Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 24

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 24
24 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ofarlega í huga. Magnús Skúlason segir, að þar stefni í slys, þar sem alltof freklega er gengið fram í því að rífa gömul hús. „Það á að taka Laugaveginn út sem skipulagslega heild og húsin við hann eiga að fá að standa eins og þau eru. Það má byggja eitthvað á bak við þau og á stöku stað alveg upp í götumyndina, en í það heila tekið á Laugavegurinn að fá að halda sínum sundurleita svip. Ég er nýkominn frá Rómaborg. Þar hafa menn ekkert verið að breyta húsunum, þótt gömul séu. Þeir búa í aldagömlum húsum sem eru að stofni til óbreytt og ekkert stendur upp úr sjónlínunni nema hvolfþak Péturskirkjunnar. Þeir myndu seint setja niður hjá sér hót- elturn eins og þann sem risinn er við Kringlumýrarbrautina, sem er ekki einasta alltof hátt hús heldur líka forljótur arkitektúr.“ Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari kallaði í grein í Morgunblaðinu eftir vitundarvakningu um gildi ís- lenzks menningararfs í mynd gam- alla húsa. Hún bendir á að aðeins 0,36% húsa á höfuðborgarsvæðinu, 176 hús, séu frá því fyrir 1900 og eldri húsum fari óðum fækkandi þar sem hvert gamla húsið á fætur öðru er rifið í nafni skipulagsbreytinga og þéttingar byggðar. „Þessi gömlu hús eru svo fá og einstök að það er ekki hægt að réttlæta að rífa tugi þeirra í miðborginni á næstu mánuðum og árum,“ segir Áshildur. Á íbúaþinginu Hvernig bætum við brunann? kom fram í erindi Guð- nýjar Gerðar Gunnarsdóttur, að að- eins um tuttugu hús í allri Reykjavík eru eldri en húsin tvö á horni Lækj- argötu og Austurstrætis. Nær sáttin við söguna ekki upp á Laugaveginn? spyr ég Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. „Hennar mun sjá stað í uppbyggingunni við Lauga- veginn,“ svarar hún að bragði, „þar sem gerðar eru ríkar kröfur til upp- byggingar og gæða, sem hæfa þessu svæði. Það er hins vegar ekki eins og hús við Laugaveginn hafi staðið óbreytt um aldur og ævi. Þau hafa vaxið og breytzt í áranna rás og þannig fengið að lifa með götunni og hennar þörfum, ef svo má að orði komast. Það er til dæmis mjög víða hægt að halda í götumyndina, en leyfa húsum að vaxa baka til. Ný tækni og framsýnir arkitektar veita okkur fjölmörg ný tækifæri hvað þetta varðar.“ – En hvað með niðurrifið? Er ekki mál að því linni í henni Reykjavík? „Hluti af því niðurrifi sem þar er heimilað á sér heimild í deiliskipu- lagi, sem var samþykkt fyrir þremur árum. Við erum nú að vinna með nokkra reiti og í samtölum við upp- byggingaraðila finnst mér koma fram ríkur vilji til þess að láta nýtt og gamalt haldast í hendur. Ég sé menn virkilega vanda sig í þeim efn- um. Laugavegurinn á að vera verzl- unargata áfram. Við viljum hafa hann sem aðalgötuna; hann er Gatan í Reykjavík og til þess þarf hann að fá að vera til í takt við nýja tíma. Ég held að um þetta séum við flest sammála og ég er sannfærð um að við getum fundið lausn, þar sem saman fer vilji til uppbyggingar og verndunar með hagsmuni þessarar mikilvægu verzlunar- og þjón- ustugötu að leiðarljósi.“ – Ertu þá að tala um uppbyggingu sem felst í að framhliðum sé haldið sem leikmynd af gömlum húsum? „Nei, ég er ekki að tala um leik- myndir. Það er reyndar stundum gert að byggja á framhliðunum, að minnsta kosti að einhverju leyti. Við getum tekið Aðalstræti sem dæmi um blandaða uppbyggingu þar sem vel tókst til. Annars staðar gengur þetta síður.