Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 21
heldur líka að reka eigin snyrtistof-
ur.
Rodriguez var sannfærð um að
grundvöllur væri fyrir atvinnu-
rekstri af því taginu og gat með
styrk stórfyrirtækja á borð við hár-
snyrtifyrirtækið Paul Mitchell opn-
að Snyrtiskólann í Kabúl árið 2003
með pomp og prakt. Aðdragandinn
gekk að vísu ekki þrautalaust fyrir
sig, tungumálaerfiðleikar settu strik
í reikninginn og hin velmeinandi
Miss Debbie þótti á stundum heldur
óskammfeilin í ákafa sínum og stór-
hug.
Rodriguez átti auðvelt með að
vingast við afgönsku konurnar og
varð fljótt eins og ein af þeim.
Snyrtiskólinn varð griðastaður
kvennanna og þar gátu þær talað
óáreittar fyrir körlunum um alla
heima og geima. Bókin þykir gefa
góða innsýn í vandamál sem konur
þar í landi eiga við að glíma. Þar
segir til að mynda frá brúðinni sem
þóttist vera hrein mey og konunni,
sem beið fyrir framan svefn-
herbergisdyr brúðhjónanna eftir að
fá afhentan blóðugan vasaklút sem
sönnun fyrir meydómi tengdadóttur
sinnar, tólf ára brúðarinnar, sem
foreldrarnir seldu til að greiða
skuldir sínar, og konu eins Talib-
anans, sem hélt náminu í snyrtiskól-
anum áfram þrátt fyrir stöðugar
barsmíðar eiginmannsins.
Sjálf hafði Rodriguez sætt ofbeldi
af hendi eiginmanns síns. Reynsla
afganskra vinkvenna hennar veitti
henni styrk til að láta til skarar
skríða og skilja við bónda sinn. „Og
leyfa sér að elska á ný,“ eins og seg-
ir á vef Random House-bókaútgáf-
unnar.
Eiginmaðurinn
talar ekki ensku
Sá sem vann hug hennar er tíu
árum yngri, Afgani í húð og hár,
sem talar ekki orð í ensku, barðist
gegn Rússum í stríðinu og starfaði
við að selja náttföt áður en hann hóf
eigin atvinnurekstur með borvélar.
Þar sem hann á nokkur börn og
eiginkonu í Sádi-Arabíu virðist Ro-
driguez ekki vera gallharður fem-
ínisti. Hún brást samt við sem slík-
ur eitt sinn þegar klipið var í
rassinn á henni á útimarkaði. „Ég
sneri mér við og sá þennan stóra,
ljóta karl, sem gekk fast á hæla
mér. Ég gaf honum illt auga gegn-
um litlu götin á búrkunni minni og
hélt að hann myndi láta segjast. En
um leið og ég sneri mér við kleip
hann mig aftur. Þá snarsneri ég
mér við, þeytti upp búrkunni og
kýldi hann í andlitið,“ lýsir Rodrigu-
ez á einum stað samskipum sínum
við hitt kynið.
Hún er stolt af öllum 182 útskrift-
arnemum sínum, sem hún segir
flesta hafa áður unnið fyrir lús-
arlaunum, en hafi nú allt upp í eitt
þúsund dollara á mánuði. En ólgan
heldur áfram í Kabúl. Eftir að
bandarískur herbíll lenti í árekstri í
maí í fyrra logaði borgin í ófriði,
átta létust og meira en eitt hundruð
særðust. Rodriguez og nemendur
hennar þurftu að sæta lagi til að
komast út úr skólanum og í nálægt
húsaskjól. Bæði skólinn og snyrti-
stofan voru lokuð þar til nokkrum
vikum áður en bókin kom út.
