Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 46

Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 46
46 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 16,7 milljónir króna hafa farið í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar til þess að byggja upp líf og eignir þeirra sem lentu í jarðskjálftunum í Pakistan í október 2005. Ég fór þangað í byrjun apríl og hitti þann sem kallaður er „Rafvirkinn“ á götum úti. Hann heitir Farhat Hussein og er stoltur af nýrri stöðu sinni í samfélag- inu. Hann er 21 árs, einn níu systkina. Fjölskyldan missti húsið sitt í skjálft- unum og var það ein ástæðan fyrir því að Farhat komst inn á námskeið sem sam- starfsaðilar Hjálp- arstarfs kirkjunnar í Pakistan skipulögðu fyrir íbúa á svæðinu. Það var eitt af mörgu sem gert var til að byggja upp færni og þekkingu til að takast á við eyði- legginguna. Kristnu samtökin Church World Service hafa starfað í Pakistan í tæp 30 ár að neyðar- og þróunarstarfi og hafa varið söfnunarfé héðan. Kristnir sem múslímskir starfsmenn hennar gjörþekkja aðstæður og hjálpin hefur skilað sér vel. Farhat er dæmi um það. Hann lauk námi í rafvirkjun sem honum þótti vel skipulagt, honum var greitt fyrir svo hann gæti stutt fjölskyldu sína á meðan og hann útskrifaðist með verkfærakassa til að geta hafið störf. Hann dreif í því strax eftir útskrift að opna raftækjaverslun með hjálp bróður síns. Nú fer hann heim til fólks og tekur út hversu mikið þurfi af tenglum og vírum í raflagnir húsanna sem verið er að reisa úr rústunum. „Ég hafði enga kunnáttu í neinu áður, ég hafði hætt í skóla og var bara í krikket allan daginn,“ sagði Farhat. „Núna kallar fólk mig Rafvirkjann! Fólk lítur upp til mín!“ Farhat er dug- legur og er að þjálfa sjö menn til viðbótar. Hann er eftirsóttur því á námskeiðinu voru kenndir opinber- ir öryggisstaðlar sem innleiddir voru eftir skjálftana. Þeir eldri í greininni þurfa að hafa fyrir því að ná sér í þá þekkingu. Mushtaq Miralam dregur 15.000 rúpíur úr vasanum og segir stoltur: „Sjáðu, ég hef peninga í vasanum.“ Áður en Mushtaq lauk námi hjá samstarfsaðilum Hjálparstarfsins var hann oftast bara heima. „Ég hafði enga menntun og ég hafði bara ekki döngun í mér til að bera mig eftir henni. Ef mig vantaði eitthvað fékk ég peninga hjá mömmu.“ Eftir pípu- lagninganámið, sem er kostað m.a. fyrir framlög frá Íslandi, hefur hann gert við kamra, reist sturtu- og þvottaaðstöðu og lagt vatn inn í hús. Hann tekur 2.500 rúpíur fyrir kamarinn. „Vanalegt verð er 4.000 rúpíur en ég gef góðan afslátt. Ég er að vinna við uppbygg- inguna og ég vil leggja eitthvað af mörkum í mitt samfélag.“ Með nýrri þekkingu pípulagninga- mannsins gengur fjölskyldunni miklu betur að sjá fyrir sér en fyr- ir jarðskjálftann. Margt gott í kjölfarið – þrátt fyrir allt Kennsla í byggingargreinum er hluti af uppbyggingarstarfi Hjálp- arstarfs kirkjunnar í Pakistan ásamt því að veita neyðaraðstoð í búðum strax eftir skjálftana, end- urreisa vatnsból, tanka og dreifi- kerfi, útvega byggingarefni, útvega konum skepnur og kenna þeim að halda þær, verkfæri og annað sem auðveldar fólki að afla sér tekna. Hnitmiðuð námskeið fyrir karla og konur hafa bætt líf fólks til fram- búðar, eins og þeir Farhat og Mus- htaq eru dæmi um. Konur vernda sig og fjölskyldur sínar með ný- fenginni þekkingu á smithættu og hve nauðsynlegt sé að þvo sér vel um hendur, sjóða vatn og verja mat með flugnaneti. Þær hafa lært að vera yfirsetukonur og eiga áreiðanlega eftir að bjarga lífi sængurkvenna og nýfæddum börn- um. Viðhorf hafa breyst. Karlar sem komu í tjaldbúðir, sóttu nám- skeið og sáu konur sínar læra og hafa gagn af samvistum við aðrar óskyldar konur urðu opnari fyrir því að þær tækju meiri þátt í sam- félaginu en karlar sem urðu eftir í þorpunum að gæta eigna eftir hamfarirnar. Börn voru bólusett og upplýsingar um heilsufar þeirra voru færðar í spjaldskrá sem var ekki til áður. Kortin fylgja þeim heim í hérað og nýtast við framtíð- arheilsugæslu. Börnin fengu útrás fyrir tilfinningar í skipulagðri starfsemi fyrir þau á vegum sam- starfsaðila Hjálparstarfsins. Hjálparstarfið flytur með Fólkið sem ég hitti var þakklátt fyrir aðstoðina sem það hafði feng- ið í tjaldbúðunum veturinn eftir jarðskjálftana. Það fann traust í því að hjálparstarfið flutti með þeim heim í hérað þegar voraði, að það skyldi ekki sent eitt út í óviss- una þegar búðunum var lokað. Fólki fannst það betur í stakk búið til að kljást við lífið með nýrri þekkingu og ýmislegri efnislegri aðstoð sem framlag frá Íslandi var notað í. Það sagðist þó ekki horfa langt til framtíðar. Margir gátu ekki flutt heim, hreinlega vegna breytts landslags eftir skjálftana. Aðrir höfðu haft samning við land- eiganda sem var dáinn. Fjöl- skyldur sem höfðu búið saman vildu nú búa sér, hvar áttu þær að fá land? Sum svæði voru lýst bann- svæði, heil þorp þurftu að rísa ann- ars staðar. Áhrifa jarðskjálftans mun gæta áfram og móta fólk og samfélag. En fyrir fjármuni al- mennings á Íslandi hefur verið unnið gott verk í Pakistan, í fullu og góðu samstarfi við trúar- leiðtoga, íbúa, stjórnvöld og önnur hjálparsamtök. Gert er ráð fyrir að uppbyggingarstarfi samstarfsaðila Hjálparstarfs kirkjunnar í Pak- istan ljúki 2009. „Þeir kalla mig Rafvirkjann“ Anna M.Þ. Ólafsdóttir segir frá uppbyggingarstarfi í Pakistan » Fyrir fjármuni al-mennings á Íslandi hefur verið unnið gott verk í Pakistan … Anna M. Þ. Ólafsdóttir Höfundur er fræðslu- og upplýsinga- fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Síðan í haust hefur brúarnámið svokallaða valdið brestum í inn- viðum Sjúkraliða- félagsins. Sjúkraliðar hafa á síðum dagblaða látið skoðanir sínar í ljós hvort heldur með eða á móti brúarnám- inu. Sjúkraliðar hafa velt því upp hvers vegna umræða um brúarnámið fari ekki fram innan veggja fé- lagsins, en misjafnar skoðanir eru á því. Sjúkraliðafélagið gef- ur út málgagn fyrir sjúkraliða og hefur heimasíðu. Þar ætti að vera góður vettvangur fyrir sjúkraliða að ræða málefni er varða stéttina. Undrskriftir Engum dettur í hug að söfnun undirskrifta gegn sjúkraliðabrúnni hafi gerst frá einum degi til annars. Slíkur gjörningur á sér að- draganda eins og kom- ið hefur á daginn. Undirskriftalistar voru um fjóra mánuði í gangi og því gefinn tími til að grípa inn í af hálfu félagsins. Sú varð raunin ekki. Sjúkraliðinn Umfjöllun af ágreiningsmálinu sá Morgunblaðið alfarið um þar sem sjúkraliðar sendu greinar til blaðs- ins. Málgagn okkar sjúkraliða sýndi og sýnir þessu stóra ágreiningsmáli innan félagsins engan áhuga og sjúkraliðum er ekki sýnd sú virðing að sjónarmið beggja