Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 52
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 100. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Kaupa hlut í Glitni  Jötunn og dótturfélög Saxbyggs hafa keypt samtals 7,5% hlut í Glitni banka samkvæmt tilkynningum til OMX-kauphallarinnar. Jafnframt hefur verið tilkynnt um sölu á sam- anlagt 16,2% hlutafjár sem voru í eigu Einars Sveinssonar og Karls Wernerssonar og tengdra aðila. Heildarverðmæti hlutarins sem seldur var er rúmlega 67 milljarðar króna. »2 Hafborg í neyð  Hafborg KE-12, 25 tonna fiski- bátur, varð vélarvana utan við Sand- gerði í gær og þar sem vindur stóð á land var talsverð hætta á að bátinn ræki upp á land. Allt fór þó vel enda öll viðbrögð skjót og fumlaus. »Forsíða 3,5 milljónir söfnuðust  Nóna Sæ Ásgeirssyni var nýverið afhentur styrkur upp á ríflega 3,5 milljónir króna. Fjárhæðin safnaðist með sölu geislaplötunnar Svandís Þula – minning. »4 Vilja herinn burt  Hundruð þúsunda íraskra sjía- múslíma tóku í gær þátt í kröfu- göngu á milli hinna helgu borga Kut og Najaf í tilefni af því að fjögur ár voru frá falli stjórnar Saddams Husseins. Krafðist fólkið þess að er- lenda herliðið hyrfi frá landinu. »16 Morgunblaðið/Reynir Sveinsson SKOÐANIR» Ljósvaki: Úrvalslöggur Staksteinar: Um fordóma Forystugreinar: Málefnalegar umræður UMRÆÐAN» Alþingiskosningar Fjárfesting í heilsu Röð hagstjórnarmistaka Af klúðrinu skuluð þið þekkja þá Lagnamál til sveita Gamalt hús – nýtt líf í Þverholti Heitt og kalt ljós í íbúðarhúsum Páskasóley – ekki eiginleg sóley FASTEIGNIR» Heitast 5 °C | Kaldast 0 °C  NV og V 8–15 m/s og skýjað með köflum, hvassara og stöku él á annesjum NA til. Læg- ir og léttir til. » 8 Myndin Sólskin ger- ist eftir fimmtíu ár og segir frá fólki sem reynir að bjarga sólinni. Hún fær þrjár stjörnur. »47 KVIKMYNDIR» Endurræsa sólina TÓNLEIKAR» Útgáfutónleikar Silvíu Nætur á NASA. »46 Hljómsveitin Blonde Redhead olli von- brigðum á tónleik- unum á NASA og fær ekki nema tvær stjörnur. »45 TÓNLEIKAR» Vonbrigði á tónleikum KVIKMYNDIR» Because I Said So þykir nokkuð klisjukennd. »47 FÓLK» Flugan sveimaði um borg tjúttsins. »44 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lögreglan lýsir eftir konu 2. Nær að sprengja Ísland en Íran 3. Harry prins er til skammar 4. Harry prins og vinkona hans Biður þjóðina afsökunar Fjölmargir Íslendingar brugðust við háðsádeilu bandarísks prófessors þar sem hann færði rök fyrir því að Ísland væri mun fýsilegra skotmark en Íran „ÉG HEF ætíð haft miklar mætur á Íslandi og þið væruð síðasta þjóðin sem ég mundi vilja sjá sprengjum varpað á,“ segir Uwe E. Reinhardt, prófessor í stjórnmálahagfræði við Princeton- háskóla í New Jersey. Grein Reinhardts „Sprengjum Ísland í stað Íran“ birtist á vefnum dailyprincetonian.com í gær og vakti mikla at- hygli hér á landi. Greinin er í raun harðorð háðs- ádeila á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Þar stingur Reinhardt upp á því að stað þess að gera sprengjuárás á Íran, sem gæti orðið snúið mál, ætti Bandaríkjaher frekar að varpa sprengjum á höfuðstað Íslands, Reykjavík. Segir hann að slík- ur hernaður gæti rutt nútímanum braut á Íslandi, verið hagfelldur fyrir bandaríska hagkerfið, sýnt fram á hernaðarmátt Bandaríkjanna auk þess sem aðgerðin yrði mun ódýrari en hernaður í Íran. „Ég var að vísu