Rödd kvennanna
Þótt frú Debbie þori ekki lengur
að ganga úti á götu, jafnvel ekki
með lífverði, heldur hún starfi sínu
ótrauð áfram „Ástandið er orðið
margfalt verra eftir að Talibanarnir
styrktu stöðu sína. Stundum er ég
rödd kvennanna í samskiptum
þeirra við eiginmenn og lækna. Þær
vita að ég stend með þeim og get
haft áhrif. Ég get ekki farið frá Afg-
anistan fyrr en rödd þeirra heyrist,“
sagði hún í viðtali við San Francisco
Chronicle. Hún hefur enda engin
áform um að fara aftur til Banda-
ríkjanna.
Í HNOTSKURN
» The Kabul Beauty Schoo-ol verður þýdd á a.m.k.
tólf tungumál, en kemur ekki
út í Afganistan.
» Bókin er byggð á dagbók,sem Rodriguez hélt í formi
tölvupósts og sendi fjölskyldu
og vinum.
» Þótt fall Talibananna2001 hafi vakið vonir um
betra líf fyrir afganskar konur
virðist jafnrétti fjarlægur
draumur.
Skjól Snyrtiskólinn var líka griða-
staður kvennanna.
Tévez var í landsliðshópi Argent-
ínu á heimsmeistaramótinu í Þýska-
landi í fyrra og kom talsvert við
sögu enda þótt hann ætti ekki fast
sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur
leikið 25 landsleiki og gert í þeim
fjögur mörk.
Í fyrrasumar kastaðist í kekki
með Tévez og Corinthians og að því
kom að leikmaðurinn neitaði að
skrýðast búningi félagsins framar.
Fréttin fór eins og eldur í sinu um
heimsbyggðina og stórlið Evrópu
hugsuðu sér gott til glóðarinnar.
Það kom því eins og þruma úr heið-
skíru lofti þegar þeir Tévez og
Mascherano skrifuðu undir samning
við West Ham.
West Ham vill halda honum
Ýmsir voru á því að maðkur væri í
mysunni og eftir japl, jaml og fuður
var West Ham sektað um ríflega
700 milljónir króna vegna þessara
undarlegu viðskipta en samningar
Tévez og Mascheranos reyndust
vera í eigu fjárfestingafélagsins
Media Sports Investments en regl-
ur úrvalsdeildarinnar banna að leik-
menn séu eign þriðja aðila.
Enn er ýmislegt óljóst í málinu og
fróðlegt verður að sjá hvernig greitt
verður úr þessari eignarhaldsflækju
í sumar. Eggert Magnússon, stjórn-
arformaður West Ham, hefur lýst
því yfir að hann vilji halda Tévez en
til þess að það verði er grundvall-
arskilyrði að West Ham verji sæti
sitt í úrvalsdeildinni. Sjálfur hefur
kappinn ekki tekið því fjarri enda
þótt spænsk-enska orðabókin sé
komin upp í hillu – a.m.k. að sinni.
Vösk framganga Tévez á liðnum
vikum hefur ekki bara æst upp
áhuga liðanna í efri hluta ensku úr-
valsdeildarinnar heldur líka stórlið-
anna á Spáni þannig að Eggert
Magnússon þarf örugglega að
bretta upp ermarnar fyrir átök
sumarsins.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 21
Tími:
14:30 - 15:05
Stofa: K2
Kringlunni 1
OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKA 9 • KRINGLUNNI 1
SÍMI: 599 6200 www.hr.is
Nemendur sem eru að íhuga nám við skólann
eru sérstaklega hvattir til að mæta.
á lokaverkefnum í
tölvunarfræði
við Háskólann í Reykjavík
OPIN
KYNNING
Miðvikudagur 16. maí
Föstudagur 18. maí
TSM Status Monitor
Í verkefninu var gert kerfi sem safnar upplýsingum frá TSM server og sýnir
tölulegar upplýsingar um afritun, sem styður kerfisstjóra við að fylgjast
með hvort afritun gagna hefur gengið samkvæmt áætlun.
Samstarfsaðili: Basis ehf. Nemendur: Páll Guðjón Sigurðsson, Kristján
Björn Birgisson.
