Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Götusalar, nágrannar ognemendur í snyrtiskólahennar í Kabúl í Afgan-istan kalla hana Miss Debbie. Það gerðu líka fangarnir í fangelsinu, þar sem Deborah Ro- driguez var fangavörður, í Holland, Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Og kannski líka konurnar, sem hún puntaði og greiddi hárið á í sömu borg um árabil, eða þar til árið 2002 er hún slóst í för með kristilegum mannúðar- og hjálparsamtökum til Afganistans. Þá umturnaðist líf þessarar hugumstóru, frökku, rauð- hærðu og tvífráskildu hár- greiðslukonu með löngu, lökkuðu neglurnar, sem fer sínu fram og bæði reykir og drekkur í landi múslima ef henni þóknast svo. Hún hefur nú sagt sögu sína með aðstoð blaðamannsins Kristin Ohlson í bókinni The Kabul Beauty School með undirtitlinum An Am- erican Woman Goes Behind the Veil (Snyrtiskólinn í Kabúl; bandarísk kona fer undir blæjuna), sem kom út í síðasta mánuði. Þar fjallar Ro- driguez um tildrög þess að hún sett- ist að í þessari stríðshrjáðu borg, líf og starf og kynni af innfæddum sem aðfluttum. Bókin hefur fengið tölu- verða athygli og yfirleitt góða dóma, t.d. er gagnrýnandi Culture, menningarfylgirits The Sunday Times, hrifinn, en hann lýs- ir henni m.a. með eftirfarandi hætti: „Sagan varpar ljósi á óvenjulegar sálfræðilegar breytingar, sem hún gekk í gegnum, vaxandi sannfær- ingu fyrir mikilvægi og réttmæti eigin málstaðar, baráttu í gjör- samlega framandi menningarheimi, hvernig hún verður, ófús, að sætta sig við takmörk þess mögulega og ómögulega og um litlu sigrana hennar.“ Hættu lífinu fyrir strípur Sjálfsálit Rodriguez var þó ekki upp á marga fiska þegar hún fyrst kom til landsins ásamt fylgdarliði, sem samanstóð af læknum, hjúkr- unarfræðingum, ljósmæðrum, tann- læknum og öðrum með augljósa kunnáttu til að verða að liði. „Hvaða gagn gæti fólk hér haft af hár- greiðslukonu,“ hugsaði hún með sér, dauf í dálkinn. Undrun hennar var því ósvikin þegar hún, ásamt fylgdarliðinu mik- ilvæga, var kynnt fyrir löndum sín- um, búsettum í Kabúl, og nokkrir þeirra fögnuðu ákaft þegar hún kvaðst vera hárgreiðslukona. „Við höfum bókstaflega þurft að hætta lífinu fyrir strípur,“ sagði ein konan úr hópnum og lýsti svaðilförum sín- um þeirra erinda frá Khyber Pass til Pakistans. Upp frá því hafði Rodriguez nóg að gera við að snyrta hár vestrænna kvenna í Kabúl og smám saman einnig þeirra afgönsku, sem eiga sér ríka hefð fyrir að reka eigin snyrtistofur. Talibanarnir bönnuðu slíkar stofur í valdatíð sinni eins og svo margt annað, t.d. menntun kvenna og ýmislegt, sem fólk gerði sér til gamans og skemmtunnar. Þótt afganskar konur hafi alla tíð látið sér afar annt um hár sitt og förðun hafði engin þorað að setja á stofn snyrtistofu í borginni þegar Rodriguez bar að garði. Óttinn lá ennþá í loftinu, ólæsi var mörgum konum þrándur í götu og þekkingin í faginu hafði farið forgörðum. Sínir eigin „herrar“ Sjálfsálit Rodriguez jókst til muna þegar hún eygði leið til að nýta menntun sína til að hjálpa langhrjáðum konunum að verða fjárhagslega óháðar eiginmönnum sínum eða feðrum. Sínir eigin herr- ar, ef svo má segja. Í því skyni hugðist hún ekki aðeins kenna þeim snyrtingu, förðun og hárgreiðslu Snyrtiskólinn í Kabúl Hulin förðun? Þótt það blasi ekki endilega við, eru afganskar konur sagðar láta sér mjög annt um útlitið. BÆKUR» Bandarísk hárgreiðslukona stofnaði snyrtistofu og -skóla í Kabúl, þar sem hún kennir afgönskum konum snyrtingu og hárgreiðslu og býr þær undir eigin atvinnurekstur á því sviði Höfundurinn Deborah Rodriguez, hárgreiðslukonan hugumstóra. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Austurbær Lundúna fór áhliðina af eftirvæntingusíðastliðið haust þegargert var heyrinkunnugt að argentínsku landsliðsmennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano væru gengnir í raðir West Ham United. Engum datt annað í hug en þeir væru á leið til Chelsea eða Manchester United, slík er vigt þeirra á velli, og fengur „Hamr- anna“ því mikill. Það er ofsögum sagt að félagarnir hafi fengið fljúgandi start í ensku úrvalsdeildinni. Í fyrstu níu leikj- unum eftir komu þeirra laut West Ham átta sinnum í gras og gerði eitt jafntefli. Þeir voru eins og laxar í lautarferð. Eftir þetta þótti mönn- um fullreynt með Mascherano sem fór á endanum til Liverpool, þar sem hann leikur raunar við hvurn sinn fingur. Tévez var