Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
MUNNLEG hefð og eddu-
kvæði er yfirskrift þemakvölds
á vegum Félags þjóðfræðinga á
Íslandi sem fer fram í kvöld kl.
20 í húsi Sögufélagsins við Fisc-
hersund.
Þar munu Frog, doktorsnemi
við University College, Lund-
únum og Gísli Sigurðsson, rann-
sóknarprófessor við Stofnun
Árna Magnússonar, fjalla um
eddukvæði sem vitnisburð um
lifandi hefð munnlegs kveðskapar. Leitast verður
við að gefa innsýn í þá munnlegu hefð sem liggur að
baki varðveittum eddukvæðum og eddukvæðabrot-
um. Allir velkomnir.
Fyrirlestur
Munnleg hefð og
eddukvæði
Gísli
Sigurðsson
KARLAKÓRA-
STARFIÐ blómstrar um
þessar mundir. Karla-
kórinn Þrestir er með
vortónleika sína í Víði-
staðakirkju kl. 20 í kvöld,
fimmtudag, og á laug-
ardaginn kl. 16 í Graf-
arvogskirkju. Efnisskrá
kórsins er einstaklega fjölbreytt og vorleg.
Karlakór Reykjavíkur heldur líka vortónleika
sína í kvöld, 26. apríl, í Langholtskirkju kl. 20 og á
laugardaginn, einnig í Langholtskirkju, kl. 16.
Efnisskrá þeirra er norræn og eru þjóðlög áber-
andi. Á tónleikunum tekur kórinn í notkun nýjan
kórbúning, byggðan á gömlum hefðum.
Tónleikar
Karlakórar fagna
vori með tónleikum
Karlakór Reykjavíkur
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur
sýnir einþáttunga og leiklestra
í Þjóðleikhúskjallaranum í
kvöld undir yfirskriftinni
„Þetta mánaðarlega“.
Þættirnir sem sýndir verða
að þessu sinni eru „Fyrir“ eftir
Hrefnu Friðriksdóttur,
„Þriðjudagskvöld“ eftir Þór-
unni Guðmundsdóttur, og
„Eigin raun“ og „Þriðji dag-
urinn“ eftir Sigurð H. Pálsson.
Auk þess verða leiklesin valin atriði úr nokkrum
leikrita Hugleiks frá fyrstu árum félagsins. Húsið
opnar kl. 20:30 og sýningar hefjast kl. 21:00. Miða-
verð er 1000 kr.
Leiklist
Hugleikur sýnir
fjóra einþáttunga
Sigurður
H. Pálsson
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir greindi frá gjörningi sínum á blaðamanna-
fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Gjörningurinn, sem verður við Reykja-
víkurtjörn næstkomandi laugardag, ber yfirskriftina „Tökum höndum
saman, við þurfum hvert á öðru að halda“ og byggir á þátttöku almenn-
ings. Hugmyndin er sú að fólk taki höndum saman og myndi hring, óháð
stétt og stöðu, augnlit eða útliti almennt, og horfist í augu við sjálft sig.
Morgunblaðið/Ásdís
Líf og list án landamæra
BLAÐAMAÐ-
URINN og rit-
höfundurinn
David Halbers-
tam lést í um-
ferðarslysi í
fyrradag í San
Francisco, 73 ára
að aldri. Halbers-
tam var vel
þekktur fyrir
störf sín og vann m.a til Pulitzer
Prize-verðlauna árið 1964.
Halberstam steig fram á ritvöll-
inn 1962 þegar hann hóf að skrifa
um Víetnamstríðið fyrir The New
York Times. Hann kom upp um
ýmsa spillingu á bak við stríðið og
fyrir þann fréttaflutning vann hann
Pulitzer-verðlaunin. Átta árum síð-
ar skrifaði hann bók um það hvers
vegna Bandaríkjamönnum mistókst
í Víetnam undir heitinu The Best
and the Brightest.
John F. Kennedy Bandaríkja-
forseti var svo reiður yfir stríðs-
skrifum Halberstam að hann bað
ritstjóra The Times að hann yrði
færður til í starfi en svo var ekki.
