Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 68

Morgunblaðið - 13.05.2007, Page 68
68 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Eiríkur Hauksson, full-trúi Íslendinga í Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva, Evró-visjón, var ekki á meðal þeirra 10 kepp-enda sem komust áfram eftir for-keppnina sem haldin var á fimmtu-daginn. „Við eigum ekki séns í svona mafíu,“ sagði Eiríkur þegar úr-slitin lágu fyrir og ljóst var að einungis lönd frá Austur-Evrópu komust áfram. Eiríkur söng lagið Valentine Lost eftir Svein Rúnar Sigurðsson og gekk flutningurinn vel að hans sögn. „Danir og Norð-menn sitja eftir með sárt ennið og Sviss-lendingar líka. Næstum öll Norður- og Mið-Evrópa situr eftir með sárt ennið,“ sagði Eiríkur og hló. „Er þetta pólitísk keppni eða tónlistar-keppni? Ég neita að trúa því að allar Mið- og Norður-Evrópu-þjóðir séu það lé-legar miðað við hinar að þetta sé rétt-látt.“ Sterk við-brögð urðu við þessum úr-slitum víða í Evrópu, og rætt um að nú verði að breyta leik-reglunum. Er þetta pólitísk keppni? Morgunblaðið/Eggert Eiríkur þótti standa sig vel í for-keppninni. Tony Blair, forsætis-ráðherra Bret-lands, til-kynnti á fimmtu-daginn að hann mun láta af em-bætti 27. júní næst-komandi. Í ræðu sinni sagðist hann heppinn að hafa fengið að vera í for-ystu fyrir þessari „miklu þjóð“ í 10 ár. En líka að það væri „nógu langur“ tími fyrir bæði hann og þjóðina. Um Íraks-stríðið sagði hann: „Mér kunna að hafa orðið á mis-tök, það er ykkar að dæma um það. Ég bið ykkur samt að trúa því, að ég gerði aðeins það, sem ég taldi vera réttast og landi og þjóð til heilla.“ Í stjórnar-tíð Blairs hafa orðið miklar breytingar í mennta-, heil-brigðis-, eftir-launa- og lög-gæslu-málum og fyrir það vill Blair, að sín verði minnst. Enn um sinn mun þó Íraks-stríðið skyggja á það allt, hvað sem síðar verður. Gordon Brown fjármála-ráðherra mun án efa taka við af Blair. Tony Blair lætur af embætti í júní Tony Blair Novator, fjár-festinga-félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, ætlar að leggja fram frjálst yfir-töku-tilboð í allt hluta-fé Actavis Group hf. í A-flokki. Novator hyggst taka Actavis af markaði eftir yfir-tökuna. Ef Novator tekur yfir Actavis, verður yfir-takan sú stærsta í Íslands-sögunni, eða jafn-virði um 180 millj-arða króna. Al-mennt finnst greiningar-aðilum til-boð Novator í Actavis of lágt og búast jafn-vel við að þriðji aðili komi með nýtt til-boð. Kaup-þing telur það þó ólík-legt vegna sterkrar stöðu Novator. Björgólfur Thor segir að til-boðið sé með hæsta álagi sem sést hafi til þessa í kaup-höllinni. Það sé rúmum 21% hærra en meðaltals-gengi síðustu 6 mánaða. Novator býður í Actavis Tíma-mót urðu í sögu Norður-Írlands á þriðju-daginn. Þá tók sam-stjórn kaþólikka og mót-mælenda við völdunum. Ian Paisley forsætis-ráðherra heima-stjórnarinnar og leið-togi stærsta flokks mót-mælenda, DUP, sagði að þetta væri „raunveru-legt tæki-færi til að tryggja varan-legan frið“. „Norður-Írland er nú komið inn í tíma-bil friðar, tíma-bil þegar hatrið ríkir ekki lengur,“ sagði hann. Martin McGuinness, einn af forystu-mönnum stærsta flokks kaþólikka, Sinn Féin, og fyrr-verandi for-ingi úr Írska lýðveldis-hernum (IRA) verður aðstoðar-forsætis-ráðherra. Sögu-leg sam-stjórn Seinasta sunnu-dag vann Nicolas Sarkozy seinni um-ferð forseta-kosninganna í Frakk-landi. Hann fékk um 53% at-kvæða, en mót-fram-bjóðandi hans, Ségolène Royal, 47%. Þátt-takan í kosningunum var tæp 84%, hefur ekki verið betri síðan árið 1981. Sarkozy sagði úr-slitin tákn um skýrt um-boð til rót-tækra breytinga. „Franska þjóðin hefur kosið að segja skilið við hug-myndir, hefðir og hegðan for-tíðarinnar. Ég mun upp-hefja gildi vinnunnar, stjórn-valdsins, virðingu og verð-leika þjóðarinnar,“ sagði for-setinn ný-kjörni. Nicolas Sarkozy fæddist 28. janúar 1955 í París. Hann er sonur ung-versks inn-flytjanda. Hann ólst upp í Neuilly, einu fínasta út-hverfi Parísar. Síðar varð hann borgar-stjóri þar. Hann byrjaði í stjórn-málum á 8. ára-tugnum og var þá stuðnings-maður Jacques Chiracs. Árið 2002 varð Sarkozy innanríkis-ráðherra og síðar fjármála-ráðherra. Sarkozy for-seti Frakk-lands REUTERS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra setti Lista-hátíð í Reykjavík á fimmtu-daginn í Listasafni Íslands. Fjöldi lista-manna kom fram við það tæki-færi. Kongóska hljóm-sveitin Konono N°1 lék þjóð-lega dans-tónlist og fyrsta yfirlits-sýning CoBrA-hópsins hér á landi var opnuð. Hrefna Haraldsdóttir fram-kvæmda-stjóri há-tíðarinnar, segir að há-tíðin hafi aldrei verið stærri og að lík-lega verði slegið aðsóknar-met á henni. Sjá: www.listahatid.is Lista-hátíð í Reykjavík hafin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Konono N°1 Á fimmtu-daginn vann HK deildar-meistara-titilinn í hand-knatt-leik karla. Það munaði mjóu en Kópavogs-liðið vann Stjörnuna úr Garðabæ 29:28 í spennandi leik í Digranesi. HK deildar-meistarar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.