Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 29
hugsað upphátt
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 29
Þetta er nú meira baslið hjáokkur með Evróvisjónkeppn-
ina ár eftir ár. Við sendum hið
prýðilegasta fólk á vettvang með
góð lög og fagmannlegan flutning,
leður- eða fjaðurklætt fólk – en
allt kemur fyrir ekki. Við erum
ekki í náðinni hjá mafíunni, hvers
eðlis sem hún er nú á þessum
vettvangi. Það eru hins vegar
austantjaldslöndin geinilega, þau
rúlla þessu upp.
Þegar ég stóð upp úr sófanum
eftir yfirhalninguna á fimmtu-
dagskvöld var mér efst í huga
hvað hægt væri að gera til þess
að slík niðurlæging endurtæki sig
ekki. Mér datt í hug hinn gamli
frasi: If you can’t beat them, join
them. (Ef þú getur ekki barist við
þá gakktu þá í lið með þeim.)
En hvernig ætti nú að fara að
því kynni einhver að spyrja. Það
er ljóst að við getum það ekki
með því að láta Íslendinga semja
lögin og flytja þau á sama hátt og
verið hefur undanfarið, það virðist
ekki nást nægilega sannfærandi
hljómur með þeirri leið. Þess
vegna datt mér eitt ráð í hug: Við
gætum kannski haft samband við
einhvern af rúmensku sígauna-
harmonikkuleikurunum og leyft
þeim að spila hér fyrir utan versl-
anir ef þeir vildu í staðinn semja
fyrir okkur og flytja nægilega
tryllingslegt og harmrænt lag sem
myndi slá í gegn í Evróvisjón. Það
sýnist svo sem okkur vanti þann
dramatíska undirtón sem nú er í
tísku á þessum vettvangi, við eig-
um hann kannski ekki til í þjóð-
arsálinni, – okkar dramatík er lík-
lega allt öðruvísi. Kaldari,
yfirvegaðri – grárri? Okkur skort-
ir ef til vill hina titrandi dökku
þunglyndiskviku sem í bland við
erótík og showbissness kemur við
sálarkaunin í fólki sunnar í Evr-
ópu.
Annars skil ég ekki alveg af
hverju var yfirleitt verið að vísa
hinum dökkbrýndu harmonikku-
leikurum úr landi. Mér fannst
talsverð tilbreyting í því fólgin að
heyra þessa hjartaskerandi harm-
onikkutónlist áður en farið var í
helgarinnkaupin, ég sá ekki eftir
þeim smápeningum sem ég lét í
skál tónlistarmannsins, mér
fannst hann hafa unnið fyrir þeim
og vel það með því að gefa mér
stundlega gleði með leik sínum.
Er ekki líka einhver undarleg
þversögn í því fólgin að útlendum
tónlistarmönnum sem koma hing-
að, leigja sér hús og selja inn sé
tekið með kostum og kynjum, fjöl-
miðlaviðtölum og fleiru, meðan
öðrum er vísað úr landi fyrir að
selja list sína undir berum himni
þeim sem vilja borga? Þarf ekki
að skoða þessar reglur um tónlist-
arflutning eitthvað betur, – listin
hefur mörg andlit.
Lífið virðist fullt af hinum und-
arlegustu þversögnum, að ekki sé
meira sagt. Kannski er ófara Ís-
lendinga í Evróvisjón að leita í því
að vera ekki nógu músíkalskir eða
víðfeðmir til sálarinnar. Kannski
segir það til sín að vera alltaf
samanherptur af kulda meiri part
ársins – slíkt líkamsástand kann
að leita inn á við með þessum al-
varlegu afleiðingum. Ef ekki er
áhugi fyrir uppástungunni um rú-
mönsku harmonikkuleikarana þá
er kannski hægt að leita á „næsta
bæ“, láta hina íslensku flytjendur
klæða sig vel og æfa sig á að ná
hinum rétta tóni með því að
syngja nokkrar helgar fyrir utan
hinar ýmsu verslanir og segja
þeim jafnframt að það sem kæmi
af peningum í hattinn væri það
sem þeir hefðu til undirbúnings á
keppninni – þá næðist kannski
þessi hjartaskerandi tónn sem
okkur vantar greinilega. Mér
finnst hins vegar að við gætum
greitt flugferðirnar af almannafé
– hitt væri einum of mikil pressa
á tónlistarfólkið okkar.
Hvað er það sem vantar?
Hinn eini sanni tónn!
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
þjóðlífsþankar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
BREYTTU
GLITNIS
PUNKTUM
Í PENINGA
að henda reiður á þeim.
arnir eru athyglisverðir –“
nánast eins og eitthvað ryðgað, gamalt
það. Síðan eru til dæmis skýjatónarnir.
um því ein mínúta af „óáhugaverðri
ru ekki að koma neinu á framfæri, eru
ala – en svo er hins vegar lokamínútan í
efnist Tónatónar. Þar er greinilegt hvar
dsins liggur, þetta er mjög yndisleg
: „Hann hefði annars rétt eins getað
fla í sónötunni sínu nafni.“
á, við bjuggum til okkar prívat gælu-
þegar við vorum að æfa verkið.“
er það fyrir tónlistarfólk eins og ykkur
að eiga sprelllifandi tónskáld í næsta
ur svona ríkulega tónlist?
