Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 27 Auðlindalagafrumvarpið sem lagt var fram og rætt á Alþingi í vetur er tímamótamál um nýtingu og vernd auðlinda og fagurrar náttúru Ís- lands. Skammsýni og mistök stjórnarand- stöðunnar ollu því að málið hlaut ekki fulln- aðarafgreiðslu þessu sinni, heldur bíður næsta þings. Meginefni frum- varpsins er að kveða á um undirbúnings- vinnu og tilhögun heildaráætlunar um nýtingu auðlinda í jörðu og vernd fag- urrar náttúru Íslands. Þessi heildaráætlun á að taka gildi á árinu 2010 með sérstakri samþykkt alþingis. Í 3. bráðabirgðaákvæði frumvarpsins er kveð- ið á um rann- sóknaleyfi og nýting- arleyfi sem kunna að verða veitt á næstu 3-4 árum, þ.e. þangað til heildaráætlunin tekur gildi. Frumvarpið var samið af nefnd sem í áttu sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka auk fulltrúa orkugeirans. Meðal fulltrúa í nefndinni voru alþingismennirnir Jóhann Ársælsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Í raun varð sam- mæli um öll helstu ákvæði frum- varpsins, en Kolbrún gerði fyr- irvara um efni 3. bráðabirgða- ákvæðis þess. Frumvarpið er samið og kynnt sem leið til þjóð- arsáttar. Og það kom greinilega fram við fyrstu umræðu á Alþingi um málið að al- menn samstaða er um það og efni þess, – fyrir utan þetta 3. bráða- birgðaákvæði. Í þessu bráða- birgðaákvæði kemur fram að miklar takmark- anir verða lagðar á ákvarðanasvigrúm iðnaðarráðherr- ans, og við það miðað að umhverf- isáhrif og röskun verði í lágmarki fram til þess að heildaráætlunin tekur gildi. Í 3. bráðabirgðaákvæðinu kem- ur fram að ríkisstjórnin vill virða gerða samninga, vill ekki að samn- ingar og rannsóknaleyfi verði sett í uppnám með hættu á skaðabóta- málum o.s.frv. Stjórnarandstaðan krafðist þess hins vegar að allt yrði skrúfað niður í stoppstopp með handbremsu, hvað sem það kostar. Meira að segja Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður við- urkenndi í umræðum að frum- varpið sé „framvirk þjóðarsátt“ eins og hann kallaði það. Þá átti hann við að það er samstaða um öll ákvæði þess önnur en 3. bráða- birgðaákvæðið. Efnislega verður auðvitað áfram unnið að undirbúningi máls- ins á vegum iðnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess, en vinna við rammaáætlun er í góðum gangi. Þannig verður enginn skaði við frestun á gildistöku frum- varpsins þessu sinni. En þessi frestun veldur því þó að iðn- aðarráðherra hefur óbundnar hendur áfram, þar eð 3. bráða- birgðaákvæðið – með skýrum tak- mörkunum á valdi ráðherrans – náði ekki fram að ganga. Stjórnarandstaðan gat ekki sætt sig við ákvæðið um takmark- anir á valdi ráðherrans og gerði því þau mistök að halda öllu opnu. Hún sætti sig ekki við skynsem- ina, heimtaði öfgarnar og fékk ekkert út úr spilinu. Auðlindalagafrumvarpið Eftir Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson » Skammsýniog mistök stjórnarand- stöðunnar ollu því að málið hlaut ekki fulln- aðarafgreiðslu þessu sinni. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. ta öllum til- halda aftur af n ekki heldur ur kynt undir aukið útgjöld ðustu árum hagkerfinu. r ríkisstjórnin ægustu skyldu- slegrar þjón- kjara. Gamalt júkrunarheim- ýnni þörf; börn ndamál fá ekki uleysis á eðdeild Land- barna hrakar; í brottfalli úr börn búa við aðra eru með kr. á mánuði; lengri hér en í aldrei hefur ungt fólk að ð og svona ja. nvart setið í góðæri Hún hefur stjórn- ækt mikilvæg r bæði niður á ækjunum í ú að þeir sem andi. Fólk er almennt velviljað – líka stjórn- málamenn. Ástæðunnar er að leita í stjórnarstefnunni og megin- áherslum ríkisstjórnarinnar. Hags- munagæsla í þágu þeirra sem best eru settir og átök um einkavæðingu, virkjanir, stóriðju og viðskiptalíf hafa átt tíma og hug forystumanna ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa verið andvaralausir gagnvart kjörum og líðan fólksins í landinu og þess vegna hafa safnast upp vanrækslu- syndir. Stendur vörð um hagsmuni heimilanna Örugg fjárhagsleg afkoma heim- ilanna er eitt grundvallaratriða í stefnu Samfylkingarinnar. Fólk verður að geta staðið við miklar fjárhagslegar skuldbindingar sínar, m.a. vegna húsnæðiskaupa, en him- inhátt húsnæðisverð er ein afleið- inga hagstjórnarmistaka ríkisstjórn- arinnar. Þess vegna vandar Samfylkingin mjög til alls undirbún- ings fyrir ríkisstjórnarþátttöku sína. Ábyrg hagstjórn og framsækin at- vinnustefna í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu eru þar lykilatriði. Á fundinum á Grand-hóteli í fyrramálið verða greind helstu hagstjórnarmistök liðinna ára og lagðar til leiðir til að forðast sömu mistök í framtíðinni. Samfylkingin hefur virkjað okkar fremstu hag- og félagsfræðinga til að leggja grunn að ábyrgri efnahagsstefnu til næstu ára. Niðurstöðurnar verða kynntar á fundinum undir yfirskriftinni Jafnvægi og framfarir – ábyrg efna- hagsstefna. Við bjóðum allt áhuga- fólk um hagstjórn og efnahagsmál velkomið til fundarins. Jöfnum leikinn Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins á páskadag spurði um ályktanir. Mín meginályktun er þessi: Sáttin í íslensku samfélagi verður aldrei byggð á ríkisstjórnarstefnu sem hefur í för með sér vaxandi ójöfnuð, erfiðari rekstur heimilanna og skeytingarleysi gagnvart kjörum elstu og yngstu borgaranna. Sam- fylkingin hefur sett fram ítarlegar aðgerðaáætlanir í þessum mála- flokkum. Við verðum að jafna leik- inn og skýrustu skilaboðin um þann vilja kjósenda er að flokkur jafn- aðarstefnunnar á Íslandi, Samfylk- ingin, fái þann stuðning sem þarf til að hann geti verið mótandi í nýrri ríkisstjórn. dirstaða velferðarríkisins » Ábyrgðarleysi rík-isstjórnarinnar í efnahagsmálum hefur rýrt verulega lífskjör fólksins í landinu. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. NÝ spá Seðlabankans um þróun efnahagsmála hefur að vonum vakið athygli og þá ekki síst það mat bankans að harka- leg lending og samdráttur séu að líkindum í vændum í hag- kerfinu. Um ástæðurnar þarf ekki að deila. Langvinnt þenslu- tímabil, gríðarlegur viðskiptahalli og erlend skuldasöfn- un og verðbólga langt utan viðmið- unarmarka: þegar þetta og mistök á mistök ofan í hag- stjórn bætast við gat tæpast verið von á góðu. Í reynd er Seðla- bankinn að gefa hagstjórn og efna- hagslegri skips- stjórn þjóðarskútunnar und- anfarin ár falleinkunn. Vonandi verður hægt að endurheimta efnahagslegan stöðugleika án þess að til jafnsársaukafullra aukaverkana og samdráttar og allt að 5% atvinnuleysis komi. Undirritaður