Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 43
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9–16.30. Jóga
kl. 9. Boccia kl. 10. Útskurðarnámskeið kl. 13. Mynd-
listarnámskeið kl. 13. Videostund kl. 13.30.
Alþjóðahúsið | Alþjóðahús og Samtök kvenna af er-
lendum uppruna standa fyrir bingókvöldi fyrir konur
í kvöld kl. 20 á 3ju hæð Alþjóðahúss. Hvert bingó-
spjald kostar 100 krónur. Boðið upp á kaffi og kökur.
Spennandi vinningar.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8–16.30 handavinna.
Kl. 9–16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 boccia. Kl.
10.30 helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, leikfimi,
myndlist, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð,
fótaaðgerð, hádegisverður, bókband og kaffi. Á
morgun, föstudag, er spiluð félagsvist kl. 13.30 og
kór Verslunarskólans kemur kl. 14.30 og syngur und-
ir stjórn Vilborgar Þórhallsdóttur. Upplýsingar í
s.535-2760.
Dalbraut 18–20 | Söngstund alla fimmtudaga kl. 14.
Lýður leikur undir á harmonikku. Alltaf úrvals-
kaffiveitingar hjá Haraldi. Allir velkomnir til okkar.
Félag CP á Íslandi | Háaleitisbraut 13, Reykjavík
(húsi SLF), 4. hæð. Aðalfundur Félags CP á Íslandi
verður haldinn kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðal-
fundarstörf og önnur mál. Eftir aðalfundinn verður
áhugaverður fræðslufundur. Nánari upplýsingar á
www.cp.is.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Bridds í dag kl. 13.
Vorfagnaður verður haldinn á morgun, föstudag 27.
apríl, kl. 20: Spurningarþáttur, gamanvísur, samtals-
þáttur, gamansögur o.fl. Kaffiveitingar og dans.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl.
9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm- og silfursmíði
kl. 9.30. Bókband kl. 13. Bingó kl. 13.30. Myndlistar-
hópur kl. 16.30. Stólajóga kl. 17.15. Jóga á dýnum kl.
18.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna,
kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handa-
vinna og Briddsdeild FEBK (tvímenningur), kl. 18.15
jóga.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýri
kl. 13, smiðja í Kirkjuhvoli kl. 13. Karlaleikfimi kl. 13 og
Boccia kl. 14 í Ásgarði, handavinnuhorn í Garðabergi
kl. 13. Leikhúsmiðar seldir í Garðabergi frá kl. 12.30–
16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsj.
sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Frá hádegi vinnu-
stofur opnar m.a. perlusaumur og leiðsögn við
myndlist. Kl. 13.15 ,,Kynslóðir saman í Breiðholti" fé-
lagsvist eldri borgara og nemenda Seljaskóla. Stjórn.
Kjartan Sigurjónss. Garðheimar veita verðlaun. Allir
velkomnir. Strætisv. S4, 12 og 17.
Hraunbær 105 | Fimmtudaga: Kl. 9–12.30 postulín.
Kl. 10–11 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 12–12.30 hádeg-
ismatur. Kl. 14–16 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl.
11.20. Glerbræðsla kl. 13. Opið hús í boði stjórnmála-
flokkanna kl. 14.
Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9–
16. Félagsvist kl. 13.30, vinningar, kaffi og meðlæti í
hléi. Fótaaðgerðir 588-2320. Hársnyrting 517-
3005/849-8029.
Hæðargarður 31 | Sparikaffi. Fastir liðir eins og
venjulega. Sjálfstæðisflokkurinn kemur í heimsókn
föstudag 27. apríl í hádeginu. Síðasti fundur í Bók-
menntahópi er n.k. miðvikudag kl. 20. Suðursveitar-
hópurinn mætir. Videó, myndir og óvænt uppákoma.
Allir velkomnir alltaf. Komdu við. S.568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sund-
leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og Listasmiðja
á Korpúlfsstöðum kl. 13.
