Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 69

Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 69 Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20. Klassík leik- ur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Á morgun kl. 16.30 er ,,Vortónfundur“ gít- arnemenda Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Stjórnandi Símon H. Ív- arsson. Allir velkomnir. Fimmtud. 17. maí, uppstigningardag, verður messa í Fella- og Hólakirkju m.a. syngur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar. Uppl. á staðnum og í s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Listasmiðja, fram- sögn, trésmíðar, leikfimi, myndlist, skapandi skrif, félagsvist, bók- menntahópur, tölvuleiðbeiningar, gönguferðir, ljóðalestur, ljóðagerð, söngur, bútasaumur, morgunandakt og hugmyndabankinn alltaf opinn. Til hvers langar þig? Kíktu við. S. 568- komutíma og að barnagæslan er komin í sumarfrí. Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lof- gjörð og niðurdýfingarskírn. Kaffisala eftir samkomu. Grafarvogskirkja | Kórar Grafarvogs- kirkju halda tónleika í dag kl. 16. Kirkjukórinn, stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Krakkakórinn, stjórnandi: Gróa Hreinsdóttir. Barna- og ung- lingakórinn flytur söngleik eftir John Hojbye. Stjórnandi er Svava Kr. Ing- ólfsdóttir. Einsöngvari: Hafsteinn Þórólfsson. Aðgangur er ókeypis. Laugarneskirkja | Laugarnes á ljúf- um nótum. Vorhátíð í dag kl. 14-16. Leikskólabörn syngja auk Barnakórs Laugarness og Þorvaldar Halldórs- sonar, brúðuleikrit, danssýning, trúbador, hljómsveitir, leiktæki, hopp- kastali, fimleikasýning, grillaðar pyls- ur, kaffi og margt fleira. 3132. asdis.skuladottir@reykjavik.is. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er ganga frá Grafarvogs- kirkju kl. 10 og boccia á Korpúlfs- stöðum kl. 13.30. Kvenfélag Bústaðasóknar | Félags- og skemmtifundur mánudaginn 14. maí í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 20. Kvenfélagið Fjólan frá Vogum á Vatnleysuströnd kemur í heimsókn. Kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Mæðradagurinn. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Kvennakór Akureyrar syngur. Organisti: Arnór B. Vilbergs- son. Súpa og brauð í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, sögur, brúðuleikhús og leikir. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma kl. 20. Ath. breyttan sam- Haldinn verður opinnkynningarfundur umMBA-nám í Háskól-anum í Reykjavík næst- komandi þriðjudag, 15. maí. Fund- urinn er haldinn á 3. hæð háskólabyggingarinnar og hefst kl. 17.15. Finnur Oddsson er forstöðumað- ur MBA-námsins: „Kynningin verð- ur óformleg og fræðandi. Ég mun kynna námið ásamt nemanda og taka við spurningum,“ segir Finn- ur. MBA-nám er meistaranám í við- skiptafræði með áherslu á stjórnun og er eftirsóttasta stjórnunarnám sem völ er á í heiminum í dag. Finnur segir mikinn metnað lagðan í námið við HR og að náms- brautin státi af einvalaliði kennara: „Við gerum þá kröfu til kennara að þeir séu sérfræðingar á sínu fræða- sviði, hafi getið sér gott orð fyrir kennslu og hafi víðtæka hagnýta reynslu að baki, því MBA-nám þarf umfram allt að vera praktískt nám og byggjast á reynslu og raunhæf- um verkefnum frekar en fræði- legum,“ segir Finnur. „Einnig leggjum við áherslu á að nemendur njóti kosta alþjóðlegrar menntunar og koma um 70% af kennurum í MBA-náminu frá fremstu við- skiptaháskólum víða um heim en námið fer fram á ensku. Að auki bjóðum við upp á lengra og skemmra skiptinám og starfs- þjálfun erlendis.