Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 13.05.2007, Qupperneq 84
SUNNUDAGUR 13. MAÍ 133. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 10 °C | Kaldast 1 °C  Norðaustan og norðan 5–10 m/s og dálítil él norðan- og austanlands en annars léttskýjað. » 8 ÞETTA HELST» Annríki á kjörstöðum  Góð kjörsókn var víða um land í alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. Ríflega 221 þúsund manns var á kjörskrá, þar af 17 þúsund nýir kjósendur. »Forsíða Engar fastmótaðar reglur  Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að engar fastmótaðar reglur séu hér á landi um stjórnarmynd- unarferlið eftir þingkosningar. „Ef forsetinn er snjall getur hann virkað eins og ríkissáttasemjari sem er að leysa erfiða vinnudeilu,“ segir Eirík- ur um hlutverk forsetans. »6 Lóðir á föstu verði  Lóðum verður úthlutað á föstu verði í Reykjavík samkvæmt al- mennum reglum sem borgarráð hef- ur samþykkt. Kvöð er um greiðslu viðbótargjalds ef lóð eða fasteign er seld innan sex ára frá gerð lóð- arleigusamnings. »2 Vill koma Wolfowitz frá  Framkvæmdastjórn Alþjóðabank- ans hefur í hyggju að lýsa yfir van- trausti á Paul Wolfowitz, forstjóra bankans, í von um að það verði til þess að hann segi af sér. Stjórnin vill ekki víkja honum frá þar sem það gæti vakið deilu við bandarísk stjórnvöld. »6 Hamstrað í Færeyjum  Færeyingar eru farnir að hamstra matvæli og bensín vegna yfirvofandi verkfalls eða verkbanns þegar kjarasamningar falla úr gildi aðfara- nótt þriðjudagsins kemur. »2 SKOÐANIR» Staksteinar: Jákvæð barátta Forystugreinar: Alcoa, Alcan og Ísland | Reykjavíkurbréf Ljósvakinn: Beinagrindur í bikiníum UMRÆÐAN» Hár launakostnaður á Íslandi Svíi í tveimur störfum á Íslandi Ólöglegar eftirlíkingar frá Kína Hvalveiðar og hvalaskoðun Áfengisneyslan vex stöðugt Vestfirðir til framtíðar Að stilla Kompásinn ATVINNA» FÓLK» Cameron Diaz segist hafa átt erfið ár. »76 Guðmundur Krist- inn Jónsson er þeim töfrum gæddur að allt sem hann kemur nærri í tónlistinni verður að gulli. »74 TÓNLIST» Fondúpott- urinn góði KVIKMYNDIR» Íslandsvinkona gerir það gott. »76 TÓNLEIKAR» Fimm stjörnu tónleikar Konono no°1. » 81 Brasilíski tónlist- armaðurinn Caetano Veloso á að baki á sjötta tug af breið- skífum á fjórum ára- tugum. »80 Enn að og enn ferskur TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Steingrímur um orð Geirs 2. Auglýsing Jóhannesar ósmekkleg 3. Myndir af nýburum á netinu 4. Þúsundir fylgdust með risabrúðu GÍNURNAR í Harvey Nichols-vöruhúsinu í London skrýðast nú íslenskum sumarflíkum í fyrsta skipti, nánar tiltekið hvítu vorlínunni 2007 frá ELM. Þar taka þær sig ljómandi vel út meðal stallna sinna í nýjustu tísku frá heimsþekktum hönnuðum í kvenfatadeildinni á annarri hæðinni. Eigendur og hönnuðir ELM, Erna Steina Guð- mundsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Matthildur Halldórsdóttir, voru himinlifandi í fyrra þegar þær fengu pöntun sem hljóðaði upp á um 600 flík- ur frá þessu þekkta vöruhúsi sem þegar hefur pantað annað eins af vetrarlínu fyrirtækisins. „Það þykir mikill heiður í tískuheiminum að fá inni í þessu glæsilega vöruhúsi,“ segja þær. Meðal viðskiptavina Harvey Nichols er leik- konan Emma Thompson, sem hreifst svo af föt- unum frá ELM að hún bað stílista sinn að hafa samband við umboðsmann þeirra í Bretlandi með einhvers konar samvinnu í huga. Slíkt segja hönn- uðirnir að geti borgað sig því fræga