Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
15. maí 1977: „Eftir útfærslu
fiskveiðilandhelgi okkar í 200
sjómílur, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
alla forystu um, eins og setn-
ingu sjálfra landgrunnslag-
anna, hefur hafsvæði það,
sem íslenzk lögsaga nær til
stækkað í 758 þúsund ferkíló-
metra en 50 mílna lögsagan
náði til 216 þúsund ferkíló-
metra og 12 mílna lögsagan
til 75 þúsund ferkílómetra.
Hin nýja lögsaga er 3½ sinn-
um stærri en 50 mílna lög-
sagan. Sé miðað við láð og lög
hefur íslenzkt yfirráðasvæði
ríflega tvöfaldazt við síðustu
útfærslu. Meginmálið er þó,
að þessar útfærslur og þær
ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið í kjölfar þeirra, nái til-
ætluðum árangri, þ.e. há-
marksstofnstærð nytjafiska
okkar og hámarksafrakstri
þeirra í þjóðarbúið.“
. . . . . . . . . .
17. maí 1987: „Í forystugrein
Þjóðviljans var sú skýring
gefin á „tregðu“ lýðræðisríkj-
anna til að semja við Sov-
étmenn, að afvopnun gengi
„gegn þeirri mafíu sem tengir
saman hernaðarbrölt og iðn-
aðarhagsmuni, og helstu
ráðamenn Vesturveldanna
virðist skorta annaðhvort
vilja eða þor til að rísa gegn
valdi þeirrar vélar“. Þeir sem
beita jafn einfeldningslegum
og úreltum röksemdum í um-
ræðunum um það sem nú er
að gerast í öryggismálum
Evrópu, geta líklega aldrei
áttað sig á því um hvað um-
ræðurnar á vettvangi NATO
snúast. Einmitt þess vegna
hafa alþýðubandalagsmenn
staðið utan við allar ákvarð-
anir um öryggi og varnir Ís-
lands. Þeir nálgast málið jafn-
an úr þeirri átt, að það sé af
hinu illa og hættulegt heims-
friði, að lýðræðisríkin hafi
uppi viðbúnað vegna vígvélar
Kremlverja. Að þeirra mati
er það einhver „vél“ á vegum
„mafíu“ á Vesturlöndum, sem
heldur okkur öllum í greip
sinni til að hagnast sem mest
á smíði morðtóla!“
. . . . . . . . . .
18. maí 1997: „Hugsjónir um
alþjóðlegt samstarf sækja
margt til kristinna markmiða.
Á þessari öld hefur verið lei-
tazt við að breyta ástandi, þar
sem þjóðir berast á banaspjót
og láta sér fátt um örlög hver
annarrar finnast, og stuðla
þess í stað að því að allar
þjóðir reyni í sameiningu að
leysa vandamál skorts og só-
unar og skapa í sameiningu
frið og hagsæld um allan
heim.
Við eigum ennþá langt í land
en þó hafa möguleikar okkar
til að ná árangri aldrei verið
betri. Fyrir tilstuðlan umbylt-
inga í samgöngum og fjar-
skiptum vitum við bæði meira
um hlutskipti náungans, hvar
sem hann kann að vera stadd-
ur, og eigum auðveldara með
að koma aðstoð til bág-
staddra.
En gerum við, jafnt sem
kristnir einstaklingar og sem
samfélag kristinna manna,
nóg af því að nýta mögu-
leikana til að láta gott af okk-
ur leiða? Látum við nóg af
hendi rakna til þróun-
araðstoðar og neyðarhjálpar?
Gerum við nóg til að efla al-
þjóðlega samvinnu og vinna
gegn stríði og tortryggni á
milli þjóða? Tökum við nógu
vel á móti nýjum Íslendingum
af erlendum uppruna? Setj-
um við bróðerni ofar þjóð-
erni?“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ALCOA, ALCAN OG ÍSLAND
Um fátt er nú meira rætt í al-þjóðlegum viðskiptablöðumen hina fjandsamlegu tilraun
Alcoa til yfirtöku á Alcan en bæði
fyrirtækin eru í hópi stærstu álfyr-
irtækja í heimi. Nái Alcoa að yfirtaka
Alcan er fyrirtækið á ný orðið stærsta
álfyrirtæki heims en þessa stundina
skipar rússneska álfyrirtækið Rusal
það sæti.
Alcoa er eins og kunnugt er fyrir-
tækið, sem er að byggja álverið á
Reyðarfirði. Alcan er fyrirtækið, sem
eignaðist álverið í Straumsvík með
yfirtöku á Svissneska álfélaginu, sem
byggði það álver í upphafi.