viðbúinn árásum samlanda minna úr röðum nýíhaldsmanna en það hvarflaði ekki að mér að Ís- lendingar læsu grein mína spjaldanna á milli, jafnvel áður en nemendur mínir við háskól- ann hefðu gefið sér tíma til þess,“ segir Reinhardt. Reinhardt segist hafa fengið á milli 50 og 80 svarbréf við greininni. Í mörgum bréfanna sé farið fögrum orðum um háðsádeiluna og undir hana tekið, en í öðrum hafi Íslendingar bölsótast út í hann og orðalag sumra bréfanna hafi verið mjög dónalegt, allt að því ógnandi. Rein- hardt segir að einn þeirra sem svöruðu grein hans hafi gengið svo langt að rita honum skeyti með fyrirsögninni „Ég drep þig“. „Þetta viðhorf kom mér spánskt fyrir sjónir og mér finnst það mjög óíslenskt,“ segir Reinhardt og bætir við að hann muni ekki birta greinina á öðrum vettvangi enda eigi hann þá á hættu að eiginkonan muni neyða hann til að sofa í bílskúrnum. Reinhardt segir að í greininni sé Ísland ein- ungis nefnt í dæmaskyni sem land sem Bandarík- in gætu hugsanlega hertekið. „Ég hef margsinnis haft viðkomu á Íslandi á ferðalögum mínum til Evrópu og líkar vel við land og þjóð.“ Hann segir að tilgangur greinarinnar hafi verið að draga upp ýkta mynd af stríðsrekstri Bandaríkjanna, enda hafi hann miklar áhyggjur af þróun mála í Írak og víðar. Reinhardt segir það miður ef einhverjir Ís- lendingar hafi tekið greinina nærri sér og segist með glöðu geði biðja þá afsökunar, vilji hans hafi ekki staðið til að særa Íslendinga, af öllum þjóðum. Uwe E. Reinhardt Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is NJARÐVÍKINGAR sigruðu KR, 99:78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik í gærkvöld. Njarðvíkingar léku frábærlega í fjórða og síðasta leikhluta, þeir hófu hann tveimur stigum undir en skoruðu 29 stig gegn aðeins sex og KR-ingar áttu ekkert svar. Liðin mætast öðru sinni í Vesturbænum á fimmtudagskvöldið. » Íþróttir Magnaður endasprettur Njarðvíkinga Ljósmynd/Þorgils Jónsson TVÖ íslensk dans- pör dönsuðu í gær til úrslita á fyrsta keppnisdegi hinnar árlegu Blackpool- danskeppni fyrir börn og unglinga sem fram fer í Bretlandi um þess- ar mundir. Í ald- ursflokknum 6–11 ára var í gær keppt í djæfi og þar lentu Andri Fannar Pétursson og Helga Ingólfs- dóttir í fimmta sæti, en alls voru 116 pör skráð til leiks. Í aldurs- flokknum 12–15 ára var keppt í vín- arvalsi og þar lentu Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg í 7. sæti, en alls voru 211 pör skráð til leiks. Að sögn Köru Arngrímsdóttur danskenn- ara, sem stödd er úti, er Blackpool-dans- keppnin ein stærsta og sterkasta danskeppni barna og unglinga í heimi. Segir hún afar ánægjulegt að sjá þennan góða árangur ís- lensku paranna og að byrjunin lofi vonandi góðu fyrir næstu keppnisdaga. „Þetta er frábær árangur. Við áttum pör á þessum stöðum í þessum keppnum fyrir um 10 árum. Síðan hefur verið smálægð, en núna virðist eitthvað vera að gerast og pörin aftur farin að lauma sér inn í undanúrslit og von- andi úrslit.“ Aðspurð segir Kara hátt á annan tug ís- lenskra para keppa í aldursflokknum 6–11 ára og rúman tug para í aldursflokknum 12– 15 ára. Alls keppa um 120 pör hvaðanæva úr heiminum í yngri aldurshópnum og um 270 pör í þeim eldri. Keppt verður daglega út þessa viku að sögn Köru. „Frábær árangur“ Ragna Björk Bernburg og Alex Freyr Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.