Halberstam skrifaði yfir tuttugu
bækur, m.a eina um Kóreustríðið
og aðra sem var rannsókn á banda-
rískum stjórnmálum á níunda og tí-
unda áratug seinustu aldar, bókina
War in a Time of Peace: Bush, Clin-
ton and the Generals.
Halberstam var fæddur 1934 í
New York, hann útskrifaðist úr
Harvard 1955 og stefndi alltaf að
skriftum. Hann var giftur rithöf-
undinum Jean Sandness.
Umdeildur
blaðamaður
látinn
Vann til Pulitzer
Prize-verðlauna
árið 1964
David Halberstam
VERÐMÆTIN leynast víða. Í næsta
mánuði munu verða boðin upp í
Lundúnum gömul auglýsingaplaköt
sem héngu á neðanjarðarlesta-
stöðvum þar í borg.
Talið er að þau geti farið á um
1.200 pund hvert. Á plakötunum er
verið að auglýsa frí í borginni, t.d
er fólk hvatt til að heimsækja vor-
blómin í Hampton Court.
166 plaköt verða seld úr einka-
safni og eru sögð listaverk hvert og
eitt og marka liðinn tíma.
Gömul plaköt
á uppboði
HÁTÍÐIN List án landamæra verð-
ur sett með pomp og prakt kl. 17 í
dag, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hátíðin
er haldin í fjórða sinn og er orðin ár-
viss viðburður á menningardagatali
Íslendinga. Framkvæmdastýra há-
tíðarinnar, Margrét M. Norðdahl,
segir markmið hátíðarinnar að brjóta
niður múra og koma á samstarfi milli
ólíkra hópa. Á hátíðinni verða list-
viðburðir og sýningar á verkum fatl-
aðra, sem hafa unnið þau bæði sjálf-
stætt og í samstarfi við aðra sem ekki
eiga við fötlun að stríða.
,,Hún er svolítið að sprengja utan
af sér rammann, hún gæti orðið enn
stærri á næsta ári,“ segir Margrét
um hátíðina. Hún verði sífellt meira
áberandi menningarviðburður á land-
inu og opni vonandi dyr fyrir sýn-
endur að listalífinu almennt og þá án
formerkja fötlunar.
Laugardaginn næstkomandi verð-
ur tilkomumikill gjörningur Kol-
brúnar Daggar Kristjánsdóttur
framinn við Reykjavíkurtjörn. Þar
mun fólk safnast saman og mynda
hring í kringum tjörnina, sem er um 1
km að ummáli. Áhugasamir eru
hvattir til að mæta kl. 13 og verða
leiðbeinendur á svæðinu til að stjórna
gjörningnum. Klukkan 14 ganga
menn svo hönd í hönd einn hring í
kringum tjörnina.
„Það getur oft verið erfitt að horf-
ast í augu við sjálfan sig og lífið,“ seg-
ir Kolbrún, en hún glímir við ógreind-
an vöðvasjúkdóm. Hún telur
mikilvægt að almenningur taki þátt í
gjörningnum. „Við þurfum að byrja á
okkur sjálfum, okkar fordómum og
geta horfst í augu við náungann, tekið
honum eins og hann er,“ segir Kol-
brún, um merkingu gjörningsins.
Fólk sé gjarnt á að hólfa fólk niður,
setja það í kassa, svo að segja, og þá
ekki síst fatlaða. Hringurinn hjálpi
mönnum að brjótast út úr kassanum.
Að listahátíðinni standa Lands-
samtökin Þroskahjálp, Fjölmennt,
Átak, Öryrkjabandalag Íslands og
Hitt húsið. Frítt er á alla viðburði há-
tíðarinnar. Henni lýkur 16. maí með
lokahátíð sem slegið verður saman
við árshátíð Fjölmenntar.
