Morgunblaðið - 26.04.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 19
AUSTURLAND
LANDIÐ
Fjarðabyggð | Ársreikningur
Fjarðabyggðar 2006 hefur verið tek-
inn til fyrri umræðu bæjarstjórnar
og þykir niðurstaða hans mjög já-
kvæð og umfram það sem áætlanir
gerðu ráð fyrir. Hinn 1. júlí 2006
sameinuðust sveitarfélögin Austur-
byggð, Fáskrúðsfjarðarhreppur,
Fjarðabyggð og Mjóafjarðarhrepp-
ur undir nafninu Fjarðabyggð. Árs-
reikningurinn samanstendur af sam-
keyrðum rekstri hinna fjögurra
sveitarfélaga fyrir tímabilið 1. jan-
úar til 30. júní og sameinaðs sveitar-
félags fyrir tímabilið 1. júlí til 31.
desember 2006. Rekstrarniðurstaða
án fjármunatekna og fjármagns-
gjalda var jákvæð sem nam 936,7
m.kr. í samstæðuársreikningi, A- og
B- hluta. Þar af var rekstrarniður-
staða A-hluta jákvæð um 744,5 m.kr.
Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda
var rekstur samstæðu jákvæður sem
nam 313,7 m.kr. og A-hluta 463,0
m.kr. Fjárhagsáætlun Fjarðabyggð-
ar 2006 hafði gert ráð fyrir 238,7
m.kr. rekstrarafgangi samstæðu og
295,3 m.kr. í A-hluta. Því er ljóst að
mikill bati er í afkomu sveitarfé-
lagsins á milli ára þar sem rekstr-
arniðurstaða samstæðunnar árið
2005 var neikvæð um 10,4 m.kr. og í
A-hluta 39,2 m.kr.
Seinni umræða um ársreikning
Fjarðabyggðar 2006 fer fram í dag.
Betra en
við var búist
Djúpivogur |
Brandöndin er
stór og litskrúð-
ugur fugl sem fór
fyrst að venja
komur sínar á
vötnin í nágrenni
Djúpavogs fyrir
um 7 árum og
hefur verið fasta-
gestur síðan.
Brandendur verpa hér í holum undir
stórum steinum og erlendis oft í yf-
irgefnar kanínuholur og haga sér
þar með nokkuð öðruvísi en aðrar
endur. Brandöndin var mætt óvenju-
snemma nú í ár til Djúpavogs eða
hinn 26. mars sl. Nú eru á svæðinu 3
pör og er auðvelt fyrir gesti og
gangandi að berja fuglana augum.
Gestur sem
gleður augað
Glæsileg brandönd
í flæðarmálinu.
Egilsstaðir | Foreldrar 45 barna
hafa ritað undir áskorun til bæj-
aryfirvalda á Fljótsdalshéraði, þar
sem þess er farið á leit að börnum
fæddum árið 2006 verði tryggð
leikskólavist hið fyrsta. Árgang-
urinn sé fjölmennur og brýnt að
sveitarfélagið efni gefin loforð um
næg leikskólapláss fyrir eins til
fimm ára börn. Ákvörðunar bæj-
arstjórnar er að vænta í næstu viku.
Vantar vistun
fyrir eins árs
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Kárahnjúkavirkjun | Komið hefur í
ljós að þrátt fyrir að loftmengun hafi
nokkrum sinnum, skv. upplýsingum
Impregilo, farið yfir viðmiðunar-
mörk í einstökum hlutum aðrennsl-
isganga virkjunarinnar milli að-
ganga 1 og 2 undir Þrælahálsi á
Fljótsdalsheiði að undanförnu, var
það ekki fyrr en fjöldi manna hafði
veikst af loftmengun að Vinnueftir-
litið lokaði göngunum fyrir vinnu.
Nú er talið að mengunin stafi af út-
blástursefnum frá dísilknúnum
vinnuvélum, þ. á m. köfnunarefnis-
díoxíði, brennisteinsdíoxíði og
kolmónoxíði, sem öll eru stórhættu-
leg fari þau yfir ákveðin mörk.
Oddur Friðriksson yfirtrúnaðar-
maður segist þess fullviss að Imp-
regilo muni fylgja málum vel eftir.
„Við urðum fyrst áskynja um þessa
eitrun fyrir um 15 dögum og ber að
taka fram að 85-90% mælinga í göng-
unum voru undir mengunarmörkum.
Það gerði okkur mjög erfitt fyrir, við
gátum ekki skellt í lás og sagt stopp.
Frá þeim tíma hafa framkvæmdaeft-
irlitið og Impregilo skoðað sameig-
inlega hverju þurfti að breyta. Nið-
urstaða um það lá fyrir sl. sunnudag
og úrbætur langt komnar. Mig tekur
sárt að menn veiktust þarna og
menn lokuðu göngunum á grundvelli
þess. Matareitrunin við aðgöng 2 var
þó einstakt tilfelli sem hefði getað
gerst á hvaða vinnustað sem var.“
Framkvæmdaeftirlitið óskaði í
árslok 2006 eftir að Vinnueftirlitið
fjölgaði heimsóknum á stíflustæði og
í göngin „Við því var ekki orðið,
nema að sett var upp heimsókn í
tengslum við námskeið í janúar,“
segir Oddur. „28. mars sendi fram-
kvæmdaeftirlitið skeyti þar sem ósk-
að var eftir að Vinnueftirlitið kæmi
og ynni með okkur að loftræsting-
unni og breyttu vinnulagi í göngun-
um. Því skeyti hefur ekki verið svar-
að. Þeir eru boðaðir á alla fundi
öryggiseftirlitsins og fá fundargerð-
ir öryggisráðs. Vinnueftirlitið hafði
því allar forsendur til að fylgjast hér
með málum.“
Höfðu unnið að úrbótum
í göngum í hálfan mánuð
! "
$%
&
'(
)
*
+
Kópasker - Jónína Bjartmarz um-
hverfisráherra hefur opnað Gljúfra-
stofu Þjóðgarðsins í Jökulsárs-
gljúfrum. Ráðherrann naut aðstoðar
þriggja ungra Keldhverfinga sem
áður höfðu flutt dagskrá í tali og
tónum ásamt skólasystkinum sínum
í Öxarfjarðarskóla við opnun
Gljúfrastofunnar.