fylkinga heyr- ist. Ekki hafa allir sjúkraliðar að- gang að Morg- unblaðinu. Frá því að ágreiningur um náms- leið brúarinnar kom í ljós hafa þrjú tölublöð Sjúkraliðans komið út og ekki er að finna neitt efni um ágreining um námsleiðina. Því eru hins vegar gerð góð skil í síðasta tölublaði Sjúkraliðans hver að- dragandi að brúarnám- inu var. Sjúkraliðinn er blað allra sjúkraliða sem ætti að sýna metn- að í að fjalla um þau málefni sem hæst ber hverju sinni í félaginu. Framundan Hvað veldur að val efnis inn í blað okkar sjúkraliða sé með þess- um hætti spyrja margir sig að, og því má velta inn í umræðuna, hvort málefni séu valin í Sjúkraliðann eftir því hversu þægileg þau eru fyrir þá sem ábyrgðina bera. Hér þarf að gera bragabót á, hið fornkveðna á ekki alltaf rétt á sér, raddir sjúkraliða þurfa og eiga að heyrast hvort sem þeir eru sammála eða ósammála þeim sem fara með valdið. Gagnrýn umræða í Sjúkraliðanum Helga Dögg Sverrisdóttir skrif- ar um málefni sjúkraliða og kosningar innan félagsins Helga Dögg Sverrisdóttir » Sjúkraliðarhafa velt því upp hvers vegna umræða um brúarnámið fari ekki fram innan veggja félags- ins, en mis- jafnar skoðanir eru á því. Höfundur er sjúkraliði og frambjóð- andi til formannskjörs SLFÍ. ÞAÐ hefur ekki farið framhjá neinum kosningarnar til Alþingis. Að mínu mati var umræðan frekar einsleit, umhverf- ismál, stóriðjumál og skoðanakannanir. Ég sakna þess að ekki sé meira rætt um „stór- iðjuna“ menningu. Ég kalla eftir vandaðri og ígrundaðri um- ræðu og umfjöllun um menningu, bæði af hálfu frambjóðenda og fjölmiðla. Hvaða skoðun og framtíð- arsýn hafa frambjóð- endur t.d. á áhuga- leiklistinni og hátt í 300 hátíðum og menningar- viðburðum um landið allt? Áhugaleikhús á Íslandi eru merkileg og gríðarsterk, bæði samanborið við hin Norðurlöndin og mörg lönd í Evrópu. Það eru um 70 áhugaleikfélög með um 5.000 félaga í landinu. Á síðasta ári settu þessi félög upp um 60 sýningar í fullri lengd og áhorf- endur voru í þúsundatali. Banda- lag íslenskra leikfélaga rekur einnig merkilegan leiklistarskóla níu daga á sumrin og árangur hans er ótvíræður. Fjárframlag ríkisins til Bandalags íslenskra leikfélaga er grátlega lítið, eða um 18 milljónir, sem skiptast m.a. á milli félaganna og fara í rekstur þjónustumiðstöðvar BÍL. Fyrir nokkrum árum hélst í hendur framlag ríkisins til BÍL og sjálf- stæðu leikhópanna/leikhúsanna en nú er þar himinn og haf á milli, BÍL hefur staðið í stað en sem betur fer hefur hagur sjálfstæðu leikhóp- anna vænkast. LHM, Lands- samtök hátíða og menningarviðburða, eru eins árs gömul samtök og hafa á skrá um 240 árlegar hátíðir og viðburði. Ég er ekki viss um að þingmenn og aðrir frambjóðendur átti sig á þessum mikla fjölda og hversu margar af þessum há- tíðum eru vandaðar og skipta miklu máli fyrir menninguna í heild og staðina sem þær eru haldnar á. Margar af hátíðunum vekja mikla athygli erlendis. Í þessari tölu eru ekki hátíðarhöld sem tengjast sjómannadeg- inum,17. júní, sumardeginum fyrsta, jólum né íþróttamót. Fjór- ar stærstu hátíðirnar/viðburðirnir – Menningarnótt, Ljósanótt, Fiskidagurinn mikli og Gay Pride fá til sín um 210 þúsund gesti ár- lega. Aðrar hátíðir eru t.d. Franskir dagar, Galdrahátíð, Bláskeljahátíð, Hvalahátíð, Lista- sumar, Mærudagar, Hand- verkshátíð, Svarfdælskur