„Oft á tíðum erfitt að horfast
í augu við sjálfan sig“
Í HNOTSKURN
»Fleiri viðburðir eru á há-tíðinni í ár en í fyrra eða
25 alls. Flestir þeirra eru á
höfuðborgarsvæðinu.
» Í boði er myndlist, stutt-myndir, leiklist, tónlist,
ljóðlist, dans og söngur.
»Hátíðin stendur til 16. maí.Nánar má lesa um hana og
ná í dagskrá hátíðarinnar á
Netinu. Slóðin er www.list-
anlandamaera.blog.is.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
♦♦♦
ÞAÐ ER ekki oft sem leikhúsgestir
eru beðnir um að taka með sér teppi
þar sem kalt geti orðið á meðan á
sýningu stendur. En það er þó gert
fyrir þrjár sýningar þýska leikhóps-
ins Das Letzte Kleinod (Síðasti fjár-
sjóðurinn) á verkinu Cod War, eða
Þorskastríðið, í Fiskmarkaðnum í
Hafnarfirði.
Fiskmarkaðurinn er ekki upphit-
aður, enda sjálfsagt ekki verið
byggður með leiksýningar í huga og
heldur óvenjulegur sýningarstaður.
Eins og nafnið gefur til kynna
fjallar verkið um þorskastríð Breta
og Íslendinga árið 1977. Höfundur
og leikstjóri verksins, Jens Siems-
sen, ferðaðist í fyrra til Íslands og
Cuxhaven og ræddi við fyrrum sjó-
menn, skipstjóra og hafnarverði sem
upplifðu þorskastríðið. Þau viðtöl
eru uppistaða verksins.
Dröslast með níðþungt net
Verkið hefur þróast í höndum ís-
lenskra og þýskra leikara og hefur
þegar verið sýnt í fyrrum netaverk-
smiðju í Cuxhaven.
Bryndís Bragadóttir, eini íslenski
leikarinn í verkinu, segir Siemssen
hafa sérhæft sig í að búa til sýningar
sem fjalli um raunverulega, liðna at-
burði. „Hann tengist sjálfur mjög
sterkt sjónum og verkefni hans hafa
hingað til fjallað töluvert mikið um
sjóinn. Þegar hann er búinn að finna
viðfangsefnið finnur hann sýning-
arstaði, velur staði utan- sem innan-
dyra sem eru í sinni upprunalegustu
mynd og tengjast viðfangsefninu
beint,“ segir Bryndís. Eini leik-
munur sýningarinnar er 85 kg þungt
net, sem leikarar þurfa að dröslast
með í sýningunni.
„Þegar við erum búin að kynnast
rýminu, netinu og finna hvað við get-
um gert við þetta net, hvernig við
getum breitt úr því og rúllað því upp
og hvaðeina, þá fáum við texta. Eitt
og eitt viðtal. Svo vinnum við myndir
úr þessum texta,“ segir Bryndís og á
þar ekki við myndir í bókstaflegum
skilningi. „Við búum til skip, við er-
um fiskar, sjómenn og þar fram eftir
götunum.“
Bryndís segir leikstjórann og höf-
undinn einan hafa migið í saltan sjó.
Leikararnir hafi verið látnir vinna
einn dag á vinnustöðum sem tengj-
ast fiskveiði. Hún hafi sjálf unnið í
saltfiski.
Bryndís segir leikhópinn mjög ná-
inn. „Við vinnum saman og búum
saman, bjuggum saman í lest sem
leikstjórinn og leikhúsið á.“ Á hún
þar við lestarvagn sem stendur við
hafnarbakka í Cuxhaven, og sjá má
myndir af á vefsíðu leikhópsins,
www.das-letzte-kleinod.de.
Þorskastríðið verður sýnt 27, 28.
og 29. apríl, kl. 20. Verkið er flutt á
íslensku, þýsku og ensku.
Þorskastríð í fiskmarkaði
Þorskur Þrír leikarar úr Das
Letzte Kleinod í sjóklæðum.
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu
ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis
á næsta skólaári 2007-2008.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform, sendist fyrir 1. júní nk.
til formanns sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 8620,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.