Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 56

Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 56
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Gagnrýnir Impregilo  ÞORSTEINN Njálsson, yf- irlæknir við Kárahnjúka, telur að Landsvirkjun og Impregilo hefðu átt að hægja á framkvæmdum þegar ljóst var að margir starfsmenn voru orðnir veikir við þessar „nöturlegu og hættulegu“ aðstæður. » 1 Samstarf við Þjóðverja  ÞJÓÐVERJAR munu senda hing- að fulltrúa í maí til að ræða við ís- lenska ráðamenn um aukið samstarf í varnar- og öryggismálum. Þýskar herflugvélar lentu 122 sinnum á Keflavíkurflugvelli í fyrra. » 1 Lífrænt þotueldsneyti  FLUGFÉLAGIÐ Virgin Atlantic hyggst gera tilraunir með breiðþotu með hreyfli er brennir að verulegu leyti lífrænu eldsneyti úr m.a. maís og sykurreyr en því verður blandað saman við hefðbundið þotueldsneyti. » 14 Hjónavígslutillaga felld  TILLAGA um að prestum verði heimilt að annast hjónavígslu sam- kynhneigðra var felld á prestastefnu í gær með 64 atkvæðum gegn 22. » Miðopna SKOÐANIR» Ljósvakinn: Í kjölfar kjarnorkuspr. Staksteinar: Umræða og innflytj. Forystugreinar: Noregur, Danmörk og öryggi Íslands |Vanræksla UMRÆÐAN» Að nýta afrakstur Listahátíðin List Byggjum stórmannlega Forstjóri Karólínska sjúkrahússins Bankastj., ofurstinn og tenórsöngv. Treysta viðskiptalífinu Heiður og virðing Eric Weber ræðir ísl. viðskiptalíf VIÐSKIPTABLAÐIл 2 !8%' . %+ ! 9  "  %%3&% 6 % 1 3 1 1 1 31 13 1 1  31 1 1 13 31 13 1 1 -: 6 '  31 1 1 1333 31 13  1 ;<==0>? '@A>=?/9'BC/; :0/0;0;<==0>? ;D/':%:>E/0 /<>':%:>E/0 'F/':%:>E/0 '7?''/&%G>0/:? H0B0/':@%HA/ ';> A7>0 9A/9?'7+'?@0=0 Heitast 13° C | Kaldast 7° C Suðlæg átt, 3–8 m/s. Léttir til austanlands en dálítil væta á S- og Vesturlandi. » 8 Silvía Nótt er efst á Tónlistanum með plötuna Goldmine en Take That á Laga- listanum með Pati- ence. » 47 TÓNLIST» Silvía á toppnum MYNDLIST» Verk Warhols hafa verið sýnd hér tvisvar. » 55 Franska síðpönks- sveitin Nouvelle Vague leikur í Lista- safni Reykjavíkur á Frönsku vori á morgun. » 47 TÓNLIST» Franskt síðpönk FÓLK» Reese Witherspoon er afbrýðisöm. » 48 TÓNLIST» Árni Matthíasson fór í kaffi hjá Sigur Rós. » 53 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Nefndi dótturina eftir Eddie M. 2. Eyddi 300 kr. og fékk 11,7 millj. 3. Jón Ásgeir keypti íbúð í NY 4. Fékk stólfót í gegnum höfuðið SPÁÐ er miklum hlýindum, allt að 20 stigum, og þurrviðri á norð- austanverðu landinu um helgina, suðvest- anlands verður einnig fremur hlýtt miðað við árstíma en gæti orðið skýjað og jafn- vel rignt. „Ég held að þetta fari upp í 20 stig í hnjúkaþeynum um helgina, það er sunnanátt í honum svo að hann gæti hækkað hitann svolítið,“ sagði Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur í gær. „Vindurinn í hnjúkaþeynum getur sums staðar farið í 10 metra á sekúndu. En víða verður hitinn 15– 16 stig, þetta byrjar fyrir alvöru á föstudag.