Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 23

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 23 eigu Reykjavíkurborgar, en Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri sló strax tóninn í uppbygg- ingunni þar, þegar hann í bjarma eldsins lýsti því yfir að húsin yrðu endurbyggð sem næst sinni upp- runalegu mynd. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður hefur sagt það eindreginn vilja allra hlutaðeigandi yfirvalda að götu- myndin á horni Austurstrætis og Lækjargötu verði endurbyggð í þeirri mynd sem hún var fyrir brun- ann. „Þar hafa borgaryfirvöld lagt áherzlu á að viðhalda götumynd- inni,“ segir Hanna Birna Kristjáns- dóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Sú skoðun úti- lokar þó alls ekki uppbyggingu á reitnum, enda talsvert rými fyrir aftan umrædd hús sem sjálfsagt er að skoða með frekari nýtingu í huga. Viðræður hafa átt sér stað milli borgaryfirvalda og eigenda húsanna og nú er beðið tillagna um uppbygg- ingu frá sérstökum vinnuhópi. Stefna borgaryfirvalda er að upp- byggingin á þessum stað verði í sátt við söguna, en líka þannig að mið- borgin fái áfram tækifæri til að efl- ast.“ „Ég tel að það eigi að gera við húsið við Lækjargötu, það er fyrst og fremst viðgerðarverkefni, og Austurstæti 22 á að endurbyggja í sínum fyrsta stíl; eins og húsið var fyrir 1915, og það af byggingalist- arlegum ástæðum og skipulags- legum með tilliti til hæðarinnar,“ segir Magnús Skúlason, for- stöðumaður húsafriðunarnefndar. „Mér finnst að það eigi að láta gömlu Reykjavík í friði og þá byggja þessi hús upp í anda þess sem var,“ segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Og Pétur H. Ármannsson, arki- tekt og stjórnarmaður í Torfu- samtökunum, segir ekki vafa í sínum huga, að húsin eigi að endurbyggja í þeirri mynd sem þau voru upp á sitt bezta á 19. öld. „Fyrir þessu eru margar ástæður. Við eigum afar fá hús eftir frá 19. öld og sérstaklega fyrri hluta hennar. Þessi þriggja húsa samstæða; (Eymundsson- arhúsið, Yfirréttarhúsið og Hress- ingarskálinn) hefur í 200 ár verið eitt helzta kennileiti Reykjavíkur og hluti af umgjörð stjórnarráðsins og Lækjartorgs. Yfirréttarhúsið var mjög fallegt í sinni fyrstu mynd. Það hefur ótví- rætt menningarsögulegt gildi og hin húsin tvö eiga líka sína sögu. Í mínum huga er það skipulagsleg nauðsyn að halda þarna lágum hús- um. Háhýsi myndu byrgja fyrir sól- ina. Við eigum að nota tækifærið og fjarlægja þarna bakhús og skapa möguleika til að nýta þar garðsvæði og tengja þau saman með göngu- götu. Svæðið myndi þá njóta sólar úr suðri og vera í skjóli bygginga norðan við. Þeir sem hugsa í stærri einingum eiga að horfa norður fyrir Lækj- artorg og láta spennandi arkitektúr njóta sín þar í höfuðstöðvum Lands- bankans og tengingu við Tónlistar- húsið.“ Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefur mælt opinberlega gegn slíkri uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Í grein í Morg- unblaðinu í apríllok hvatti hann til þess að byggt yrði „stórmannlega“ á brunarústunum og vill fá til „frá- bæran, heimsþekktan arkitekt er- lendis frá“ til að hanna hús á bruna- rústunum, hús sem myndi kallast á við væntanlega Tónlistarhöll og verða miðpunktur höfuðborg- arinnar, „sem allur umheimurinn mundi dást að og afkomendur okkar vera stoltir af um ókomna tíð“. Á íbúaþingi um uppbyggingu á horni Lækjargötu og Austurstætis; Hvernig bætum við brunann? hnykkti Atli Heimir á þessari skoð- un sinni og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri hnykkti á sinni: „Upp úr þessum brunarústum munu rísa hús á gömlum grunni og sótt verður í sjóði fortíðarinnar.“ Einar Bjarki Malmquist, arkitekt í Noregi, fjallaði í máli og myndum um upp- bygginguna í Þrándheimi eftir brun- ann 2002 og segir í frásögn Morg- unblaðsins af íbúaþinginu, að ljóst hafi verið af viðbrögðum áhorfenda sem sumir tóku andköf, að hug- myndir Norðmanna hugnuðust þeim ekki. Björgólfur Guðmundsson, stjórn- arformaður Landsbankans, sagði á íbúaþinginu: „Verndun menning- arverðmæta er mikilvæg, en þau viðhorf mega ekki hindra eðlilega framþróun borgar …“ Og síðar sagði Björgólfur að skoða ætti hvort bruninn gæfi tækifæri til að ná fram „áhugaverðri heildarmynd sem muni þjóna miðbænum til framtíðar. Þessi hús voru falleg og merkileg en þau falla ekki vel að skipulagi reits- ins kvosarmegin við Lækjargötuna.“ Laugavegurinn lengi lifi - en hvernig Þegar rætt er um skipulagsmál í Reykjavík, er Laugavegurinn öllum BORG Í DEIGLU Magnús Skúlason, forstöðumaður húsafriðunarnefndar, segir, að húsa- friðun eigi undir högg að sækja. „Fólk er almennt ekki á bandi húsafriðunar, þótt ef til vill hafi eitthvað rofað til í þeim efnum síðustu misserin. Við er- um alltaf 20, 30 árum á eftir því sem er að gerast í kring um okkur. Sú kynslóð sem er næst á undan mér upplifði erfiða tíma og sára fá- tækt. Hún tengdi timburhúsin við tím- ann og vildi þau burtu, en tók þess í stað ofsatrú á stein- steypu. Þessi misskilda minnimáttarkennd hefur orðið eldri húsamynd Reykjavíkur dýrkeypt. Hún hefur leitt til þess, að það hefur verið alltof mikið um það að gömul hús hafa verið rifin í Reykjavík og ekkert skeytt um afleiðingar þess sem kemur í staðinn. Ísafoldarhúsið, þar sem Morg- unblaðið var eitt sinn til húsa, var reyndar ekki rifið, en illu heilli flutt í burtu. Og í stað þess kom nýtt hús sem varpar skugga niður í strætið. Hæðin skiptir meginmáli. Ég er ekki að segja að eitt og eitt kennileiti megi ekki standa upp úr borgarlandslag- inu, en heildin á að vera á lægri nót- unum. Reykjavík er einfaldlega þann- ig borg.“ Magnús segir að mörg hús sem eru friðunar virði séu enn ófriðuð. Hann nefnir sem dæmi að af tíu ára göml- um tillögum um húsavernd í Reykjavík standi margt enn út af borðinu. Lækjargata 2 er í þeim hópi og Magn- ús nefnir líka hús í Miðstræti og Þingholtsstræti. „En þetta sígur svona áfram.“ Húsafriðun á undir högg að sækja Á elleftu stundu Alliance-húsinu hefur verið bjargað frá niðurrifi. E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 6 3 4 Veldu verðtryggðan sparireikning hjá Kaupþingi sem hentar þér. Verðtr yggðir sparire ikninga r með a llt að 6,6% v öxtum Þú getur stofnað sparireikning í Netbanka Kaupþings á kaupthing.is eða í næsta útibúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.