“ „Laugavegurinn er næst á niður- rifsskrá,“ segir Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og stjórnarmaður samtak- anna Betri byggð. „Auðmenn hafa keypt upp heilu reitina við Laugaveg og ætla að byggja stórt. En „Veistu að vonin er til?“ eins og segir í ljóð- inu hennar Sigurbjargar Þrast- ardóttur. Ég ætla að halda áfram að vona að úr rætist og biðja jafnframt borgaryfirvöld í Reykjavík um að hætta niðurrifsstefnunni og marka í framhaldi af því skýra stefnu um húsvernd í Reykjavík.“ Bolti Frakkastígsreitsins er nú á borði framkvæmdaðaðilans. Björn Gunnlaugsson, ráðgjafi Vatns og lands, segir, að þar á bæ séu menn að skoða hlutina og telja ekki tíma- bært að tjá sig eitt eða neitt á þessu stigi. Víti hjá vel heppn- aðri uppbyggingu Þegar Magnús Skúlason er spurð- ur um aðra reiti í Reykjavík, segir hann jákvætt að reiturinn við Hótel Vík og Hallærisplanið fái að mestu að vera í friði. Þar hjá hafi uppbygg- ingin við Aðalstræti tekizt vel, en Ingólfstorgið segir hann víti til að varast. „Það eru mikil mistök,“ segir Magnús. „Torg byggist nefnilega á því sem stendur í kringum það, en ekki á því að keyra í kringum það.“ Á slippasvæðinu segir Magnús að hafi verið farið af stað með skipulag sem var úr takt við gamla vestur- bæinn, hvað hæðina varðar og þrátt fyrir björgun Alliancehússins, Daní- elsslipps og verbúða, sem átti að rífa, stendur eftir, að skipulagið á Slippfélagssvæðinu er of hátt. Um Alþingisreitinn segir Magnús jákvætt að hús langafa hans, Von- arstræti 12, verður flutt að Kirkju- stræti 6 og haldi götumyndinni með Kirkjustræti 8. Magnús bendir á enn einn já- kvæðan viðsnúning í skipulags- málum, þar sem vörn var snúið í sókn; við Lækjargötu var stórhýsi í uppsiglingu, sem nú er hætt við. Slíkt framtak þurfi borgaryfirvöld að sýna á fleiri stöðum. BORG Í DEIGLU » Aðeins tuttugu hús í Reykjavík eru eldri en þau sem brunnu í vetrarlok. Morgunblaðið/G.Rúnar Hvað nú? Rústir Austurstætis 22 bíða þess að ákvörðun verði tekin um framhaldið. Straumurinn virðist liggja til þess að húsið verði endurbyggt í gamalli mynd og nýbygging rísi á bak við það. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að í stað nýbyggingar verði gerð garðgöngugata bak við húsin. Gamalt og nýtt Samkvæmt skipulagskynningu á götumyndin að Kirkjustræti að líta svona út; húsið, sem nú er Vonarstræti 12, er komið á nýjan kjallara Kirkjustræti 6 og framhlið Kirkjustrætis 8 endurbyggð. Gert er ráð fyr- ir allt að fimm hæða nýbyggingu Alþingis við Vonarstræti 12 og fyrir hornið að Tjarnargötu, sem stallast í 3 hæðir í átt að Kirkjustræti. Á milli skála Alþingis og nýbygginga er gert ráð fyrir glergangi. Í deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1986 á að rísa glerhýsi á bak við hornhúsin í Austurstræti og Lækjargötu og ná allt að Nýja-Bíói, sem þá var. Þessi bygging hefur ekki risið og nú er rætt um aðra uppbyggingu að baki hornhúsunum. Glerskálinn 1986 Austurstræti samkvæmt deiliskipulagi Kvosarinnar frá 1986. Á þessari teikningu af Lækjargötu sést hvernig glerhýsið átti að ná að Nýja Bíói samkvæmt deiliskipulaginu. Alþingisreiturinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.