Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 63

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 63 ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHANNU AÐALSTEINSDÓTTUR frá Vaðbrekku. Sérstkar þakkir sendum við starfsfólki FSA og Kristnesspítala fyrir einstaka aðhlynningu í veikind- um Jóhönnu. Einnig þökkum við öllu því góða fólki sem gerði útför hennar einstaklega fallega með tónlistar- flutningi, blómum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Aðalsteinn Helgason, Ágústa Þorsteinsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Arnar Björnsson, Bjarni Hafþór Helgason, Margrét Þóroddsdóttir, Helgi Helgason, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Halldór Benediktsson. ✝ Elsku maðurinn minn, STEINGRÍMUR JÓNSSON Prestastíg 8, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 11. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Harpa Gissurardóttir. ✝ Jón Ólafssonfæddist í Reykjavík 30. jan- úar 1929. Hann lést á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Jónsdóttir kennari, frá Eyri við Seyðisfjörð vestri f. 8. júlí 1900, d. 2. júlí 1931, og Ólafur Pálsson mæl- ingafulltrúi, frá Litlu-Heiði í Mýr- dal, f. 3. júlí 1899, d. 3. janúar 1996. Þegar móðir hans dó fór Jón til móðurfólks síns fyrir vest- an, en aðstæður, svo sem dauðs- fall móðursystur, Kristínar Jóns- dóttur, urðu til þess að Jón fór aftur til Reykjavíkur, sex ára gamall. Þar ólst hann upp hjá föð- ur sínum og stjúpmóður, Stein- unni Ögmundsdóttur, f. 24. ágúst 1901, d. 2. október 1989, og bjó eftir það í Reykjavík. Systur hans samfeðra eru Jóhanna, f. 28. októ- ber 1934, og Helga, f. 4. júní 1937. Jón stundaði verkamannavinnu framan af ævi, var til sjós og í bygging- arvinnu, en 1976 réðst hann sem vaktmaður í Lands- banka Íslands og starfaði þar í 20 ár. Hann lét af störfum í bankanum 1997. Jón lagði stund á listmálun og hljóm- list alla ævi, ekki síst eftir að starfsdegi lauk. Hann lætur eftir sig lög við ljóð Stein- unnar Þ. Guðmundsdóttur, f. 1900, d. 1985. Hún var vinkona hans og félagi í listinni. Jón hélt fjórar myndlistarsýningar, tvær í Ásmundarsal, 1973 og 2003, og tvær í Gerðubergi, 1994 og 2006. Útför Jóns var gerð 27. apríl í kyrrþey að hans ósk. Hann var jarðsettur í Gufuneskirkjugarði við hlið Steinunnar vinkonu sinn- ar. Jón bróðir minn var listamaður. Hann lagði stund á myndlist og hljómlist. Síðari árin helgaði hann sig mest myndlist og voru fjórar sýn- ingar stærstu viðburðir í lífi hans. Hann hafði til að bera dugnað og reisn til þess að þróa sig stöðugt og leita inn á ný svið í list sinni. Hann var lífsglaður og hafði sterka sjálfs- mynd þegar listin var annars vegar. Jón tileinkaði sér nýjustu tölvutækni fyrir listsköpun sína í tónum og myndum, sem varð til þess að hann fór að taka ljósmyndir og bætti því listformi við sig. Jón hafði ekki mikla skólagöngu að baki í listinni, en hann bætti sér það upp með því að sökkva sér niður í listaverkabækur og með því að vera sífellt að leita fyrir sér. Jón fæddist fatlaður á fótum og hann bjó frá unga aldri við skerta heyrn. Kornungur varð hann móð- urlaus. Þessar erfiðu aðstæður mörkuðu hann alla tíð. Hans stóra vöggugjöf voru óvenjulegir hæfileikar sem hann lagði mikla rækt við. Jón hafði gott skopskyn og skemmti viðmælendum sínum með sögum, hann ræddi mikið þjóðmál og hafði sterkar skoðanir, en hann tjáði sig ekki mikið um per- sónuleg mál sín eða líðan. Lífshlaup hans verður þó lesið úr tæplega 60 ára listamannsferli. Málverkið af litla drengnum í matrósafötum, sem horfir tómlátur út úr myndinni með mynd af konu (móður) á hnjánum. Legsteinninn yfir leiði Jóhönnu móður hans, sem hann hjó úr steini af mikilli natni þegar hann vann í steinsmiðju. Röð mynda af andlitum samferða- mannanna, lúnir verkamenn í bland við virðulegar dömur og þá er stutt í skopskynið. Um miðjan aldur eignaðist Jón bíl, og mikil ferðalög um landið hófust, aðallega vestur á slóðir