Morgunblaðið - 13.05.2007, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 77
Jafnvel í símanum hljómarrödd Oumou Sangare þrótt-mikil, hljómfögur og sterk.Sæki ég nokkuð illa að þér?
spyr ég og hún svarar á syngjandi,
afrískri frönsku sinni: „Nei, nei það
er allt í besta lagi, að vísu svolítið
heitt.“
Það er hins vegar hætt við því að
Oumou Sangare og tíu manna
hljómsveit hennar þurfi að pakka
niður vetrarfötunum til að sækja
„Vorblót“ í Reykjavík 17. maí því
hitinn gæti verið hátt í fjörutíu
gráðum lægri en í heimabæ hennar
Bamako í Afríkuríkinu Malí.
„Ég er hvergi bangin,“ segir
Oumou Sangare. Ég hef ferðast
víða í Evrópu og Ameríku og meðal
annars haldið tónleika í Kanada að
vetrarlagi.“ Oumou Sangare er
sannarlega kona sem lætur sér fátt
fyrir brjósti brenna og vetrarkuldi
norðurslóða vex henni ekki í augum.
Móðirin var söngkona og Oumou
litlu kippti í kynið því aðeins fimm
ára gömul var hún farin að troða
upp. Hún náði fljótt vinsældum í
heimalandi sínu og var ekki nema
átján ára þegar henni var boðið að
fara í tónleikaferð um Evrópu og
Karíbahafið í fararbroddi 27 manna
þjóðlagasveitar.
Þremur árum síðar gaf hún út
sinn fyrsta disk sem sló í gegn, ekki
aðeins í heimalandi hennar heldur
um alla Vestur-Afríku. Tónninn var
sleginn, því nafn verksins „Mous-
soulou“ þýðir einfaldlega konur.
„Ég hef alltaf fjallað mikið um
hlutskipti afrísku konunnar í tónlist
minni og textum. Konur í Malí þjást
mikið og rödd þeirra heyrist ekki.
Ég hef tekið að mér það hlutverk að
tala fyrir þeirra hönd og það er
hlutverk sem ég sinni með ánægju
og miklu stolti.“
Söngfuglinn frá Wassoulou
Tónlist Sangare er fremur ólík
þeirri malísku tónlist sem hvað
þekktust er á Vesturlöndum, ekki
síst Salif Keita og Ali Farkha heit-
inn Touré sem benti vestrænum
plötuútgefendum á hana. „Ég virði
tónlist Ali Farkha en tónlist okkar
er ólík.“
Sangare er frá Bamako en á ætt-
ir að rekja til Wassoulou héraðs í
suðvesturhluta Malí og þar eru ræt-
ur tónlistar hennar. Söngvarar í
Wassoulou eru sæmdir heið-
ursnafnbótinni Kono og undir því
nafni gengur hún í Malí: „Sangare
Kono“, söngfuglinn Sangare. Was-
soulou hljómurinn byggist á hefð-
bundnum veiðimannasöngvum sem
blandað er saman við trúarsöngva,
lofkvæði og uppskerutónlist. Mel-
ódíurnar eru fimm tóna, með dill-
andi, fjörugum hrynjanda og þótt
afrískur uppruni leyni sér ekki má
gjörla greina arabísk áhrif. Rödd
Sangare er í aðalhlutverki og hún
kallast gjarnan á við seiðandi söngl
bakraddasöngkvennanna. Þótt hlut-
skipti kvenna sé Sangare hugleikið
skyldi enginn halda að tónleikar
hennar minni á Rauðsokkakórinn
að syngja: „Áfram stelpur“ – því
það er engin helgislepja yfir Sang-
are.
Á sviði er Oumou Sangare í ess-
inu sínu, stórglæsileg og forkunn-
arfögur og á það til að senda karl-
rembusvínum og kvennabósum
tóninn og það er víst enginn skortur
á slíkum smámennum í Malí að
hennar sögn.
„Þegar ég stíg á svið á Íslandi,
munu áhorfendur fá að sjá og heyra
konu sem er fulltrúi Afríku og afr-
íska hljómsveit með ýmis hefð-
bundin hljóðfæri.“ Í bland við kunn-
ugleg hljóðfæri á borð við fiðlu,
gítar og bassa, eru afrísk hljóðfæri
á borð við kamalengoni, djembe og
bolon áberandi í tónlist hennar.
Hún er fædd árið 1968 í Bamako,
höfuðborg Malí. Skömmu eftir að
hún fæddist tók faðir hennar sér
aðra konu eins og títt er í ísl-
ömskum ríkjum og loks þá þriðju.
Sangare segir fyrstu minningu sína
vera um móður sína grátandi beisk-
lega þetta hlutskipti sitt. „Konur
þjást mikið fyrir þennan ósið,“ segir
Sanagare. „Allt frá því á fyrstu
plötu minni „Moussoulou“ hef ég
reynt að eggja afrískar konur til að
segja nei við fjölkvæni og útskýra
hvers vegna það á ekki rétt á sér.
Ekki frekar en að neyða konur til
að giftast mönnum gegn vilja sín-
um.“
Lostafull atlot elskhugans
Í frumstæðum afrískum þjóð-
félögum og raunar í flestum löndum
íslams er það ekki talið til siðs að
konur finni til losta og girndar hvað
þá að þær verði ástfangnar af elsk-
huga að eigin vali og fyrr má nú
rota en dauðrota að bera slíkt á
torg. Þegar Sangare var aðeins
fimmtán ára orti hún nýjan texta
við hefðbundið þjóðlag þar sem hún
fjallaði um unað ástarinnar og losta-
full atlot elskhuga síns. Þegar lagið
kom út á fyrsta diski hennar, varð
sannkölluð sprenging.
