Morgunblaðið - 26.04.2007, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Kópavogur | Rótarýklúbbur
Kópavogs hefur veitt árlega
viðurkenningu klúbbsins, Eldhug-
ann. Að þessu sinni hlaut Anna
Bjarnadóttir húsmóðir viðurkenn-
inguna fyrir störf að félags- og
mannúðarmálum, en hún er 87
ára.
Anna hefur búið í Kópavogi í
meira en hálfa öld og tekið þar
mjög virkan þátt í félagsstörfum
frjálsra félagasamtaka, einkum
Kvenfélags Kópavogs og Rauða-
krossdeildar Kópavogs. Þar hefur
hún lagt fram ómetanlegt félags-
starf í þágu samborgara sinna og
fátækra barna í þróunarlöndum.
Hún sá m.a. um leikfimitíma í 25
ár á vegum Kvenfélags Kópavogs
auk margháttaðra annarra félags-
starfa, að því er fram kemur í
greinargerð með útnefningunni.
Árið 1984 mætti hún á fyrsta
fundi sjálfboðaliða á vegum
Rauðakrossdeildar Kópavogs, sem
hófu sjúkravinastörf í Hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð sem þá var
nýtekið til starfa. Alla tíð síðan
eða í 23 ár hefur hún starfað í
þessum sjúkravinahópi. Auk þess
beitti hún sér fyrir samstarfi
Kvenfélags Kópavogs og Rauða-
krossdeildarinnar um að mynda
starfshópa til að prjóna og sauma
föt á fátæk börn í þróunarlönd-
unum. Anna hefur haft frum-
kvæði og haft umsjón með þessu
starfi sl. 16 ár, skipulagt það og
fengið fleiri til samstarfs.
Á síðustu árum hefur þetta
verkefni fengið nafnið „Föt sem
framlag“ og hefur framleiðslan
beinst að því að útbúa pakka með
peysu, treyju, húfu, sokkum,
teppi, handklæði og bleium fyrir
börn á aldrinum 0–1 árs í þróun-
arlöndum. Hafa þannig verið út-
búnar þúsundir slíkra barnapakka
í Kópavogi sl. hálfan annan ára-
tug undir ötulli forustu og umsjón
Önnu. Hún hefur lagt hluta af
eigin húsnæði undir þessa starf-
semi auk eigin orku og hugvits
sem hún hefur lagt fram ómælt í
þetta góða verkefni og er enn að.
Viðurkenning til 86 ára eldhuga
Morgunblaðið/Ásdís
Viðurkenning Forseti Rótarýklúbbs Kópavogs, Þórir Ólafsson, og formað-
ur viðurkenningarnefndar, Haukur Hauksson, færa Önnu Bjarnadóttur
glerlistaverk eftir Ingu Elínu og blómvönd í tilefni útnefningarinnar.
Garðabær | Í tilefni af 40 ára af-
mæli Skátafélagsins Vífils undirrit-
uðu Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
í Garðabæ, og Helgi Grímsson, fé-
lagsforingi Vífils, viljayfirlýsingu
um samstarf við uppbyggingu á úti-
lífsmiðstöð Garðabæjar í Heiðmörk
laugardaginn 21. apríl sl.
Skátafélagið Vífill hélt þá form-
lega upp á 40 ára afmæli sitt með
fjölmennu kaffiboði sem haldið var í
veislusal Vífils í Jötunheimum. Yfir-
lýsingin felur í sér vilja beggja aðila
til að vinna að uppbyggingu 160 m²
útilífsmiðstöðvar í Heiðmörk ásamt
aðstöðu til náttúruskoðunar, úti-
kennslu, útieldunar, útileikja og úti-
vistar.
Skátafélagið mun á næstunni
vinna nánar að hugmyndum um
skipulag svæðisins. Aðstaðan verð-
ur hönnuð með það í huga að hún
nýtist ekki aðeins skátunum, heldur
einnig leikskólum og grunnskólum
bæjarins og annarri starfsemi og
uppákomum á vegum bæjar-
félagsins. Garðabær mun koma ná-
lægt fjármögnun útilífsmiðstöðvar-
innar en Skátafélagið tekur að sér
uppbyggingu og rekstur mannvirkj-
anna.
Nýr heiðursfélagi Vífils
Í afmælisfagnaðinum fór Ágúst
Þorsteinsson, fyrrverandi félagsfor-
ingi og fyrrverandi skátahöfðingi,
yfir sögu félagsins og sýndar voru
myndir frá fyrri árum.
Sigurgeir Óskarsson, fyrrverandi
félagsforingi Vífils, var gerður að
heiðursfélaga Vífils og sérstaklega
þökkuð fyrri störf í þágu félagsins.
Skátastarf Páll Hilmarsson forseti bæjarstjórnar, Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir aðstoðarfélagsforingi Vífils, Helgi Grímsson, félagsforingi Vífils, og
Gunnar Einarsson bæjarstjóri eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Hyggjast reisa útilífs-
miðstöð í Heiðmörk
Hversu hátt stefnir þú?
Þrjú fjárfestingarsöfn – þrjár mismunandi leiðir
Hægt er að fjárfesta í ákveðinni leið eða vera í reglulegri áskrift.
Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is
ÖRUGGA SAFNIÐ
16,1% ávöxtun
Stöðug ávöxtun, lágmarkssveiflur,
lítil áhætta.
• 75% skuldabréf
• 25% hlutabréf
75%
25%
verða nú sambærileg við það sem
best gerist,“ segir Alexander.
