Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 59

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 59 Til leigu Garatorg – Garabæ (áur Betrunarhúsi - Skammtímaleiga til 1. nóvember 2009 - 2. hæ 1000 m2 áur Betrunarhúsi, möguleiki a reka áfram líkamsræktarstö ea nta undir ara starfsemi s.s. verslun, jónustu ea lager. - Hagstæ leiga - Upplsingar gefur Karl 892-0160 ea Aron 861-3889 karl@kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. // www.kirkjuhvoll.com Vel skipulagt einbýli í grónu hverfi Grafarvogs Húsið, sem stendur við Hverafold, er sérlega vel staðsett, innst í botnlanga. Það er alls 182 fermetrar, með 3 svefnherbergjum og góðum og björtum stofum. Auðveldlega má fjölga svefnherbergjunum. Garðurinn er sérlega glæsilegur og hefur verið hugsað um hann af natni. Húsið er vel byggt og hefur því verið vel viðhaldið að utan. Stór 38 fermetra bílskúr fylgir eigninni. Þægileg stærð á húsi, í götu með skemmtilegri heildarmynd og í grónu og friðsælu hverfi. Allar frekari upplýsingar veitir Albert Björn Lúðvígsson sölumaður Húsakaupa í síma 840 4048. Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Albert Björn Lúðvígsson sölumaður, s. 840 4048 Í REYKJAVÍK og nágrenni eru starfandi sex staðir sem sjá um dag- þjálfun fólks með heilabilunarsjúk- dóma. Þar fá um 120 einstaklingar þjálfun og meðferð. Markmið dag- þjálfunar er meðal annars að við- halda sem lengst getu einstaklingsins og þannig stuðla að því að hann geti búið sem lengst á eigin heimili. Dag- þjálfun einstaklinga með heilabilun er sérhæfð þjálfun með markvissri jákvæðri hvatningu og örvun. Til að maður geti nýtt styrkleika sína þarf umhverfið að vera styðjandi og öruggt, þannig að sú virkni, virðing og vellíðan sem nauðsynleg er sé til staðar. Aðstandendur þurfa stuðning og fræðslu þannig að þeir séu betur í stakk búnir að styðja viðkomandi og takast á við þau verkefni sem fylgja vaxandi einkennum heilabilunar. Fyrir marga þá sem þjónustan tekur til hefur verið gert vistunarmat, þ.e. mat á hjúkrunarþörf, en fyrir aðra er það gert meðan á dvöl stendur. Þrátt fyrir að matið sýni fram á brýna þörf fyrir hjúkrunarheimili er í flestum tilfellum vilji, bæði viðkomandi ein- staklings og fjölskyldu hans, að hann búi sem lengst heima. Hins vegar þegar þær aðstæður breytast og þörfin fyrir meiri þjónustu verður að- kallandi er ekki margt í boði og við tekur mikill álagstími í fjölskyldum einstaklinga með heilabilun. Biðin eftir hjúkrunarheimili getur orðið löng, allt upp í tvö ár. Þeir sem standa næst þessum einstaklingum og annast þá eru oft aldraðir makar sem eru jafnvel sjálfir komnir í brýna þörf fyrir hjúkrunarþjónustu. Einnig er um að ræða ungar barna- fjölskyldur þar sem amma eða afi eru á besta aldri þjáð af heilabilun. Þetta ástand veldur miklu álagi á fjölskyld- una alla. Skjólstæðingar okkar í dag- þjálfun hafa margir notið þjónustu sérdeilda fyrir fólk með heilabil- unarsjúkdóma á Landakoti. Gott samstarf hefur verið um skipulag þeirrar þjónustu. Skammtímainn- lagnir þar hafa staðið skjólstæð- ingum okkar til boða. Nú hefur sú þjónusta verið mjög skert vegna skorts á starfsfólki á Landakoti. Er nú aðeins eitt pláss þar fyrir skamm- tímainnlögn. Framundan er sum- arlokun annarrar deildarinnar af sömu ástæðu. Tilmæli frá heilbrigð- isráðuneytinu þess efnis að hjúkr- unarheimilin taki í ríkari mæli inn einstaklinga