Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viðskiptavinur með 300.000 kr.
kreditkortanotkun á mánuði,
í Platínum og Eignastýringu, með
bílalán, viðbótarlífeyrissparnað og
tryggingar hjá Sjóvá, safnar um
70.000 punktum á ári.
SVONA SAFNAR ÞÚ
GLITNISPUNKTUM
• Kreditkortanotkun
• Viðskiptavinir í Vildarþjónustu*
• Bílalán hjá Glitni Fjármögnun
• Viðbótarlífeyrissparnaður
• Eignastýring
• Einkabankaþjónusta
• Tryggingar hjá Sjóvá
og margt fleira
SKRÁÐU ÞIG
NÚNA!
Þeir sem skrá sig fyrir
17. júní fá 10.000
Glitnispunkta strax!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
DÆMI UM
GLITNISPUNKTASÖFNUN
BAKSVIÐ
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
HELDUR ríkisstjórnin velli? Ef
ekki, hvernig stjórn verður þá mynd-
uð? Hvaða flokkar geta unnið sam-
an? Þessar spurningar hafa brunnið
á þjóðinni núna síðustu dagana fyrir
kosningar, enda erfitt að spá því ná-
kvæmlega hvernig fer. Þegar Morg-
unblaðið fór í prentun í gær var traff-
íkin smám saman að aukast á
kjörstöðum en að öðru leyti ekkert
vitað um framhaldið.
En hvað gerist að loknum kosn-
ingum? Samkvæmt stjórnarskrá
skipar forseti Íslands ráðherra en
þar sem þingræði ríkir á Íslandi er
það í raun Alþingi, eða meirihluti Al-
þingis, sem ræður hverjir eru ráð-
herrar og ríkisstjórn getur ekki setið
ef meirihlutinn lýsir vantrausti á
hana. Þrátt fyrir að formlegt valdi
liggi hjá forsetanum eru næstum
þrjátíu ár síðan hann beitti sér að
ráði til að hafa áhrif á stjórn-
armyndun. Þá eru liðin tuttugu ár
síðan það átti sér síðast stað að
stjórnarmyndunarumboðið gekk
milli flokksleiðtoga í lengri tíma án
árangurs. Frumkvæðið hefur legið
meira hjá stjórnmálaforingjunum
sem ræða saman á formlegum og
óformlegum fundum.
Engar fastmótaðar reglur
Eiríkur Tómasson, lagaprófessor
við Háskóla Íslands, segir engar fast-
mótaðar reglur vera hér á landi um
stjórnarmyndunarferlið. „Í sumum
löndum eru reglur í stjórnarskrám
og annars staðar hafa myndast
sterkar hefðir fyrir ferlinu sem er
fylgt strangt eftir,“ útskýrir Eiríkur.
Venjan hér á landi er, að sögn Eiríks,
að missi ríkisstjórnin meirihluta sinn
í kosningum biðjist forsætisráðherra
lausnar. Haldi hún hins vegar meiri-
hluta þarf forsætisráðherra ekki að
biðjast lausnar, jafnvel þótt um mjög
nauman sigur sé að ræða. Hann get-
ur svo farið á fund forseta og tilkynnt
honum að hann ætli áfram að leiða
ríkisstjórn sömu flokka. Árið 1995
hélt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks naumum meirihluta,
aðeins með einum þingmanni. Þá
fóru hins vegar fram leynilegar við-
ræður milli Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks og svo fór að Dav-
íð Oddsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, gekk á fund forseta og
tilkynnti að ný stjórn væri mynduð
sem styddist við meirihluta þingsins.
Getur virkað eins
og ríkissáttasemjari
Þegar ríkisstjórn fellur færist
formlegt vald til forsetans en Eiríkur
segir að í lagalegum skilningi sé ekk-
ert til sem heitir stjórnarmyndunar-
umboð. „Venjan er að forseti óski eft-
ir því að fráfarandi ríkisstjórn sitji
sem starfsstjórn á meðan stjórn-
armyndunarviðræður eiga sér stað,“
útskýrir Eiríkur. Forsetinn geti síð-
an veitt einum flokksleiðtoga, sem
hann telur líklegastan til að ná að
mynda starfhæfa ríkisstjórn, form-
legt umboð til stjórnarmyndunar, en
það hindri að sjálfsögðu ekki aðra
leiðtoga í að ræða saman á óform-
legum fundum. „Forsetinn á alltaf að
reyna að stuðla að því að það komi
saman ríkisstjórn sem fyrst sem nýt-
ur stuðnings meirihluta þingsins. Að
öðru leyti hefur hann nokkuð frjálsar
hendur um hvernig hann fer að,“ seg-
ir Eiríkur. „Ef stjórnarkreppa varir í
lengri tíma, eins og gerðist t.d. 1979–
1980, þá hvílir sú skylda á forset-
anum að taka hugsanlega sjálfur
frumkvæði og skipa ráðherra sem
hann telur að muni njóta trausts
þingsins. Þetta getur sett þingið í
vanda því það getur varla lýst yfir
vantrausti á ríkisstjórn sem forseti
skipar ef þingmenn hafa ekki náð
samstöðu um aðra stjórn,“ útskýrir
Eiríkur og bætir við að það hafi kom-
ið fyrir að forseti hóti því að skipa
ríkisstjórn til að flýta fyrir stjórn-
armyndunarviðræðum. „Forseti get-
ur ekki setið aðgerðarlaus og horft
upp á stjórnarkreppu. En að mínum
dómi á hann að halda sig til hlés
fyrstu vikurnar. Hann getur rætt við
foringja og reynt að hafa áhrif en
hann á ekki að blanda sér með
flokkspólitískum hætti í málin. Ef
forsetinn er snjall getur hann virkað
eins og ríkissáttasemjari sem er að
leysa erfiða vinnudeilu,“ segir Eirík-
ur.
