Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 61
Til leigu í Skútuvogi 1
Atvinnuhúsnæði - 3 x 173,7 fm –
Frábær staðsetning
Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali
Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is
tákn um traust
Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17.
Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388.
Um er að ræða þrjár einingar sem hver um sig er 173,7 fm að stærð.
Fyrsta einingin er á 3. hæð og er með góðum innkeyrsludyrum. Gæti hentað vel fyrir
heildsölu- eða þjónustufyrirtæki. Hægt að vera með lager fremst í bilinu og skrifstofu-
aðstöðu fyrir innan. Önnur og þriðja einingin eru á fjórðu hæð og voru þær útbúnar
undir rannsóknaraðstöðu af Actavis á sínum tíma. Loftræsting og allar innréttingar til
þess eru til staðar. Annars eru léttir veggir í bilunum og er auðvelt að breyta fyrirkomulagi
á herbergjaskipan. Býður upp á ýmsa möguleika.
Gæti hentað prýðilega undir ýmiss konar skrifstofustarfsemi.
Hóll kynnir - til leigu vandað skrifstofu- og lagerrými
Til leigu Suurhraun,
Garabæ
3000 m fjölnotahús, hentar vel fyrir verslun,
jónustu ea lager, ar af c.a. 900m skrifstofuhluti
sem einnig getur nst sem lager a hluta. Gó
lofthæ, 13.000m malbiku ló, gámaastaa,
stórar innkeyrsludyr, mötuneyti,
starfsmannaastaa og næg bílastæi
Upplsingar gefur Karl 892-0160 ea Aron 861-3889
karl@kirkjuhvoll.com // aron@kirkjuhvoll.com
Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. //
www.kirkjuhvoll.com
Mikil umræða hefur farið fram síð-
ustu árin um að tími sé kominn á að
færa Reykjavíkurflugvöll og þar með
innanlandsflug burtu úr Vatnsmýr-
inni. Ég hef velt því fyrir mér nú í allri
umræðunni ef til þess kæmi, hvort
ekki væri tímabært að huga að því
hvort þörf sé komin á endurskipu-
lagningu á nýtingu Umferðarmið-
stöðvarinnar. Á sama tíma og þessi
umræða fer fram er sjónum beint að
byggingu varaflugvallar á Íslandi.
Hugmynd mín er, að reist verði um-
ferðarmiðstöð þar sem allir lang-
ferðabílar landsins hefðu þjónustu.
Strætisvagnar gengju til og frá út frá
henni, um allt höfuðborgarsvæðið.
Þessi stöð væri staðsett nálægt Vífils-
stöðum í Garðabænum, því þar er enn
pláss fyrir svona mannvirki. Þaðan
gengi rafknúin lest á einu spori í
Leifsstöð. Svona lestir ganga óháð
veðri. Að sjálfsögðu gæti allur al-
menningur nýtt sér þessa lest. Slík
stöð kallar á tugi ef ekki hundruð bíla-
stæða og yrði mjög stór vinnustaður.
Starfsfólk sem þjónað hefur á flug-
stöðinni í Reykjavík mætir á nýjan og
glæsilegan vinnustað. Þar verður gef-
inn kostur á innskráningu í flug og
farþegar losna við farangur sinn. Far-
þegar gætu beðið flugs þar ef þeir
óskuðu þess. Lest er jú fljót í förum.
Lestin yrði fermd innan stöðvarinnar
og gengi þaðan um göng sem lægju
undir Setberg og Ásholt. Kæmu þar
undan sem leið liggur inn í lestarstöð
sem tengd yrði Leifsstöð. Fargjöld
yrðu engin því rekstrarkostnaður yrði
greiddur af fyrirtækjum eins og álver-
um sem gjald fyrir afnot af landi og
mengun sem þær valda.
Þá er spurningin um varaflugvöll.
Mörg ár eru síðan bandaríski herinn
vildi byggja varaflugvöll fyrir Kefla-
vík í Aðaldalshrauni í Aðaldal nyrðra.
Þeir töldu að aðstæður þar væru góð-
ar. Þar eru mannvirki fyrir. Til stend-
ur að byggja álver við Húsavík og
kallar það á góðar samgöngur, bruna-
varnir og aðra þjónustu. Nú styttist í
jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði. Með
þeim styttist og batnar leiðin á milli
Akureyrar og Húsavíkur. Þá væru
Akureyringar komnir með góðan
millilandaflugvöll. Fresta mætti því að
stækka Akureyrarflugvöll og um leið
væri orðið miklu betra flugöryggi fyr-
ir norðan og um landið allt.
Að mínu mati mælir allt með þess-
um framkvæmdum, ef Reykjavík-
urflugvöllur á að fara úr Vatnsmýr-
inni.
SIGURÐUR K. EIRÍKSSON,
eftirlaunaþegi og ábúandi
í Norðurkoti í Sandgerði.
Innanlands-
flug til
Keflavíkur
Frá Sigurði K. Eiríkssyni
„I know what I want to do,“ segir
konan sem var að eignast barn sem
var hennar en átti ekki að vera og
þrír menn gætu
verið faðirinn.
Ég er að horfa
á lokaþátt hins
umtalaða lækna-
þáttar Greýs An-
atomy þegar ég
heyri kunn-
uglegt lag.
„Þessi rödd....
þessi gítartónn...
þetta hlýtur að
vera íslenskt,“ sagði ég við sjálfa mig.
„Mojo love“, ahh þarna kom það.
Engin önnur en Lay low, sem er
búin að gera garðinn frægan hér
heima var hér með lag í Greýs An-
atomy og í lokaþættinum. Þættinum
sem er hálfur Greýs Anatomy, hálfur
til að gera áhorfendur tilbúna fyrir
nýjan þátt með fyrrverandi konu
Mcdreamy, Addison í aðalhlutverki.
Ég fylltist stolti. Ég fyllist von.
Týpískur Íslendingur.
Mér fannst eitthvað svo frábært
við að heyra Íslending vera með lag
þar. Ég fylltist sama stolti þegar ég
heyrði tvö lög með Emilíönu Torrini í
annarri seríu. Greinilegt að mann-
eskjunni sem sér um að velja lögin
fyrir Greýs Anatomy líkar íslenski
hljómurinn.
Til hamingju Lay Low og til ham-
ingju Íslendingar... við erum bara
300.000 en við erum mjög góð að
vekja athygli.
ANNA CLAESSEN
er nemi í fjölmiðlafræði í Vín.
Lag Lay Low
í umtöluðum læknaþætti
Frá Önnu Claessen
Anna Claessen
Fréttir á SMS