Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 38
ævintýri 38 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ krafta við að kasta, draga inn og síðan landa þessum fiskum.“ Það voru mikil þyngsli á taumnum en skyndilega létti þeim og með skvampi hentist haus upp úr sjáv- arborðinu – fiskhaus með rauðleit- um tægjum á. „Það þýðir ekkert að dóla – þá ertu bara étinn,“ sagði John hlæjandi. Hákarl hafði auðsjá- anlega gleypt allt hitt í einum bita! Dreymir um brynstirtlur Mildi morgnanna þarna í Ind- landshafinu er ólýsanleg. Haf og himinn renna í eitt, allur blátóna- skalinn til staðar og í fjarska létt og loftkennd púffuský. Eyjarnar græn- ir blettir hér og þar og hvítar rákir þar sem brim brýtur á kóralrifum. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Hvílík fegurð; undursamleg feg- urð,“ sagði Maitland þar sem við sátum saman frammi á bátnum einn morguninn og horfðum á umhverfið. Af og til spruttu flugfiskar upp úr yfirborðinu og svifu langar leiðir. Siglt var á miðin í bítið. Ef langt var að fara frá móðurskipinu var snarað upp trollstöngum sem sátu í festingum sínum aftur á skut og lengst fyrir aftan skautaði litfagurt agnið og kallaði á seglfiska og aðrar stórfiska djúpanna. Stundum létu menn flugur líka dragast á eftir bátnum og það skilaði af og til ár- angri; þannig náði veiðifærasalinn Maitland glæsilegum Rainbow Run- ner einn daginn á flugu sem dróst á eftir bátnum á enda langs sökk- taums. Suma dagana veiddist vel af veiðibátnum, aðra síður, en þá vor- um við líka undir fullu tungli sem reynist aldrei vel þarna suður frá. Félagarnir reyndu öll afbrigði fluguveiðanna, og stundum settu þeir í öfluga fiska. Sumir komu um borð, aðrir syntu burtu með flug- urnar. Carl Heinz lenti ítrekað í því síð- arnefnda. Loks náði hann að inn- byrða lítinn barracuda-ránfisk. „Það eru þessar helv... tennur sem klippa alla tauma sundur,“ sagði hann og horfði á hvassar tannraðirnar. Lét fiskinn svo aftur fyrir borð. Og við tóku nýjar pælingar um styrkta tauma og sterkari hnúta. Í síðdeginu var gjarnan siglt inn fyrir rif við eyjar og nýjar veiðilend- ur kannaðar á flötunum. Það er gríðarskemmtileg veiði, öslandi í þessum hlýja sjó, eða af smábát- unum þegar slökkt hefur verið á mótornum. Í fyrstu ferðinni náði ég fjölda smárra fiska – minnti mig á Stakkavíkina í Hlíðarvatni þar sem smábleikjur halda sig gjarnan – og einnig nokkrum nálarfiskum; löngum slöngulegum kvikindum. Fylgdarmaðurinn Mohammed hryllti sig þegar hann sá þann fyrsta. „Vondur fiskur,“ sagði hann og vildi að ég sæi sjálfur um að losa fluguna úr hvasstenntum skoltinum. Það var svo sannarlega æsilegt að ná síðan sambandi við fyrstu vænu brynstirtlurnar á flötunum og finna aflið og snerpuna í þessum fiskum. Stundum fundum við þá nærri grjóti í botni, eða þar sem botninn varð dekkri; það þurfti að lesa í að- stæðurnar rétt eins og í Þingvalla- vatni eða Brunná. Öðru hverju sáum við sæskjald- bökur svamla hjá í sjónum, sums staðar kraumaði yfirborðið af torf- um af beitufiski; þar mátti oft ná ránfiski í grennd, sem var að éta úr torfunum. Nærri beitufiskinum var gjarnan fjöldi höfrunga. Stundum syntu þeir með bátum okkar, stukku og léku listir sínar. Af og til rákust við á heimamenn sem veiddu af hefðbundnum „dhoni“. Netaveið- ar eru alfarið bannaðar við Maldív- eyjar en þeir veiða á beitu og veiða oft vel. Einu sinni tóku menn segl- fisk nærri okkur; sá stökk og þandi stóran bakuggann og beindi trjón- unni til himins meðan hann barðist um og reyndi að losna. Annars stað- Morgunblaðið/Einar Falur Ótal margar Maldívereyjar eru um 1200 talsins, í fimmtán eyjaklösum, og að auki eru um 2000 rif á svæðinu. Það er tilkomumikið að fljúga yfir þennan heim. Túnfiskur John Costello hampar stoltur vænum „yellowfin“ túnfiski sem hann barðist drjúga stund við. Sundfimleikar Höfrungur stekkur í vöðu af beitufiski sem kraumar í yfirborðinu. Í baksýn einn af ótal grænum kollum Maldíveyja. Á flötinni Við margar eyjanna eru afskaplega veiðilegar sandflatir innan við rifin. Veiðimenn vaða í grunnum sjónum eða dóla sér um þær á smábátum. » Í mollunni drekka veiðimenn þarna ógrynni af vökva – hann flæðir gegnum líkamann og sífellt er hætta á að ofþorna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.