Hvað tekur við þegar búið
er að kjósa til Alþingis?
Morgunblaðið/Sverrir
Stjórn í mótun Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, og Davíð Oddsson, fyrrverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins, meðan á síðustu stjórnarmyndunarviðræðum stóð eftir kosningarnar 2003.
Í HNOTSKURN
»Næstum þrjátíu ár eruliðin frá því forseti beitti
sér að ráði til þess að hafa
áhrif á stjórnarmyndun.
»Ekki eru til fastmótaðarreglur hér á landi um
stjórnarmyndunarferlið.
» Venjulega óskar forsetieftir því að fráfarandi
ríkisstjórn sitji sem starfs-
stjórn á meðan stjórn-
armyndunarviðræður eiga
sér stað.
„NÝI BÁTURINN okkar, sá átt-
undi í röðinni, var sjósettur í gær,“
segir Guðrún Kristjánsdóttir sem í
félagi við eiginmann sinn, Hafstein
Ingólfsson, á og rekur Sjóferðir á
Ísafirði. Stefnt er að því að sigla
bátnum, sem hlotið hefur heitið Ing-
ólfur, vestur á Ísafjörð á þriðjudag,
en nú standa yfir lokaprófanir á
bátnum í Hafnarfjarðarhöfn.
„Við höfum verið með þrjá báta í
rekstri frá árinu 2004,“ segir Guð-
rún, „en þessi nýi tekur við af
minnsta bátnum, sem verður seld-
ur.“
Sjóferðir eru með póstflutninga
og sjá allt árið um Æðey og Vigur. Á
þeirra vegum er einnig skólabátur.
Trefjar í Hafnarfirði smíðuðu bát-
inn, sem er 20 tonna plast-
bátur og rúmar 29 farþega. Í
honum er nýr skrúfubún-
aður frá Volvo af gerðinni
IPS-500 sem ekki hefur ver-
ið settur í bát á Íslandi áður.
Báturinn er tveggja véla og
með fjórar skrúfur, sem toga
hann áfram, einnig er hægt
að stýra bátnum út á hlið.
Báturinn er útbúinn með
tveggja tonna krana.
Allir bátar Sjóferða eru
nýir eða nýlegir, sá elsti
frá árinu 2000.
„Bátarnir hjá mér
eru eftir ströngustu
kröfum Siglinga-
málastofnunar,“ segir
Guðrún. „Og ég fæ nátt-
úrlega ekkert að fara frá
Hafnarfirði fyrr en þeir
eru ánægðir. Ég held hins
vegar að þeir séu mjög
ánægðir,“ segir hún að lokum
og hlær.
Hjá Sjóferðum starfa 6–7
manns yfir sumartímann og þar er
sinnt ferðaþjónustu auk póstferð-
anna og þess að skólabáturinn er á
þeirra vegum.
Ingólfur siglir
brátt heim á leið
Sjóferðir á Ísafirði sjósetja sinn
áttunda bát og jafnframt minnsta
FRAMKVÆMDASTJÓRN Al-
þjóðabankans hefur komist að þeirri
niðurstöðu að forstjóri hans, Paul
Wolfowitz, hafi brotið siðareglur
með því að hækka laun ástkonu sinn-
ar sem starfaði hjá bankanum.
Framkvæmdastjórnin hyggst því
reyna að koma Wolfowitz frá, að
sögn bandaríska dagblaðsins The
Washington Post í gær.
Blaðið hefur eftir heimildarmönn-
um í bankanum að stjórnin vilji ekki
víkja Wolfowitz úr starfi þar sem það
geti vakið deilu við bandarísk stjórn-
völd. Stjórnin hafi hins vegar í
hyggju að lýsa yf-
ir vantrausti á
Wolfowitz í von
um að það verði
til þess að hann
segi af sér.
Lögfræðingur
hans, Robert
Bennett, vildi
ekki svara því
hvað Wolfowitz
myndi gera lýsti
framkvæmdastjórnin yfir vantrausti
á hann. Honum hefur verið boðið að
koma fyrir stjórnina á þriðjudag.
Stjórn Alþjóðabankans vill
koma Paul Wolfowitz frá
Paul Wolfowitz