Um 200 manns voru við opnunina
og ljóst að heimamenn láta sig
miklu skipta framgang þjóðgarðsins
og horfa björtum augum fram á
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem
ná mun allt frá Skaftafelli í suðri til
Ásbyrgis í norðri.
Stærsti þjóðgarður Evrópu
Í ræðu umhverfisráðherra kom
fram að með fyrirhuguðum Vatna-
jökulsþjóðgarði verður til stærsti
þjóðgarður Evrópu, með ein-
staklega fjölbreytt náttúrufar og
sögu og mun Gljúfrastofa gegna
mikilvægu fræðslu- og þjónustu-
hlutverki í starfseminni.
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
þjóðgarðsvörður rakti bygging-
arsögu Gljúfrastofu og þakkaði
þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd
á verkið.
Gljúfrastofa, sem er um 550 fm að
flatarmáli, verður aðalgestamóttaka
þjóðgarðsins, upplýsingamiðstöð og
sýning um náttúru og sögu svæð-
isins. Að auki mun Gljúfrastofa hýsa
skrifstofur starfsmanna og gert er
ráð fyrir aðstöðu til að taka á móti
skólahópum í þjóðgarðinn.
Í sýningunni sem er mjög glæsi-
leg og myndræn er lögð áhersla á
Jökulsá á Fjöllum og þátt hennar í
mótun lands og lífs, fjölbreytt nátt-
úrufar þjóðgarðsins og sögu og
mannlíf í héraðinu.
Framsetning sýningarinnar er
með þeim hætti að gestir fræðast
um hið fallega svæði þjóðgarðsins
með áþreifanlegum hætti, þar sem
gagnvirkri myndmiðlun er beitt til
upplýsingar og fræðslu.
Undirbúningur að Gljúfrastofu
hófst 2003 og hönnun húss og sýn-
ingar fór fljótlega í gang í framhaldi
af því en bygging hússins hófst
2005.
Hönnun sýningarinnar hefur ver-
ið í höndum Bility ehf., Guðrúnar
Lilju Gunnlaugsdóttur og Jóns Ás-
geirs Hreinssonar.
Gljúfrastofa
formlega opnuð
Morgunblaðið/Kristbjörg
Mannfagnaður Það voru þau Hlynur Aðalsteinsson, Bjarni Þór Geirsson
og Lillý Óladóttir, nemendur í Öxarfjarðarskóla, sem aðstoðuðu Jónínu
umhverfisráðherra við að klippa á borðann.
Í HNOTSKURN
»Gljúfrastofa, sem er um550 fm að flatarmáli, verð-
ur aðalgestamóttaka þjóð-
garðsins, upplýsingamiðstöð
og sýning um náttúru og sögu
svæðisins.
» Í sýningunni er lögðáhersla á Jökulsá á Fjöll-
um og þátt hennar í mótun
lands og lífs.
»Undirbúningur að Gljúfra-stofu hófst 2003 og hönnun
húss og sýningar fór fljótlega í
gang í framhaldi af því en
bygging hússins hófst 2005.
KVENNAKÓRINN Ljósbrá í
Rangárvallasýslu heldur vortónleika
sína föstudagskvöldið 27. apríl nk. í
Hvoli, Hvolsvelli og hefjast þeir kl.
20.30. Í kórnum eru um 40 konur
sem koma bæði úr Rangárvalla- og
Árnessýslu.
Stjórnandi kórsins er Eyrún Jón-
asdóttir og hefur hún stjórnað kórn-
um undanfarin fjögur ár.
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt og má segja að rómantíkin
svífi yfir vötnum. Er þar að finna
m.a. lög úr þekktum kvikmyndum í
bland við sígild dægurlög.
Kórinn hefur þetta vorið fengið til
liðs við sig félaga úr Djassbandi Suð-
urlands, þá Stefán Þorleifsson á pí-
anó, Stefán Ingimar Þórhallsson á
slagverk, Trausta Örn Einarsson á
gítar og Róbert Dan Bergmundsson
á bassa. Auk þess að spila með kórn-
um munu þeir félagar flytja nokkur
lög ásamt söngvurunum Kristínu
Örnu Hauksdóttur og Bergsveini
Theodórssyni.
Einsöngvarar með kórnum eru
Gísli Stefánsson baríton og tveir
meðlimir kórsins, þær Margrét
Harpa Guðsteinsdóttir og Guðríður
Júlíusdóttir.
Ljósbrár á
Hvolsvelli
H
im
in
n
o
g
h
af
/
S
ÍA
–
9
0
7
0
4
9
6
HEFÐBUNDNA SAFNIÐ
20,8% ávöxtun
Áhersla á góða ávöxtun og áhættu-
dreifingu, meðaláhætta.
• 50% skuldabréf
• 50% hlutabréf
50%
50%
ÁVÖXTUNARSAFNIÐ
24,9% ávöxtun
Meiri sveiflur, hærri væntingar.
Áhersla á góða áhættudreifingu með
erlendum og íslenskum verðbréfum.
• 75% hlutabréf
• 25% skuldabréf
75%
25%