Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 65

Morgunblaðið - 13.05.2007, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 65 saman 1978 þegar ég hóf sambúð með Jóhönnu Bryndísi dóttir henn- ar. Didda var þá flutt til Reykjavíkur og hafði hafið sambúð með Jóni Stef- ánssyni og bjuggu þau á Vesturbergi í Breiðholti. Okkar kynni tókust vel strax í fyrstu og héldust góð allt tíð. Ekki vorum við alltaf sammála en það er hluti af tilverunni en alltaf sátt af lokum. Diddu var alla tíð hlýtt til Skaga- strandar og sagði mér oft sögur það- an af sér og sínu fólki og þá skemmtilegar sögur, aldrei neitt nei- kvætt. Ég vissi vel að á þeim árum sem hún var að alast upp og einnig eftir að hún giftist og bjó með sínum góða manni, Hallgrími Kristmundssyni, var almennt erfitt að búa á Íslandi og ættu margir núlifandi að bera virðingu fyrir því fólki sem landið byggði upp og við nú njótum. Fólk sem þekkir Diddu hefur sagt mér að hún hafi ekki látið sitt eftir liggja, hvort sem vinnan var í frysti- húsinu eða á heimilinu, dugleg og af- kastamikil. Þar sem okkar leiðir lágu ekki saman á þeim tíma læt ég aðra sem betur til hennar þekktu segja frá. Þau Hallgrímur og Didda eignuð- ust saman þrjú börn, Jóhönnu Bryn- dísi, Sævar Rafn og Axel Jóhann. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru orðin 15. Hallgrímur og Didda bjuggu alla sína sambúð á Skagaströnd. Þau byggðu sér glæsilegt hús á Hóla- braut 14 á Skagaströnd 1966 og bjuggu í því húsi þar til leiðir þeirra skildi 1977. Didda vann við veitingastörf eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Allstaðar báru vinnuveitendur Diddu henni gott orð, góð mæting, dugleg, alltaf að, hláturinn og brosið, það var alltaf til staðar. Didda var frábær saumakona og eru enn til á mínu heimili föt sem hún hannaði og saumaði, að vísu í kössum í dag. „Guð minn góður, sérðu þetta,“ sagði hún oft þegar gamlir munir eftir hana voru skoðaðir og brosti út að báðum. Oft var komið í heimsókn í Vest- urbergið og seinna í Blikahólana eft- ir að þau Jón og Didda fluttu þangað. Alla tíð sömu góðu móttökurnar, rammíslenskur veislumatur og „Didda mér fannst alltaf fiskiboll- urnar þínar bestar“. Þau ferðuðust mikið Didda og Jón, tjaldvagninn settur í krókinn og haldið út á land, upp í Húsafell, aust- ur fyrir fjall eða norður í land. Þegar leiðir þeirra lágu um Borg- arnes var alla tíð gert gott stopp. Jón Stefánsson lést 1991 eftir stutta sjúkdómslegu, langt fyrir ald- ur fram. Eftir lát Jóns bjó Didda ein í Blikahólunum þar til hún flutti á Sæ- borg, dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd í maí 2006. Á Sæborg rifjuðust upp gömul kynni við fólk sem þar býr og hún hafði ekki hitt lengi en þekkt frá fyrri tíð. Didda talaði vel um starfsfólið á Sæborg og ber að þakka þeim fyrir góða umönnun. Ég vil að lokum þakka þér Didda mín fyrir samferðina, okkur var allt- af hlýtt hvoru til annars og við áttum margt okkar á milli sem aðrir vissu ekki. Jakob Skúlason. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR AXELMU AXELSDÓTTUR, dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, áður til heimilis í Blikahólum 10, Reykjavík. Jóhanna B. Hallgrímsdóttir, Jakob Skúlason, Sævar R. Hallgrímsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Axel J. Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, HJARTAR LEÓS JÓNSSONAR fv. hreppstjóra, Káragerði, Eyrarbakka, Gauksrima 30, Selfossi. Sesselja Ásta Erlendsdóttir, Vigdís Hjartardóttir, Þórður Grétar Árnason, Hreinn Hjartarson, Hólmfríður Rannveig Hjartardóttir, Ólafur Sigfússon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 44 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR SIGDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Arnartanga 25, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki Víðiness fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sólveig Þorleifsdóttir, Erla Þorleifsdóttir og fjölskyldur þeirra. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmmu, LILJU KRISTINSDÓTTUR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. María Jóna Gunnarsdóttir, Jóhann Bergmann, Soffía Kristín Sigurðardóttir, Kjartan Tryggvason, Kristín Elínborg Sigurðardóttir, Kristján Gissurarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GUÐMUNDAR EINARSSONAR verkfræðings, Gimli við Álftanesveg. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar, Garðabæ. Jón Guðmundsson, Einar Guðmundsson, Hulda Jóhannesdóttir, Karólína Guðmundsdóttir, Guðmundur Elías Níelsson, Guðmundur Guðmundsson, Ruth Sigurðardóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir, Brynjólfur Sigurðsson, Sævar Leifsson, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður og tengdaföður, GÍSLA SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR prentara, Ofanleiti 17, Reykjavík. Auður Fanney Jóhannesdóttir, Reynir Sigurður Gíslason, Sigríður Edda Hafberg. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknar- deildar LSH í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Ástþór Runólfsson Hildur Ástþórsdóttir, Jóhann Ólafur Jónsson, Guðmundur Már Ástþórsson, Hlín Ástþórsdóttir, Hrafnkell Marinósson, Hulda Ástþórsdóttir, Aðalsteinn Guðmannsson, Runólfur Þór Ástþórsson, Heiðrún Ólöf Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Elskuleg systir mín, GUÐRÍÐUR JÓNA JÓNSDÓTTIR CLEMENSEN (Dúa frá Garðbæ, Akranesi), Independence, Missouri, Bandaríkjunum, andaðist á hjúkrunarheimili í Missouri miðviku- daginn 2. maí. Útförin hefur farið fram ytra. Guðrún B. Jónsdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, bróðir og afi, EYMUNDUR KRISTJÁNSSON, Bleikugróf 13, Reykjavík, áður til heimilis á Lundagötu 17B, Akureyri, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugar- daginn 19. maí nk. 11.00. Börn, systkini og barnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.