Eve The Second Genesis
- Electronic Card Game
Í verkefninu var smíaður tölvuleikur sem byggir á safnkortaspilinu
EVE: The Second Genesis frá CCP. Markmiðið var að hanna frumgerð af
leikjaþjóni ásamt grafísku viðmóti sem gerir tveimur notendum kleift að
spila tölvuleikinn yfir netið.
Samstarfsaðili CCP. Nemendur: Gunnar Steingrímsson, Halldór Björgvin
Jóhannsson, Svanur Björnsson.
Sérhæft netbókhaldskerfi
Smíðað var netbókhaldskerfi fyrir lítil fyrirtæki í verkefninu. Færslur eru
færðar frá heimabanka inn í bókhaldskerfið og beitt er verklagsreglum til
að áætla líklegt val bókhaldslykla á færslu.
Samstarfsaðili: Fakta. Nemendur: Elín Helga Egilsdóttir, Jakob Árni H.
Ísleifsson.
SYVI - Kerfi fyrir samninga
Útfært var kerfi sem sér um skjölun á gagnaflutningum frá þriðja aðila og
milli deilda innanhúss í svokallaða samninga. Einnig sér kerfið um vöktun
á innsendum gögnum og vefviðmótum fyrir þriðja aðila og innanhúss.
Samstarfsaðili: Teris. Nemendur: Hafsteina Helga Sigurbjörnsdóttir,
Óðinn Baldursson, Ólafur Hrafnsson.
Herstjórinn
Í verkefninu var smíðað kerfi til að senda auglýsingaherferðir á ákveðna
póstlista og gefnir möguleikar á að skoða árangur herferðar út frá því
hversu margir smelltu á tengla í póstinum.
Samstarfsaðili: TM-Software - Origo Nemendur: Andri Kristjánsson,
Björgvin Þór Sigurólason, Hannes Agnarsson Johnson.
Upplýsinga- og geymslukerfi
fyrir bifreiðar
Í verkefninu var smíðað kerfi sem heldur utan um skráðar upplýsingar
um bifreiðar sem eru í vörslu Vöku. Kerfið tengist Ökutækjaskrá til að
fá upplýsingar um bifreiðar og einnig er hægt að senda upplýsingar í
Navision Financials til reikningagerðar.
Samstarfsaðili: Vaka. Nemendur: Rúnar Grétarsson, Sigurður Örn
Jónsson.
Sjáandi - Vöruhús heilsufarsgagna
Vöruhús heilsufarsgagna er gagnagrunnur með upplýsingum frá ýmsum
stöðum í heilbrigðiskerfinu. Í verkefninu var smíðuð viðbót við vöruhúsið
ásamt greiningartæki sem notað verður af Landlæknisembættinu til að
styðja ákvarðanatöku í heilbrigðismálum Íslendinga.
Samstarfsaðili: Kögun hf. Nemendur: Ari Geir Hauksson, Sverrir
Ámundsson.
Kerfi fyrir ferðaþjónustuaðila
Snertilausnir sérhæfa sig í kerfum fyrir standa með snertiskjáum fyrir
ferðamenn. Í verkefninu var smíðað bókunarkerfi á vef, sem nýtist
ferðaþjónustuaðilum við að bóka þjónustu fyrir viðskiptavini og afgreiða
bókunina hratt og örugglega.
Samstarfsaðili: Snertilausnir. Nemendur: Erlendur Arnar Gunnarsson,
Halldór Kári Hreimsson, Hrannar Örn Hauksson.
Skjalakerfi fyrir HugAx
Verkefnið felst í því að gera nýtt skjalakerfi í stað eldra kerfis, sem heldur
utan um öll skjöl fyrirtækisins. Í nýja kerfinu eru öflugir leitarmöguleikar
og umsýsla með skjöl mjög þjál.
Samstarfsaðili: HugurAx. Nemendur: Davíð H. Brandt,
Kjartan Þ. Kjartansson, Sigurjón S. Guðbergsson.
