Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 35 Sylvie Testud. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um stormasamt líf söngfuglsins Edith Piaf frá fæðingu í París 1918 til endalokanna röskum 44 árum síðar. Piaf var og er ein dáð- asta söngkona og listamaður frönsku þjóðarinnar og orðstír henn- ar lifir góðu lífi, m.a. í söngleik um sigursæla ævi á listasviðinu sem var jafnsorgleg í einkalífinu. Cotillard er sögð fara hamförum í tónlistaratrið- unum (líkt og Brynhildur Guðjóns- dóttir sem hlaut Grímuna 2004 fyrir frammistöðu sína í hlutverkinu í Þjóðleikhúsinu). 22. Hostel Part II Leikstjóri: Eli Roth. Með Lauren German og Bijou Phillips. Framhald ofurvibbans heldur áfram á svipuðum slóðum í Slóveníu austur. Þrír sætir mennta- skólanemar lenda í höndum öfug- ugga sem svívirða þá og limlesta á hroðalegasta hátt. Meira af jarð- nesku víti og sjúklegri grimmd. JÚLÍ 6. Evan Almighty Leikstjóri: Tom Shadyac. Með Steve Carell og Morgan Freeman. Shadyac og Jim Carrey slógu í gegn fyrir nokkrum árum með gam- anmyndinni Bruce Almighty. Carell (Little Miss Sunshine) er tekinn við hlutverki hins ólíklega handbendis himnaföðurins (Freeman) sem færir honum það verkefni að byggja örk að hætti Nóa. Það gengur ekki jafn- snurðulaust og í pólskri skipa- smíðastöð. 13. For Your Consideration (Græna ljósið) Leikstjóri: Chri- stopher Guest. Með Catherine O’H- ara og Ed Begley jr. Hollywood fær á baukinn í ádeilu sem er sögð frum- leg og fyndin. Óþekktir leikarar eru að ljúka við B-mynd þegar sá orð- rómur kemst á kreik að einn þeirra sýni óskarsverðlaunatakta. Síðan víkur sögunni til dagsins fyrir verð- launaafhendinguna og kvikmynda- borgin við það að ganga af göflunum. 27. Georgia Rule Leikstjóri: Garry Marshall. Með Jane Fonda, Lindsey Lohan og Feli- city Huffman. Lohan leikur óstýriláta stelpu- skjátu sem er gjörsamlega að fara með taugakerfið í mömmu sinni (Huffman) sem grípur til þess ráðs að koma uppreisnarorminum í hend- ur ömmunnar (Fonda). Hún dvelst sumarlangt hjá þeirri gömlu sem kennir stúlkunni sitt lítið af hverju um lífið og tilveruna. Leikhópurinn einn vekur óneitanlega athygli. ÁGÚST Grindhoouse – Planet Terror (Græna ljósið) Leikstjóri: Robert Rodridguez. Með Rose McGowan og Freddy Rodriguez. Í Grindhouse-helftinni hans Ro- driguez berst lögregla í smábæ við ófélegan her sem reynist vera morð- óðir uppvakningar. Gamansöm með gæsahúð. 10. Becoming Jane Leikstjóri: Julian Jarrold. Með Anne Hathaway og James McAvoy. Ein af áhugaverðari myndum sumarsins segir af æskuástum skáldkonunnar Jane Austen (Hat- haway) áður en hún varð fræg. Það verður forvitnilegt að sjá Hathaway (The Devil Wears Prada, Brokeback Mountain) reyna sig í krefjandi aðal- hlutverki og það á móti goðsögn- unum Maggie Smith og Julie Wal- ters. Mr. Brooks Leikstjóri: Bruce A. Evans. Með Kevin Costner, Demi Moore og William Hurt. Gömlu brýnin minna á sig í glæpa- mynd þar sem Moore leikur rann- sóknarlögreglumann á hælum hugs- anlegs raðmorðingja (Costner). Hurt fer með hlutverk lögreglu- stjórans sem virðist vera með maðk- að mjöl í pokahorninu. 17. Vacancy Leikstjóri: Nimród Antal. Með Kate Beckinsale og Luke Wilson. Bíllinn bilar á fáförnum sveitavegi og farþegarnir, nýgift hjón, verða að hreiðra um sig í eina mótelinu í sjón- máli. Þau taka eftir tökuvélum sem eru faldar í herberginu og gera sér ljóst að þeim er ætlað að verða fórn- arlömb í „snuff-mynd“. Hljómar eins og vinaleg B-samsuða af Psycho og Hostel. 24. Evening Leikstjóri: Lajos Koltai. Með Va- nessu Redgrave, Toni Collette og Claire Danes. Kona sem liggur fyrir dauðanum (Redgrave) rifjar upp bestu árin á meðan dæturnar neita að viður- kenna það sem er óhjákvæmilega í aðsigi. Önnur sumarmynd sem stát- ar af mögnuðum kvenleikarahópi. 31. Disturbia Leikstjóri: D.J. Caruso. Með Shia LaBeouf, David Morse og Carrie- Anne Moss. Nýstirnið LaBeouf (Indina Jones IV) fer með hlutverkið hans Jimmys Stewarts í nútímatáninganálgun Hitchcock-klassíkurinnar Glugginn á bakhliðinni – Rear Window (’54). LaBeouf leikur ungan mann sem er settur í stofufangelsi fyrir slæma hegðun af kerlingu móður sinni. Stráksi hefur fátt fyrir stafni og fer að njósna um nágrannana sér til af- þreyingar. Eitt kvöldið æsast leikar í húsinu á móti með þeim afleið- ingum að líf pilts er í bráðri hættu. saebjorn@heimsnet.is Spenna Mark Ruffalo og Jake Gyl- lenhaal í Zodiac, sem fjallar um leit lögreglu að raðmorðinga. Ástardrama Naomi Watts og Edward Norton leika óhamingjusöm hjón. Handan heima Swank leikur sér- fræðing í dulrænum efnum í The Reaping.                        ! "  #$   %& ' ()) " )                      ))   # " +   , " "   -.- / &*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.