“ Hrafn segir þetta nokkuð mikinn hita miðað við árstíma. Suðvest- urhornið geti líka búist við hita, hann geti jafnvel farið yfir 12–13 stig en þar megi þó reikna með skýjum. Hlýindi framundan SVOKALLAÐIR Croc’s-inniskór hafa verið tengdir uppákomum á sænskum sjúkrahúsum þar sem mikilvæg lækningatæki hafa slegið út. Þeir eru vinsælir meðal starfs- fólks á sjúkrahúsum en hafa nú verið bannaðir á sjúkrahúsi í Noregi og rætt er um að banna þá í Svíþjóð. „Ég veit þó ekki alveg hvort þessir skór eru orðnir jafnvinsælir hjá starfsfólki okkar og þeir virðast vera í Svíþjóð,“ segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri tækni og eigna Landspítala – háskólasjúkrahúss. Talið er að atburðirnir tengist því að allt fólk hleðst rafmagni og afraf- magnast vanalega gegnum skó. Útlit er fyrir að Croc’s-töfflurnar virki eins og einangrun sem hleypir ekki rafmagni í gegnum sig og valdi þess vegna truflunum í viðkvæmum rafmagnstækjum. | 23 Slá inni- skórnir út? Vinsælir Croc’s-inniskórnir hafa vakið mikla athygli. ÞAÐ VAR gríðarleg spenna í fimmta og síðasta úrslita- leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Ak- ureyrar um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi í gær. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 2:2, og staðan var enn jöfn eftir framlengingu. Leikmenn SR nýttu tæki- færið í vítakeppninni og höfðu sigur, 6:4. | Íþróttir Morgunblaðið/ÞÖK Titillinn áfram í Reykjavík GRÍÐARLEG SPENNA Á ÍSNUM Eftir Ingveldi Geirsdóttur og Jóhann Bjarna Kolbeinsson JÓN Atli Jónasson vinnur nú að handriti að kvikmynd um atburðina í Nígeríu á sjöunda áratugnum þeg- ar skipulagðar ofsóknir norðan- manna gegn Iboættbálkinum urðu til þess að hann sagði skilið við Nígeríu og stofnað var Lýðveldið Bíafra. Stríð geisaði í Bíafra í 30 mánuði og kostaði yfir milljón manna lífið áður en svæðið samein- aðist Nígeríu að nýju. Breska kvik- myndafyrirtækið FM&E ætlar að framleiða myndina en í henni segir m.a. frá íslenskum flugmönnum sem tóku þátt í hjálparstarfi kirkj- unnar og flugu með vistir til Bíafra á stríðstímanum. „Það er ekkert launungarmál að þessir íslensku flugmenn unnu stór- kostlegt afrek og mér finnst þetta líka svolítið magnaður partur af Ís- landssögu okkar,“ segir Jón Atli. Einar Guðlaugsson var einn af þeim íslensku flugmönnum sem fóru til Bíafra. „Þorsteinn Jónsson réð mig ásamt Kristjáni Richter og Arngrími Jóhannssyni. Ég flaug þarna í tæpt ár og fór margar ferð- ir til Bíafra bæði með matvæli og bensín,“ segir Einar sem var yngst- ur Íslendinganna í Bíafra, aðeins 23 ára. „Það komu túrar þegar skotið var svo mikið á okkur að maður varð mjög óttasleginn. Ég bauð mig samt fram í síðasta flugið til Bíafra til að bjarga starfsmönnum Rauða krossins og við tókum með okkur 45 innfædda til baka. Það var varla talinn möguleiki að við gætum lifað flugið af en við gerðum það samt þrátt fyrir að koma sundurskotin til baka.“ | 46 Flogið í kúlnahríð Jón Atli skrifar kvikmyndahandrit um stríðið í Bíafra á sjö- unda áratugnum þar sem íslenskir flugmenn komu við sögu Morgunblaðið/Kristinn Hetjur Jón Atli Jónasson, handrits- höfundur myndarinnar um Bíafra. Í HNOTSKURN » Hátt í 40 Íslendingar unnuvið hjálparstarfið í Bíafra til lengri eða skemmri tíma. Þorsteinn Jónsson var yf- irflugmaður og fór 423 ferðir með hjálpargögn. »Flogið var með vistirstanslaust allar nætur í tvær og hálfa klst. frá eyjunni Sao Tome til Bíafra og voru sprengju- eða skotárásir í nán- ast hverri ferð. »Frá Íslandi var komið meðmjólkurduft og skreið. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.