settur í salt. Hremmingar „Hamranna“ héldu áfram þrátt fyrir eigenda- og spark- stjóraskipti og börðust þeir á hæl og hnakka í kjallara deildarinnar. Eftir ævintýralegt tap á heimavelli fyrir Tottenham, 3:4, í byrjun mars héldu flestir að dagar liðsins meðal hinna bestu væru taldir. Það hafði aðeins hlotið 20 stig í 29 leikjum. Fáa óraði fyrir því að þessi ægi- legi leikur væri í raun upphafið að upprisunni. Í honum skoraði Carlos Tévez, sem Alan Curbishley hafði skömmu áður sótt í saltpækilinn, sitt fyrsta mark fyrir félagið, beint úr aukaspyrnu, og lagði upp hin tvö. Við það var eins og álögum væri af honum létt og í næstu átta leikjum fékk West Ham 18 stig af 24 mögu- legum sem þýðir að félagið á mjög góða möguleika á því að bjarga sér frá falli í dag. Þarf stig gegn meist- urum Manchester United á Old Trafford til að vera öruggt en slepp- ur líka ef Wigan leggur ekki Shef- field United á Bramall Lane. Froskakyssirinn mikli Á engan er hallað þótt Tévez sé eignaður heiðurinn af þessum æð- isgengna endaspretti. Eitt frækileg- asta björgunarafrek enskrar knatt- spyrnusögu á síðari árum er í uppsiglingu. Argentínumaðurinn hefur farið á kostum, skorað mörk, lagt upp mörk og hlaupið upp að hnjám í hverjum leiknum af öðrum. Hann er innblásturinn sem prýði- lega mannað lið West Ham þurfti á að halda, froskarnir eru aftur orðnir að prinsum. Það er ómetanlegt þeg- ar afburðahæfileikar og ástríða fara saman og það stóð ekki á stuðnings- mönnum West Ham að launa Tévez erfiðið með því að velja hann leik- mann ársins. Hvernig sem fer í dag hefur hann unnið hug og hjarta hinna spark- elsku austurbæinga fyrir lífstíð. Carlos Alberto Martínez fæddist í Ciudadela í nágrenni Buenos Aires 5. febrúar 1984. Hann ólst upp við kröpp kjör í hverfi sem heitir Ej- ército de Los Andes en er í daglegu tali kallað „Fuerte Apache“. Þaðan er gælunafn Tévez komið, „Apache“. Af ástæðum sem ekki eru ljósar tók hann upp ættarnafn móð- ur sinnar, Tévez, á unglingsárunum. Auðkenni Tévez er ör sem nær frá hægra eyra, niður hálsinn og endar á bringunni. Það er afleiðing slyss sem hann varð fyrir tíu mán- aða gamall í eldhúsinu heima hjá sér þegar hann togaði ketil með sjóð- andi vatni niður af skenknum og yfir sig. Olli vatnið þriðja stigs bruna og var Tévez á gjörgæslu í tvo mánuði. Örið er mjög greinilegt og á sínum tíma bauðst félag hans í Argentínu, Boca Juniors, til að greiða fyrir lýta- aðgerð. Því góða boði hafnaði Tévez á þeim forsendum að örið væri órjúfanlegur hluti af honum. Eins og svo mörg ungmenni í Suður-Ameríku komst Tévez í kynni við tuðruna á götum úti. Hann náði fljótt góðu valdi á henni og þegar hann var þrettán ára limaði Boca Juniors hann inn í ungmennaaka- demíu sína. Tévez þreytti frumraun sína með Boca sautján ára að aldri og vakti snemma mikla athygli fyrir tækni sína og markheppni. Hann lék í þrjú ár með Boca og varð meðal annars Argentínumeistari árið 2003. Gerði 25 mörk í 75 leikjum fyrir félagið. Tévez minnir um margt á landa sinn, goðsögnina Diego Maradona, á velli enda lét samlíkingin snemma á sér kræla. Hann hefur um árabil rogast með hinn óbærilega kross „hinn nýi Maradona“ og ekki dró goðið sjálft, Maradona, úr vænting- unum þegar hann kallaði á sínum tíma Tévez „spámann 21. aldarinnar í Argentínu“. Það er eins gott að okkar maður er með breiðar herðar. Tévez vakti fyrst athygli á heims- vísu ári síðar þegar Argentína vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann skoraði átta mörk í sex leikjum á leikunum og varð markakóngur. Í kjölfarið var hann valinn knattspyrnu- og íþróttamað- ur ársins í heimalandi sínu. Dýrasti leikmaður S-Ameríku Í desember 2004 greiddi bras- ilíska félagið Corinthians hæsta verð sem um getur í Suður-Ameríku fyrir Tévez, 20 milljónir Bandaríkja- dala. Stuðningsmenn félagsins tóku honum fálega í fyrstu en snerist fljótt hugur. Tévez var fyrirliði og lykilmaður í liði Corinthians sem varð brasilískur meistari vorið 2005. Alls gerði hann 25 mörk í 38 leikjum fyrir brasilíska liðið. Spámaður 21. aldarinnar Reuters Af lífi og sál Carlos Tévez (t.h.) fagnar marki ásamt félaga sínum hjá West Ham United, Mark Noble. Verða þeir svona brosmildir kl. fjögur í dag? KNATTSPYRNA» »Hann er innblást- urinn sem prýðilega mannað lið West Ham þurfti á að halda, frosk- arnir eru aftur orðnir að prinsum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.