Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 11
FRÉTTIR
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Bruna-
bótafélag Íslands (EBÍ) hefur gef-
ið út bæklinga um grunnatriði
eldvarna á sjö erlendum tungu-
málum, auk íslensku. EBÍ býður
slökkviliðum landsins bæklingana
til notkunar án endurgjalds og
eru þeir þegar komnir í talsverða
dreifingu víða um land.
Efnið er ætlað innflytjendum og
útlendingum sem búa og starfa
hér á landi um lengri og skemmri
tíma. Bæklingarnir eru tveir og í
þeim er fjallað um reykskynjara,
flótta úr brennandi íbúð, slökkvi-
tæki og fleiri grunnatriði eld-
varna á heimilum. Þá er fjallað
um neyðarnúmerið, 112, og
Hjálparsíma Rauða krossins en
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
hafði áður gefið efnið út í sam-
vinnu við 112 og Rauða kross Ís-
lands. Alþjóðahúsið þýddi efnið á
ensku, pólsku, rússnesku, lithá-
ísku, spænsku, taílensku og serb-
nesku.
EBÍ vill með útgáfu bækling-
anna tryggja að stór slökkvilið
sem smá geti brugðist við breytt-
um aðstæðum og veitt nýjum íbú-
um sveitarfélaganna upplýsingar
sem stuðla að auknu öryggi
þeirra, segir í fréttatilkynningu.
Eldvarnir á sjö
tungumálum
ÁRSFUNDUR Landspítala – há-
skólasjúkrahúss verður haldinn í
Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ í dag,
fimmtudaginn 26. apríl 2007, kl.
14.00 til 16.30. Fundurinn er öllum
opinn. Auk hefðbundinna starfa á
ársfundi verður fjallað um sér-
greinar á LSH, afhentur styrkur
úr verðlaunasjóði í læknisfræði og
starfsmenn verða heiðraðir. Kunn-
ur áhrifamaður í heilbrigðisþjón-
ustu í Bretlandi, Sir Michael Rawl-
ins, flytur fyrirlestur um forgangs-
röðun í heilbrigðisþjónustu þegar
fjármunir eru af skornum
skammti. Fyrirlestur hans hefst
upp úr kl. 15.30. Beint vefvarp
verður frá ársfundinum á
www.landspitali.is.
Beint vefvarp af
ársfundi LSH
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn Strandgata 32, Hafnarfirði
Sími 555 2615
ÞRÝSTNAR OG
HÁGLANSANDI VARIR
WANTED GLOSS
Demi Moore
er með lit nr. 09
Sumargleði
VIRÐISAUKINN AF
LANCÔME,
HELENA RUBINSTEIN
OG BIOTHERM
fim. 3. og fös. 4. maí.
Ath. langur fimmtudagur.
i i
i
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík,
sími 562 2862
Stærðir 40-52
Vor - Sumar 07
kynningardagar
26. apríl-5. maí
fjallaland.is
Til sölu glæsilegar lóðir á einu eftirsóttasta
sumarhúsasvæði landsins!
Upplýsingar á www.fjallaland.is og í síma 893 5046.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Sumartilboð
15% afsláttur
af öllum yfirhöfnum
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Vorum að fá í einkasölu
glæsilega rúmgóða 102
fm 3ja herb. íbúð á 2.
hæð í litlu lyftuhúsi,
ásamt stæði í upphituðu
bílskýli (innangengt úr
sameign). Tvennar flísal.
suðvestursvalir (í stofu og hjónaherb.) Þvottaherb. í íb., Góðar
eikarinnréttingar, eikarparket á gólfum. Laus við kaupsamning.
Rólegur eftirsóttur staður. V. 25,5 millj.
Opið hús í dag fimmtudag frá kl. 18-21.
Jóhann tekur á móti áhugasömum.
Sími 588 4477
Þorláksgeisli 1. íbúð 020
Glæsileg ný fullb. íb. í lyftuhúsi
Opið hús í dag frá kl. 18-21
Flísabúðin hf.
auglýsir
Í dag milli kl: 14:00 og 17:00 verður Hr. Winfried Schuster
frá PCI Augsburg Þýskalandi, í versluninni að
Stórhöfða 21 og veitir faglega ráðgjöf,
m.a. hljóðeinangrandi flotefni,
epoxy fúgur o.fl. efni.
Stórhöfði 21. S:545-5500
www.flis.is
KAFARAR Landhelgisgæslunnar
fundu sprengikúlur í höfninni við
Faxagarð síðdegis í gær. „Þær eru
óvirkar, þetta eru sprengjur sem
eru í flutningsumbúðunum,“ sagði
Sigurður Ásgrímsson, sprengju-
sérfræðingur hjá gæslunni. „Þær
hafa sennilega dottið hérna í höfn-
ina við uppskipun á stríðsárunum.“
Oft hefur verið kafað á svæðinu
en ekki orðið vart sprengnanna
fyrr. „Mér sýnist að einhver breyt-
ing hafi orðið á hérna í höfninni,
hrunið hérna úr kantinum,“ sagði
Sigurður um líklega skýringu þess
að sprengjurnar komu nú í ljós.
Engin hætta stafaði af sprengj-
unum en Sigurður segir þó sprengi-
efni alltaf geta sprungið ef það
verði fyrir einhverju hnjaski eða
miklu höggi. „Meginreglan hefur
þess vegna verið hjá okkur að farga
alltaf sprengjum og við munum trú-
lega eyða þessum á morgun [í dag],“
sagði hann en bætti við að þegar
hefði verið fjarlægður sá hluti sem
gæti komið sprengingu af stað.
Sprengjum er stundum fargað
neðansjávar eða farið er með þær á
æfingasvæði gæslunnar á Reykja-
nesi eða við Stapafjall þegar á að
eyða þeim.
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Sprengja Tímakveikja sem gæslan
fann í höfninni við Faxagarð í gær.
Sprengjur
í höfninni