Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 33 „Á sumum þeirra vill fólk fá að vera í friði og þá talar maður í örfáar mínútur og gefur því svo kost á að ræða málin. Það er engin ástæða til að þreyta fólkið.“ En stundum er eins og ekki verði þverfótað fyrir frambjóðendum. „Á árshátíð Fylkis voru átta frambjóðendur,“ segir einn og heldur því fram að hann hafi verið eini Fylkismaðurinn af þeim. Ef til vill er brandari sem sami frambjóðandi segir lýsandi fyrir þá stöðu sem þeir eru í: „Einhvern tíma var brandarinn um rottutil- raunir heimfærður á lögmenn, en nú virðist hann eiga við um stjórn- málamenn. Hann er þannig að vís- indamenn eru farnir að nota stjórn- málamenn frekar en rottur sem tilraunadýr vegna þess að það er minni hætta á að þeir myndi tilfinn- ingasamband við þá en rotturnar og hægt er að fá þá til að gera hvað sem er.“ En Össur Skarphéðinsson, sem vaknaði sex um morgun til að dreifa Samfylkingarvatni og breiða út fagnaðarerindið, lýsir því öðruvísi þegar hann hittir fyrrum nemendur sína frá Ísafirði. „Þeir taka mér allt- af vel og ég þarf ekki tala lengi við þá áður en þeir lofa því að minnast mín að minnsta kosti í kvöldbænum sínum.“ Vinstri grænir of sniðugir? Flestir viðmælenda voru á einu máli um að ekki bæri að líta á aug- lýsingar eingöngu sem skrum, því oftast fælust í þeim skilaboð og inni- hald. Almennt þykja auglýsingarnar málefnalegar og það þykir heil- brigðismerki á íslenskum stjórn- málum að náðst hafi samkomulag um takmörkun á auglýsingum. Skoðanir voru afar ólíkar á her- ferðum stjórnmálaflokkanna. Flest- um fannst auglýsingaherferð Sjálf- stæðisflokksins passa vel fyrir flokkinn – ýta undir þá ímynd að stjórnarseta flokksins væri forsenda stöðugleika. Öðrum fannst hún leið- inleg og einn lýsti því baráttunni þannig að það ætti að læðast í gegn- um húsið án þess að vekja heim- ilisfólkið. Þá lýstu sumir undrun yf- ir því að Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti minna en aðrir flokkar. Fleiri voru ánægðir með herferð Samfylkingarinnar. Einn sagði aug- lýsingarnar einfaldlega virka, svo sem áherslan á biðlistana sem fór að bera á eftir landsfundinn. Þó var bent á að lögð væri áhersla á fram- bjóðendur sem margir hverjir ættu litla möguleika á að komast inn á þing á meðan þingmenn flokksins væru lítt áberandi. Vinstri grænir þóttu ýmist afar sniðugir eða með „langverstu“ aug- lýsingarnar vegna þess að þeir væru of uppteknir af því að vera sniðugir og væru því ekki með nógu víða skírskotun. Til marks um snið- ugheitin var að frambjóðendur völdu „sinn stað“ fyrir myndatökur, þannig að myndirnar væru sprottn- ar úr farvegi fólksins. Og ungir vinstri grænir keyptu merkjavél til að hengja hugmyndir sínar í flíkur landsmanna. Á einu þeirra stóð: „Ég er Hafnfirðingur“. Hvað Framsókn varðar greindi einn taugaskjálfta, en flestir voru á því að þær væru í lagi fyrir flokk- inn. Það væri vel til fundið að kynna nýja formanninn, Jón Sigurðsson, kjósendum í sjónvarpsauglýsingum og hann kæmi vel fyrir. Rólegur sunnudagur Einn viðmælenda er á því að eft- irmál kosninganna verði miklu meira spennandi en kosningarnar sjálfar. En hvað sem því líður ætla margir frambjóðendur að taka það rólega á sunnudag. Einn heldur til New York í nokkra daga og annar gengur upp á Esjuna. „Þar getur maður hvílt hugann og verið einn með sjálfum sér. Það eru mikil for- réttindi.“ Hann lætur annað göngu- fólk í friði, – næstu fjögur árin. Þá fer aftur að heyrast: Góðan daginn! Morgunblaðið/ÞÖK Kringlan Guðfinna Bjarnadóttir og Geir H. Haarde tala við kjósendur. „... þeir lofa því að minn- ast mín að minnsta kosti í kvöldbænum sínum.“ Yfirnáttúrulegar furður Miðasalan fer fram á www.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16. Miðasala á Cymbeline 15. og 16. maí er hjá Listahátíð en 17. og 18. maí hjá Þjóðleikhúsinu á www.leikhusid.is. Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð. Miðasala Tónleikarnir byggja á samnefndum geisladiski sem tilnefndur var sem diskur ársins á Íslensku tónlistar-verðlaununum í fyrra. Flutt verða tónverk Atla Heimis Sveinssonar fyrir einleiksflautu og flautu og píanó. Í aðlhlutverki með flautuna er Áshildur Haraldsdóttir: Flytjendur auk Áshildar eru píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir og tónskáldið sjálft; Atli Heimir Sveinsson. Tónamínútur – verk eftir Atla Heimi Sveinsson Þjóðleikhúsið, í dag sunnudag kl. 15.00Miðaverð 2.700 Hinn margverðlaunaði leikhópur Cheek by Jowl, sem talinn er einn af tíu bestu leikhópum veraldar skv. Time Magazine, sýnir Cymbeline eftir Shakespeare á Listahátíð. Leikhópurinn hefur hlotið margvísleg verðlaun, þar á meðal fern Olivier verðlaun, Golden Mask Award, Obie Award, New York Drama Desk Award, Paris Drama Critics Award og Time Out Award. Sýningin er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. „Djarfir leikararnir sýna snilldarleik og ná að galdra fram þvílíka orku á sviðinu að áhorfendur sitja agndofa eftir.“ - Tageblatt, March Weinachter, 2007 „Einnaftíubestuleikhópumveraldar!“ - Time Magazine Þjóðleikhúsið 15., 16., 17. & 18. maí Miðaverð: 3.300 Cymbeline eftir W. Shakespeare Morgunmálþing Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Iðntæknistofnunar, Rannís og Stofnunar stjórnsýslufræða við H.Í. verður haldið miðvikudaginn... ...16. maí nk. kl. 8.00-10.00 á Grand hótel. HVERNIG MÁ AUKA NÝSKÖPUN Í OPINBERUM REKSTRI? Fundarstjóri: Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. „Nýsköpun í opinberum rekstri” Elvar Örn Arason, sérfræðingur á greiningasviði Rannís. „Hvað geta opinberar stofnanir lært af nýsköpun fyrirtækja?” Karl Friðriksson, framkvæmdarstjóri Iðntæknistofnunar. „Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu – Rafræn lyfjafyrirmæli” María Heimisdóttir, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss. Skráning: stjornsyslaogstjornmal@hi.is Þátttökugjald er kr. 3.800, morgunverður innifalinn. Stofnun stjórnsýslufræða við Háskóla ÍslandsS Félag forstöðumanna ríkisstofnana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.