móðurfólks- ins. Hann málaði lítil þorp, stórbrot- in fjöll, lygnan sjó og úfinn með skoppandi fiskibátum. Á síðustu ár- um hneigðist hann að mjúkum lita- stemningum. Þá var líkamlegri heilsu farið að hraka, en lífslöngunin var óbilandi. Honum fannst hann eiga svo mikið ógert í sköpun sinni og þráði áframhaldandi líf í þægilegu íbúðinni við Frostafold. En eftir miklar þjáningar varð ljóst að það skyldi ekki verða. Fyrir þeirri stað- reynd beygði bróðir minn sig og mætti örlögum sínum. Ég var sporið sem þurrkaðist út, lagstúfurinn sem þú gleymdir, kuskið sem þú dustaðir af yfirhöfn þinni. Ég er orð sem þú gleymdir að segja, augnablik sem átti ekki heima í lífi þínu. Ég er liturinn sem átti ekkert nafn – en varð þó til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir) Helga Ólafsdóttir. Ég var átta ára gömul þegar ég kynntist Nonna frænda mínum. Mér hafði verið komið fyrir á heimili Ólafs Pálssonar móðurbróður míns og konu hans Steinunnar Ögmunds- dóttur. Var Nonni sonur Ólafs frá fyrra hjónabandi. Hafði hann misst móður sína ungur og sömu sögu hafði ég að segja. Svo við áttum það sameiginlegt að vera bæði óttalega mömmulaus. Hann var þó nokkuð eldri en ég, orðinn táningur, og ég bar svo takmarkalausa virðingu fyrir þessum frænda mínum að ég ætlaði mér ekki þá dul að sækjast eftir vin- áttu hans. Aðdáun mín á Nonna var ekki síst fyrir það að hann spilaði svo undur vel á harmonikku. Hann sat niðri í kjallara með hljóðfærið sitt, svo ekki hlytist ónæði af spila- mennskunni, en við bjuggum í fjöl- býlishúsi, svo taka þurfti tillit til ná- grannanna. Við yngri krakkarnir hreiðruðum um okkur innan um potta og kirnur í þvottahúsinu og hlustuðum á hann spila. Honum virtist standa ná- kvæmlega á sama um það hvort hann hefði áheyrendur eða ekki, hann yrti aldrei á okkur, en tónarnir í nikkunni hans Nonna vöktu hjá okkur rolling- unum einhvern trega í brjóstið, til- finningu sem við sóttumst eftir. Það var ekki fyrr en við urðum bæði fullorðin sem vinátta okkar hófst. Ég gæti trúað að virðing okk- ar og aðdáun hvors okkar fyrir list annars hafi gefið okkur dýrmæta gjöf vináttunnar. Þá sjaldan sem Nonni hélt myndlistarsýningar, var ég þar mætt. Og hann átti einlæga aðdáun mína fyrir þá fegurð sem hann gaf í list sinni. Þegar ég hafði mig í að kaupa fyrstu myndina eftir hann, kom hann heim til mín, til að sjá hvernig „konan með hattinn“ (En það heitir myndin) tæki sig út á stofuveggnum hjá mér. „Hún á heima hér hjá þér,“ sagði Nonni ánægður. Ég reyndi að fá hann til að segja mér hver þessi dularfulla kona væri. En hann brosti bara og ég hætti að spyrja. En þessi mynd er mér afskaplega kær og svo gaf hann frændi minn mér vatnslitamynd af Heiðardalnum. Dalnum hennar mömmu minnar, sem hann vissi að var mér dýrmætasti staður á jörð. Og myndin af dalnum hefur þá dulúð sem aðeins Nonni skynjaði af þess- um fagra stað. Og hann sagði mér frá móður sinni, Jóhönnu Jónsdóttur, hún var frá Seyðisfirði vestra. Þess vegna var Ísafjarðardjúpið í hans augum enn fegurra en Heiðardalurinn. Við vorum satt að segja búin að ákveða að ferðast saman og keyra eftir ströndinni við Ísafjarðardjúp. Hann ætlaði að sýna mér alla þá staði sem hann elskaði þar vestra. Í fjögur ár áttum við þann sameiginlega draum að ferðast þar um. En aldrei var tími til að fara þá ferð. Hvað það eykur söknuðinn eftir góðan vin og frænda að hugsa um þær stundir sem við hefðum getað átt, og með því safnað okkur dýrmætum perlum minning- anna. Ferðirnar sem við fórum aldr- ei. En eitt er víst ef ég á það eftir að ferðast um Vestfirði, þá verður hann Nonni með mér, í huga mínum mun ég keyra með hann hjá mér í fram- sætinu og hlusta á hann segja mér frá mömmu sinni, sem spilaði svo undur vel á píanó, og hefði verið hon- um svo góð ef hún hefði fengið að lifa. Guðrún Ásmundsdóttir. Það var svo sorglegt að heyra að þú værir fallinn frá. Við vissum að þú þráðir að lifa, amma hafði oft talað um það. En svona er