Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 47 Í MORGUNBLAÐINU 31. mars síðastliðinn birtist grein eftir Hauk Brynjólfsson með heitinu „Atlaga samtaka landeigenda að Þjóð- lendulögunum.“ Höfundur er titl- aður „rafvirki og í full- trúaráði Samfylkingarinnar“. Sami maður er í sama blaði 25. jan. 2005 einn- ig titlaður „fyrrv. stjórnarm. í Skotvís“. Landleysi Eins og heiti grein- arinnar ber með sér er höfundur ósáttur við stofnun samtaka land- eigenda. Eins og oft kemur fram í málflutn- ingi Skotvísmanna er lögð mikil áhersla á að „Langt yfir 90% þjóðarinnar eru landlaust fólk í þéttbýli“. Flestir Íslendingar hafa alltaf verið landlausir, því að flestar jarðeignir voru í eigu kóngs, kirkju og fáeinna stóreigenda. Á fyrri hluta síðustu aldar varð almennt að bænd- ur ættu jarðir sínar. Þeir sem ekki áttu jarðnæði fengu leigt hjá öðrum. Þetta hafa lax- og silungsveiðimenn gert lengi og lítið heyrist um mála- ferli vegna þeirra. Laxveiði er með besta móti, en öðru máli gegnir um rjúpuna. Skotveiðimenn virðast ekki hafa viljað sætta sig við að vera leiguliðar og stofnuðu landrétt- arnefnd 1981. Orðið „landréttur“ virðist ekki eiga sér langa sögu í málinu, því að ekki finnst það í nein- um íslenskum orðabókum eða rit- málssafni Orðabókar Háskólans. Skjöl í Árnastofnun Haukur segir um Óbyggðanefnd: „Úrskurðirnir byggjast á tæmandi gagnasöfnun og gríðarlegri heim- ildavinnu sem er í sjálfu sér ómet- anleg.“ Þessi fullyrðing er röng. Flest öll jarðaskjöl eldri en 1570 eru prentuð í Íslenzku fornbréfasafni, en þar eru útgefin nærri öll skjöl eldri en 1570, en ekki er það sama að segja um skjöl sem yngri eru, því að þau eru flest óprentuð og dreifð víða. Sá sem hér skrifar starfar á Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum og þar eru m.a. varðveitt skjalagögn sem afhent voru úr Árnasafni í Kaupmannahöfn. Þar á meðal eru nærri sex þúsund uppskriftir frumskjala og hátt í tvö þúsund frumbréf. Árni Magnússon vann hér að jarðabók í upphafi 18. aldar og safnaði jarðabréfum. Ekki er vitað hve mörg þessara bréfa eru óprentuð, en það gæti verið um fjórðungur. Einn- ig eru í Árnastofnun fleiri óprentuð skjalagögn frá sama tímabili. Eng- inn hefur komið í stofnunina til að skoða þessi skjöl vegna þjóðlend- umála, en óhugsandi er annað en einhver þeirra geti haft þar rétt- arverkan. Málskilningur og Landnáma Lögfræðingar og skotveiðimenn eru sammála um, að Geitlandsdómur Hæstaréttar, nr. 247/1994, hafi markað tímamót. Þar er fyrst vitnað í Landnámu um landnám í Geitlandi og sagt: „Í kjölfar landnáms virðist Geitland hafa verið fullkomið eign- arland.“ Síðan segir um Geitland: „… virðist það hins vegar vafa und- irorpið, hvort landið sé eignarland, þar sem tekið er fram í þeim heim- ildum, að skógur fylgi landi“. Hér er vitnað í Reykjaholtsmáldaga, sem er elsta varðveitta skjal í frumriti á norrænu máli og fyrsti hluti tíma- settur til seinni hluta 12. aldar. Upp- haf hans er svo: „Til kirkju liggur í Reykjaholti heimaland með öllum landsnytjum.“ Þetta merkir, að kirkjan í Reykjaholti á heimaland og engin jörð á þar nokkur ítök, svo sem engi, skóg eða torfristu, sem al- gengt var. „Geitland með skógi“ merkir augljóslega að kirkjan í Reykholti á Geitland og skóginn einnig, enginn annar en kirkjan á neitt í skóginum. Hér er málskiln- ingur mjög óeðlilegur svo ekki sé meira sagt, eins og ég rakti í grein í Morgunblaðinu 11. okt. 2000. Af framansögðu er ljóst, að eign- arréttur á Geitlandi verður rakinn lengra aftur eftir traustum heim- ildum en hægt er annars staðar á Ís- landi. Reykjaholtsmáldaga telur Hæstiréttur samt ekki nógu traust- an, því að ekki er ljóst, „hvenær Geitland komst í eigu kirkjunnar“. Aftur á móti telur Hæstiréttur Landnámu trausta heimild um upp- haf eignarréttar á Geitlandi. Ekkert er finnanlegt í dómum Hæstaréttar um heimildagildi Landnámu. Hún er að líkindum samin um 1100, en mjög breyttar og varðveittar gerðir henn- ar eru frá því um 1300 eða um heilli öld yngri en Reykjaholtsmáldagi. Heimildarýni Hæstaréttar er álíka og að nota Þjóðsögur Jóns Árnason- ar frá því um 1860 sem trausta heim- ild um Ólöfu ríku Loftsdóttur á Skarði (d. 1479) eða þjóðsögur úr samtímanum sem góðar og gildar heimildir um Guðbrand Þorláksson Hólabiskup (d. 1627). Um vinnubrögð í þjóðlendumálum Einar G. Pétursson skrifar um þjóðlendulög » Óprentuð skjöl íÁrnastofnun hafa ekki verið notuð. Mál- skilningur Hæstaréttar rangur og Landnáma notuð gagnrýnislaust. Einar G. Pétursson Höfundur er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum. NÝLEGA voru samþykkt lög á Alþingi um stofnun Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Með stofn- un Nýsköpunarmið- stöðvar gefst kjörið tækifæri til að skipu- leggja upp á nýtt op- inbert stuðningskerfi við atvinnulífið þannig að allar atvinnugrein- ar sitji við sama borð, hvort sem er verslun og þjónusta, fram- leiðslugreinar eða aðrar greinar. Með gildistöku nýju laganna verða lagðar niður Iðn- tæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og þær sameinaðar í Nýsköpunarmiðstöð- inni. Eins og kemur fram í nafngiftinni má ætla að áherslan fær- ist frá beinum iðn- aðarrannsóknum til stuðnings við hvers konar nýsköpun í at- vinnulífinu. Tenging við versl- un og þjónustu Það ber að fagna þeirri framsýni sem kemur fram í nýju lögunum, að stofna Nýsköpunarmiðstöð sem nær til allra atvinnugreina og er vonandi fyrirboði um að stofnað verði eitt atvinnuvegaráðuneyti í stað þeirrar aðgreiningar sem nú er í stjórnsýslunni. Mikilvægt er þó að við mótun Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands verði byggt á þeirri sérfræðiþekkingu og reynslu sem atvinnulífið hefur komið á fót, eins og með stofnun Rannsóknaset- urs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Þannig væri ástæða til að tengja starfsemi Nýsköp- unarmiðstöðvarinnar við háskóla og slík þekkingarsetur sem sinna rannsóknum og hvers konar úttekt fyrir þjónustugreinarnar. Ástæða þess að hin nýja Ný- sköpunarmiðstöð verður að höfða til verslunar og þjón- ustu, líkt og allra ann- arra atvinnugreina, er að aðgreining atvinnu- greina verður sífellt óljósari og í raun mynda þær eina heild. Framleiðsla, dreifing, sala og þjónusta er ein órofa keðja sem verður ekki sterkari en veikasti hlekk- urinn. Þess vegna er það úrelt sjónarmið að allur stuðningur við nýsköpun í atvinnulíf- inu eigi aðeins að beinast að framleiðslu og tæknigreinum en ekki dreifingarhlut- anum. Næsta skrefið í að jafna aðgang allra at- vinnugreina að op- inbera stuðnings- umhverfinu gæti verið að breyta reglum í vísindasjóði, rann- sóknasjóði, tækniþró- unarsjóði og öðrum þeim sjóðum sem Vís- inda- og tækniráð er stefnumót- andi fyrir. Flestir þessir sjóðir gera ekki ráð fyrir að þjónustufyr- irtæki sæki þangað stuðning. Ef menn vilja endilega forgangsraða þeim sviðum sem ættu helst að hljóta stuðning, eins og nú er gert hvað varðar einstök tæknisvið, væri eðlilegra að líta til þeirra at- vinnugreina sem hafa sýnt að eigi mesta vaxtarmöguleika og hlúa að þeim. Þetta eru verslunar- og þjónustugreinar. Nýsköpunarmið- stöð Íslands Emil B. Karlsson skrifar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Emil B. Karlsson » Það ber aðfagna þeirri framsýni sem kemur fram í nýju lögunum, að stofna Ný- sköpunarmið- stöð sem nær til allra atvinnu- greina. Höfundur er fostöðumaður Rann- sóknaseturs verslunarinnar við Há- skólann á Bifröst. ALLT frá því að Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, hóf opinbera umræðu um atvinnumál á Vest- fjörðum hefur þörf og góð gagnrýni sann- arlega komið fram, en frekar skort heild- stæðar lausnir á vandamálum fjórð- ungsins. Niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið var heldur þunn og olli mér mikl- um vonbrigðum. Tal um flutning opinberra starfa og aukin kynn- ing Vestfjarða í er- lendri markaðs- setningu eru jákvæðir póstar að mörgu leyti en langt frá þeirri hald- bæru lausn sem nauðsynleg er. Annað dæmi sem dregið hefur verið fram í dagsljósið er gömul hug- mynd um olíuhreinsistöð. Eins og margir muna eflaust hefur tillaga að slíkri starfsemi oftar en einu sinni verið rædd hér á landi, en þó aldrei með tengingu við Vestfirði. Það er mitt faglega mat að slíkt fyrirtæki myndi ekki aðeins rústa ásýnd fjórðungsins heldur stefna einum bestu fiskimiðum landsins í stórhættu með gríðarlegu meng- unarslysi. Eins og nýleg dæmi frá Noregi hafa sýnt getur olíumengun frá meðalstóru olíuskipi haft mjög slæm áhrif á veiðar smábáta og fuglalíf, eins og allt annað lífríki fjarðanna. Sú röksemdafærsla að mengunarhætta sé sífellt að aukast kringum landið og eitt stykki olíu- hreinsistöð myndi litlu breyta þar lýsir einfaldlega fáfræði. Sigl- ingaleiðir þeirra olíuskipa sem nú eiga leið framhjá landinu eru það langt frá landi að engan veginn er hægt að bera það sam- an við innfjarðarsigl- ingar skipanna. Hvers vegna að úti- loka starfsemi ál- bræðslu eða jafnvel uppbyggingu kjarn- orkuvers fyrst ráða- menn taka þetta til skoðunar? Tækifæri fjórðungsins hljóta að liggja í þeim kostum sem umhverfið og þekking íbúanna bjóða upp á. Það er þó full- komlega skiljanlegt að fólk gleypi við skyndi- lausnum sem ná langt út fyrir þann ramma. Enda innviðir samfélagsins algjörlega vanræktir af stjórnvöld- um. Alþjóðlegur hafrannsóknaháskóli Oft er það þó svo að erfitt er að koma auga á skóginn fyrir trjánum. Ótæmandi fiskveiðireynsla og ná- lægðin við fiskimiðin ættu að setja Vestfirði í fyrsta sæti fyrir stað- setningu alþjóðlegs hafrann- sóknaháskóla. Með bættum sam- göngum og tryggara netsambandi er hvergi í heiminum sterkara sam- félag til hafrannsókna og þörfin eykst stöðugt. Með hverju árinu þrýstir alþjóðasamfélagið á enn frekari sjálfbærar og vistvænar veiðar. Þetta kallar á miklar breyt- ingar um allan heim í fisk- veiðistjórnun. Íslendingar standa í fremstu röð meðal fiskveiðiþjóða og eiga möguleika á því að miðla þeirri reynslu áfram og þróa í samstarfi við önnur ríki. Slíkt samstarf ætti í krafti stjórnvalda að ná til stofnana ESB og Sameinuðu þjóðanna þar sem vakningin er sterkari til rann- sókna á haffærum og fisk- veiðistjórnun. Háskólasamfélag sem þetta yrði sá togari sem Vestfirð- ingar hafa þörf fyrir. Togari sem dregur alla aðra þætti atvinnulífsins af stað með sér og plægir akurinn fyrir uppsprettu fjölmargra sprota- fyrirtækja. Rannsóknir á endurnýj- anlegum orkugjöfum skipaflotans, aukin ferðaþjónusta tengd fisk- veiðum og náttúruskoðun ásamt sterkari stöðu framleiðslufyrirtækja sem byggja á markaðssetningu hreinnar náttúru. Með skýra og djarfa framtíðarsýn eiga Vestfirðir eftir að verða kostur fyrir smá og stór fyrirtæki. Allt frá því að Hrafna-Flóki horfði yfir Breiðafjörð og gaf landinu nafn hefur fólkið á Vestfjörðum borið stolt landsins í gegnum erfiða tíma. Með fjármagni frá stjórnvöldum er það hagur allra landsmanna að byggja upp öflugt háskólasamfélag á Vestfjörðum. Olíuhreinsistöð eða stóriðju til Vestfjarða – nei takk! Vestfirðir til framtíðar Ólafur Sveinn Jóhannesson skrifar um avinnumál á Vest- fjörðum »Með skýra og djarfaframtíðarsýn eiga Vestfirðir eftir að verða kostur fyrir smá og stór fyrirtæki. Ólafur Sveinn Jóhannesson Höfundur er rafeindavirki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.