Nú er spurning, hvort þessi yfir-
tökutilraun Alcoa á Alcan skipti ein-
hverju máli fyrir okkur. Jón Sigurðs-
son, viðskipta- og iðnaðarráðherra,
hefur gert lítið úr því og bent á að um
aðskilda samninga sé að ræða við
þessi fyrirtæki um álverin hér, sem er
auðvitað rétt.
Í erlendum blöðum er ekki talið ein-
sýnt, að Alcoa nái að yfirtaka Alcan.
Sum blöð halda því reyndar fram, að
málið allt geti orðið til þess að ein-
hverjir aðrir reyni að yfirtaka Alcoa.
Allt skiptir þetta máli fyrir okkur
Íslendinga. Það skiptir t.d. máli ef eitt
og sama fyrirtækið á megnið af áliðn-
aðinum hér. Móðurfyrirtæki Norður-
áls á Grundartanga er lítið fyrirtæki,
sem hvenær sem er kann að verða
tekið yfir af einhverju öðru álfélagi.
Þótt það sé vissulega rétt hjá Jóni
Sigurðssyni, að um er að ræða sér-
staka samninga um hvert og eitt álver
breytir það ekki því, að eigi sama ál-
fyrirtækið tvö af þremur álverum,
sem hér eru starfrækt og tæki hugs-
anlega að sér byggingu þess fjórða við
Bakka á Húsavík er það fyrirtæki í
mjög sterkri stöðu gagnvart íslenzk-
um stjórnvöldum og orkuseljendum.
Það er í sjálfu sér ekkert, sem við get-
um í því gert ef Alcoa yfirtekur Alcan
en við hljótum að hafa augun opin fyr-
ir því, að slík yfirtaka getur breytt
samningsstöðu okkar og það liggur þá
t.d. ekki alveg beint við að semja við
Alcoa um hugsanlegt álver við Húsa-
vík.
En jafnframt hljóta fréttir um að
framvinda mála geti orðið sú, að ein-
hverjir reyni að yfirtaka Alcoa sjálft
að valda okkur vissum áhyggjum.
Hvað gerist ef t.d. Rusal reynir yf-
irtöku á Alcoa eða Alcan en hið síð-
arnefnda hefur verið til umræðu í ál-
heiminum? Hverjir eru þá orðnir
viðsemjendur okkar?
Hann heitir Oleg Deripaska, 39 ára
gamall Rússi, sem varð sigurvegari í
álstríði, sem geisaði í Síberíu á síðasta
áratug og reynir nú m.a. að eignast
Chrysler-bílaverksmiðjurnar í
Bandaríkjunum.
Eins og Morgunblaðið hefur áður
bent á eru viðskiptahættir í Rússlandi
aðrir en hér og aðrir en við eigum að
venjast.
Við getum að sjálfsögðu engin áhrif
haft á það hverjir yfirtaka hvern úti í
hinum stóra heimi. Við getum hins
vegar íhugað stöðu okkar og mikil-
vægt er að við áttum okkur á því, að
slík viðskiptaátök geta gjörbreytt
stöðu áliðnaðarins hér.
Það er ekki góð staða fyrir okkur
Íslendinga að eitt og sama fyrirtækið
ráði megninu af áliðnaðinum hér. Það
er heldur ekki góð staða fyrir okkur
ef aðilar, sem spurningarmerki eru
sett við í hinum alþjóðlega viðskipta-
heimi, eignast álfyrirtækin, sem eiga
álverin hér.
Við þurfum að gæta að okkur og
ekki rasa um ráð fram. Niðurstaða
þessara mála hlýtur að hafa áhrif á
ákvarðanir varðandi Bakka.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þ
egar þetta Reykjavíkurbréf er skrif-
að er stutt í að kjörstaðir verði opn-
aðir á laugardagsmorgni og þegar
þetta tölublað Morgunblaðsins berst
til sumra lesenda hefur þeim ekki
verið lokað. Þess vegna er ekki hægt
að fjalla um úrslit þingkosninganna, sem fram fara í
dag, laugardag, á þessum vettvangi. En kosninga-
baráttunni er lokið og þegar kosningabaráttu lýkur
verða alltaf ákveðin kaflaskil á ritstjórn Morgun-
blaðsins, þótt með öðrum hætti sé en áður var.