Landspítali Háskólasjúkrahús, Hringbraut | Iðju-
deild 31C, geðsjúkrahús LSH við Hringbraut. Árlegur
sumarmarkaður iðjuþjálfunar geðdeildar Landspít-
alans við Hringbraut verður haldinn 26. apríl og 27.
apríl, kl. 11–15.30. Athugið að þetta er síðasta salan
vegna lokunar deildarinnar 1. maí.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Handverks- og bóka-
stofa kl. 9. Sögustund kl. 10.30. Boccia karlaklúbbur
kl. 10.30. Boccia kl. 13.30. Kaffiveitingar 14.30. Bingó
kl. 15. Upplýsingar í síma 552-4161.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu |
Hátúni 12. Skák í kvöld kl. 19. Allir velkomnir.
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Afmælis-
fundur SVD kvenna verður haldinn annað kvöld kl.
20 í Höllubúð. Takið með ykkur gesti.
Söngvinir | Vortónleikar: Söngvinir halda vortónleika
í Digraneskirkju 28.apríl nk. kl. 17. Kór eldri borgara í
Garðabæ kemur í heimsókn. Fjölbreytt dagskrá. Allir
velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9-12.30, bók-
band kl. 9-13, morgunstund kl. 9.30, handavinnu-
stofan opin kl. 9-16.30, boccia kl. 10-11, hárgreiðslu-
og fótaaðgerðarstofa opin kl. 9, glerskurður kl. 13-17,
frjáls spilamennska kl. 13-17.30. Félagsstarfið opið
fyrir alla aldurshópa.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl.
13 opni salurinn. Kl. 13.15–14 leikfimi (frítt). Kl. 14.15
bingó/félagsvist (bingó annan hvern fimmtudag, fé-
lagsvist annan hvern fimmtudag).
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.
Léttur hádegisverður á eftir. Aðalfundur Samhygðar
kl. 20.
Áskirkja | Kl. 10-12: Foreldramorgnar. Hjúkrunar-
fræðingur frá Heilsugæslustöðinni í Glæsibæ ræðir
um svefn ungbarna. Kl. 14–16: Samsöngur undir
stjórn Þorvaldar Halldórssonar. Kaffi og meðlæti. Kl.
17: Klúbbur 8–9 ára barna og kl. 18 TTT-starfið:
Fóstursystkinin.
Bústaðakirkja | Foreldramorgnar eru samveru-
stundir fyrir foreldra og börn þeirra. Boðið er upp á
hressingu á mjög vægu verði. Við hittumst vikulega í
Bústaðarkirkju. Allir velkomnir, láttu sjá þig.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Foreldra-
morgnar kl. 10 í fræðslusal. Bænastund kl. 12. Barna-
starf 6–9 ára kl. 17.15. (www.digraneskirkja.is)
Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðarstund með altaris-
göngu í Kapellu safnaðarheimilis kl. 12. Allir vel-
komnir.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Fræð-
andi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar
fyrirlestrar. Heitt á könnunni, djús og brauð fyrir
börnin. TTT fyrir börn 10–12 ára í Víkurskóla kl. 17–18.
Hjallakirkja | Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 12–
14. Léttur hádegisverður og skemmtileg samveru-
stund. Allir velkomnir.
Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára starf, kl.
16.30–17.30.
Laugarneskirkja | Kl. 12 kyrrðarstund. Gunnar Gunn-
arsson leikur á orgelið og Sigurbjörn Þorkelsson hef-
ur ritningarlestur, stutta hugvekju og leiðir bæn. Mál-
tíð að lokinni stundinni í safnaðarheimilinu. Kl. 14
samvera eldri borgara í umsjá Sigurbjörns Þorkels-
sonar, framkvæmdastjóra kirkjunnar, Gunnhildar Ein-
arsdóttur, kirkjuvarðar, auk þjónustuhóps. Lögreglu-
kórinn kemur og syngur. Síðasta samvera vetrarins.
Kl. 17 Adrenalín gegn rasisma, unglingastarf. Umsjón
sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórs-
dóttir. Kl. 20.30 gospelkvöld að Hátúni 10. Umsjón
Guðrún K. Þórsdóttir, djákni, Þorvaldur Halldórsson,
tónlistarmaður og fleiri góðir. AA fundur í safnaðar-
heimilinu kl. 21.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í kvöld kl. 21. Tekið er við bænarefnum af
prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundar-
innar.
50ára afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26.
apríl, er Karl Björnsson,
sviðsstjóri kjarasviðs Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga
og fyrrverandi bæjarstjóri á
Selfossi til margra ára,
Smárarima 112 í Reykjavík,
fimmtugur. Karl heldur upp á
afmælisdaginn í New York
ásamt eiginkonu sinni Katrínu
Ingu Karlsdóttur.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 26. apríl, 116. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.)
