Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Eiríkur Hauksson, full-trúi Íslendinga í Söngva-keppni evrópskra sjónvarps-stöðva, Evró-visjón, var ekki á meðal þeirra 10 kepp-enda sem komust áfram eftir for-keppnina sem haldin var á fimmtu-daginn. „Við eigum ekki séns í svona mafíu,“ sagði Eiríkur þegar úr-slitin lágu fyrir og ljóst var að einungis lönd frá Austur-Evrópu komust áfram. Eiríkur söng lagið Valentine Lost eftir Svein Rúnar Sigurðsson og gekk flutningurinn vel að hans sögn. „Danir og Norð-menn sitja eftir með sárt ennið og Sviss-lendingar líka. Næstum öll Norður- og Mið-Evrópa situr eftir með sárt ennið,“ sagði Eiríkur og hló. „Er þetta pólitísk keppni eða tónlistar-keppni? Ég neita að trúa því að allar Mið- og Norður-Evrópu-þjóðir séu það lé-legar miðað við hinar að þetta sé rétt-látt.“ Sterk við-brögð urðu við þessum úr-slitum víða í Evrópu, og rætt um að nú verði að breyta leik-reglunum. Er þetta pólitísk keppni? Morgunblaðið/Eggert Eiríkur þótti standa sig vel í for-keppninni. Tony Blair, forsætis-ráðherra Bret-lands, til-kynnti á fimmtu-daginn að hann mun láta af em-bætti 27. júní næst-komandi. Í ræðu sinni sagðist hann heppinn að hafa fengið að vera í for-ystu fyrir þessari „miklu þjóð“ í 10 ár. En líka að það væri „nógu langur“ tími fyrir bæði hann og þjóðina. Um Íraks-stríðið sagði hann: „Mér kunna að hafa orðið á mis-tök, það er ykkar að dæma um það. Ég bið ykkur samt að trúa því, að ég gerði aðeins það, sem ég taldi vera réttast og landi og þjóð til heilla.“ Í stjórnar-tíð Blairs hafa orðið miklar breytingar í mennta-, heil-brigðis-, eftir-launa- og lög-gæslu-málum og fyrir það vill Blair, að sín verði minnst. Enn um sinn mun þó Íraks-stríðið skyggja á það allt, hvað sem síðar verður. Gordon Brown fjármála-ráðherra mun án efa taka við af Blair. Tony Blair lætur af embætti í júní Tony Blair Novator, fjár-festinga-félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, ætlar að leggja fram frjálst yfir-töku-tilboð í allt hluta-fé Actavis Group hf. í A-flokki. Novator hyggst taka Actavis af markaði eftir yfir-tökuna. Ef Novator tekur yfir Actavis, verður yfir-takan sú stærsta í Íslands-sögunni, eða jafn-virði um 180 millj-arða króna. Al-mennt finnst greiningar-aðilum til-boð Novator í Actavis of lágt og búast jafn-vel við að þriðji aðili komi með nýtt til-boð. Kaup-þing telur það þó ólík-legt vegna sterkrar stöðu Novator. Björgólfur Thor segir að til-boðið sé með hæsta álagi sem sést hafi til þessa í kaup-höllinni. Það sé rúmum 21% hærra en meðaltals-gengi síðustu 6 mánaða. Novator býður í Actavis Tíma-mót urðu í sögu Norður-Írlands á þriðju-daginn. Þá tók sam-stjórn kaþólikka og mót-mælenda við völdunum. Ian Paisley forsætis-ráðherra heima-stjórnarinnar og leið-togi stærsta flokks mót-mælenda, DUP, sagði að þetta væri „raunveru-legt tæki-færi til að tryggja varan-legan frið“. „Norður-Írland er nú komið inn í tíma-bil friðar, tíma-bil þegar hatrið ríkir ekki lengur,“ sagði hann. Martin McGuinness, einn af forystu-mönnum stærsta flokks kaþólikka, Sinn Féin, og fyrr-verandi for-ingi úr Írska lýðveldis-hernum (IRA) verður aðstoðar-forsætis-ráðherra. Sögu-leg sam-stjórn Seinasta sunnu-dag vann Nicolas Sarkozy seinni um-ferð forseta-kosninganna í Frakk-landi. Hann fékk um 53% at-kvæða, en mót-fram-bjóðandi hans, Ségolène Royal, 47%. Þátt-takan í kosningunum var tæp 84%, hefur ekki verið betri síðan árið 1981. Sarkozy sagði úr-slitin tákn um skýrt um-boð til rót-tækra breytinga. „Franska þjóðin hefur kosið að segja skilið við hug-myndir, hefðir og hegðan for-tíðarinnar. Ég mun upp-hefja gildi vinnunnar, stjórn-valdsins, virðingu og verð-leika þjóðarinnar,“ sagði for-setinn ný-kjörni. Nicolas Sarkozy fæddist 28. janúar 1955 í París. Hann er sonur ung-versks inn-flytjanda. Hann ólst upp í Neuilly, einu fínasta út-hverfi Parísar. Síðar varð hann borgar-stjóri þar. Hann byrjaði í stjórn-málum á 8. ára-tugnum og var þá stuðnings-maður Jacques Chiracs. Árið 2002 varð Sarkozy innanríkis-ráðherra og síðar fjármála-ráðherra. Sarkozy for-seti Frakk-lands REUTERS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra setti Lista-hátíð í Reykjavík á fimmtu-daginn í Listasafni Íslands. Fjöldi lista-manna kom fram við það tæki-færi. Kongóska hljóm-sveitin Konono N°1 lék þjóð-lega dans-tónlist og fyrsta yfirlits-sýning CoBrA-hópsins hér á landi var opnuð. Hrefna Haraldsdóttir fram-kvæmda-stjóri há-tíðarinnar, segir að há-tíðin hafi aldrei verið stærri og að lík-lega verði slegið aðsóknar-met á henni. Sjá: www.listahatid.is Lista-hátíð í Reykjavík hafin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Konono N°1 Á fimmtu-daginn vann HK deildar-meistara-titilinn í hand-knatt-leik karla. Það munaði mjóu en Kópavogs-liðið vann Stjörnuna úr Garðabæ 29:28 í spennandi leik í Digranesi. HK deildar-meistarar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.