Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 32
stjórnmál 32 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Friðjónsdóttir, sem titluð er dag- skrárstjóri frambjóðenda í Reykja- vík og segir þetta ekki ósvipað því að verkefnastýra stórri kvikmynd. „Þetta er orðin svo strúktúreruð og einsleit kosningabarátta,“ segir starfsmaður Sjálfstæðisflokksins. „Allir fjölmiðlar ræða við sama fólk- ið, auglýsingar eru með svipuðu sniði og fólkið situr í stofunni heima og fylgist með. Það er erfitt fyrir kjósendur að átta sig á því hvaða munur er á stefnu flokkanna og þeim hlýtur að leiðast þessi umfjöll- un. Þeir verða því fegnastir að geta kosið á kjördag og gengið út í sum- arið.“ Rólegt yfirbragð kosningabarátt- unnar skýrist af því að átakaflet- irnir hafa minnkað, að sögn Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. „Varnarliðið hvarf úr landi á kjör- tímabilinu og markaðshagkerfið er ekki lengur umdeilt. Það er því eðli- legt að baráttan sé rólegri og frið- samlegri en áður. Íslendingar eru að færast nær hver öðrum.“ Hvað er á matseðlinum? Það er í nógu að snúast hjá fram- bjóðendum og þeir leggja ýmislegt á sig til að hitta kjósendur. Jón Magnússon, frambjóðandi Frjáls- lynda flokksins, kvartar undan óvenju óhagkvæmum innkaupum meðan á kosningabaráttunni stend- ur. „Ég hef hingað til reynt að vera hagkvæmur, en nú er ég alltaf að gera mér erindi í búðir og enda kannski á því að kaupa eina und- anrennu, baunadós eða fjórar app- elsínur.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hleypur inn í þinghúsið og rétt kast- ar kveðju á blaðamann. Hún er ný- komin af fundi og er að sækja sér næringu fyrir þann næsta. Það má heyra að hún er að missa röddina. Ólafur Hannibalsson er nánast raddlaus þar sem hann ræðir við starfsmenn á vinnustaðafundi í mötuneyti Landspítalans. Hann biðst afsökunar á því og fer með vísu. Fólk heldur áfram að snæða mat- inn sinn og það berast engar spurn- ingar, enda eru færri en venjulega í mötuneytinu. Á matseðlinum eru soðnar kjötbollur, hvítkálsjafningur og kartöflur. „Mætingin fer eftir því hvað er í matinn,“ segir einn starfs- maður spítalans. „Flokkarnir ættu kannski að gá að því áður en þeir boða komu sína.“ „Viðtökur eru misjafnar eftir vinnustöðum,“ segir frambjóðandi. Einn af fáum sem ekki horfðu á Eirík Hauksson syngja í Evróvisjón á fimmtudag var Ólafur Þ. Harð- arson, prófessor í stjórnmálafræði. En hann hafði þó mikinn áhuga á úrslitunum. Eða eigum við að segja áhyggjur? „Ég vonaði bara að Eiki kæmist ekki áfram,“ segir hann. „Það var helsta ósk okkar í kosn- ingasjónvarpinu. Á meðan kosið er annan laugardag í maí getum við ekki byrjað fyrr en klukkan 22 og árið 2003 gafst ekki tími til að endurtaka sigurlagið. Það var bara spilað eftir dúk og disk um nóttina. Það er svo sem allt í lagi, nema ef Eiki hefði unnið. Þá hefð- um við getað lent í því að velja á milli Eika í sigurvím- unni og þess að fá fyrstu tölur úr Kraganum,“ segir hann og hlær. Hann er ósammála þeim sem segja kosningabarátt- una leiðinlega. „Þetta hefur farið vel og prúðmann- lega fram. Sumir hafa sagt þetta dauflega baráttu. Það hafa menn sagt síðan ég man eftir mér. Það er gjarnan talað um að hér áður fyrr hafi menn tekist al- mennilega á og rifist. En oft þýðir lífleg kosningabar- átta að hún sé ómálefnaleg. Það dásama til dæmis margir framboðsfundina á Austfjörðum og Vest- fjörðum í gamla daga, sem voru í raun skemmtiefni og ómálefnalegt skítkast á köflum.“ Ólafur er þeirrar skoðunar að fjölmiðlar hafi staðið sig vel á heildina litið og gefið frambjóðendum mikið rúm. „Það er gífurlega mikilvægt að fjölmiðlar sinni þessu lýðræðislega hlutverki, sérstaklega ef flokkar vilja takmarka kostnað. Með því er komið í veg fyrir að þeir verði háðir dýrum auglýsingum. En baráttan hefur verið málefnaleg og menn farið yfir breitt svið. Ef einhverjum finnst það leiðinlegt, þá verður bara að hafa það.“ Öfugt við það sem margir halda hefur áhugi á stjórnmálum ekki minnkað frá því mælingar á því hóf- ust árið 1983, þó að kjörsókn hafi dalað lítillega. Og spurning vaknar hvort Evróvisjón sé ef til vill að spilla kjörsókninni? „Þetta er skemmtileg tilgáta og við höfum ekki mikil gögn til þess að prófa hana. En síðast var kjör- sókn 87% og jókst frá kosningunum þar áður, sem var tæp 85%. Þannig að kjörsóknin jókst með Evróvisjón – án þess að ég ætli að halda því fram að Evróvisjón ýti undir kjörsókn!“ Þá verður bara að hafa það Morgunblaðið/Golli Byltingin Kosningabæklingar Vinstri grænna og lesning um félaga Che Guevara. Morgunblaðið/Golli Slátur Þjóðlegt skal það vera á skrifstofu Frjálslynda flokksins. Morgunblaðið/Golli Einbeiting Árni Þór Sigurðsson að störfum á kosningaskrifstofu Vinstri grænna. Morgunblaðið/Golli Tombóla Það má vinna ýmislegt á tombólunni hjá Samfylkingunni. Morgunblaðið/Golli Hlaðborð Það er kræsilegt hlaðborðið hjá Framsóknarflokknum. Morgunblaðið/ÞÖK Anddyrið Geir H. Haarde brosandi með geislabauginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.