Sjálf var Sangare umskorin þeg-
ar hún var lítið barn. Hún hefur
sagt frá því að hún hafi ekki munað
eftir þeim atburði en hins vegar
hafi hún síðar verið viðstödd um-
skurð og muni aldrei gleyma ótta,
sársauka og angist litlu stúlkunnar
sem þannig var misþyrmt að móður
sinni og önmu viðstaddri. „Það er
mjög hvetjandi að þing Malí hefur
samþykkt lög sem banna umskurð
kvenna og það er engin spurning að
barátta okkar malískra kvenna
skipti miklu máli.“
Margt annað ber á góma í tónlist
Sangare sem oft og tíðum er sprell-
fjörug og sérdeilis dansvæn en þess
á milli angurvær. Hún fjallar um
ástina, hjónabandið, angist og
kvíða, uppskeruna, gestrisni, dauð-
ann og þrá hennar sjálfrar eftir því
að eignast barn. Og auðvitað líka
um fjölkvæni og hvernig kvenna-
bósar tæla konur og lofa öllu fögru.
Fyrsta konan er venjulega úr ætt-
inni og valin af föðurnum, en síðan
má karlmaðurinn velja sér eig-
inkonu númer tvö, síðan þrjú og
jafnvel fjögur en það er hámarkið
samkvæmt íslömskum sið.
Hann segir við fyrstu konuna: Þú
ert systir mín og þú ert best, því
sama blóð rennur í æðum okkar.
Við aðra konuna segir hann þú ert
uppáhaldskonan mín, því þú munt
ala mér falleg börn. Ég valdi þig
sjálfur en fjölskyldan valdi fyrstu
konuna. Hann er með sama fag-
urgalann við þriðju konuna en síðan
sitja þær eftir gamlar og bitrar og
hann tekur sér þá fjórðu, segir
Sangare í laginu Dugu Kamalemba
– Kvennabósinn.
Þetta endar allt með ósköpum og
því fleiri sem konurnar eru því fleiri
börn og fæstir hafa efni á að halda
þeim öllum uppi og því er þetta líka
fátæktargildra.
Sangare eignaðist barn eftir
nokkurra ára hjónaband og hefur
heldur dregið úr tónleikaferðum og
plötuútgáfu erlendis síðustu árin og
einbeitt sér að fjölskyldu sinni og
rekstri hótels sem hún reisti í Malí.
Hún gerir sjálf lítið úr því. Þetta er
bara lítið hótel.
Tónlist í Afríku er enn að miklu
leyti dreift á kassettum og oftar en
ekki er hljóðritað og afritað án sam-
þykkis listamannsins. Þótt næstum
fjögur ár séu liðin frá útkomu síð-
asta geisladisks Sangare Oumou og
þar á undan hafi liðið sjö ár á milli
diska þýðir það þó ekki að hún hafi
setið með hendur í skauti, heldur
einbeitt sér að heimamarkaðnum.
„Ég vil fyrst og fremst ná til míns
fólks og tala til þess.“
Pilsaþytur í bakaraofninum
Malí er eitt fátækasta land heims
og eitt hið vanþróaðasta en merki-
legt nokk er það lýðræðisríki.
Stjórnmálamenn hafa mjög biðlað
til Sangare um stuðning en hún hef-
ur aldrei ánetjast neinum flokki.
„Ég berst fyrir málstað kvenna,
aðallega afrískra kvenna en líka
kvenna um allan heim og ég mun
gera það svo lengi sem ég dreg lífs-
andann.“
Hún segist líka stolt af því að
taka að sér verkefni sem alþjóð-
legur sendiherra Matvælastofnunar
Sameinuðu þjóðanna. „Það er ekki
hægt að frelsa konur nema að berj-
ast fyrir því að uppræta fátækt því
það bitnar ekki síst á konum sem
þurfa að brauðfæða börn sín.“
Og ég heyri glögglega í viðtali
mínu við Oumou Sangare þar sem
hún talar við mig í farsíma að það
er rífandi gangur hjá henni og ég
ímynda mér hana fara með miklum
pilsaþyt um götur Bamako, hún er
komin á markað og eins og títt er
um konur, fer létt með að sinna
börnum sínum, kaupa í matinn og
tala við íslenskan blaðamann.
Ég spyr hana hvort hún standi í
ströngu. „Þetta er ekkert mál, bara
verst hvað það er heitt. Fjörutíu og
fimm stig í forsælu. Þetta er eins og
að vera í bakaraofni.“
Velkomin til Íslands, frú Sangare,
söngfuglinn frá Wassoulou.
Söngfuglinn í bakaraofninum
Söngfugl Oumou Sangaré hefur barist fyrir réttindum malískra kvenna.
Oumou Sangare, ein virtasta söngkonu Afríku,
syngur á Vorblóti í Nasa næstkomandi fimmtu-
dag. Árni Snævarr ræddi við söngkonuna þar
sem hún sprangar um götur Bakamo höfuðborg-
ar Malí með farsímann á lofti, börn í eftirdragi og
kaupir í matinn í 45 stiga hita.