Helstu ómrannsóknir sem gerðar
verða á tækinu eru forburðarskimun
við 11-14 vikur, svo kölluð hnakka-
þykktarmæling, hefðbundin óm-
skoðun við 20 vikur og svo mun tæk-
ið auðvelda og bæta eftirlit barna í
áhættu síðar á meðgöngu svo sem
vegna sköpulagsfrávika og vaxt-
arseinkunar.
JÓHANNES Sigurðsson hefur gefið
kvennadeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri nýtt og fullkomið óm-
tæki af gerðinni General Electric.
Að sögn Alexanders Smársonar, yf-
irlæknis á deildinni, mun nýja tækið
koma í stað ómtækis sem nú er mjög
komið til ára sinna.
„Þjónusta við þungaðar konur
mun gjörbreytast til hins betra.
Myndgæði við fósturómskoðanir
FSA gefið ómtæki
Góð gjöf Jóhanna Gunnarsdóttir, Anna M. Helgadóttir, Svana Zóphan-
íasóttir, Alexander Smárason, Svala Jóhannesdóttir og faðir hennar, Jó-
hannes Sigurðsson við ómtækið sem hann gaf kvennadeildinni.
DAGANA 28. apríl til 6. maí nk.
verður Kirkjulistavika í Akureyr-
arkirkju. Þetta er í 10. sinn sem
Akureyrarkirkja og Listvinafélag
Akureyrarkirkju standa að Kirkju-
listaviku en hátíðin hefur verið
haldin annað hvert ár frá árinu
1989. Helstu markmið Kirkju-
listaviku hafa frá upphafi verið að
efla samvinnu og tengsl listafólks
við kirkjuna og gefa Akureyr-
ingum kost á að njóta góðra lista í
kirkjunni.
Dagskrá Kirkjulistavikunnar
verður fjölbreytt að vanda og hefst
hátíðin 28. apríl kl. 15 með opnun
sýningar í Ketilhúsinu. Í tilefni af
10. Kirkjulistaviku var þeim lista-
mönnum sem sýnt hafa á Kirkju-
listaviku frá upphafi boðið að taka
þátt í samsýningu og verða í Ket-
ilhúsinu sýnd verk eftir 15 lista-
menn. Sýningin sem er í samstarfi
við Menningarmiðstöðina Listagili
stendur til 13. maí.
Í kapellu Akureyrarkirkju verð-
ur sýningin Altarisdúkar úr
kirkjum í Eyjafirði opnuð sunnu-
daginn 29. apríl kl. 16 en sú sýning
er á vegum Minjasafnsins á Ak-
ureyri.
Hinn 6. maí kl. 16 verða hátíð-
artónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands með þátttöku Kórs
Akureyrarkirkju og Kammerkórs
Norðurlands. Á efnisskrá tón-
leikanna eru Rómeó og Júlía, fant-
asíuforleikur eftir P.I. Tjækofskí,
Orgelkonsert eftir F.A. Guilmant
og Te Deum eftir A. Dvorak. Ein-
leikari á tónleikunum er Björn
Steinar Sólbergsson og einsöngv-
arar Hanna Dóra Sturludóttir og
Ágúst Ólafsson. Stjórnandi er Guð-
mundur Óli Gunnarsson.
Helgihald verður einnig afar
fjölbreytt þessa viku. Sunnudaginn
29. apríl kl. 11 verður fjölskyldu-
guðsþjónusta í Akureyrarkirkju,
lokahátíð barnastarfsins, og taka
börnin virkan þátt í messunni með
leik og söng. Guðsþjónusta að 19.
aldar sið verður í Minjasafnskirkj-
unni kl. 14 og um kvöldið kl. 20.30
verður æðruleysismessa í Akureyr-
arkirkju.
Fyrirlestur um Jónas
Páll Valsson rithöfundur heldur í
dag fyrirlestur um Jónas Hall-
grímsson á Amtsbókasafninu. Páll
nefndir fyrirlesturinn Alefling and-
ans og athöfn þörf – Jónas og nú-
tíminn og hefur upp raust sína kl.
17.15. Gestir munu svo fá tækifæri
til að spyrja Pál frekar út í efnið.
Fræðslufundur
um Alzheimer
Annar fræðslufundur FAAS um
málefni Alzheimerssjúkra á Ak-
ureyri í vetur verður haldinn í saln-
um í Dvalarheimilinu Hlíð í dag kl.
18. Kristín Inga Hannesdóttir
fjallar um skert innsæi hjá ein-
staklingum með Alzheimer, og álag
á aðstandendur, Gísli Hólmar Jó-
hannesson fjallar um Alzheimer og
heilarit, m.a. í tengslum við rann-
sókn Gísla á Akureyri og loks
verða fyrirspurnir og umræður
eins og tími leyfir.
„Heilabilun, sem er íslenskun á
alþjóðlega orðinu dementia, og er í
dag annar algengasti dánarvaldur
á Vesturlöndum á eftir hjartasjúk-
dómum en Alzheimerssjúkdóm-
urinn er algengastur heilabil-
unarsjúkdóma eða um 70%
heilbilunartilvika,“ segir í frétta-
tilkynningu.
FAAS er félag áhugafólks og að-
standenda Alzheimerssjúkra og
fólks með aðra skylda sjúkdóma og
hefur það að markmiði að létta Alz-
heimerssjúklingum og aðstand-
endum þeirra tilveruna svo sem
unnt er með, m.a. fræðslustarfi,
hagsmunagæslu og frumkvæði að
framboði nauðsynlegrar þjónustu
sem unnt er.
Kirkjulistavika
að hefjast