Eignaskráningarkerfi
Verkefnið fólst í að smíða vefkerfi til að halda utanum
eignir Ratsjárstofnunar. Kerfið nýtist vel til yfirlits, skýrslugjafar, leitar,
flokkunar, skráningar og aðgreiningar á upplýsingum milli deilda.
Samstarfsaðili: Ratsjárstofnun. Nemendur: Róbert Þ. Gunnarsson.
LVF Mæliniðurstöður
Í verkefninu var smíðað vefkerfi, sem reiknar út og heldur utanum
mæliniðurstöður LVF fiskimjölsverksmiðju.
Samstarfsaðili: Loðnuvinnsluna hf. á Fáskrúðsfirði.
Nemendur: Valborg Jónsdóttir.
OMX Incident Manager
Í verkefninu var hannaður grunnur að Incident Management kerfi fyrir
OMX Technology á Íslandi. Kerfið er gagnvirkur þjónustuvefur sem styður
við “1 and 2nd line support” fyrir alla viðskiptavini OMX.
Samstarfsaðili: OMX. Nemendur: María Jakobsdóttir, Þór Arnar Curtis.
Mánudagur 21. maí 2007
Föstudagur 18. maí
Tími:
13:00 - 13:35
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
13:45 - 14:20
Stofa: K2
Kringlunni 1
Tími:
14:30 - 15:05
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
15:15 - 15:50
Stofa: K2
Kringlunni 1
Tími:
16:00 - 16:35
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
12:15 - 12:50
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
13:00 - 13:35
Stofa: K2
Kringlunni 1
Tími:
13:45 - 14:20
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
14:30 - 15:05
Stofa: K2
Kringlunni 1
Tími:
12:15 - 12:50
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
13:00 - 13:35
Stofa: K2
Kringlunni 1
Tími:
13:45 - 14:20
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
12:10 - 12:55
Stofa: K3
Kringlunni 1
Tími:
09:45 - 10:20
Stofa: K2
Kringlunni 1
Tími:
10:30 - 11:05
Stofa: K5
Kringlunni 1
Tími:
11:15 - 11:50
Stofa: K2
Kringlunni 1
Vélræn gerð samheitaorðabókar
Í verkefninu var aðferð til að finna samheiti í texta útfærð og metin.
Aðferðin byggir á þeirri tilgátu að orð með sömu merkingu koma oft fyrir
í sama samhengi.
Samstarfsaðili: Háskólinn í Reykjavík. Nemendur: Frank Arthur Blöndahl
Cassata.
Video Retrival - Using local Descriptors
and NV-tree indexing
Í verkefninu var smíðað kerfi til að leita í myndskeiðum eftir innihaldi.
Segja má að kerfið “horfi á” myndskeið þegar það býr til gögn sem lýsa
myndrænu innihaldi skeiðanna sem eru vistuð í sérstökum gagnagrunni.
Til dæmis er hægt að finna úr hvaða kvikmynd stutt myndskeið af Youtube
eru komin.
Samstarfsaðili: Háskólinn í Reykjavík. Nemendur: Kristleifur Daðason.
Median Rank Aggregation
Í verkefninu var leitaraðferð fyrir margvíð gögn rannsökuð, (Median Rank
Aggregation) sem er aðferð til að finna nálægustu nágranna í margvíðum
gögnum. Algrím var útfært, prófað og sett fram sem nothæfur pakki fyrir
frekari tilraunir á algríminu.
Samstarfsaðili: Háskólinn í Reykjavík. Nemendur: Hjalti Jakobsson,
Ævar Örn Kvaran.
A Platform for Humanoid
Í verkefninu var smíðaður rammi (e. framework) fyrir stýringar á
vélmennum og hann notaður til að gera einfaldar skipanir svo sem sestu
og vinkaðu til að sýna fram á að ramminn er auðveldur í notkun.
Samstarfsaðili: Háskólinn í Reykjavík. Nemendur: Andri Mar Jónsson,
Ágúst Hlynur Hólmgeirsson.