Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn- arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BORGARRÁÐ hefur samþykkt al- mennar reglur um úthlutun íbúðar- húsalóða í Reykjavík. Samkvæmt þeim verður lóðum úthlutað á föstu verði og jafnframt er kvöð um greiðslu viðbótargjalds ef lóðarrétt- indi eða fasteign er seld innan sex ára frá gerð lóðarleigusamnings. Fagnaðarefni Við afgreiðslu málsins í borgarráði óskuðu borgarráðsfulltrúar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að bókað yrði að það væri sérstakt fagnaðarefni að fyrir lægi uppbygg- ingar- og úthlutunaráætlun til næstu ára fyrir Reykjavík. Gert væri ráð fyrir verulega auknu framboði lóða og íbúða í borginni og sanngjarnar úthlutunarreglur og fast lóðaverð tryggðu að allir ættu raunverulega kost á að byggja og búa í borginni, „enda sýna þau gögn sem lögð hafa verið fram á þessum fundi að það lóðaverð sem nú er í boði í borginni er með því allra lægsta sem þekkist í nágrannasveitarfélögum okkar og miklum mun lægra en það lóðaverð sem hefur verið í Reykjavík á und- anförnum árum“. Í þessu sambandi bendir Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgar- ráðs, á að nýlega hafi verið greint frá því að einbýlishúsalóðir í nýju hverfi í Urriðaholti í Garðabæ muni kosta 18 til 60 milljónir króna. Komið í veg fyrir brask Í reglunum um úthlutun íbúðar- húsalóða í Reykjavík kemur m.a. fram að með undirritun umsóknar lýsi umsækjandi því yfir að hann sæki um lóðina til þess að byggja á henni húsnæði til eigin nota. Viðbótargjald er nýmæli en það er fimm milljónir kr. fyrir einbýlishús í Úlfarsárdal, fjórar milljónir fyrir par- og raðhús og tvær milljónir fyr- ir íbúð. Björn Ingi Hrafnsson segir að brask með lóðir hafi verið gagnrýnt, þ.e. að menn hafi sótt um lóðir án þess að ætla sér að byggja sér þak yfir höfuðið heldur til að gerast milli- göngumenn og maka á því krókinn. Hlutverk sveitarfélaga sé ekki að sjá þeim fyrir lóðum heldur að sjá þeim íbúum, sem áhuga hafa á því að byggja, fyrir lóðum. Einbýlishúsalóð í Úlfarsárdal kostar 11 milljónir króna, par- og raðhúsalóð 7,5 milljónir og íbúð 4,5 milljónir Lóðum úthlutað á föstu verði í Reykjavíkurborg Morgunblaðið/Ómar Lækkað verð Lóðum í Úlfarsárdal er úthlutað á föstu verði. BJÖRN Ingi Hrafnsson, for- maður borg- arráðs, segir að fast verð sé á lóðum á nýbygg- ingarsvæðum og markaðsverð á lóðum á þétting- arsvæðum. Ár- lega verði boðið upp á að minnsta kosti 1.000 lóðir á nýbygging- arsvæðum og ekki færri en 500 íbúðir á þéttingarsvæðum. Reykjavíkurborg hefur kynnt verð á lóðum í Úlfarsárdal. Þar kostar einbýlishúsalóð 11 milljónir króna, parhúsa- og raðhúsalóð 7,5 milljónir og 4,5 millj. kr. er lóð- argjaldið fyrir hverja íbúð í fjöl- býli. Björn Ingi Hrafnsson bendir á að þetta lóðaverð sé með því lægsta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu. „Þessar lóðir eru á mjög hóflegu verði en þær eru hins vegar á mjög glæsilegu svæði,“ segir hann og vísar til þess að þær séu í suð- urhlíðum þar sem ríki mikil veð- urblíða og auk þess verði þar fyrsta flokks íþróttaaðstaða og vatna- paradís. Lóðir á hóflegu verði í borginni Björn Ingi Hrafnsson SAMKVÆMT frétt breska blaðsins Daily Telegraph í gær nam hagnað- ur Baugs Group 84,4 milljónum punda á síðasta ári, jafnvirði um 10,7 milljarða króna. Blaðið segir hagn- aðinn hafa dregist saman um 2⁄3 milli ára en árið 2005 