Nú stendur yfir alþjóðleg um-ferðaröryggisvika SÞ oghefur Samgönguráðuneytiðfalið Umferðarstofu og að-
ildarfélögum Umferðarráðs að setja
saman fjölbreytta dagskrá vikunnar.
Einar Magnús Magnússon er upplýs-
ingafulltrúi Umferðarstofu: „Alþjóðleg
umferðaröryggisvika SÞ er nú haldin í
fyrsta skipti, en henni er ætlað að
bregðast við því mikla manntjóni sem
verður í umferðinni ár hvert um allan
heim,“ segir Einar Magnús. „Dauðsföll í
umferðinni í dag jafnast á við mann-
skæðustu smitsjúkdóma, en umferð-
arslysin eru öll af mannavöldum og ætti
að vera auðvelt að koma í veg fyrir
fjöldamörg dauðsföll árlega með vitund-
arvakningu.“
Aðstandendur alþjóðlegu umferðar-
öryggisvikunnar leitast við að fanga at-
hygli fjölmiðla og stjórnmálamanna og
sérstaklega að vekja ungt fólk til um-
hugsunar: „Alla vikuna verður mjög
áhugaverð sýning í Forvarnarhúsi
Sjóvá, Kringlunni 1-3, þar sem meðal
annars er ökuhermir sem sýnir áhrif
áfengis á aksturshæfni,“ segir Einar
Magnús. „Á fimmtudag er haldinn
fræðslufundur á Hótel Loftleiðum sem
einkum er ætlaður stjórnmálamönnum,
bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi.
Með þessu er ætlunin að auðvelda
stjórnmálamönnum að setja umferðar-
öryggi á oddinn við ákvarðanatöku og
stefnumótun.“
Í lok vikunnar verða kynntar breyt-
ingar á umferðarlögum og opnað nýtt
æfingasvæði til akstursíþrótta: „Laga-
breytingarnar fela meðal annars í sér
auknar kröfur til nýliða í umferðinni
auk þess að veitt er heimild til að gera
ökutæki upptækt ef um endurtekin al-
varleg umferðarlagabrot er að ræða,“
segir Einar Magnús. „Akstursæfinga-
svæði verður opnað á gamla varnar-
svæðinu í Keflavík á laugardag, en feng-
ist hefur leyfi til að halda þar æfingar
fyrir áhugamenn um akstursíþróttir.
Um er að ræða samstarfsverkfeni Um-
ferðarstofu, FÍB og Landssambands ís-
lenskra akstursíþróttafélaga en með
þessu erum við að gera tilraun til þess
að uppræta kappakstur í almennri um-
ferð og koma honum á til þess gerð
svæði þar sem fyllsta öryggis er gætt.“
Á laugardag verður einnig sýning á
vegum Frumherja í Smáralind þar sem
ástandi ökutækja og öryggi barna í bíl-
um verða gerð sérstök skil.
Samfélag | Fjölbreytt dagskrá á alþjóðlegri umferðaröryggisviku SÞ
Manntjón sem má hindra
Einar Magnús
Magnússon
fæddist í Reykja-
vík 1966. Hann
lauk stúdents-
prófi frá MH
1988, fékkst við
dagskrárgerð í
útvarpi 1987
til1989, starfaði
við heimildamynda- og kvikmynda-
gerð 1989 til 2003 og starfrækti
einnig auglýsingastofu. Hann hefur
verið upplýsingafulltrúi Umferðar-
stofu frá 2004. Einar Magnús er
kvæntur Hrund Gunnarsdóttur,
grafískum hönnuði.
Tónlist
DOMO Bar | Tregasveit Kristjönu
Stefáns á Múlanum á Dómó í Þing-
holtsstræti í kvöld klukkan 21.
Kristjana Stefánsd., söngur, Agnar
Már Magnússon, píanó/orgel,
Ómar Guðjónss., gítar, Valdi Kolli,
bassi, Scott McLemore, trommur.
Dagskrá full af tregafullum stan-
dördum og blús.
