Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 129. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SUNNUDAGUR
BÍÓ-
SUMARIÐ
GLÆPAMENNSKA
OG HIMNARÍKI
EIN ÍSLENSK MYND >> 34
KRAFTA-
VEIÐI
Á MALDÍVEYJUM
Í INDLANDSHAFI
HÁKARL STAL FISKINUM >> 36
SÖNG-
FUGLINN
PILSAÞYTUR Í
BAKARAOFNINUM
OUMOU SANGARE >> 77
Í TÍU ár beið Gordon Brown eftir
að verða forsætisráðherra. Nú er
hans tími kominn, en hann tekur
við stjórnartaumunum þegar flokk-
ur hans á undir högg að sækja.
Röðin komin að
Gordon Brown
Á DÖGUM talibana voru snyrtistof-
ur bannaðar í Afganistan. Deborah
Rodriguez steig því inn í tómarúm
þegar hún kom til Kabúl og opnaði
snyrtistofu og snyrtiskóla.
Kennir snyrt-
ingu í Kabúl
CARLOS Téves hefur verið fót-
boltaliði West Ham innblástur í fall-
baráttunni. Í dag kemur í ljós hvort
snilli hans á knattspyrnuvellinum
dugar til að bjarga liðinu frá falli.
Bjargvættur
West Ham
VIKUSPEGILL
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
„MÉR finnst andinn í viðræðum við
uppbyggingaraðila í Reykjavík hafa
gjörbreytzt á síðustu misserum,“ seg-
ir Hanna Birna Kristjánsdóttir, for-
maður skipulagsráðs Reykjavíkur-
borgar. „Það er mín upplifun að þar sé
einnig til staðar vilji til að byggja upp í
ákveðinni sátt við söguna. Framsýnir
aðilar í viðskiptum og verslun sjá al-
veg verðmæti í því sem sagan geymir.
Þeir vilja nú viðhalda gömlum gildum.
Mér hefur stundum fundizt um-
ræða undanfarinna ára vera óþarflega
svart-hvít. Það er hægt að leiða mis-
munandi sjónarmið saman og finna
niðurstöðu, sem leyfir Reykjavík að
þroskast og vaxa með fullri virðingu
fyrir því sem verið hefur.
Víða uppbygging
Við sjáum þetta víða í borginni. Við
höldum í Alliancehúsið í Ánanaustum
og Daníelsslippinn samhliða öflugri
uppbyggingu á svæðinu og Zimsen-
húsið við Grófartorg er annað dæmi.“
Hanna Birna nefnir uppbyggingu
Fiskifélagshússins; Ingólfsstræti 1,
sem dæmi, þar sem Torfusamtökin
komu með mikilvægar ábendingar og
árangur náðist með samvinnu ólíkra
aðila.
Aukinn samhljómur
Byggingararfleifð | 22
ANDRÚMSLOFTIÐ á kjörstöðum var
þrungið spennu þegar formenn flokkanna
mættu til að greiða atkvæði sitt laust fyrir
hádegi í gær. Spennan kom ekki síst til af
því að miðað við síðustu skoðanakannanir
stefndi í æsispennandi kosninganótt og tví-
sýnt um úrslitin.
Dræmari kjörsókn í
þéttbýli sunnanlands
Klukkan 12 á hádegi í gær höfðu 5.913
kosið í Reykjavíkurkjördæmi suður eða
13,63%. Það er heldur dræmari kjörsókn en
var fyrir fjórum árum, en það kann að skýr-
ast af miklum fjölda utankjörfundaratkvæða.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu
12,02% kosið klukkan tólf eða 5.260 af þeim
43.775 sem eru á kjörskrá í því kjördæmi og
er það talsvert minna en fyrir fjórum árum.
Meðaltal úr báðum Reykjavíkurkjördæmum
var á hádegi 12,82% en var í síðustu kosn-
ingum 15,39% á sama tíma.
Í Suðvesturkjördæmi hafði 4.101 kosið
klukkan 11 fyrir hádegi, eða 7,5%. Á sama
tíma í síðustu kosningum hafði 9,1% kosið á
sama tíma.
Svipuð kjörsókn nyrðra
en betri vestra
Hjá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis í
Oddeyrarskólanum á Akureyri fengust þær
upplýsingar að kjörsókn væri góð og að
13,09% hefðu greitt atkvæði í kjördæminu á
hádegi eða 1.620 manns af þeim 12.375 sem
eru á kjörskrá.
Í Norðvesturkjördæmi var ekki búið að
taka saman tölur úr öllu kjördæminu en á
Akranesi voru 23,3% búin að kjósa, í Borg-
arbyggð 18% og í Ísafjarðarbæ 17%.
Í Suðurkjördæmi höfðu tölur ekki skilað
sér úr öllu kjördæminu klukkan tólf en á
Selfossi voru 15,36% búin að kjósa og í
Skaftárhreppi 16,6% og 11% í Hrunamanna-
hreppi.
Spennan í hámarki á kjördag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kópavogsskóli Jón Sigurðsson, formaður
Framsóknarflokksins, og Sigrún Jóhann-
esdóttir kona hans kusu í Kópavogi.
Morgunblaðið/ Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, kaus í sínu heima-
kjördæmi vestur á Ísafirði.
Morgunblaðið/Kristinn
Hagaskóli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, og Hjörleifur
Sveinbjörnsson kusu í Vesturbænum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hagaskóli Geir H. Haarde, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, greiddi atkvæði í Hagaskóla
klukkan tíu í gærmorgun.
Morgunblaðið/RAX
Laugardalshöll Ómar Ragnarsson, formaður
Íslandshreyfingarinnar, greiddi atkvæði í
Laugardalshöllinni í Reykjavík.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Reykjavíkurflugvöllur Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður VG, kaus utan kjörfundar
og var á leið í heimakjördæmið.
Kjörsókn heldur
dræmari en fyrir
fjórum árum
Kann að skýrast af
fjölda utankjörfund-
aratkvæða