“ HR gerir ekki síður ríkar kröfur til nemenda: „Gerðar eru þær forkröfur til um- sækjenda að þeir hafi lokið grunnháskólagráðu og hafi þriggja ára reynslu af vinnumarkaði. Nám- ið er svokallað „executive“ MBA- nám og er hagað með þeim hætti að gert er ráð fyrir að unnið sé með námi,“ segir Finnur. „Við val á um- sækjendum höfum við til hliðsjónar að nemendahópurinn standi saman af fólki með áhugaverða reynslu og fjölbreyttan bakgrunn, þannig að hver nemandi læri ekki aðeins af kennaranum heldur njóti ekki síður reynslu samnemenda sinna.“ Fagnað var á dögunum 5 ára út- skrifarafmæli fyrstu MBA-nemenda HR: „Námið hefur getið sér gott orð og leiddi könnun sem gerð var meðal útskriftarnema í ljós afar mikla ánægju með námið, aukin tækifæri í starfi og töluverða hækk- un launa umfram vísitölu að námi loknu,“ segir Finnur að lokum. Nánari upplýsingar um námið við Háskólann í Reykjavík má finna á slóðinni www.hr.is Menntu n | Kynningarfundur á MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík Metnaðarfullt og gefandi nám  Finnur Odds- son fæddist í Uppsölum árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1990, B.A. í sálfræði frá HÍ 1994 og doktorsprófi frá West Virginia University 2000. Finnur starfaði sem ráðgjafi í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu lektors við viðskiptadeild HR 2001. Síðan hef- ur hann gnegt starfi forstöðumanns rannsókna og framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla HR og hefur veitt MBA-námi HR forstöðu frá 2005. Finnur er kvæntur Sigríði Þor- geirsdóttur framkvæmdastjóra og eiga þau soninn Óttar. Tónlist Árbæjarkirkja | Vortónleikar Kórs Átthagafélags Stranda- manna í dag kl. 16. Stjórnandi er Krisztina Szklenár. Píanóleikari er Judith Þorbergsson. Einnig syngja bræðurnir Gunnar og Sig- mundur Jónssynir. Miðaverð er kr. 1800 fyrir fullorðna, frítt fyrir 14 ára og yngri. Seltjarnarneskirkja | Á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í dag kl. 17 verður fluttur tvíleikskonsert fyrir fiðlu og víólu eftir Mozart, KV 364, og önnur sinfónía Brahms. Einleik- arar eru Auður Hafsteinsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir og stjórnandi Óliver Kentish. Þetta eru 6. tónleikar 17. starfsársins. Myndlist Listasafn ASÍ | Kl. 15 í dag veita Anna Þóra Karlsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir leiðsögn um nor- rænu textílsýninguna „Frá einum til óendanleika“. Þar sýna, auk þeirra, K. Wiher- heimo og A. Hobin frá Finnlandi og M. Mannsåker frá Noregi. Paola Lovorsi samdi tónlist við sýninguna. Aðgangur ókeypis. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | 14. júní verður farin dagsferð í Þórs- mörk, Básar. Allir eldri borgarar velkomnir. Uppl. í s. 892-3011. Kaffi Hljómalind | Laugavegi 21. Kynning á nýju 3ja ára námi í náttúrulækningum, heilsumeist- aranámi verður kl. 17 í dag. Áhugasamir geta komið og hitt skólastjóra heilsumeistaranáms- ins og fengið upplýsingar um innihald námsins, kennsluaðferð- ir, tíma o.sfrv. en námið hefst í ágúst. Allir velkomnir. dagbók Í dag er sunnudagur 13. maí, 133. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is FRÉTTIR LOKASÝNING útskriftarnema í fatahönnun fór fram í húsi Orkuveitunnar við Gvendarbrunna í Heiðmörk föstudagskvöldið síðastliðið. Margt var um manninn og góður rómur gerður að verkum nemenda. Eins og sjá má af myndinni einbeittu gestir sér að flíkum frekar en fyrirsætum, en sú sem stik- ar tískubrautina á þessari mynd gæti allt eins verið höfuðlaus. Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskólans, sést hér lengst til vinstri einbeittur á svip og nýklipptur. Listaháskólinn fékk nýverið úthlutað lóð í Vatnsmýrinni und- ir nýja skólabyggingu, en skólinn hefur verið í tveimur byggingum í nær tvo ára- tugi, í Laugarnesi og við Skipholt. Fagnaði Hjálmar því með hárskurði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðlausa fyrirsætan HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hef- ur undirritað reglugerð um lög- gildingu stoðtækjafræðinga þar sem kveðið er á um menntun, rétt- indi og skyldur stoðtækjafræðinga. Samkvæmt reglugerðinni geta aðeins þeir sem fengið hafa starfs- leyfi heilbrigðisráðherra og hafa lokið viðurkenndu námi í stoð- tækjafræði kallað sig stoðtækja- fræðinga og starfað sem slíkir hér á landi. Sama gildir um þá sem heilbrigðisráðherra staðfestir að hafi leyfi til að starfa sem stoð- tækjafræðingur í landi sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu. Um 10 stoðtækjafræðingar eru starf- andi á Íslandi í dag. Viðstaddir undirritun reglugerðarinnar voru fulltrúar Félags stoðtækjafræðinga sem hefur um árabil beitt sér fyrir löggildingu stoðtækjafræðinga. Starf stoðtækjafræðinga felst í gerð, viðhaldi og eftirliti stoðtækja en með stoðtæki er átt við vél- rænan eða tæknilegan búnað sem er liður í meðferð sjúkdóma eða aðlögun útlima. Dæmi um slík stoðtæki eru gervilimir sem koma að hluta eða öllu leyti í stað útlims og spelkur sem koma í staðinn fyr- ir eða laga skerta getu líkams- hluta. Stoðtækjafræðingar starfa á eig- in ábyrgð en eru í starfi sínu háðir faglegu eftirliti landlæknis. Við undirritun Fulltrúar Félags stoðtækjafræðinga færðu heilbrigðis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttur, blóm. Frá vinstri: Þórir Jónsson, formaður Félags stoðtækjafræðinga, Sveinn Finnbogason, Siv Friðleifsdóttir, Ásta S. Halldórsdóttir, Guðmundur R. Magnússon og Atli S. Ingvarsson. Löggilding á starfi stoðtækjafræðinga ICELAND Express útskrifaði ný- lega 45 flugliða sem ráðnir hafa ver- ið til starfa hjá félaginu í sumar og hafa aldrei áður verið ráðnir svo margir flugliðar í einu hjá Iceland Express. Fjölgunin er í beinu sam- bandi við fjölgun ferða félagsins í sumar en þá bætast við fimm nýir áfangastaðir; Basel í Sviss, Billund í Danmörku, Eindhoven í Hollandi, Ósló í Noregi og París í Frakklandi. Tíu flugliðar til viðbótar sem hafa áður starfað í faginu hafa verið ráðn- ir í sumar svo alls hefja 55 nýir flug- liðar störf hjá félaginu í vor. Flugliðarnir hafa nú lokið nýliða- námskeiði en þeir þurfa að geta sinnt öllu frá hefðbundinni þjónustu við farþega til neyðaraðstoðar ef eitthvað fer úrskeiðis. „Starfið felst fyrst og fremst í öryggisvörslu og á flugliðanámskeiðum okkar er því langmest áhersla lögð á öryggi um borð, notkun öryggisbúnaðar, eld- varnir og reykköfun. Auk þess er notkun alls annars öryggisbúnaðar flugvéla kennd og æfð, þar með talin notkun neyðarrenna, rýming véla og björgun á sjó,“ segir Lísa Ólafs- dóttir yfirflugfreyja. Mikil áhersla er lögð á skyndihjálp, enda ekki hægt að hringja í Neyðarlínuna í há- loftunum. Jafnframt hefur sérsveit lögreglunnar aðstoðað hópinn við að læra hvernig eigi að afstýra vand- ræðum tengdum ölvun, múgæsingi og annarri hegðun svokallaðra „flug- dólga“. „Einnig var farið vandlega í allt sem tengist hefðbundnari þjón- ustu og umönnun farþega, auk þess sem flugliðarnir hafa lært framkomu og fengið leiðsögn um eigin förðun og hárgreiðslu,“ segir Lísa. Vel á sjöunda hundrað umsóknir barst og eftir að vandlega hafði verið farið yfir þær allar voru 150 manns kallaðir í viðtal þar sem tungumála- kunnátta var einnig könnuð. Nýliðar Iceland Express útskrifaði 45 flugliða að þessu sinni en alls hefja 55 nýir flugliðar störf hjá félaginu í vor, þrír karlmenn og 52 konur. Iceland Express útskrifar 45 flugliða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.