hefur rendar fulla trú á því. Til þess þarf hins vegar ábyrg og öguð vinnu- brögð og stjórnvöld sem við- urkenna vandann í stað þess að afneita honum. Eftir stendur að hinar alvarlegu horfur eru af- leiðingar hagstjórnarmistaka ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fólkið sem ber hér höfuðábyrgð eru Davíð Oddsson og Halldór Ás- grímsson, Geir H. Haarde, Val- gerður Sverrisdóttir, Árni M. Mathiesen o.s.frv. Grátbrosleg- ast er hlutskipti Davíðs Odds- sonar, og svo einnig nú Jóns Sigurðssonar. Davíð glímir við afleiðingar mistaka eigin ríkisstjórnar í sæti seðlabankastjóra. Jón fór í gagnstæða átt, úr svölum skugga grjóthýsisins við Kalk- ofnsveg og yfir í brunarústir ríkisstjórnarinnar og arfleifðar Halldórs Ásgrímssonar. Tíminn illa notaður Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur undangengin þrjú þing varað alvarlega við jafnvægisleysinu í efnahags- málum og flutt tillögu um að- gerðir til að endurheimta efna- hagslegan stöðugleika. Veigamiklir þættir í þeirri til- lögugerð hafa verið að ráðast ekki í frekari stóriðjufram- kvæmdir næstu árin og einnig lögðum við til að fresta a.m.k. hluta þeirra skattalækk- ana sem í gangi voru og verkuðu sem olía á eld þenslunnar. Með slíkum aðgerðum og ýmsum fleirum, sbr. tillögu okkar, hefði mátt ná tök- um á ástandinu og endurheimta stöð- ugleikann án telj- andi vandkvæða. Í stað þess var ekkert gert nema þá illt verra. Ríkisstjórnin vann á móti viðleitni Seðlabankans ýmist með aðgerðum sínum beint, eins og hækkun húsnæð- islána, skattalækkunum mitt í þenslunni og undirbúningi margra viðbótarstóriðjuverk- efna, eða óbeint með aðgerða- leysi. Þessi glannasigling, þetta ábyrgðarleysi er nú að koma okkur öllum í koll. Fyrst og síð- ast er það almenningur, skuld- sett heimili og almennt atvinnu- líf sem ber herkostnaðinn í formi verðbólgu, hækkunar verðtryggðra lána og svimandi hárra vaxta. Raunvextir innan- lands sem nálgast 10% verka lamandi á almenna atvinnu- uppbyggingu og nýsköpun, íþyngja skuldsettum heimilum og fyrirtækjum og færa gríð- arlega fjármuni frá lántak- endum til fjármagnseigenda. Fórnarkostnaður stór- iðjustefnunnar Einna merkilegust er þó ný efnahagsspá Seðlabankans fyrir það sem hún segir um stór- iðjustefnuna og framhaldið. Þar er sagt skýrum orðum að verði ráðist í frekari stóriðjufram- kvæmdir en þær sem nú eru á lokastigi, þá verði enn erfiðara en ella að ná tökum á ástand- inu. Ekki einasta muni þá hinir metháu stýrivextir haldast óbreyttir heldur megi jafnvel búast við að þá þurfi enn að hækka. Í stefnuyfirlýsingu Seðlabankans frá því á dög- unum er þetta beinlínis orðað þannig: „Önnur áhætta sem vert er að gefa gaum eru áform um uppbyggingu frekari áliðju með tilheyrandi virkjunum.