mars, Vetrarhátíð, Berjadagar, Kvik- myndahátíðir, Ormsteiti, Aldrei fór ég suður, Airwaives, Sauða- messa, Listahátíð, Sjóarinn sí- káti, Humarhátíð, Á góðri stundu, Danskir dagar og svona mætti lengi … lengi telja. Það hefur heldur betur komið í ljós á þessu fyrsta ári LHM að þörfin fyrir samtökin er mikil, og ljóst að það er nauðsynlegt að opna þjónustumiðstöð fyrir hátíðir og menningarviðburði með starfs- manni sem sér um heimasíðu, gagnagrunn, upplýsingaöflun, viðburðalista, upplýsingagjöf, skráningar og svona mætti lengi telja. Mitt mat er að sá starfs- maður eigi að koma frá mennta- málaráðuneytinu. Það eru ein- faldlega mikil menningarverðmæti, þekking og reynsla í húfi sem þarf að halda utan um og varðveita. Annað sem er mikilvægt að verði hugað að en það er að koma á fót sjóði þar sem hátíðir og viðburðir geta sótt um styrki í árlega. Stóriðja Júlíus Júlíusson skrifar um menningu sem stóriðju » Að mínu mati hefurumræðan verið frek- ar einsleit. Ég sakna þess að ekki sé meira rætt um „stóriðjuna“ menningu. Júlíus Júlíusson Höfundur er áhugaleikhúsmaður og formaður LHM, Landssamtaka há- tíða og menningarviðburða. Í KÓPAVOGI er starfræktur Náttúruleikskóli sem er rekinn af ÓB ráðgjöf með þjónustusamning við Kópavogsbæ. Meginmarkmið leikskólans er að bjóða upp á upp- byggjandi, stuðnings- ríkt, skapandi og náttúrulegt umhverfi fyrir börnin og starfsmenn. Hug- myndafræði uppeldis- fræðingsins Jean Clark er höfð að leið- arljósi við nálgun og innra starf. Hún skrifaði m.a. bæk- urnar „Að alast upp aftur“ og „Hvað mik- ið er nóg?“ Á Náttúruleikskól- anum er áhersla lögð á einstaklingsnálgun og náin tengsl við fjölskyldu. Í nútíma- samfélagi lifum við við miklar breytingar og hraða þróun. Því er mikilvægt að fylgjast vel með börnunum okkar og hjálpa þeim að takast á við og vinna úr því sem er að gerast í þeirra lífi. T.d. flutningar, skilnaður foreldra eða að eignast nýtt systkini er mikil breyting fyrir barn. Til þess að koma til móts við til- finningalegar þarfir barnanna er boðið upp á staðbundna list- meðferð. Í samvinnu við deild- arstjóra og sérkennslustjóra er ákveðið hvaða börn koma í með- ferð og hvernig meðferðarramm- anum er háttað. Unnið er með ein- staklinga, tvo og tvo saman eða hópa. Settur er upp viðmiðunarrammi strax í byrjun varð- andi lengd og það sem vinna skal í með með- ferðinni útfrá einstaka tilfelli. Listmeðferðin býður upp á frjálsa tjáningu í gegnum myndlist og leik. Áhersla er lögð á að börnin upplifi traust, nánd og skýr- an ramma í meðferð- inni. Við aðstæður sem þessar fá börnin tæki- færi til þess að öðlast það öryggi sem þau þurfa til að tjá tilfinn- ingar sínar og vinna með þær á sínum for- sendum. Með náinni sam- vinnu og upplýsinga- streymi til deild- arstjóra og foreldra er stuðlað að því að barnið geti yfirfært upplifun sína í með- ferðinni yfir á sitt daglega líf og verið í nærandi tilfinninga- tengslum við umhverfi sitt. Unnið með tilfinn- ingaþroska leikskóla- barna í listmeðferð Elísabet Lorange skrifar um markmið og áherslur í starfi náttúruleikskóla Elísabet Lorange »Mikilvægt erað fylgjast vel með börn- unum okkar og hjálpa þeim að takast á við og vinna úr því sem er að gerast í þeirra lífi Höfundur er listmeðferðarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.