Hjallakirkja | Vortónleikar kór-
anna í Snælandsskóla í Kópavogi
kl. 20. Fögnum vori með söng og
gleði. 95 nemendur skólans koma
fram í þremur kórum. Gestir verða
Skólahljómsveit Kópavogs B-
sveit, stjórnandi Össur Geirsson.
Undirleikari á píanó Hannes Bald-
ursson, stjórnandi Heiðrún Há-
konardóttir.
Seljakirkja | Vortónleikar kvenna-
kórsins Seljanna í Seljakirkju kl. 17.
Stjórn og einsöngur: Svava K. Ing-
ólfsdóttir, einsöngur: Linda
Antonsdóttir. Píanó: Aðalheiður
Þorsteinsdóttir. Bassi: Tómas R.
Einarsson. Gítar: Ragnar
Hermannsson. Gestakór er Karla-
kór Kópavogs. Stjórn: Julian Hew-
lett.
Uppákomur
Hitt húsið | Pósthússtræti 3–5
(kj.). Hugarafl mun bjóða upp á
kaffi, kökur og fleira á lágu verði
laugard. 28. apríl kl. 12–17. Einnig
tónlistaratriði, upplestur og geð-
greining. Hlökkum til að sjá þig.
Fyrirlestrar og fundir
Askja – Náttúrufræðahús Há-
skóla Íslands | LHS, Öskju, nátt-
úrufræðahúsi HÍ við Vatnsmýrar-
veg. Sir Michael Rawlins, yfir-
maður bresku ráðgjafarstofnunar-
innar NICE, verður með fyrirlestur
um forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustunni á ársfundi LSH. Fund-
urinn hefst kl. 14 en erindið upp úr
kl. 15.30. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Barnaheill – Save the Children á
Íslandi | Kornhlaðan, Bankastræti
2. Aðalfundur Barnaheilla verður
haldinn í dag kl. 17–19. Fundarstjóri
verður Ingibjörg Rafnar, umboðs-
maður barna. Félagsmenn sam-
takanna eru hvattir til að mæta.
Félag Nýalssinna | Álfhólsvegi 121
í Kópavogi í kvöld kl. 20. Samstill-
ing lífs og efnis í alheimi. Erindi
sem varða vísindastörf dr. Helga
Pjeturss og heimspekikenningar
hans. Einnig verður fjallað um
ýmislegt í nýlegum vísindum sem
tengist þessu efni. Allir velkomnir.
Geðhjálp | Túngötu 7, Rvk. Sjálfs-
hjálparhópur þeirra sem þjást af
kvíða er haldinn á hverjum fimm-
tud. kl. 18–19.30. Verið velkomin.
Gerðuberg | Aðalfundur íslenska
bútasaumsfélagsins verður hald-
inn laugard. 12. maí kl. 13–14. Dag-
skrá: Venjuleg aðalfundarstörf, sjá
nánar á www.butasaumur.is.
Landakot | Síðasti fræðslufundur
Rannsóknarstofu í öldrunarfræð-
um RHLÖ á vorönn verður haldinn
í dag kl. 15 í kennslusalnum á 7.
hæð á Landakoti. Sigrún Júlíus-
dóttir félagsráðgjafi mun fjalla um
viðhorf ungs fólks til aldraðra.
Sent verður út með fjarfundabún-
aði. Allir velkomnir.
Norræna húsið | Aðalfundur
Heilsuhringsins 2007 verður í
Norræna húsinu kl. 20. Að loknum
aðalfundi, kl. 20.30, flytur Sigríður
Ævarsdóttir, hómópati erindi: Ég
„þoli“ ekki skólann … tengsl of-
næmis og óþols við vanlíðan og
námsörðugleika barna. Aðgangur
ókeypis. Allir velkomnir.
Oddi – stofa 101 | Bókasafns- og
upplýsingafræðiskor við félags-
vísindadeild Háskóla Íslands
stendur að málþingi um nýjar
rannsóknir nemenda í skorinni.
Haldið 26. apríl í Háskóla Íslands,
Odda, stofu 101, kl. 12.55–16. Létt-
ar veitingar í boði félagsvísinda-
deildar. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Sögufélag, Fischersundi 3 | Félag
þjóðfræðinga á Íslandi boðar til
aðalfundar fimmtudaginn 26. apríl
kl. 19.30. Fundurinn verður haldinn
í húsi Sögufélagsins við Fischer-
sund. Venjuleg aðalfundarstörf.
