Önnu samúðarkveðjur og þökkum henni góðar liðnar stundir. Halldór og Sigríður. Anna Guðjónsdóttir ✝ Elskulega móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 6. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorgeir Guðbjörnsson, Guðrún Ebenezersdóttir. Baldvin Guðjörnsson, Hrafnhildur Stígsdóttir. Hólmfríður M. Guðörnsdóttir, Sigurbjartur Sigurbjörnsson. barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, SOFFÍA BJÖRNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Dalbæ, Dalvík, áður til heimilis í Drápuhlíð 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 12.apríl kl. 13.00. Grímur Björnsson, Björg Jósepsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Ásdís Arnardóttir, Björn Á. Björnsson, Elísabet Erlendsdóttir, Páll Kristjánsson, Ingibjörg Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÁRNASON, Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 1. apríl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. apríl kl. 11.00 Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrk, samtök krabbameinssjúklinga. Steinunn Friðriksdóttir, Friðrik Helgi Jónsson, Guðný Ágústa Steinsdóttir, Elín Guðrún Jónsdóttir, Thomas R. Lansdown, Árni Frímann Jónsson, Guðný Ragna Jónsdóttir, Ástríður Sigurrós Jónsd., Hjörtur Nielsen, Jón Steinar Jónsson, Sólveig Erla Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar hjartkæri, ÞORVALDUR JÓHANNESSON, frá Arnarhóli, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 4. apríl . Jarðsett verður í Noregi föstudaginn 13. apríl. Rósa Kristrún Kristófersdóttir, Svanhildur Diljá Þorvaldsdóttir, Emil Brynjar Þorvaldsson, Jóhannes Guðmunds, Borghildur Þorgrímsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. Ég er lánsöm lítil kona. Því öllum er það mikilvægt að hafa nærri sér góðar fyr- irmyndir sem móta með manni veg- inn í gegnum lífið. Gefa manni hug- myndir um hvað einkennir góða manneskju og vekja hjá manni vilja til þess að verða ein slík. Mann- eskjan sem hjálpar, kætir, elskar og nú síðast grætir. Grætir bæði gamla og unga samferðamenn og ástvini. Ástvini sem syrgja þessa góðu manneskju og sakna hennar, því alltaf er sárt að sjá á eftir slíku fólki. Sárara er að sjá á eftir þessu góða fólki þegar maður hefur fylgst með því berjast gegnum súrt og sætt, með bros á vör og húmorinn í hægri hendi. Það er ekki auðvelt að kveðja þann sem ætlaði sér ekki að kveðja strax eða bara yfir höfuð ekki. Frá því ég var lítil stelpa minnist ég þess að afi hafi ætlað sér að verða elstur allra manna. En mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Í þessari ljóðlínu úr kvæðinu „Sofðu unga ást- in mín“ eftir Jóhann Sigurjónsson kemur hvergi fyrir sögnin að ráða. Kannski er ástæða fyrir því. Óskar Hinrik Ásgeirsson ✝ Óskar HinrikÁsgeirsson fæddist í Hnífsdal 28. júlí 1932. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 4. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 12. mars. Kannski áttum við lítil að læra það, að við ráðum svo litlu í þessu lífi og því er ekki ann- að að gera en að sætta sig við orðinn hlut og leita að ljósinu í myrkrinu. Þessu litla ljósi sem skín svo skært í hjörtum okkar og slokknar aldrei. Því ljósið lifir í minn- ingunni. Afi minn skildi eftir sig fallegt tindrandi ljós. Það er stöðugt og það lýsir útfrá sér. Alveg eins og hann. Þetta ljós veitir mér hlýju og af því kviknar kærleikur. Ég er þakklát fyrir þetta ljós og vona að ég nýti það þegar dimma tekur. Því ef ég geri það þá þarf ég ekkert að óttast, afi er hjá mér. Lilý Erla Adamsdóttir, yngri. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.