Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 45

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 45
miðlum.“ Í samkeppni við sjálfa sig um styrki Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, mann- fræðingur og varaformaður Reykja- víkurakademíunnar, hefur unnið að nokkrum áberandi verkefnum fyrir stofnunina. „Við erum náttúrlega öll sjálfstæð og ég sé mér að mestu leyti sjálf fyrir verkefnum. Það sem fleytti mér samt pínulítið áfram og kom mér betur inn í þetta var verk- efni sem kom upp á þeim tíma sem ég var að byrja hérna. Umrætt verk- efni var unnið í samstarfi við menn- ingarmiðstöð Reykjavíkur í Gerðu- bergi og fólst í að skipuleggja fyrirlestraröð og málþing í tengslum við sýninguna Stefnumót við safn- ara. Það heppnaðist allt saman mjög vel og gaf mér strax mjög jákvæða mynd af því hverju stofnun eins og Reykjavíkurakademían gæti áork- að.“ Auk þess að sinna skipulagsverk- efnum fyrir hönd akademíunnar starfar Ólöf við kennslu og sjálf- stæðar rannsóknir á sviði mann- fræði en sérsvið hennar eru óvenju- legir afrískir listmunir og minja- gripir. „Ég hef verið að kenna í fjórum háskólum; Háskóla Íslands, Listahá- skólanum, Háskólanum á Bifröst og á Hólum í Hjaltadal. Gallinn við að flakka svona á milli skóla er sá að þú myndar ekki samskonar tengslanet og þegar þú vinnur á einum stað. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir mig að vera líka með aðstöðu hérna í Reykjavíkurakademíunni. Því fylgir mikil dýnamík að vera hér í sam- starfi við marga aðila í einu og þar að auki eru engin hagsmunatengsl að flækjast fyrir manni eins og oft vill kannski verða innan háskólastofn- ana. Að vísu getur verið erfitt að þurfa sífellt að keppa um þá fáu styrki sem í boði eru fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn. Fólk lendir jafnvel í samkeppni við sjálft sig ef það á hlutdeild að fleira en einu verkefni sem sótt er um styrk fyrir í sama sjóð. Ég segi þetta þó ekki í neinum neikvæðis-kvörtunartón. Það er ein- faldlega staðreynd að pottarnir sem við getum sótt í eru hvorki stórir né margir. Í framtíðinni er hins vegar hugsanlegt að Reykjavíkurakademí- an eignist sérstakan sjóð sem þá yrði hægt að veita fjármuni úr hér innan- húss. Ég held að það yrði mjög já- kvæð þróun.“ Viðar Hreinsson tekur undir orð Ólafar. Hann segir það vissulega geta verið töluverðan barning að út- vega fjármagn til rannsókna. „Það veitir fólki frelsi að vera sjálfstætt starfandi en skapar um leið ákveðið álag. Það er erfitt að vera á lausum kili og þurfa alltaf að treysta á styrki. En ef heppnin er með þér og allt gengur vel hefur þetta fyrir- komulag þann kost að þú hefur eng- ar skyldur og getur alfarið sinnt verkefnum sem þú hefur áhuga á. Við höfum séð marga koma hér inn og byrja að blómstra um leið og þeir komast í samband við aðra fræði- menn, fara að mynda tengslanet og takast á við ný verkefni.“ Stjórnvöld hafa reynst vel Viðar segir jafnframt að stuðn- ingur stjórnvalda við Reykjavík- urakademíuna hafi almennt verið góður og fjárframlög hafi farið vax- andi með árunum. Sigurður Gylfi tekur í sama streng og þakkar sér- staklega núverandi forsætisráð- herra. „Geir H. Haarde var fjármála- ráðherra þegar við vorum að byrja og hann sá strax þá möguleika sem fólust í stofnun sem þessari. Hann skildi vel mikilvægi þess að nýta hugvit fræðimanna hér á landi með þessum hætti, óháð allri pólitík, og fyrir það erum við ákaflega þakklát.“ Á þeim tíu árum sem akademían hefur starfað hafa um 300 manns haft aðsetur þar að sögn Viðars. „Það hefur verið töluvert gegn- umstreymi því margir nota aðstöð- una hér tímabundið á meðan þeir vinna að ákveðinni rannsókn eða verkefni. Það er ákaflega mikilvægt fyrir fræðimenn að hafa í einhver hús að venda á milli þess sem þeir taka að sér stöður eða halda áfram námi. Sumir koma aftur og enn aðrir hafa verið hérna frá upphafi, þessi kjarni sem verið hefur í akademí- unni frá 1997. Þegar ég lít til baka yfir þessi tíu ár, allt þetta fólk og öll þessi verk- efni, stendur það kannski helst upp úr hversu skemmtilegt og gefandi það hefur verið að vinna að því að hasla Reykjavíkurakademíunni völl í fræðasamfélaginu. Þetta hefur verið mjög þroskandi tími og gaman að takast á við þetta,“ segir Viðar að lokum. Lokaorð Sigurðar Gylfa eru á þá leið að hans helsta ósk akademíunni til handar sé að hún fái tækifæri til að vaxa og dafna enn frekar. „Sem fyrsta formanni akademíunnar þykir mér auðvitað mjög vænt um þessa stofnun. Á næstu tíu árum vona ég svo að við fáum að sjá leysast úr læð- ingi það afl sem býr í fræðimönnum á Íslandi. Íslenskt vísindasamfélag getur tvímælalaust verið sterkt í al- þjóðlegu samhengi. Ég vona að Reykjavíkurakademían nái að sýna þann þroska sem nauðsynlegur er til að taka fullan þátt í því að gera þá sýn að raunveruleika.“ Morgunblaðið/Ásdís Ólöf Gerður Sigfúsdóttir „Því fylgir mikil dýnamík að vera hér í samstarfi við marga aðila í einu og þar að auki eru engin hagsmunatengsl að flækjast fyrir manni eins og oft vill kannski verða innan háskólastofnana.“ » Sé tekið mið af því mikla offramboði sem er á fræðimönnum um allan heim í dag og þeirri litlu fjölgun sem orðið hefur í rannsóknarstöð- um við háskólastofnanir undanfarin ár […] er þetta góð leið til að nýta það hugvit sem felst í fræðimönnum sem standa utan háskóla Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 45 Ný hugsun. Nýr lífsstíll. Nýtt hverfi. 15. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.