Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 10
10 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
A
ðfaranótt mánudagsins
12. janúar 1970 héldu
þrír Íslendingar, Þor-
steinn E. Jónsson flug-
stjóri, Einar Guð-
laugsson flugmaður og
Runólfur Sigurðsson flugvélstjóri,
sem loftleið lá frá eyjunni São Tomé
úti fyrir vesturströnd Afríku til Bí-
afra. Fyrir lá að styrjöldinni í hinu
skammlífa lýðveldi var að ljúka og
Bíaframenn höfðu lotið í lægra haldi
fyrir Nígeríumönnum. Uli-
flugvöllur, þar sem hjálparflugvél-
arnar höfðu lent mánuðina á undan,
var fallinn í hendur þeim síð-
arnefndu. Eigi að síður var ákveðið
að fara í eitt lokaflug til að freista
þess að sækja hjálparstarfsmenn
Rauða krossins sem voru innlyksa í
Bíafra og lenda á öðrum flugvelli,
Uga, sem vonast var til að væri enn
á valdi Bíaframanna.
Þorsteinn var eini flugmaðurinn á
São Tomé sem hafði séð Uga-
flugvöll og því blasti við að hann
færi í þessa svaðilför og buðust Ein-
ar og Runólfur til að fljúga með hon-
um. Með þeim um borð var írskur
prestur, séra Cunningham að nafni.
Flugið inn til Bíafra gekk áfalla-
laust fyrir sig og fjarskiptasamband
komst á við Uga-flugvöll, þar sem
það fékkst staðfest að Bíaframenn
réðu þar ríkjum. „Við lendinguna
kom aftur á móti í ljós að engir
Rauða krossmenn biðu vélarinnar
heldur á að giska 40–50 Bíaframenn,
menn, konur og börn, sem biðu þess
að komast úr landi. Okkur leist ekki
á ástandið en gátum ekki skilið fólk-
ið eftir því við vissum ekki hvað yrði
þá um það,“ rifjar Einar Guð-
laugsson upp, nú tæpum fjórum ára-
tugum síðar.
Áhöfnin lét stiga út um aftur-
dyrnar og upphófst þá æðisgengin
barátta fólksins um að komast um
borð. „Séra Cunningham hrópaði á
fólkið og bað það að stilla sig en það
var skelfingu lostið og virti hann
ekki viðlits. Hann tróð sér þá út og
niður stigann en var varla hálfnaður
þegar skothríð hófst og byssukúlur
buldu á vélinni. Við vorum allir aftur
í þegar þetta gerðist en flýttum okk-
ur að loka hurðinni og drifum okkur
fram í vélina til að taka á loft. Þegar
í flugstjórnarklefann var komið
veitti ég því athygli að framrúðan
var brotin og byssukúla sat föst í
sætinu mínu. En það var enginn
tími til að fást um það. Skothríðin
hélt áfram. Við urðum að sleppa öll-
um undirbúningi fyrir flugtak og
komumst í raun ekki að því hvort
vélin væri flughæf fyrr en við vorum
komnir í loftið.“
Þorsteinn bað Einar að taka stýr-
ið og nú fengu þeir kveðjur frá loft-
varnaskyttunum. En það var ekki
um annað að ræða en láta skeika að
sköpuðu. „Þegar vélin var komin í
um tíu þúsund feta hæð varð mér
litið á Þorstein við hliðina á mér –
hann var að lesa bók. Himinninn var
logandi í sprengikúlum og ég bað
Þorstein að líta út um gluggann.
„Tjí, þetta er bara eins og á gaml-
árskvöld. Farðu í suður,“ sagði hann
og hélt áfram að lesa. Það hvorki
datt né draup af manninum enda
var hann svo sem ýmsu vanur úr
seinni heimsstyrjöldinni. Þvílíkar
stáltaugar.“
Eftir þetta gekk heimferðin að
óskum og Einar minnist þess ekki
að hafa flogið með þakklátari far-
þega. Séra Cunningham hlúði að
hinum særðu og skar m.a. byssu-
kúlu með vasahníf úr hendi eins
þeirra. 45 Bíaframenn reyndust
vera í vélinni þegar loksins var unnt
að gera manntal. Starfsmenn Rauða
krossins sáu leiðangursmenn aldrei.
Of ungur til að líta um öxl
Eftir þessa dramatísku frásögn
gerir Einar Guðlaugsson hlé á máli
sínu. Við sitjum í stofunni á heimili
hans í Grafarholtinu og horfum
stundarkorn þegjandi út í loftið. Ég
til að meðtaka þessa ótrúlegu lífs-
reynslu viðmælanda míns og hann
líklega til staðsetja sig aftur í örygg-
inu heima á Íslandi öllum þessum
árum seinna.
