Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 55

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 55 Elías Haraldsson Sölustjóri Húsavík fasteignasala - Þar sem gott orðspor skiptir máli Borgartúni 29 - 105 Reykjavík Sími: 510-3800 - Fax: 510-3801 www.husavik.net Reynir Björnsson Löggiltur fasteignasali Inga Dóra Kristjánsd. Sölufulltrúi Bryndís Knútsdóttir Löggiltur fasteignasali Sólveig Regína Biard Ritari Húsavík fasteignasala hefur flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgartúni 29 VIÐ mannfólkið eigum það til að hafa hátt, gusugangurinn í okkur getur verið slíkur að við fælum alla frá okkur, bæði þá sem eru lítið tengdir okkur og við þekkjum ekki sem og hina sem standa okkur nær og eru okkur sér- staklega kærir. Oft vöðum við áfram í átt að markmiði sem leynist í þoku fram- undan en hraðinn á okkur er slíkur að við gætum þess ekki hvar við stígum niður. Ég veit ekki með þig. En ég er svona týpa og mér þykir leitt þegar ég hef eina ferðina enn fælt fólk frá mér og vaðið yfir aðra á leið minni um sam- félagið. Á síðustu misserum höfum við, allstór hópur fólks, tekið okkur til og bloggað, skrifað í blöð og jafn- vel bækur, talað í útvarpi og sjón- varpi og tjáð hug okkar með ýmsu öðru móti um einn þjóðfélagshóp umfram aðra. Við höfum nefnt þessa einstaklinga ,,þetta fólk“, ,,útlendinga“, ,,innflytjendur“, ,,ný- búa“ og ,,farandverkafólk“ svo nokkur dæmi séu nefnd. Og mörg okkar, allt of mörg okkar, hafa fallið í þá gryfju að halda að ,,lausnin á vandamálinu“ sé fundin. Getur verið að við önum hér enn eina ferðina áfram með slíkum bægslagangi að við fælum sumt fólk frá okkur og vöðum yfir hina? Stöldrum aðeins við og tökum smáæfingu í sameiningu. Æfingin gæti farið fram einhvern næstu daga þar sem við hittumst á fjöl- förnum stað. Þú ert sjálfboðalið- inn. Við biðjum þig að standa í miðjum hópnum, við hin stöndum í stórum hring allt í kring um þig. Í hvert sinn sem einhver á leið framhjá (við erum á fjölförnum stað) bend- um við hin öll á þig og hrópum: ,,Þú ert vandamál.“ Þetta end- urtökum við hundrað, jafnvel þúsund sinn- um. Í þessum stutta pistli þarf ég ekki að fara nánar út í það hvernig þér líður eftir að hafa tekið þátt í þessari æfingu. Og sjálfsagt fussar marg- ur lesandinn og bend- ir réttilega á að ég er ekki að segja neitt nýtt. Og það er alveg rétt, ég er ekki að segja neitt nýtt. Þetta er engin frétt! En samt, samt virðist sem við þurfum öll að staldra við og hlusta. Það sem ég myndi vilja heyra aðra segja um mig þegar bent er á mig er: ,,Sjáðu, þetta er manneskja.“ Engin manneskja er vandamál! Okkur öllum er engu að síður vandi á höndum því við höfum ekki æft okkur í fjölmenningarfærni. En nú reynir á að við tökum okkur saman í andlitinu og tökum ákvörðun um fyrir hvaða Íslend- inga Ísland er! Ég vil persónulega að við tökum skrefið til fulls og bjóðum hvern þann velkominn til landsins sem hefur tök á því að flytjast hingað. Og hingað kominn er hann jafn fullgildur meðlimur í samfélaginu eins og hver annar, manneskja mitt í fólksmergðinni. Til þess að það sé hægt þurfum við að sjálfsögðu að skapa forsendur fyrir slíkt samfélag og höfum við þegar tekið góð skref í þá átt. Og hér gildir að vanda til verksins og fara að engu óðslega þannig að til verði samfélag þar sem hver sá sem hér býr sé Íslendingur. Býr Íslendingur hér? var eitt sinn spurt. Ef spurt er á Íslandi í dag á svarið að vera já. Við þurfum að taka höndum saman þannig að öllum líði vel á þessari litlu eyju okkar norður við heimskautsbaug. Nóg er myrkrið og kuldinn þó svo að við manneskjurnar aukum hann ekki. Vandinn er að koma jafnt fram við alla, hlusta á allar raddir og reyna að fæla engan frá né vaða yfir nokkurn mann. Ísland á að vera opið hverjum þeim sem hér vill búa. Gleðjumst yfir því að okk- ur fjölgar og tökum höndum sam- an um uppbyggingu samfélagsins. Ísland fyrir hvaða Íslendinga? Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar um mannleg samskipti » Íbúar á Íslandi þurfaað æfa sig í fjöl- menningarfærni. Skapa þarf forsendur fyrir samfélag þar sem hver íbúi er fullgildur með- limur í samfélaginu. Pétur Björgvin Þorsteinsson Höfundur er djákni í Glerárkirkju og bloggar á kex.blog.is. FÆÐUVAL þjóðarinnar hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár. Þjóðin þenst út, sjúkdómum fjölgar, vandamálin hrúgast upp og lítið virðist gert til úrbóta, þó svo að umræðuna vanti ekki um vandamálið. Það sérstaka í þess- ari umfjöllun er að það hefur aldrei verið talað við þá sem kenna börnunum í skólunum undirstöðuna í nær- ingu og eldamennsku. Það er mikill skort- ur á menntuðum kenn- urum í heimilisfræði og til að manna stöð- urnar hafa verið ráðn- ir leiðbeinendur sem hafa jafnvel ekki þekk- ingu á manneldis- málum. Það virðist ekki einu sinni vera ástæða til að kanna kunnáttu þeirra leið- beinenda sem ráðnir eru til starfa við þetta mjög svo mikilvæga fag sem manneldis- fræðslan snýst um. Enginn hefur eftirlit með því hvað verið er að kenna í skólum landsins. Ótrúlegt! Það virð- ist sem öllum sé alveg sama. Það er eftirlit með stærðfræði, ís- lensku, ensku og dönsku eða þeim fögum sem tekin eru samræmd próf í, en ekkert er fylgst með því hvað verið er að kenna í eldhúsinu. Þetta fag virðist algjörlega afskiptalaust, a.m.k. í skólum Reykjavíkurborgar. Það er deginum ljósara. Það er næstum því ekkert for- varnarstarf unnið í næringu fólks hér á landi. Við notum glás af pen- ingum í offituvandamál og þá fjöl- mörgu sjúkdóma sem því fylgja. Við eyðum litlum peningum í að koma í veg fyrir vandamálið. Við búum við léleg kennslueldhús víða um land og sumir skólar hafa ekki einu sinni eldhús. Eldhúsin sem sumir skólar hafa myndu aldrei standast nokkurt heilbrigðiseftirlit, ef reglum væri fylgt. Það er sáralítið hlust- að á heilbrigðiseftirlitið, a.m.k. hér í Reykjavík, þeir skila skýrslu sem sett er í möppu á skrif- stofu skólans og síðan gerist ekki neitt. Því miður er það þannig í dag. Foreldrar hafa af- ar lítinn áhuga á því hvað barnið lærir í nær- ingu því það kemur ekki samræmdu próf- unum við. Víða virðast samræmdu prófin stjórna allt of miklu í grunnskólum landsins. Það er mjög tak- markað kennsluefni til í heimilisfræðum og fyrir suma árganga er ekki neitt til. Hvernig getur það verið árið 2007, þegar við montum okkur af góðæri, við erum svo rík og svo ham- ingjusöm, að við getum ekki búið sómasamlega að börnunum sem eiga að borga lífeyrinn okkar? Hvenær kemur að þeim degi að ráðamenn þessa lands, sama hvaða nöfnum þeir nefnast, fari að vinna fyrirbyggjandi vinnu? Það er sama hvaðan gott kemur. Er okkur alveg sama? Guðrún Þóra Hjaltadóttir skrifar um skort á kennslu í næringarráðgjöf Guðrún Þóra Hjaltadóttir » Það er næst-um því ekk- ert forvarnar- starf unnið í næringu fólks hér á landi. Höfundur er næringarráðgjafi og formaður Félags hússtjórnar- og heimilisfræðikennara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.