sem eru á sjúkrahúsum eru góðra gjalda verð en henta afar illa einstaklingum með heilabilun. Þetta þýðir að okkar skjólstæðingar sem eru í þörf fyrir frekari hjúkrun leggjast fyrst inn á Landspítalann. Það er undir hælinn lagt hvar þeir lenda innan spítalans. Það fer eftir því hvar er laust pláss. Jafnvel getur farið svo að þeir liggi á göngum spít- alans. Síðan getur tekið við flutn- ingur milli deilda á meðan beðið er eftir að pláss losni á Landakoti. Og enn tekur við bið og nú eftir að kom- ast á hjúkrunarheimili og sú bið get- ur orðið löng. Einstaklingar með heilabilun eiga mjög erfitt með að þola allar breytingar þannig að þess- ar aðstæður og tilfærslur allar eru þeim mjög erfiðar og minna óneit- anlega á hreppaflutninga. Við sem vinnum í dagþjálfun verðum áþreif- anlega vör við þennan mikla vanda og aðstandendur eru undir miklu álagi. Mikill kvíði og óöryggi fylgir því að vita ekki hvað tekur við. Það getur verið erfitt að fylgja maka eða for- eldri inn á hjúkrunarheimili. En að þurfa að fara þessa fjallabaksleið er enn erfiðara auk áhrifanna á einstak- lingana sjálfa. Óöryggi í ókunnu um- hverfi gerir það að verkum að ástand þeirra versnar til muna og umönnun þeirra verður öll erfiðari þegar þeir koma inn á hjúkrunarheimilið. Ein- staklingar með heilabilun eru hópur sem á erfitt með að berjast fyrir rétti sínum, þeir eru ekki þrýstihópur sem skrifar í blöðin. Þeir geta ekki nýtt sér öryggissímann sem er verið að ýta úr vör né ýmsa aðra tækni og þjónustu sem í boði er. Við undirrit- aðar viljum með þessum skrifum vekja athygli á þeirri brotalöm sem er að finna í þjónustu við ein- staklinga með heilabilun. Margt er vel gert en afar brýnt er að fleiri og fjölbreyttari úrræði bjóðist. Það vantar markvissari stuðning en nú er fyrir hendi við fjölskyldur frá því að einstaklingur greinist og þar til hann fær dagþjálfun. Það vantar fjöl- breyttari stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja og geta búið heima, s.s. sér- hæfða heimaþjónustu, liðveislu og heimahjúkrun. Það vantar skamm- tímainnlagnir á heimili, til dæmis í líkingu við „Rjóðrið“ sem er skamm- tímaheimili fyrir langveik börn. Það er mikilvægt að okkar skjólstæð- ingar fái að dvelja í heimilislegu öruggu umhverfi til dæmis á meðan umönnunaraðilinn tekur sér frí eða sinnir eigin veikindum. Það vantar fleiri sambýli og það þarf að vera greiðari leið beint inn á hjúkr- unarheimili og mikilvægt að þörf allra fyrir virðingu, virkni og vellíðan sé höfð að leiðarljósi. Undanfarið hefur verið mikill skortur á starfsfólki í þessari þjón- ustu og margir starfsmenn staldra ekki lengi við í starfi einkum vegna mikils álags í starfinu og lágra launa. Að okkar mati þarf einnig að taka á þeim málum. Það er von okkar að með þessum skrifum takist okkur að vekja til umhugsunar þá sem hafa ákvörðunarvald í svo mikilvægum málaflokki sem á einn eða annan hátt varðar flestar fjölskyldur í landinu. MARÍA RÍKARÐSDÓTTIR, MARTA PÁLSDÓTTIR, SIGRÍÐUR LÓA RÚNARS- DÓTTIR OG SIGRÚN K. ÓSKARSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingar og í forstöðu fyrir dagþjálfun í Drafnarhúsi, Vitatorgi, Fríðuhúsi og Hlíðabæ. Fleiri úrræði fyrir fjöl- skyldur sem þjást vegna heilabilunarsjúkdóma Frá Maríu Ríkarðsdóttur, Mörtu Pálsdóttur, Sigríði Lóu Rúnars- dóttur og Sigrúnu K. Óskarsdóttur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.