Svo þú hefur ekki frá neinu að
segja? byrja ég og vísa til símtals
okkar nokkrum dögum áður, þar
sem Einar botnaði ekkert í því að ég
hefði áhuga á að taka við hann við-
tal. Hann hlær. Þegar hann spurði í
símanum á hvaða nótum viðtalið
ætti að vera missti ég orðið „lífs-
hlaupsviðtal“ út úr mér. „Lífs-
hlaupsviðtal,“ át Einar þá upp eftir
mér. „Ég er alltof ungur til að líta
um öxl.“
Það er stutt í stríðnina og húm-
orinn hjá þessum hægláta og við-
kunnalega manni. Hann talar af yf-
irvegun og styðst ekki aðeins við
logbókina sína, meðan við rifjum
feril hans upp, heldur einnig ýmsa
pappíra og ljósmyndir til að frá-
sögnin megi verða sem nákvæmust.
Enda þótt Einar hafi varið starfs-
ævinni í háloftunum er hann jarð-
bundinn maður að eðlisfari. „Eigum
við ekki að hafa þetta marktækt
fyrst ég lét á annað borð hafa mig út
í þetta?“ segir hann og brosir.
Heilsaði Danakonungi
Einar Elías Guðlaugsson fæddist
SPRENGJUBJARTUR HIMINN
Morgunblaðið/Kristinn
Flugkappi „Við vissum ekki mikið um ástandið þarna niður frá. Við vissum að það geisaði stríð og það var búið að
skjóta niður eina flugvél þegar þarna var komið sögu. Okkur var því ljóst að þetta væri hættulegt flug en fyrir 23 ára
gamlan mann, sem er sannfærður um að hann sé ódauðlegur, var ekki mikið mál að drífa sig á vettvang,“ segir Einar
Guðlaugsson þegar hann rifjar upp aðdraganda þess að hann fór til Afríku til að taka þátt í hjálparfluginu til Bíafra.
Himinninn var logandi í
sprengikúlum þegar
hann flaug í síðasta
sinn yfir hið skammlífa
Afríkulýðveldi Bíafra,
hann var á vettvangi
flugslyssins hræðilega
á Srí Lanka, hann
móðgaði indversku
þjóðina á einu bretti –
rúman milljarð manna
– og gammur gerði til-
raun til að granda hon-
um í háloftunum. Svo
kveðst Einar Guð-
laugsson flugstjóri ekki
hafa frá neinu að segja.
ÞRIÐJUDAGINN 20. janúar 1970
birtist í Morgunblaðinu grein eftir
Þorstein E. Jónsson flugstjóra þar
sem hann lýsir í ítarlegu máli loka-
fluginu til Bíafra undir yfirskrift-
inni „Síðasta flugvél frá Biafra“.
Þar segir hann m.a.: „Áhöfn mín,
hvoru tveggja ungir menn, hafði
staðið sig með stökustu hugprýði
við mjög erfiðar aðstæður, og ég er
stoltur af þeim.“
Í niðurlagi greinar sinnar kemst
Þorsteinn svo að orði: „Nú er Bi-
afra liðið undir lok, en ekki það
hörmungarástand sem þar er að
finna. Mest langar okkur til að geta
haldið áfram okkar starfi, sem er
að koma matvælum til sveltandi
fólks. Hér á Sao Tome eru nægar
birgðir til að fæða 4 milljónir
manna í 3 vikur, og tækin til að
koma þessu til hinna bágstöddu.
Skyldum við fá að gera þetta í friði,
eða verður mannvonzkan og hefni-
girnin ráðandi?“
Stoltur af áhöfninni
ÆVINTÝRI Í HÁLOFTUNUM
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Foreldrarnir Einar og Guðrún systir hans ásamt foreldrum sínum, Þor-
gerði Nönnu Elíasdóttur og Guðlaugi Magga Einarssyni.
Í HNOTSKURN
»Lýðveldið Bíafra var stofn-að 30. maí 1967 af héraðs-
stjórninni í austurfylki Níger-
íu og nefnt eftir flóa suður af
landinu. Tilefnið var skipu-
lagðar ofsóknir norðanmanna
gegn Igbo-ættbálkinum sem
taldi um sjö milljónir manna.
Bjuggu flestir í austurhluta
landsins.
»Nígeríustjórn reyndi að nálandinu aftur og borg-
arastyrjöld braust út. Álitið er
að meira en milljón manna
hafi farist úr hungri þegar
Nígeríustjórn lokaði fyrir
samgönguleiðir til Bíafra.
»Aðeins Gabon, Haítí, Fíla-beinsströndin, Tanzanía
og Zambía viðurkenndu sjálf-
stæði Bíafra en fleiri ríki
veittu því stuðning. Frakk-
land, Ródesía og Suður-Afríka
veittu Bíaframönnum hern-
aðarstuðning og Ísrael sendi
þeim vopn.
»Stuðningur Portúgals varlíka mikilvægur en bæki-
stöð hjálparstarfsins var á eyj-
unum São Tomé og Príncipe,
suður af Bíafra.
»Hátt í fjörutíu Íslendingarunnu við hjálparstarfið í
Bíafra. Frá Íslandi var komið
með mjólkurduft og skreið.
»Bíaframenn gáfust upp 15.janúar 1970 og samein-
uðust Nígeríu.