Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 14

Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 14
Minnkandi Vatnsborðið nálgast efstu brún. Um það bil 50 m vantar upp á fulla vatnshæð. Flæmi Horft í átt að Kárahnjúk – alveg inn undir Vatnajökul. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is V atnsborð Háls- lóns er núna u.þ.b. 10 metr- um hærra en áætlanir Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir, en áætlunin byggðist á meðalrennsli í Jöklu síð- ustu ár. Lónið er komið í rúmlega 580 metra hæð yf- ir sjávarborð og stærð þess er um 21 ferkílómetri, en það verður um 57 ferkíló- metrar þegar það verður komið í fulla stærð. Reikn- að er með að það gerist í ágúst. Hlýindi og rigningar um áramót og í vor valda því að svo mikið vatn er komið í Hálslón, að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar um málefni Kárahnjúkavirkjunar. Hann segir þetta engu breyta varðandi fram- kvæmdirnar. Vatn sé ekki enn komið að hliðarstífl- unum, en framkvæmdir við þær eru á lokastigi, aðeins frágangsvinna er eftir. Snemma í júní mun vatn fara að flæða að Desj- arárstíflu, þegar vatns- borðshæðin nær 590 metrum yfir sjó. Um mitt sumar fer vatn svo að flæða að Sauð- árdalsstíflu. Hálslón er núna langt og mjótt. Það er um 25 km langt og 2 km breitt. Það er enn ís á lóninu, en hann er ekki landfastur vegna hækkunar vatnsborðsins. Hægt að aka yfir stífluna um verslunarmannahelgi Verið er að steypa háan varnarvegg ofan á Kárahnjúkastíflu. Þegar þessari vinnu er lokið verður hægt að keyra yfir stífluna. Sigurður segir að unnið verði við þessar framkvæmdir í júní og júlí, en stefnt sé að því að hleypa umferð á þessa nýju leið fyrir verslunarmannahelgi. Ferðamenn geti þá óhindrað komist á milli Vesturöræfa og Brú- ardala. „Það verður mjög tilkomumikið að fara yfir stíflurnar,“ segir Sigurður. Einnig er eftir að ljúka vinnu við yfirfallsrennur á austurbakkanum. Ennfremur á eftir að ljúka vinnu við Hraunaveitu, en vinnu við hana lýkur ekki fyrr en haustið 2008. Þessar framkvæmdir miða að því að veita vatni á svæðinu fyrir austan Snæfell í Jöklu. Þetta er um fjórðungur af vatninu sem notað verður til að knýja vélar Kára- hnjúkavirkjunar. Lónið í 21 ferkílómetra stærð Morgunblaðið/RAX Lónið Kárahnjúkur er hægra megin við miðju – stíflan í bakgrunni virðist ósköp lítil orðin. Eitt í einu Hinn sérkennilegi Þrepafoss fer smám saman í kaf. Tveir neðstu fossarnir eru þegar horfnir. 14 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.