Að loknum aðalfundi, kl. 20, hefst
hefðbundið þemakvöld. Frog,
doktorsnemi við University
College, London, og Gísli Sigurðs-
son, rannsóknarprófessor við
Stofnun Árna Magnússonar, fjalla
um eddukvæði sem vitnisburð um
lifandi hefð munnlegs kveðskapar.
Þjóðskjalasafn Íslands | Lauga-
vegi 162, 2. h. Ættfræðifélagið:
Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræð-
ingur heldur fyrirlestur kl. 20.30,
Ævisaga Guðrúnar Ketilsdóttur
sem fædd var 1759, sjálfsævisaga
alþýðukonu eða kímnisaga af flóni.
FRÉTTIR
Skartgripir
Fjallkonunnar
Reynomatic
Café Mílanó
KYRRÐARDAGAR fyrir hjónafólk
verða í Skálholti helgina 4.–6. maí
nk. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir
hjón á öllum aldri að koma í sveit-
ina og njóta kyrrðar og upp-
byggilegrar samveru á helgum
stað.
Allir eru velkomnir sem vilja
eiga sameiginlega reynslu af
kyrrð, íhugun og hollustu. Þessir
dagar hefjast á föstudegi kl. 18 og
þeim lýkur upp úr hádegi á sunnu-
deginum. Leiðsögn er í höndum
Hafliða Kristinssonar fjölskyldu-
ráðgjafa sem getið hefur sér gott
orð fyrir vandað fræðsluefni á
sínu fagsviði, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Veittur er sérstakur hjóna-
afsláttur þannig að helgin kostar
22.400 kr. á hjón. Skráning í síma
486-8870 eða með netfanginu rekt-
or@skalholt.is.
Kyrrðardagar
fyrir hjónafólk
FÉLAG íslenskra fornleifafræð-
inga og Fornleifafræðingafélag Ís-
lands halda ráðstefnu í samvinnu
við Þjóðminjasafn Íslands laugar-
daginn 28. apríl kl. 13:00 í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafnsins.
Mikið hefur verið um fornleifa-
uppgröft um allt land á síðast-
liðnum árum. Er það helst Kristni-
hátíðarsjóði að þakka en sjóðurinn
var stofnaður til að minnast þess
að 1000 ár voru liðin frá því að
kristinn siður var lögtekinn á Ís-
landi, segir í fréttatlkynningu.
Auk þeirra fornleifarannsókna
sem hlutu styrki úr Kristnihátíð-
arsjóði hefur verið ráðist í fjöl-
margar aðrar rannsóknir, stórar
og smáar, sem eru allrar athygli
verðar og ekki síður mikilvægar
fyrir fræðin.
Á ráðstefnunni verður að þessu
sinni einungis fjallað um þær
rannsóknir, sumar hverjar á
óvæntum minjastöðum, aðrar til
komnar vegna framkvæmda. Sem
dæmi má nefna rannsókn á kumli í
Hringsdal, á minjum sem hurfu í
lónið við Kárahnjúkavirkjun og
persónurannsókn á 17. aldar kot-
bónda. Á ráðstefnunni verður
fjallað um fornleifarannsóknirnar
í stuttu máli en henni er öðrum
þræði ætlað að efla samstarf
þeirra sem að fornleifarann-
sóknum standa.
Ráðstefnan er öllum opin og að-
gangur ókeypis.
Gróska í forn-
leifarannsóknum
Rangt föðurnafn
Í AUKABLAÐI sem fylgdi
Morgunblaðinu í gær á degi um-
hverfisins slæddist villa í mynda-
texta á bls. 15. Annar tveggja full-
trúa Orkuveitu Reykjavíkur, sem
tóku við verðlaunum, heitir Loftur
R. Gissurarson. Er beðist velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Stjórnarmaður, ekki
framkvæmdastjóri
Í MORGUNBLAÐINU í gær var
ranglega sagt að Tal Clifton
Finney væri framkvæmdastjóri
Iceland America Energy. Hið rétta
er að Magnús Jóhannesson er
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Finney er stjórnarmaður og einn af
eigendum Iceland America
Energy. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Einnig
er hægt að senda vélrit-
aða tilkynningu og mynd
í pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.