fólkið hafi ótrúlega mikil áhrif á tískuna og sé í rauninni ein besta auglýsing sem hugsast geti. Umsvifin hjá ELM hafa aukist um 60% milli ára nokkur undanfarin ár og 70% frá 2005 til 2006 og er salan á Íslandi núna aðeins brot af veltunni. Tíu fastir starfsmenn vinna hjá ELM hér á landi, fimm í dótturfyrirtæki þeirra í Perú og einn um- boðsmaður í Bretlandi og annar í Bandaríkjunum, sem er þeirra stærsta markaðssvæði. Þar eru um eitt hundrað verslanir sem bjóða uppá ELM- fatnað, tíu í Bretlandi auk vöruhúsanna Selfridges og Liberty House og núna síðast Harvey Nichols, auk þess sem flíkurnar fást í tugum verslana víðs- vegar um Evrópu, tveimur í Japan og einni í Suð- ur-Afríku. | 26 Íslenska tískan í London Vorlínan frá ELM boðin til sölu í Harvey Nichols-vöruhúsinu í Knightsbridge Bjart Hvíti liturinn nýtur sín í vorlínu Elm. Í HNOTSKURN » Stofnendur, hönnuðir og eigendurELM eru textílhönnuður, listmálari og dramaþerapisti að mennt. » Fyrirtækið var stofnað fyrir níu árum. » Hver fatalína, vor, sumar, haust og vet-ur, samanstendur af um 300 sniðum og oft er hvert snið til í mismunandi efnum. » Veltan jókst um 70% frá árinu 2005 til2006. » Í undirbúningi er að ELM opni eiginlífsstílsverslun í London á næsta ári. HVÍLDARKLETTUR ehf. á Suður- eyri hefur selt erlendum ferðamönn- um 12.000 gistinætur í sumar og gerir ráð fyrir 1.500 til 1.800 ferða- mönnum í sjóstangaveiði árlega, að sögn Elíasar Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Sjóstangaveiði er eftirtektarverð- asta nýjungin í vestfirskri ferða- þjónustu og hefur á skömmum tíma náð að skapa sér ákveðna sérstöðu sem höfðar til erlendra ferðamanna, einkum Þjóðverja, sem kaupa ferð- irnar hjá þýskum ferðaþjónustufyr- irtækjum sem eru í samstarfi við Hvíldarklett og Fjord Fishing ehf. Fjord Fishing var stofnað 2005 í þeim tilgangi að efla ferðaþjónustu á Vestfjörðum með áherslu á sjó- stangaveiði. Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og einn forsvarsmanna fyrirtækisins, segir að hátt í eitt þúsund manns hafi komið á Vestfirðina á vegum Fjord Fishing í fyrrasumar og ætl- unin sé að tvöfalda og jafnvel þre- falda þann fjölda á næstu tveimur til þremur árum. | 4 Ásókn í sjó- stangaveiði Elías Guðmundsson Ómar Már Jónsson EINAR Guðlaugsson flugmaður hefur reynt margt um dagana. Hann flaug í gegnum kúlnaregn í Bíafra, var á vettvangi flugslyss- ins í Srí Lanka og eitt sinn mun- aði minnstu að illa færi þegar gammur flaug á vél hans. „Við vissum ekki hvað í ósköp- unum var á seyði en grunaði fyrst að gluggi hefði sprungið. Fljót- lega kom flugvélstjórinn aftur á móti auga á gat á flugstjórn- arklefanum fyrir neðan sætið mitt. Þá tók fiður og drulla að streyma inn um gatið og fyllti vit- in. Annan eins viðbjóð hef ég aldrei fengið upp í mig,“ rifjar Einar upp. Hann lenti vélinni heilu og höldnu á flugvellinum í Delí. „Það eru vitaskuld engar bækur til um það hvernig bregðast eigi við svona aðstæðum, þannig að ég spilaði þetta bara eftir eyranu. Það er ofsögum sagt að lendingin hafi gengið vel en miðað við að- stæður heppnaðist hún sæmilega. Ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig þetta tókst. Við hefðum ekki átt að lifa þetta af.“ Gæfan var ekki bara hliðholl Einari í þetta skipti en hann segir sögu sína í Morgunblaðinu í dag. | 10Morgunblaðið/Kristinn „Við hefð- um ekki átt að lifa þetta af“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.