anlegt. Þetta er bara rússíbanareið,“
. „Maður nefnilega gleymir því stundum
mis nú þegar þú nefnir það þá áttar mað-
þessu og getur bara sagt „Vá, hvað ég
úlegt, það streymir bara fram mjög
tónlist. Hann veit líka svo vel hvað
ra núna, hann er svo öruggur, þess
hann þessa tónlist sem maður heyrir
ki eftir neinn annan. Hann leyfir sér
r gera ekki. Og hann er enn á fullri
ka svo mikið kameljón,“ bætir Anna
ann semur allar tegundir af tónlist, líka
ólakrakkar eru að syngja. Það er enginn
honum varðandi það.“
istahátíðar í Þjóðleikhúsinu verða flutt ein-
Heimis Sveinssonar fyrir fiðlu og píanó frá
mabili; Xanties (1975) fyrir flautu og píanó,
fyrir einleiksaltflautu, 21 tónamínúta (1981)
autu og Sónata fyrir flautu og píanó (2005).
efjast klukkan 15.
Ídag er 13. maí og allt sem er þess virði aðskrifa um er afstaðið. Kosningarnar erubúnar og hafa sjálfsagt farið fyrirsjáanlega.Samræmdu prófin eru framliðin tíð. Enski
boltinn hættur að rúlla. Evróvisjón-milljónatug-
irnir hafa skilað sér í formi tveggja kvöldskemmt-
ana þar sem fluttur hefur verið mýgrútur laga
sem við þurfum sem betur fer aldrei að heyra aft-
ur. Eins og hún Halla blessunin í Króktúni hefði
sagt: „Allt er það eins, liðið hans Sveins“.
En sem hluti af íslenskum fjölmiðlaheimi, læt
ég smábakslag eins og tíðindaleysi auðvitað ekki
aftra mér og skrifa áfram ótrauður enda þótt dag-
urinn í dag sé eiginlega bara dagurinn eftir kvöld-
ið áður. Því eins og hún Halla hefði sagt: „Það er
betra illt að gera en ekkert“. Víkur nú sögu til
þeirra tíma þegar næstum ekkert var afstaðið.
Ég var svo lánsamur að ná að vera þátttakandi í
sunnlensku sveitalífi í nokkur sumur á tánings-
árunum. Þetta var rétt upp úr sjötíu. Hekla nýbú-
in að efna til Skjólkvíagoss, sem til allrar ham-
ingju gerði ekki mikinn usla en var töluvert
atvinnuskapandi á sviði ferðaþjónustu. Bítlarnir
ekki löngu hættir, Stones á fullu með Brown Sug-
ar og Joplin með Bobby McGee. Ég átti rúskinns-
stígvél með kögri.
En í rauninni var ég þó staddur í enn öðrum
tíma, því hjá þeim sæmdarhjónum Magnúsi og
Hafliðínu í Króktúni var ekki mikið lagt upp úr því
að elta nýjustu tísku, hvorki í tækni né háttum. Og
það táknaði síður en svo að nokkuð vantaði.
Í Króktúni voru allir mánuðir ársins sjónvarps-
lausir og lítið gert með útvarpið annað en að hafa
það með sér í fjósið á kvöldin. Þar hlustuðum við
og kýrnar á veðurfréttir og dánartilkynningar og
fengum Matthildi í eftirrétt. Að því er mig minnir
var aldrei neitt annað í útvarpinu og ekki minnist
ég þess að hafa þótt þörf á frekari ljósvakamiðlun.
Hið fornfræga dagblað, Tíminn, var eina dag-
blaðið sem Magnúsi þótti taka því að glugga í, og
kom auðvitað ekki á óvart, en einhvern veginn
minnir mig að Lögbirtingablaðið hafi einnig verið
fastagestur á bænum.
Bæði ritin voru þaulnýtt sem lesefni og kam-
arpappír. Ég minnist notalegra lestrarstunda á
heppilega gisnu náðhúsinu bak við bæinn, þar sem
spennandi gat verið að reyna að giska á framhald
frétta og greina sem þar lágu í rifrildum.
Einkabílisminn var fjarlægt hugtak í Króktúni.
Ef þurfti að bregða sér bæjarleið þurrkaði Magn-
ús vandlega af vélarhlíf og brettum á Deutz-
traktornum og Halla settist svo í brettissöðulinn í
gráu kápunni með skýluklútinn hnýttan undir
kverk. Þá var hægurinn hjá fyrir vinnumanninn
að taka sér stöðu á dráttarbeislinu.
Dugandi bændur á stórbýlunum í kring voru
sem óðast að vélvæðast með mjaltavélum, bindi-
vélum og fleira fíneríi. En Magnús sló enn með
greiðuvél á gamla Deutzinum og kaupamaðurinn
rakaði með rakstrarvél sem var nákvæmlega eitt
hestafl. Hún var sem sagt dregin af hinu krafta-
lega hrossi, Nasa.
Auk þess að vera öndvegis dráttarklár fyrir
heyskap og lífrænan áburð hafði Nasi unnið það
sér til frægðar að hafa verið fótómódel hjá frönsk-
um ljósmyndurum sem fengu hann með sér lang-
leiðina upp á Heklu og smelltu af honum einhverri
albestu ljósmynd sem ég hef aldrei séð.
Af dögum mínum í Landsveitinni hef ég dregið
margháttaðan lærdóm. Einn er sá að stuttir
textar eru gott lesefni við ýmsar aðstæður. Sér-
deilis ef þeir rúmast á einu passlega stóru rifrildi.
Vonandi gerir þessi pistill það. Eins og hún Halla
hefði orðað það: „Lítið var en lokið er.“
Dagurinn eftir kvöldið áður
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg