Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Mjög vel skipulögð 3ja
herb. íbúð á 1. hæð í
þriggja hæða fjölbýli.
Ljómandi útsýni til
Esjunnar og Úlfarfells. Verð 19,5 millj.
Nánari upplýsingar veitir Þórður Ingi
sölufulltrúi í síma 820-5002
EFSTIHJALLI – 200 KÓPAVOGUR
Dalsel 34 - 109 Reykjavík
Skemmtileg 3ja herb. íb. á 3. hæð (efstu) í fjöl-
býli. Sólarsvalir. Fallegt útsýni í allar áttir. Íbúð-
inni hefur verið vel við haldið. Sjón er sögu
ríkari. VERÐ 23,7 millj.
Nánari upplýsingar veitir Þórður Ingi
sölufulltrúi í síma 824-5002 og 594-5000
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Fallegt endaraðhús á tveimur hæðum, staðsett
í barnvænu hverfi þar sem stutt er í skóla og
leikskóla. Húsið er samtals 179,5 fm þar af
innbyggður bílskúr 22,8 fm.
VERÐ 41,0 millj.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardótti
sölufulltrúi í síma 822-2225
KAMBASEL – REYKJAVÍK
Fallegt raðhús á einni hæð, staðsett efst í
götu, samtals 156,4 fm þar af bílskúr 21,8 fm.
Húsið er snyrtilegt og vel viðhaldið. Aðkoma
að húsinu er góð og stór trépallur er í bak-
garði. VERÐ 34,9 millj.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Þrastardótti
sölufulltrúi í síma 822-2225
RJÚPUFELL - 111 REYKJAVÍK
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Sérlega glæsilegt, fokhelt, einbýli á einni hæð
en á tveimur pöllum, í góðum botnlanga. Fimm
svefnherbergi, rúmgóður bílskúr.
Möguleiki á að fá lengra komið.
VERÐ fokhelt, 51,0 millj.
LITLIKRIKI - 270 MOSF.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
FULLYRT er að háskólar séu
menntastofnanir þeirrar gerðar að
ekki megi taka mið af byggða-
stefnu við uppbyggingu þeirra.
Þetta er sett fram
sem svo sjálfsögð
sannindi að ekki þurfi
frekari umræðu.
Fræði og reynsla
segja annað. Þess
vegna hafa Vestfirð-
ingar kallað eftir
byggðastefnu þar sem
hryggjarsúlan er öfl-
un og miðlun þekk-
ingar.
Á síðustu hálfri öld
eru mörg dæmi um
að uppbygging há-
skóla hafi tekið mið
af byggðastefnu. Dæmi sem undir-
ritaður þekkir af eigin raun er
Háskólinn í Maastricht í Hollandi
sem var stofnaður á 8. áratugnum
í kjölfar þess að námuiðnaðurinn í
Limburg hrundi saman. Í dag er
hann fjölmennur og öflugur
rannsóknarháskóli sem m.a. rekur
eina af bestu hagfræðideildum álf-
unnar 1). Svíar eru sér á parti og
hafa sett upp marga héraðshá-
skóla. Nokkur dæmi mætti einnig
telja frá Skotlandi. Mesta dreif-
býlisskírskotun hefur Hálanda-
háskólinn (UHI Millenium Insti-
tute) sem var byggður úr mörgum
kennslu- og rannsóknarstofnunum
víða um landið. Telja má fleiri
dæmi frá öðrum löndum.
Ástæða þess að háskólar hafa
verið nýttir til að þróa samfélög er
að auk eftirspurnaráhrifanna, þ.e.
áhrifa af eyðslu stofnunarinnar
innan samfélagsins, hafa þeir oft
áhrif á framboðshlið hagkerfanna.
Þ.e. þættir eins og t.d. þekkingar-
smit, hægfara vinnuafl og aukin
nýsköpun leiðir til
staðbundinnar fram-
leiðniaukningar. Þetta
var metið í nýlegri
rannsókn vísinda-
manna við Konung-
legu tæknistofnunina í
Stokkhólmi og Berke-
leyháskóla í Kali-
forníu 2) þar sem kom
fram að framleiðni-
aukning varð meiri á
svæðum þar sem ný-
verið höfðu verið sett-
ar niður háskólar.
Gilti þá einu hvort
samanburður var gerður við svæði
með enga háskólastarfsemi eða
svæði þar sem háskólar höfðu ver-
ið lengi. Í nýlegum samanburði á
margvíslegum byggðaaðgerðum í
Svíþjóð er niðurstaðan sú að út-
víkkun háskólastigsins sé eina að-
gerðin sem hafi skilað verulegum
árangri. Þar sé um afar ódýra
byggðaaðgerð að ræða 3).
Margt fleira hefur verið skrifað
um þessi mál þó fræðin séu ekki
komin svo langt að bjóða upp á
öruggar og útfærðar lausnir. Ekki
er sjálfgefið að háskólar hafi áhrif
á framboðshliðina og hafa verið
skjalfest dæmi um að jafnvel
stofnanir með mikla starfsemi hafi
sáralítil áhrif á atvinnulífið á sínu
starfssvæði 4). Af fyrirliggjandi
rannsóknum má þó greina ýmsar
vísbendingar sem mætti leggja til
grundvallar við uppbyggingu há-
skóla á landsbyggðinni (og náttúr-
lega á höfuðborgarsvæðinu líka).
T.d. virðast áðurnefnd framleiðni-
áhrif frekar drifin af rannsóknum
en kennslu skólanna.
Eins og sjá má af framansögðu
er umræða um uppbyggingu há-
skóla sem hluta byggðastefnu
langt í frá séríslenskt fyrirbæri og
fer áhugi vaxandi ef eitthvað er.
Til dæmis má nefna að nýverið
fengu Glasgow- og Strathclydehá-
skólar í Skotlandi styrk frá breska
rannsóknarráðinu um hagfræði og
félagsvísindi (ESRC) til að hefja
umfangsmiklar rannsóknir á hag-
rænum áhrifum háskóla, jafnt
svæðisbundnum sem á landsvísu.
Þannig er byggt á gildum rök-
um þegar óskað er eftir samstöðu
þjóðarinnar um uppbyggingu há-
skólastigsins í byggðakjörnum á
landsbyggðinni. Sökum fámennis
er ljóst að ekki er hægt að færa
beint yfir á aðstæður hérlendis
þær lausnir sem t.d. hafa verið
notaðar í Svíþjóð – það er áskorun
um að þróa nýjar lausnir en ekki
leggja árar í bát.
Sjálfum finnst mér spennandi
möguleiki að byggja upp rann-
sóknarstarfsemi í hverjum lands-
fjórðungi í tengslum við styrkleika
hvers svæðis. Stofnanirnar gætu
svo tekið höndum saman um það
nám sem áhugi væri að bjóða upp
á og nýtt tæknina til að ná ásætt-
anlegri stærðarhagkvæmni. Þann-
ig mætti hugsa sér að hver slíkra
héraðsháskóla miðlaði í fjar-
kennslu þeim fögum sem mestur
styrkur væri í og því yrði nám á
hverjum stað byggt á samblandi
staðkennslu og fjarkennslu. Auð-
vitað væri eftirsóknarvert að
tengja þá háskóla sem fyrir eru
við þetta háskólanet. Þannig
mætti auka hagkvæmni og gæði í
krafti sérhæfingar og saman-
burðar.
Uppbygging háskóla á lands-
byggðinni býður upp á mikla
möguleika og verðskuldar mál-
efnalega umfjöllun. Nær er að
byggja á skrifum fræðimanna og
reynslu nágrannaþjóða en kreddu-
festu. Í mínum huga er enginn
vafi. Við eigum að setja kraft í að
móta lausn sem hentar íslenskum
aðstæðum og byggja upp hér-
aðsháskóla í hverjum fjórðungi til
viðbótar við þá öflugu háskóla sem
þegar þjóna landinu.
1) Lubrano, M., Bauwens, L.,
Kirman, A. & Protopotescu.
(2003). Ranking Economics
Departments in Europe: A
Statistical Approach. Journal
of the European Economic
Association. 1. árg., 6. tbl., bls
1367-1401.
2) Andersson, R., Quigley, J.M.
& Wilhelmsson, M. (2004).
University Decentralization as
Regional Policy: the Swedish
Experiment. Journal of Econo-
mic Geography.4. árg., 4. tbl.,
bls. 371-388.
3) Andersson, R. (2005). The ef-
ficiency of Swedish regional
policy. Annals of Regional
Science. 39. árg., bls. 811-832.
4) Feldman, M. (1994). The Uni-
versity and Economic Deve-
lopment. The Case of John
Hopkins University and Balti-
more. Economics Development
Quarterly, 8. árg., 1. tbl.
Víst eru háskólar góð
byggðastefna
Kristinn Hermannsson skrifar
um uppbyggingu háskóla á
landsbyggðinni
»Uppbygging háskólaá landsbyggðinni
býður upp á mikla
möguleika og verð-
skuldar málefnalega
umfjöllun.
Kristinn Hermannsson
Höfundur er hagfræðingur.