Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei, þetta er ekkert svoleiðis, Nonni minn, þetta eru bara strikamerkingar. Friðjón R. Friðjónsson | 18. maí 2007 Ný stjórn Ég hef þrjár óskir, sú fyrsta ætti að vera öll- um ljós sem lesið hafa þetta blogg, hvern ég vil sjá áfram í ráð- herrastóli, eftir at- burði undanfarinna daga þá snýst það um trúverð- ugleika Sjálfstæðisflokksins að Björn verði áfram ráðherra. Önnur er sú að Sjálfstæðisflokkurinn skipti upp ráðuneytunum, losi sig við einhver og taki heilbrigðisráðu- neytið. Meira: fridjon.blog.is Kolbrún Baldursdóttir | 17. maí 2007 Fyrirsætustörf Lalla Johns Ég vil taka undir með þeim sem finnst þetta ósmekklegt því sjálfri finnst mér þetta óvið- eigandi og óheppilegt. Ekki er erfitt að ímynda sér hver viðbrögðin væru ef t.d. dæmdur nauðgari birtist á aug- lýsingaplakati sem hefði þann til- gang að hvetja konur til að fara var- lega að næturlagi eða forðast ákveðin skuggasund. Meira: kolbrunb.blog.is Helga Vala Helgadóttir | 17. maí Ný ríkisstjórn part tú! Þórunn Sveinbjarnar- dóttir hefur mun meiri reynslu en Katrín – og þess vegna setti ég hana inn frekar en Kötu. Það er ekkert á Kötu hallað þó að ég setji Þórunni inn, sem að mínu áliti er algjör þunga- vigtarstjórnmálamaður og gæti í raun hvort sem er sinnt utanríkis- sem umhverfisráðuneyti. Það mun þó aldrei eða ólíklega verða svo að tveir ráðherrar komi úr Krag- anum. Mér finnst það ólíklegt a.m.k. Meira: helgavala.blog.is Jón Valur Jensson | 18. maí 2007 Ný stjórn velkomin en... „Ráðabrugg og klókindi, svik við vinstrabandalag, samið við höfuð- óvininn (á hvorn veginn sem er), ver- ið að ýta Sólrúnu til áhrifa í stað þess að halda henni nógu lengi í skugganum til þess að hún yfirgefi stjórnmál- in,“ – þannig heyrist talað í kringum þessa stjórnarmyndun. En vilja menn frekar veika stjórn með Vinstri- grænum, sem um margt eru ger- ólíkir Sjálfstæðisflokknum? Hve lengi héldi sú stjórn, og væri hún farsæl til að koma reglulegri skipan á okkar varnarmál? Kannski með því að gera Steingrím J. að ut- anríkisráðherra?! Annar kostur í stöðunni var að taka Frjálslynda inn, og ég hefði stutt það, en slík stjórn hefði naum- ast gert Framsókn neitt gott. Þrátt fyrir augljósa gremju Guðna í Kast- ljósi í gær yfir því, hvernig fór, hygg ég flokk hans komast betur frá þessu til langframa með því að sleikja sárin og byggja sig upp. Það telja meiri reynsluboltar en sá, sem þetta ritar, s.s. Ingvar Gíslason, fv. menntamálaráðherra. Ég hef lýst því áður, að ESB- aðildin verði lítið mál fyrir þessa verðandi stjórn: á því er einfaldlega enginn áhugi, málið allt óraunhæft á kjörtímabilinu. Samfylkingunni er það miklu meira kappsmál að fá loksins að verma valdastólana en svo, að hún fari að gera slíka sér- vizku sumra talsmanna sinna að neinu ágreiningsmáli við Sjálfstæð- isflokkinn. Veitum þessari stjórn aðhald með jákvæðum hætti, fylgjumst með því, hvaða stefnu hún tekur upp í stór- iðjumálum, styðjum áherzlur á bætt kjör og aðstæður aldraðra og ör- yrkja, fátækra og annarra sem stuðning þurfa í þjóðfélaginu. Hætt er við, að þetta verði afar bleik stjórn, með mikilli áherzlu á tilbúin, en að sumu leyti nauðsynleg kvennamál, en von mín og bæn er sú, að það verði ekki til að frysta alla möguleika á því, að dregið verði úr fósturdeyðingum – og hafa mega femínistarnir í báðum flokkum í huga, að annað hvert ófætt barn, sem hér lætur lífið, er meybarn. Meira: jonvalurjensson.blog.is VEÐUR Úrill viðbrögð framsóknarmannavegna stjórnarslitanna fara þeim illa. Og að uppnefna hugs- anlega samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar „Baugsstjórn“ er asnalegt. Því fyrr sem framsóknar- menn hætta að láta svona þeim mun betra fyrir þá sjálfa. Með því að láta svona eins og þeir gera missa þeir sjálfsvirðingu sína.     Það hefði veriðbetra fyrir Framsóknar- flokkinn að end- urnýja flokkinn í ríkisstjórn. Nú bendir allt til þess, að svo verði ekki og þá eiga þeir að ein- beita sér að upp- byggingu flokksins í stjórnarand- stöðu.     