Fyrir mörgum áratugum var Morgunblaðið
beinni þátttakandi í kosningabaráttu, hvort sem var
til Alþingis eða sveitarstjórna. Nú er blaðið í kosn-
ingabaráttu fyrst og fremst vettvangur fyrir skoð-
anaskipti frambjóðenda allra flokka og framboða en
tekur sjálft ekki þátt í þeirri baráttu á annan veg en
þann að lýsa skoðunum sínum í ritstjórnargreinum.
Síðustu mánuðir fyrir kosningar hafa alltaf verið
eins konar vertíð á ritstjórn Morgunblaðsins en þó
með mjög ólíkum hætti nú en fyrr á tíð.
Nú snýst þessi vertíð fyrst og fremst um að veita
flokkum og frambjóðendum viðunandi þjónustu í
formi birtinga á greinum, fréttaflutnings af blaða-
mannafundum eða öðrum viðburðum í kosninga-
baráttunni og öðru slíku. Í þessu felst mikil vinna
fyrir þá starfsmenn ritstjórnar, sem um hana sjá,
en tæknin hjálpar stöðugt meira til. Nú fyrir
skömmu var t.d. skýrt frá því, að blaðið tæki ekki
lengur við aðsendu efni í tölvupósti, sem er orðin úr-
elt aðferð í vinnslu og framleiðslu blaðs. Í þess stað
er höfundum bent á að senda slíkt efni í gegnum
sérstakt innsendingarkerfi á mbl.is, sem leiðir til
þess að textinn fer beint inn í framleiðslukerfi
blaðsins. Þessi aðferð minnkar mjög þá vinnu, sem
inna þarf af hendi við frágang greina, sem auðvitað
eru lesnar yfir eftir sem áður.
Í þessari vinnu er lögð áherzla á að jafnræði ríki
með flokkum og framboðum, þótt það geti hins veg-
ar ekki verið til staðar að öllu leyti í staðsetningu
greina. Sumir staðir í blaðinu eru betri en aðrir. Í
vetur var tekin ákvörðun um að láta forystumenn
flokka og ráðherra njóta forgangs við birtingu
greina á miðopnu Morgunblaðsins, sem sennilega
er einn bezti staður í blaðinu fyrir birtingu slíkra
greina.
Það er ritstjórn Morgunblaðsins að sjálfsögðu
ánægjuefni hversu margir velja blaðið sem sinn
vettvang til slíkra skrifa og þess vegna er lögð
áherzla á að veita þessum höfundum eins góða þjón-
ustu og mögulegt er. Það getur þó á köflum verið
erfitt vegna þess, að plássið í blaðinu er takmarkað.
Á tímabili í vetur voru óbirtar um 500 aðsendar
greinar og minningargreinar og biðtími orðinn allt-
of langur. Þá var brugðið á það ráð að bjóða höf-
undum upp á birtingu á netútgáfu Morgunblaðsins,
mbl.is, með tilvísun í blaðinu og mynd af höfundi.
Þetta var gert m.a. vegna þeirra miklu vinsælda,
sem svonefndar bloggsíður hafa notið á mbl.is.
Þessu var vel tekið af mörgum en verr af öðrum en
niðurstaðan varð sú, að Morgunblaðinu tókst að
birta allt það efni fyrir kjördag og á kjördegi, sem á
einn eða annan veg tengdist kosningunum.
Þátttaka hins almenna borgara í þjóðfélagsum-
ræðum, hvort sem er á síðum Morgunblaðsins, ann-
arra blaða eða á vettvangi ljósvakamiðla, er mjög
þýðingarmikil fyrir lýðræðið í landinu og sennilega
er svo almenn þátttaka frekar undantekning en
regla ef tekið er mið af helztu nágrannalöndum
okkar.
Í kosningaham?
F
yrir þá, sem starfa á ritstjórn Morg-
unblaðsins, er alltaf jafn forvitni-
legt að fylgjast með því, hvernig
fjallað er um Morgunblaðið í að-
draganda kosninga. Sumir þeirra,
sem að jafnaði eiga góð samskipti
við blaðið, telja að það umbreytist og fari í svo-
nefndan „kosningaham“ nokkrum vikum eða mán-
uðum fyrir kosningar. Þetta kannast þeir, sem
ábyrgð bera á ritstjórn Morgunblaðsins, ekki við,
alla vega ekki nú orðið, þótt ýmislegt megi um blað-
ið segja í þeim efnum eins og það var rekið fyrir
nokkrum áratugum!
