Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is TVÆR einkasýningar verða opnaðar í Safni á Laugaveginum í dag með verkum tveggja ungra listamanna sem báðir hafa getið sér gott orð í íslenskri myndlistarsenu. Annars vegar er það sýning á málverkum Davíðs Arnar Halldórssonar sem ber yfirskriftina „Quadro Pop“ og hins vegar sýning á verki Unnars Arnar J. Auðarsonar, „Yfirborðs- safnið – Girndararkífið – Hrörnunararkífið“. Græðgi og hrörnun Unnar Örn býr og starfar í Atlanta í Bandaríkjunum og í Reykjavík og hafa verk hans verið sýnd víða hérlendis og erlendis. Listsköpun Unnars Arnar tengist gjarnan ákveðnu ferli eða breytilegu ástandi og oft eru verk hans hluti af stærri innsetningum eða ákveðnum tímatengdum verkefnum. Sýning hans sem verður opnuð í dag fellur undir þá lýsingu en það má segja að verkið þar taki stöðugum breytingum í þá fimm mánuði sem sýningin stendur yfir. Umgjörð verksins er eins konar glerhús, eða gróð- urhús, sem listamaðurinn hefur smíðað ofan á svalir Safnsins og svo er það lýst upp með blárauðum neonljósum. Hugmyndin er sú að glerhúsið þjóni hlutverki eins konar skjalasafns eða arkífs þangað sem Unnar sendir efni yfir fimm mánaða tímabil. Efnið sem hann sendir getur verið af ýmsum toga; póstkort, reikningar og að miklum hluta samanstendur það af pappírum sem tengjast hvers kyns rannsóknarvinnu sem listamaðurinn hefur fengist við. „Þetta er ákveðin leið til afgreiða þetta efni og skilja við það,“ segir Unnar Örn sem er að leggja lokahönd á glerhýsið þegar blaðamann ber að garði. Hýsið er smíðað úr viði og gleri og heldur varla veðri eða vindum og því lítið skjól fyrir allt það sem sent er þangað inn – og dagar þar uppi. Því er víst að hrörnun bíður aðsenda efnisins. Yfirborðssafnið er því yfirbyggingin sem hýsir Girndararkífið, þ.e.a.s. græðgi safnarans sem verður að lok- um að arkífi þar sem allt bíður óumflýj- anlegrar hrörnunar. Unnar Örn segir að efnið þurfi ekki eingöngu að koma frá hon- um heldur getur hver sem er sent í raun- inni hvað sem er. Síðan er það í höndum starfsfólks safns- ins að byggja upp arkífið og taka á móti öllu efninu sem fer inn en fyrst er það merkt og samþykkt formlega með stimpli. Þá mun rithöfundurinn og sýningastjór- inn Lesley Young halda eins konar dagbók í tengslum við verkið þar sem ætlunin er að skrásetja ferlið og allar þær breytingar sem verða á Girndararkífinu. Þegar sýningunni verður lokað í október stendur til að gefa út bók þar sem verk Unnars Arnar í Safni verður skráð sem hluti af stærri heild í ferli listamannsins. Bókin er samvinnuverkefni Unnars Arn- ar, Ármans Agnarssonar, Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, Lesley Young og Birtu Guð- jónsdóttur í Safni. Draumkennd veröld Davíð Örn Halldórsson býr og starfar í Reykjavík og fæst hann nánast eingöngu við málaralistina. Síðast tók hann þátt í sýningunni „Pakkhús postulanna“ sem hald- in var í Listasafni Reykjavíkur í fyrra og vöktu verk hans þar mikla athygli og hlutu mikið lof. Málverkin sem Davíð Örn sýnir í Safni eru þrettán talsins og eiga sum hver rætur nokkur ár aftur í tímann en önnur eru splunkuný. Ekki er um eiginlega mál- verkasýningu að ræða heldur er réttara að kalla þetta innsetningu en í sýningarrýminu hefur Davíð einnig úðað tvær fígúrur á veggina sem blandast saman við draum- kenndan heim málverkanna. Að sögn Dav- íðs vísar titillinn „Quadro Pop“ í tölvuleik, ekki ósvipaðan Tetris, sem félagar hans spiluðu mjög mikið eða þangað til leikurinn fór að yfirtaka drauma þeirra. Málverk Davíðs eru öll mjög draumkennd og ríkir í þeim mikil litagleði en bak- grunnur Davíðs liggur í grafík og það leynir sér ekki í verkunum hans. Verkin vísa með- al annars til teiknimynda, veggjalistar, pop- listar og eins og áður sagði, tölvuleikja. Efniviðurinn sem hann notast við er mjög breytilegur en hann málar yfirleitt á hvers kyns tréplötur, ýmist með málningu, tússi, stenslum eða lakki. Myndirnar eru í senn svipaðar og á sama tíma ólíkar. Oft má sjá eins konar fantasíulandslag í málverkunum og stundum glittir í kunnugleg form eða skrítnar fígúrur. Og það er heilmikið líf í verkunum og yfirleitt er þar einhver frá- sögn í gangi sem tilheyrir hugsanlega stærra samhengi – eins og stakur rammi í myndasögu. Einkasýningarnar tvær verða opnaðar í Safni í dag klukkan 16 og stendur sýning Davíðs til 1. júlí en sýning Unnars fram í október. Fantasíulandslag og hrörnunararkíf Morgunblaðið/G.Rúnar Tveir Unnar Örn og Davíð Örn opna báðir einkasýningu í Safni í dag. Sýningarnar nefnast „Quadro Pop“ og „Yfirborðssafnið – Girndararkífið – Hrörnunararkífið“. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is STOFUDRAMA fær nýja merkingu í leik- riti Sigtryggs Magnasonar Yfirvofandi, enda er það sett upp í stofunni heima hjá honum. Þegar blaðamann ber að garði sit- ur Ingvar Sigurðsson makindalega í sóf- anum. „Nú er þetta Mogginn,“ kallar Edda Arnljótsdóttir úr næsta herbergi. „Sjálf- stæðisflokkurinn! Þá set ég á mig varalit- inn.“ Sigtryggur sest með blaðamanni í eld- húsinu og kemur upp úr dúrnum að fáu verður breytt á heimilinu fyrir uppfærsl- una, að öðru leyti en því að opna og loka dyrum. Og dyrunum er einmitt lokað inn í eldhúsið þannig að æfingin geti hafist. „Við erum að sigla inn í mæðginaatriði þar sem er smávegis karókísöngur,“ segir Sig- tryggur til skýringar. Fyrir nokkru sýndi Þjóðleikhúsið verk Sigtryggs Herjólfur er hættur að elska og hann segir Yfirvofandi að einhverju leyti framhald á þeim pælingum um samskipti og samskiptaleysi, hamingju og óhamingju. „Það eru þrjár persónur í verkinu, hjónin hann og hún, og síðan strákurinn sem stjórnar framvindu verksins og er lykillinn að þeim, kannski á óvæntan hátt. Þetta er kannski meira ástand en framvinda, þó að það gerist ýmsilegt.“ – Af hverju heima í stofu? „Ég sá þetta ekki alveg fyrir mér á sviði. Þegar ég skrifa á ég erfitt með að hugsa rýmislega og sjá verkið fyrir mér á sviði. Ég var á tímabili farinn að hugsa það inn í gám, en þótti það aðeins of kalt, þannig að við enduðum bara hér heima. Það á ágæt- lega við þar sem leikritið fjallar um þessi hjón og við sjáum þau dálítið eins og í dýra- lífsmynd – í sínu náttúrulega umhverfi.“ – Líkjast þau þá húsráðendum? „Nei, langt í frá. Ég trúi ekki á það að maður þurfi að lifa allt sjálfur til að geta skrifað um það. Ég held að sköpunargáfan sé flóknari en svo, enda lenda fjölmargir í hörmungum án þess að geta komið því frá sér. Ég er mjög hamingjusamur maður.“ Hann segir það einfaldlega hafa verið minnst vesen að fara heim til sín. „Þó að við séum stundum sjö í heimili, þá er ágætt að þurfa ekki að fara að heiman til að fara á æfingar. Og fjölskyldan hefur tekið þessu vel. Börnin leika sér bara í herbergjum sín- um, en fylgjast líka með og finnst þetta spennandi. Þetta er auðvitað dálítið sérstök reynsla, en það er yndislegt að hafa þessa miklu listamenn á heimilinu. Ég kvarta ekki. Og ef þau fá kaffi eru þau ánægð.“ Það eiga aðeins eftir að rúmast 25 manns í salnum á heimili Sigtryggs að Lokastíg 5 á frumsýningunni á fimmtudaginn kemur. Höfundurinn og framleiðandinn selur sjálf- ur miða á næstu sýningar í gegnum tölvu- póst á slóðinni: naiv@internet.is Hjónalíf í sínu náttúrulega umhverfi Stofudrama Sigtryggur Magnason með nokkra af aðstandendum sýningarinnar í bakgrunni heima í stofu. Í Listamannahús- inu á Seljavegi 32 er að finna 47 vinnustofur SÍM, Sambands ís- lenskra myndlist- armanna. Þar er einnig sýning- arsalur sem heldur reglulega sýningar opnar almenningi og hinn 1. maí sl. var opnuð þar sýn- ing þeirra Braga Ásgeirssonar, Ein- ars Hákonarsonar, Hafsteins Aust- mann, Kjartans Guðjónssonar og Kristjáns Davíðssonar. Bragi Ásgeirsson sýnir olíumálverk sem ef til vill mætti kalla ljóðræna strangflatarlist, en íslenskir listamenn hafa löngum gætt alþjóðlegar liststefnur séríslensku ljóðrænu yfirbragði. Hér minnir mýkt síendurtekinna drátta á yf- irborði á sólmerlað haf en myndheiti eins og Mallorca og Morgunn hjálpa áhorfandanum við slíkar náttúrutengingar. Einar Hákonarson sýnir nokkuð umfangsmikið og metn- aðarfullt verk, Boðberinn, í dempuðu litrófi. Hafsteini Aust- mann bregst ekki bogalistin í lýrískum vatnslitamyndum sínum. Kjartan Guðjónson sýnir fjögur verk, fígúratífar myndir og ljóðræna abstraktsjón og er nokkur breidd í myndum hans. Kristján Davíðsson hefur löngu sannað sig sem einn okkar bestu málara og sýnir það einnig hér. Málverk fimmmenninganna eru ólík innbyrðis en skapa þó heild sem talar opið til áhorfandans. Þessir listamenn vinna samkvæmt vinnuaðferðum sem hafa sannað gildi sitt, verk þeirra eru aðgengileg og auðvelt að njóta þeirra, því er óhætt að mæla með innliti á Seljaveginn, ekki síst fyrir þá listamenn af yngri kynslóðinni sem taka þátt í grósku mál- verksins nú um stundir, ósjaldan með tilvísunum í verk fyrri kynslóða. Myndir mætast og ljóðræna vaknar MYNDLIST Seljavegur 32, SÍM salurinn Til maíloka. Opið fim. til lau. frá kl. 14-17. Samsýning: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Hafsteinn Aust- mann, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.