Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 14
Minnkandi Vatnsborðið nálgast efstu brún. Um það bil 50 m vantar upp á fulla vatnshæð. Flæmi Horft í átt að Kárahnjúk – alveg inn undir Vatnajökul. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is V atnsborð Háls- lóns er núna u.þ.b. 10 metr- um hærra en áætlanir Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir, en áætlunin byggðist á meðalrennsli í Jöklu síð- ustu ár. Lónið er komið í rúmlega 580 metra hæð yf- ir sjávarborð og stærð þess er um 21 ferkílómetri, en það verður um 57 ferkíló- metrar þegar það verður komið í fulla stærð. Reikn- að er með að það gerist í ágúst. Hlýindi og rigningar um áramót og í vor valda því að svo mikið vatn er komið í Hálslón, að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar um málefni Kárahnjúkavirkjunar. Hann segir þetta engu breyta varðandi fram- kvæmdirnar. Vatn sé ekki enn komið að hliðarstífl- unum, en framkvæmdir við þær eru á lokastigi, aðeins frágangsvinna er eftir. Snemma í júní mun vatn fara að flæða að Desj- arárstíflu, þegar vatns- borðshæðin nær 590 metrum yfir sjó. Um mitt sumar fer vatn svo að flæða að Sauð- árdalsstíflu. Hálslón er núna langt og mjótt. Það er um 25 km langt og 2 km breitt. Það er enn ís á lóninu, en hann er ekki landfastur vegna hækkunar vatnsborðsins. Hægt að aka yfir stífluna um verslunarmannahelgi Verið er að steypa háan varnarvegg ofan á Kárahnjúkastíflu. Þegar þessari vinnu er lokið verður hægt að keyra yfir stífluna. Sigurður segir að unnið verði við þessar framkvæmdir í júní og júlí, en stefnt sé að því að hleypa umferð á þessa nýju leið fyrir verslunarmannahelgi. Ferðamenn geti þá óhindrað komist á milli Vesturöræfa og Brú- ardala. „Það verður mjög tilkomumikið að fara yfir stíflurnar,“ segir Sigurður. Einnig er eftir að ljúka vinnu við yfirfallsrennur á austurbakkanum. Ennfremur á eftir að ljúka vinnu við Hraunaveitu, en vinnu við hana lýkur ekki fyrr en haustið 2008. Þessar framkvæmdir miða að því að veita vatni á svæðinu fyrir austan Snæfell í Jöklu. Þetta er um fjórðungur af vatninu sem notað verður til að knýja vélar Kára- hnjúkavirkjunar. Lónið í 21 ferkílómetra stærð Morgunblaðið/RAX Lónið Kárahnjúkur er hægra megin við miðju – stíflan í bakgrunni virðist ósköp lítil orðin. Eitt í einu Hinn sérkennilegi Þrepafoss fer smám saman í kaf. Tveir neðstu fossarnir eru þegar horfnir. 14 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.