Í þeim kosningum, sem fram hafa farið á þessari
öld, hafa ýmsir talsmenn Samfylkingarinnar hafið
þennan áróður gegn blaðinu nokkrum mánuðum
fyrir kosningar og sú herferð byrjaði líka í vetur en
fjaraði smátt og smátt út.
Hér í blaðinu birtist sl. fimmtudag grein eftir
Árna Þór Sigurðsson, borgarfulltrúa vinstri
grænna, undir fyrirsögninni: „Morgunblaðið í kosn-
ingaleiðangri?“ Og hver skyldi sá kosningaleiðang-
ur hafa verið? Jú. Í blaðinu birtist daginn áður for-
ystugrein um lóðamál Listaháskólans í tilefni af því,
að skólanum hafði verið úthlutað lóð í Vatnsmýr-
inni. Auðvitað getur Árni Þór Sigurðsson haft aðra
skoðun á lóðamálum þess skóla en Morgunblaðið en
þeir, sem ábyrgð bera á leiðaraskrifum Morgun-
blaðsins, áttu erfitt með að sjá í hvers konar kosn-
ingaleiðangur blaðið gæti farið vegna lóðamála
Listaháskólans!
Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, birtist grein
eftir Stefán Benediktsson arkitekt, sem sæti á í
borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar. Greinin
hófst á þessum orðum: „Morgunblaðið er ekki bara
málgagn Sjálfstæðisflokksins heldur áróðursvél“.
Höfundurinn færir að sjálfsögðu engin rök fyrir
þessari fullyrðingu sinni enda er það ekki hægt –
Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn eru sam-
mála um mörg mál en mjög ósammála um önnur
mál – en Stefán Benediktsson er í hópi þeirra, sem
láta svonefnda Staksteina blaðsins fara í taugarnar
á sér, og segir:
„Nú er Samfylkingunni farið að ganga of vel og
þá er tekin Staksteinasleggjan og byrjað að berja
með dónaskap á Ingibjörgu. Þetta er ekki nýtt. Í
heilt ár hamraði Morgunblaðið skipulega á því í
Staksteinum og leiðurum, hvað Ingibjörg Sólrún
væri ómöguleg. Síðan fjölluðu litlu spunadoktorarn-
ir um Staksteinaummælin og leiðarana eins og um
stórasannleik væri að ræða. Sú ókurteisi og æpandi
karlremba, sem einkenndi þessi skrif, verður rann-
sóknarefni seinni tíma en allt snerist þetta um að
Sólrún væri að tapa fylgi Samfylkingarinnar vegna
þess hvað hún væri ómögulegur leiðtogi.“
Staksteinar eru lítill dálkur, sem hefur birtzt í
Morgunblaðinu áratugum saman. Þar hefur stund-
um verið fjallað um samtímaatburði í stjórnmálum
og á öðrum tímum var þessi dálkur vettvangur fyrir
tilvitnanir í önnur dagblöð. Þar hefur verið fjallað
um marga stjórnmálaforingja samtímans og með
ýmsum hætti en af einhverjum ástæðum hefur
Samfylkingarfólk þolað illa, að þar væri fjallað um
núverandi formann Samfylkingarinnar. Hins vegar
heyrðust þessar raddir aldrei, þegar Össur Skarp-
héðinsson var formaður Samfylkingarinnar. Hvað
skyldi valda því, að fylgismenn Samfylkingarinnar
gera þennan mannamun, þegar þeir fjalla um skrif í
þessum dálki, sem þeir gera áreiðanlega hærra
undir höfði en nokkrir aðrir, sem taka þátt í um-
ræðum um íslenzk stjórnmál og tilefni er til?
Í þessari sömu grein fjallar Stefán Benediktsson
um skrif Morgunblaðsins um flutningabílana á
þjóðvegunum og segir: „Það að Morgunblaðið skuli
telja flutningabílstjóra lífshættulega ógnvalda um-
ferðarinnar og að ritstjórar þess skuli halda að sam-
félagið geti lifað það af að umferð flutningabifreiða
verði bönnuð bendir til ótrúlegs dómgreindarleysis
og er jafn fáránlegt og hræðsla þeirra við hugs-
anlega stjórnarsetu Samfylkingarinnar.“
Það er með þetta eins og meintan kosninga-
leiðangur Morgunblaðsins í leiðara um lóðamál
Listaháskólans að það er erfitt að átta sig á hvernig
hægt er að nota umfjöllun blaðsins um flutningabíla
á þjóðvegum í tengslum við umfjöllun um meintar
Laugardagur 12. maí
Reykjavíkur
Risessan á ferð um borgina.