lífið, þetta er það eina sem við vitum með vissu og við vitum að núna líður þér vel. Þú varst ömmu okkar hlýr og góð- ur vinur, vinur sem við vitum að er sárt saknað. Við eigum varla orð til yfir þakklæti fyrir það. Þú varst sannarlega örlátur á þinn tíma í hennar garð, enda heyrðust þið oft á tíðum daglega til að ræða daginn og veginn. Að ekki sé minnst á allar sendiferðirnar sem þú fórst fyrir hana þegar þess var þörf, við komum stundum með og höfðum mikið gam- an af. Við fengum reglulega fréttir af þér í gegnum ömmu og fundum hve þakklát hún var að eiga þig að. Listamaður af lífi og sál má nærri segja í einu orði. Harpa man þegar hún kom heim til þín að aðstoða þig á tímabili hversu gaman þú hafðir af listinni, hún átti greinilega allan hug þinn og hjarta. Falleg málverk, málning og penslar reglulega upp raðað, munnhörpur, píanóið greini- lega mikið notað og míkrófónar til að taka upp. Það hefur verið svo gaman að koma á sýningarnar þínar, málverk máluð í þínum eigin stíl. Við eigum allar falleg málverk eftir þig sem prýða heimili okkar. Ása minnist þess sérstaklega hve gaman var að geta haft uppi málverk eftir íslensk- an listamann hjá sér í Frakklandi til að stæra sig af. Einnig gladdi það Lindu mikið þegar þú færðir henni málverkið af Jóni Sigurðssyni í inn- flutningsgjöf sem henni þykir mjög vænt um. Minningin um góðan og örlátan dreng lifir í hjörtum okkar. Við vott- um fjölskyldu og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Harpa Rut, Ása Sigurlaug og Linda Wiium. Jón Ólafsson ✝ Hjalti SigurðurÖrnólfsson fæddist á Neskaup- stað 26. ágúst 1922. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Víf- ilstöðum 26. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Örnólfur Sveinsson bátasmiður, f. í Við- firði 27. maí 1895, d. 1978 og Guðrún Anna Björnsdóttir húsmóðir, f. á Vaði í Skriðdal 6. ágúst 1896, d. 1962. Systkini Hjalta eru Ingibjörg f. 1918, d. 2005, Ólöf Sveinbjörg f. 1919, Snorri f. 1924, d. 1925, Gyða Björg f. 1926, Björg f. 1928, d. 1980, og Sigrún f. 1930. Hjalti kvæntist 11. nóvember 1952 Guðrúnu Valgarðsdóttur f. 14. júlí 1931. Þau eiga fimm dæt- ur: 1) Helga f. 22. október 1953, maki Karsten Jacobsen, synir þeirra eru Davíð og Tómas Þór. 2) Guð- björg Þóra f. 8. október 1957, maki Óskar Bjarnason, börn þeirra eru Sævar Þór, Ásta Mjöll og Óskar Örn. 3) Svanhildur f. 10. júní 1960, d. 1994, var gift Tryggva Guðmundssyni, börn þeirra eru Thelma Lind og Ómar. 4) Anna María f. 10. maí 1966, maki Svavar Páll Sig- urjónsson, börn þeirra eru Hjalti Már, Birna Ósk, Hulda Sunna og Hekla Rún. 5) Valgerður Ósk f. 12. júní 1970, maki Ingólfur Gísla- son, börn þeirra eru Gísli og Guð- rún Birta. Barnabörnin eru 13 og langafabörnin 5. Hjalta var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 9. maí. Elsku pabbi. Margar góðar og eftirminnilegar stundir áttum við saman. Mér eru sérstaklega minn- isstæð sumrin sem við ferðuðumst saman ég, þú, mamma og börnin mín. Mikið varstu þolinmóður við hann nafna þinn. Þú varst sá eini sem hafðir þrek til að hlaupa á eftir hon- um upp um fjöll og firnindi. Veiðiferðunum hafðir þú mikið gaman af og eru ýmsar góðar sögur frá þeim ferðum. Mest af öllu, þú varst góður og hlýr pabbi sem ég mun aldrei gleyma. Þín dóttir Anna María. Elsku afi minn. Þú varst góður afi með stórt hjarta. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Ég elska þig mjög mikið. Ég verð alltaf afadóttir þín. Hekla Rún Svavarsdóttir. Hjalti Sigurður Örnólfsson Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Hjálmtýr Jónsson ✝ Hjálmtýr Jóns-son fæddist á Fossi í Arnarfirði 18. janúar 1923. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 24. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 3. apríl. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barma- fullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hafðu þökk fyrir allt. Eygló og Guðmundur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.