hafi Baugur hagnast um 265 milljónir punda, eða um 34 milljarða króna. Baugur Group hef- ur ekki tilkynnt formlega um afkomu síðasta árs, enda félagið ekki skráð á markaði. Upplýsingarnar eru samkvæmt frétt Daily Telegraph fengnar úr skjölum sem hluthafar félagsins Blueheath fengu vegna yfirtöku á matvælakeðjunni Booker. Mun Baugur hafa þurft að veita þessar upplýsingar þar sem félagið á stóran hlut í Booker. Munu eignir Baugs um síðustu áramót hafa verið metnar á 1,4 milljarða punda. Hagnaður hjá Baugi minnkaði ÍSLENDINGAR gengu seint og snemma til kosninga í gær og þessi tvö létu ekki sitt eftir liggja, kusu rétt fyrir hádegi. Ríflega 221 þúsund manns hef- ur kosningarétt um land allt og eru konur heldur fleiri en karlar. Þar af fá nú rúmlega 17 þúsund manns að kjósa til Alþingis í fyrsta skipti. Samkvæmt niðurstöðum síðustu skoðanakannana var útlit fyrir afar spennandi kosninganótt þar sem hvert atkvæði gæti ráðið úrslitum. Hver kýs rétt fyrir sitt leyti Morgunblaðið/Kristinn „ÉG GET NÚ sagt þér það að það varð aldrei neitt ástand þar þó að um 100–120 krakkar hafi komið þarna,“ segir Ragnar Kristjáns- son, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, um samkomu tíundu- bekkinga í Kjarnaskógi við Ak- ureyri sem fram fór aðfaranótt laugardags. Þeir höfðu safnast saman þar til að fagna lokum sam- ræmdu prófanna. Síðasta sam- ræmda prófið var haldið á mið- vikudag, en alls þreyttu um 4.500 börn á landinu samræmd próf í ár. Talsverðu magni af áfengi hellt niður „Það sem varð til þess að hvorki urðu nein læti þarna né í mið- bænum var að við vorum með 20– 30 foreldra í vinnu. Þeir komu á svokallað foreldrarölt og það var bara tekið þannig á málunum að engin vandræði urðu og við viljum fyrst og fremst þakka foreldrunum fyrir það hversu vel þetta fór fram,“ bætir Ragnar við. Hann segir þó að talsverðu magni af áfengi hafi verið hellt niður og það hafi verið gert strax. Lögregla og foreldrar voru á rölti saman og skiptu sér í hópa. „Það var reyndar líka kalt og leiðindaveður,“ segir Ragnar. Lögreglan var vel undir það bú- in að ýmislegt gæti gerst í kjölfar loka samræmdu prófanna að þessu sinni og setti saman prógramm með það fyrir augum að fá for- eldra í lið með sér. „Og við vorum afskaplega ánægðir með nóttina,“ segir Ragnar og bætir við að fátt hafi verið um ungmenni í miðbæ Akureyrar. Samkoma ung- linga fór vel fram Foreldrum að þakka hversu vel gekk FÆREYINGAR eru farnir að búa sig undir langvinna deilu á vinnu- markaðnum því verkfall eða verk- bann er yfirvofandi frá og með þriðju- deginum kemur. Viðræður samtaka færeyskra verkalýðsfélaga og atvinnurekenda um nýja kjarasamninga báru ekki árangur í vikunni sem leið en boðaður hefur verið fundur á morgun, mánu- dag, til að reyna til þrautar að ná sam- komulagi. Takist það ekki hefst verk- fall eða verkbann aðfaranótt þriðju- dags þegar kjarasamningar falla úr gildi, að sögn færeyska útvarpsins í gær. Komi til verkfalls eða verkbanns verða verslanir lokaðar og Færeying- ar hafa því hamstrað matvæli og bensín síðustu daga. Í höfuðstaðnum, Þórshöfn, voru verslanir til að mynda orðnar uppiskroppa með kartöflur og grænmeti. Fiskvinnslufyrirtæki eru hætt að taka á móti fiski og leggja kapp á að ljúka vinnslu fisks, sem landað hefur verið, áður en kjara- samningarnir falla úr gildi. Verkfall í Færeyjum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.