Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 39 ar voru margir veiðibátar í þyrpingu og menn renndu fyrir „yellowfin“ túnfisk, sem er stór og öflugur. Einn daginn náðum við tveimur slíkum. Það kostaði mikil átök, ekki síður en við bráðina sem allir þessir reyndu veiðimenn í fylgdarliði okkar voru helst eftir: GT eða stóra bryn- stirtlur, Giant Trevally. Þeir eru eft- irsóttasta bráðin á stöng þarna, gríð- arsterkir og geta orðið 100 kíló. Við náðum nokkrum um borð í veiðibát- inn; allir tóku popper. Nokkrir voru um 70 pund. Ég togaðist á við einn sem var lítill, eða um 15 pund; kraft- inum er erfitt að lýsa. Hann var mik- ill. Flestum GT náðum við á sama stað við norðvesturhorn eyjaklas- ans, á leynistað sem Peluffo er með merktan á GPS-tækið. „Við vorum hér í október og það var galið hvað við veiddum vel,“ sagði hann. „Eftir tvo daga vildu veiðimennirnir fara eitthvað annað, breyta til! Þeir voru búnir að veiða 60, 70 stórfiska á stöng.“ Í mollunni drekka veiðimenn þarna ógrynni af vökva – hann flæðir gegnum líkamann og sífellt er hætta á að ofþorna. Tvo daga fór hit- inn í sólinni yfir 50 stig. Þá lágum við undir seglinu á heimstíminu og hlustuðum í tónhlöðunni á Þursa- flokkinn syngja „norður við íshaf“. Geitafiskar og bænaköll Eitt síðdegið fórum við Þorsteinn einir í land á einni eyjunni. Veiddum lónið vandlega og vorum víða í fiski. Hann tók fallega bláblettótta bryn- stirtlu í briminu við rifið, þar sem aldan gekk af og til yfir okkur. Þegar sólin lækkaði á lofti færðum við okkur yfir á hina hlið eyjunnar; þar náði Þorsteinn meðal annars lit- fögrum geitarfiski og ég missti einn sem tók með miklum látum og sýndi sig aldrei. Við gengum hringinn kringum eyjuna meðan sólin lækk- aði hratt á lofti og litaði sjóndeild- arhringinn mettuðum heitum tón- um, eins og henni er aðeins lagið við miðbaug, og komum við að litlu þorpi. Undir pálmatrjánum húktu lágreistar byggingar, hlaðnar úr kó- röllum, og frammi við ströndina sátu fjölskyldurnar. Fólk talaði saman í lágum hljóðum, heilsaði þessum stangveiðimönnum brosandi og kurteislega. Á einum stað stóð mað- ur upp undir háls í sjónum og hugaði að bát sínum, aðeins fjær voru hjón í flæðarmálinu, hún þvoði potta og hann burstaði tennurnar. Svali kom utan að hafinu, sólin nálgaðist haf- flötinn og skyndilega hóf imaminn að tóna og kalla fólk til bæna. Það var friðsæld í þessum heimi og við dóluðum okkur út fyrir rifið og tók- um síðustu köst dagsins í þessari undraveröld meðan sótsvart myrkr- ið lagðist varlega yfir þennan heim, sem hafði kennt okkur að ný veröld bíður veiðimanna sem taka að kasta flugum sínum í hlýjan sjó. TENGLAR ..................................................... http://www.vatnsdalsa.is Á rifinu Þorsteinn J. Vilhjálmsson hampar silfraðri brynstirtlu á rif- inu við eina af hinum ótal eyjum. Fiskurinn tók græna og hvíta straumflugu, Clouser Minnow. Lúxusfley Soldáninn af Maldíveyjum, móðurskip veiðimannanna, er með loftkældum káetum og fimm stjörnu fæði. Á daginn er siglt á miðin á hefðbundum veiðibáti, “dhoni“, eða smábátum með utanborðsmótor. Bókaðu bílinn um leið þegar framvísað er brottfararspjaldi frá Flugfélagi Íslands. Innifalið: 100 km og kaskó. Bílaleigubíll í heilan sólarhring frá 2.499 kr. Flugfélag Íslands flýgur yfir 40 ferðir í viku til Egilsstaða. Þú nýtur þess að lesa dagblöðin, fá þér kaffi og súkkulaði og áður en þú veist af er lent á Egilsstöðum. Ferðin tekur enga stund. Taktu flugið. Pantaðu í síma 570 3030 eða á www.flugfelag.is TÍMINN FLÝGUR flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 75 78 0 5/ 07 * Flugvallarskattar innifaldir. Eingöngu bókanlegt á netinu. Takmarkaður sætafjöldi. FRÁ EGILSSTAÐIR *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.