Yfirgnæfandi líkur eru á aðGuðni Ágústsson taki við flokknum af Jóni Sigurðssyni. Það er góður kostur fyrir Framsókn- arflokkinn. Guðni mun beina sjón- um flokksins að uppruna hans og rótum á landsbyggðinni. Guðni er stjórnmálamaður, sem höfðar til hinnar jákvæðu þjóðerniskenndar í brjóstum Íslendinga. Hann mun ná til fólks. Hann er „folketaler“.     Ef samstjórn Sjálfstæðisflokks ogSamfylkingar gengur of langt í að auka innflutning á landbúnaðar- afurðum mun Guðni sópa fylgi að Framsóknarflokknum á lands- byggðinni. Það verður varasamt fyrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins á landsbyggðinni. Ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur undan Samfylkingunni í ESB- málum mun Guðni fara um sjávar- þorpin og spyrja, hvort Brussel, Grimsby og Hull eigi að komast upp með að stjórna nýtingu auð- lindarinnar við Íslands strendur.     Framsóknarflokkur GuðnaÁgústssonar á marga leiki í stöðunni og á að hætta þessu væli. STAKSTEINAR Guðni Ágústsson Framsóknarflokkur Guðna SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             ! ""#   ! ""# !""!  "$       !""!   :  *$;<                     !  "  #   $   %  &  *! $$ ; *! % & '  &  $ ( )( =2 =! =2 =! =2 %$ '"!* "# +,!("- >         6 2  .( " /   ) ( !&  0   !/   (""""#  ;  1( '! !#  !""!  / "  ( """#  0 - 2    *  %"  ('! /3 + & ""#  " '!&"#("" 42 "(55! !" ("""6!& "  "#"( 0   ! 72!!  (55 "!(   8 (  (* "# 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B    / / /                 / / / / / / / / / / / /            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gesti Jónssyni, formanni landskjörstjórn- ar: „Í Viðskiptablaðinu 18. maí er við- tal við Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, þar sem hann lætur í ljós skoðanir á auglýsingum Jóhannesar Jónssonar, kaupmanns í Bónus, sem skoraði á kjósendur Sjálfstæðis- flokksins í kjördæmi ráðherrans að strika yfir nafn hans á kjörseðlinum. Í því samhengi er haft eftir ráðherr- anum: „Athygli hefur verið vakin á því að Gestur Jónsson höfuðlögmaður Baugs er formaður landskjörstjórn- ar. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði af sér sem formaður yfirkjörstjórn- ar þegar Ólafur Ragnar Grímsson var í kjöri vegna orða, sem hann hafði látið falla um Ólaf. Gestur Jónsson telur hins vegar eðlilegt, að hann sitji sem formaður landskjör- stjórnar. “ Mér er gert óþarflega hátt undir höfði þegar ég er titlaður „höfuðlög- maður Baugs“. Hið rétta er að ég hef verið skipaður verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar í málum ákæruvaldsins gegn honum. Ég get því miður ekki hreykt mér af því að hafa sem lögmaður átt þátt í glæsi- legri uppbyggingu Baugs á undan- förnum árum. Mér finnst afleitt að ráðherrann dragi nafn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttardóm- ara, inn í umræðuna með þessum hætti. Ráðherrann veit vel að hlut- verk landskjörstjórnar í alþingis- kosningum er gjörólíkt hlutverki yf- irkjörstjórna í forsetakosningum. Í forsetakosningum eiga kjósendur val á milli fárra einstaklinga en í al- þingiskosningum er kosið á milli stjórnmálaflokka þar sem frambjóð- endur skipta hundruðum. Yfirkjör- stjórnir annast alla framkvæmd kosninganna, þ.m.t. talning atkvæða og útstrikana. Landskjörstjórn tek- ur síðan við skýrslum frá yfirkjör- stjórnum hvers kjördæmis, m.a. um atkvæðatölur hvers lista og fjölda útstrikana einstakra frambjóðenda. Landskjörstjórn úthlutar þingsæt- um á grundvelli þessara upplýsinga og gefur síðan út kjörbréf til þeirra sem kosningu hlutu. Mér finnst það vera áhyggjuefni að dómsmálaráðherra skuli gefa það í skyn í opinberu viðtali að staða mín sem verjanda Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar geri mig vanhæfan sem for- mann landskjörstjórnar. Gestur Jónsson hrl, formaður landskjörstjórnar.“ Athugasemd vegna viðtals við dómsmálaráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.