“ Þarf frekari vitna við? Seðla- bankinn stillir þeim möguleika, að einhver af mörgum stóriðju- verkefnum sem undirbúin eru af kappi verði að veruleika, upp sem hreinum áhættuþætti fyrir hagkerfið við hliðina á mögu- legum áföllum eins og versn- andi alþjóðlegum fjármálaskil- yrðum. Er sú áhætta, þ.e. versnandi lánskjör á alþjóð- legum fjármálamarkaði, þó ekk- ert grín fyrir eitt skuldsettasta þjóðarbú heimsins meðal þró- aðra ríkja og sem enn er rekið með dúndrandi viðskiptahalla. Falleinkunnin sem Seðla- bankinn gefur hagstjórn rík- isstjórnarinnar og stór- iðjustefnu hennar er alger. Um það þarf ekki að ræða frekar. Verkefnið sem við blasir er að feta nú farsælustu leiðina út úr vandanum. Til þess þarf nýja leiðsögn því ríkisstjórnin er ein- faldlega búin að klúðra málum. Verðbólga árum saman langt utan viðmiðunarmarka þýðir einfaldlega að ávinningar þjóð- arsáttarinnar frá 1990, þegar verðbólga áratuganna á undan var kveðin niður, hafa glatast. Um það verkefni að end- urheimta efnahagslegan stöð- ugleika verður nánar fjallað í seinni grein. Hagstjórnarmistök og dýrkeypt stóriðjustefna Eftir Steingrím J. Sigfússon » Falleinkunnin sem Seðlabankinn gefur hagstjórn rík- isstjórnarinnar og stóriðjustefnu hennar er alger. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs. eiri Íslend- pi vinni og lífeyri á með- toðum undir stekjur séu dum. Tölurnar um eru allar mi milli þeirra. gar eru lífeyr- annars staðar r hafa hærri kki aðeins um skýrslum hefur líka farið um málefni rt, að aldraðir ur úr öðrum irra þyngst. n nýtir sér, að efnast hratt issulega efnast hópur. En a tvo hópa a aldraða á Ís- í öðrum lönd- nað í ljós, eins Nososco og rði aldraðra m skilningi en eiða þeir tekjum, alveg ækis þyngist ð snýr tapi í eiða skatt, en aunar hefur erið létt af eignaskattur, eim, enda naskattur“. ram hjá hinum um hér og ann- s á Norð- grannar okkar að stofna digra tinda eins og u svokallaða em ríkið rek- stæðum í réttu n í sjóðina og fá eim miðað við iðbótar grunn- háar tekjur launþegar að- ðan greiðslur n þess, sem r meir, þegar stökum lífeyrissjóðum og Trygg- ingastofnun og vegna breyttra reglna um tekjutengingu og skattlagningu. Nýrri tölur væri áreiðanlega enn hag- stæðari. Vonandi verða fáir aldraðir Íslendingar ginningarfífl Stefáns Ólafssonar: Það er þeim og okkur öll- um í hag, að hér sé öflugt atvinnulíf og mikil verðmætasköpun. Heimildir Skýrsla Nososco er á slóðinni http://nom- nos.dk/nososco.htm (Social tryghed i de nor- diske lande 2004, 2006). Skýrsla Eurostat er á slóðinni http:// epp.eurostat.ec.europa.eu/portal (Poverty and social exclusion, 2007). Skýrsla Hagstofu Íslands er á slóðinni http:// www.hagstofa.is (Útgjöld til félagsverndar 2001–2004, 2007). Stefán Ólafsson o. fl.: „Rangfærslur ráðu- neyta um hag aldraðra,“ Morgunblaðið 20. mars 2007. öldruðum fjölgar, en vinnandi fólki fækkar. Þess vegna eru lífeyrissjóðir okkar smám saman að fyllast og er- lendir lífeyrissjóðir margir að tæmast. Margir aldraðir Íslendingar eru vissulega ekki ofsælir af sínum kjör- um. En kjör þeirra eru betri og hafa batnað hraðar en í flestum eða öllum löndum heims. Samkvæmt nýrri skýrslu Evrópusambandsins um fá- tækt, Poverty and Social Exclusion, var hlutfall aldraðra, 65 ára og eldri, við eða undir fátæktarmörkum (risk of poverty) næstlægst á Íslandi allra Evrópuríkja, 10%, og aðeins lægra í Lúxemborg. Þetta hlutfall var hærra annars staðar á Norðurlöndum, 11% í Svíþjóð, 18% í Finnlandi og Danmörku og 19% í Noregi, eins og sést á 2. mynd. Því má ekki gleyma, að þetta eru tölur frá 2004. Aldraðir hafa fengið miklar kjarabætur síðan, jafnt frá ein- Ólafssonar ða r Ís- ng- lafs- Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.