Morgunblaðið - 26.04.2007, Síða 20
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Þær sitja, sauma og spjalla. Efnisúrvaliðer fjölbreytt, mynstrin mörg og við-fangsefnin ekki síður margbreytileg.Töskur, buddur, veski, dúkar, teppi
og púðar eru meðal þess sem konurnar í búta-
saumsklúbbnum Spólunum á Patreksfirði vinna
að einn laugardag í mánuði – en þá er líka allur
dagurinn tekinn frá.
„Bútasaumsklúbburinn var stofnaður haustið
2001 af nokkrum áhugakonum um bútasaum á
Patreksfirði,“ segir Arnheiður Jónsdóttir,
sviðsstjóri svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra
á Vestfjörðum, sem ásamt þeim Sigríði
Sigurðardóttur og Rósu Ástvaldsdóttur er í
stjórn klúbbsins.
„Tildrögin voru að ákveðið var að auglýsa og
kalla til konur sem áhuga hefðu á bútasaumi.
Viðbrögðin við auglýsingunni komu okkur öll-
um á óvart því á fyrsta fundinn mættu 25 konur
frá öllum fjörðunum – Patreksfirði, Tálknafirði
og Bíldudal. Þetta var miklu meiri fjöldi en við
höfðum átt von á og í framhaldi var ákveðið að
hittast einn laugardag í mánuði og sauma sam-
an.“
Undanfarin tvö ár hafa Spólurnar haft að-
stöðu í kaffistofu gamals sláturhúss, sem var áð-
ur hraðfrystihúsið á Patreksfirði. Þar hafa þess-
ar handavinnukonur komið sér vel fyrir og
raunar hittast bútasaumsfélagarnir einnig,
ásamt öðru handverksfólki af svæðinu, í hús-
næðinu á miðvikudagskvöldum. „Miðvikudags-
kvöldin eru opnari,“ segir Arnheiður, „en á
laugardögum sitjum bara og saumum, svona
sex tíma í senn.“
Saumavél og áhugi eina skilyrðið
Um 12 til 15 konur mynda kjarna bútasaums-
klúbbsins, sem þó hefur tekið nokkrum breyt-
ingum frá stofnun. „Eins og í öllum félagsskap
þá er hér viss kjarni. Auðvitað er alltaf einhver
hreyfing, fólk flytur burt og nýir koma í staðinn,
en við erum þó alltaf að fá inn fleiri konur.
Undanfarið hefur mesta virknin verið hér á
Patreksfirði en konur frá Tálknafirði hafa þó
mætt líka,“ segir Arnheiður og bætir við að þó
að vegalengdirnar milli bæjarfélaganna séu
ekki endilega miklar þá geti færðin á veturna
reynst erfið.
Sá hópur sem hittist í Spólunum er líka mjög
blandaður. „Hér hittast fyrir konur á öllum
aldri og af öllum stigum þjóðfélagsins, sem ann-
ars hefðu kannski ekki haft mikið samband sín á
milli.“
Engar kröfur um færni eða fyrri þekkingu á
bútasaum eru heldur gerðar. „Eina krafan er sú
að eiga saumavél og hafa áhuga á bútasaumi.
Þannig hafa þó nokkrar konur komið inn í hóp-
inn og svo reynum við bara að leiðbeina hver
annarri. Vissulega eru líka í hópnum konur sem
hafa meiri handverksgrunn, eins og t.d. Sonja
Ísfeld sem er menntaður feldskeri. Svo lærum
við líka heilmikið bara hver af hver annarri og
fáum nýjar hugmyndir út frá því sem hinar eru
að gera,“ segir Arnheiður sem vinnur þessa
dagana að ljómandi fallegum dúk.
Tengsl milli landshluta og landa
Félagsskapurinn er heldur ekki bundinn ein-
göngu við Patreksfjörð, því tengsl hafa einnig
myndast við handavinnufólk annars staðar á
landinu.
„Núna fyrstu helgina í maí ætla bútasaums-
klúbbar á norðanverðum Vestfjörðunum að
eiga saumahelgi að Núpi. Við tökum þátt í því,
en þá hittast konur af öllum Vestfjörðunum til
að sauma saman, borða saman og hlæja sam-
an,“ segir Arnheiður.
„Við höfum líka sótt nokkrar saman búta-
saumshelgi á Löngumýri í Skagafirði hjá kon-
um af Norðurlandi og eins höfum við farið utan.
Til að mynda fórum við nokkrar saman til Birm-
ingham í Bretlandi 2005 en þar eru haldnar ár-
legar sýningar og vinnustofur (e. workshop)
sem maður getur tekið þátt í og það var virki-
lega gaman.“
Það er því greinilega nóg að gera hjá þessum
laghentu konum sem héldu sýningu á verkum
sínum á Patreksdeginum, 17. mars sl. þar sem
þær fengu yfir 100 gesti. Þær breyta líka með
sínum fimu fingrum hversdagslegustu tuskum
og bútum í ævintýralegustu töskur, teppi og
dúka.
Morgunblaðið/Guðlaugur Alberts
Hluti af Spólunum situr og saumar Sigríður Sigurðardóttir og Rósa Ástvaldsdóttir eru fremst á myndinni. Fyrir aftan frá vinstri Ester Krist-
jánsdóttir, Þuríður Alma Karlsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Sonja Ísafold, Sólveig Jóhannsdóttir og Anna Jensdóttir.
Saumaskapur Sólveig Jóhannsdóttir er ein-
beitt að störfum við saumavélina.
Ljúfir Þeir eru krúttlegir bangsarnir sem hún
Þuríður Alma Karlsdóttir saumar.
Blómstrandi
bútasaumur á
Patreksfirði Litríki Afrakstur vinnunnar er margbreyti-legur og ímyndunaraflið fær að njóta sín.
|fimmtudagur|26. 4. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Lamba-, svína-, kjúklinga- og
nautakjöt er áberandi í helg-
artilboðum verslana þessa
helgina. » 22
helgartilboð
Bærinn Darjeeling við rætur Hi-
malayafjalla er heillandi við-
komustaður með ólýsanlegu
útsýni. » 26
ferðalög
Þegar valin eru sumardekk
skiptir mestu, upp á öryggið að
gera, að dekkin séu stöðug og
að bíllinn rási ekki á þeim. » 24
neytendur
Hótel er ekki bara hótel og sum
þykja einfaldlega í sérflokki.
Condé Nast hefur sett saman
lista yfir þau 10 bestu. » 27
hótel
Transfitusýrur hafa verið mikið
til umræðu. Margir íslenskir
framleiðendur hafa nú dregið úr
notkun þeirra. » 22
heilsa