Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TIL harkalegra orðaskipta kom í gær á fundi full- trúa Rússlands og aðildarríkja Evrópusam- bandsins sem haldinn var í sumardval- arstaðnum Volshkí Útjos, að sögn BBC. Angela Mer- kel, kanslari Þýskalands, lýsti áhyggjum sínum af því að and- ófsmenn, þ. á m. skákmeistarinn Garrí Kasparov, skyldu hafa verið handteknir er þeir ætluðu að fara til Volshkí Utjos til að mótmæla mannréttindabrotum stjórnar Vladímírs Pútíns forseta. Forsetinn svaraði með því að fullyrða að stjórnvöld í Eistlandi ofsæktu þjóð- arbrot Rússa í landinu. Sagði Pútín m.a. að eistneska lögreglan hefði beitt allt of mikilli hörku og hrein- lega drepið einn af þátttakendum í mótmælum ný- lega gegn flutn- ingi á umdeildu minnismerki um rússneska her- menn. Forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, Jose Manu- el Barroso, var- aði Rússa við því að ef þeir gripu til að refsiað- gerða gegn einu aðildarríki yrði lit- ið á það sem aðgerð gegn samband- inu öllu. Markmiðið með fundinum var að reyna að bæta samskipti Rússa við vestræn ríki en það virðist alls ekki hafa tekist. Meðal mála sem eitrað hafa samskiptin eru deilur um framtíð Kosovohéraðs, Rússar and- mæla hugmyndum um sjálfstæði þess frá Serbíu. Einnig er deilt um viðskipti og orkusölu. Misheppnaður sáttafundur Rússa og ESB-ríkja Reuters Ósammála Vladímír Pútín (t.h.) og Angela Merkel á fundinum. Genf. AP. | Karlar í San Marino verða allra karla elstir, þeir geta átt von á því að ná 80 ára aldri. Sem fyrr eru lífslíkur kvenna þó enn betri, í Japan geta konur vænst þess að verða 86 ára gamlar. Ísland er ofarlega á listanum yfir hæstu og lægstu lífslíkur þjóða, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sendi frá sér í gær, en íslenskir karl- ar geta vænst þess að verða 78 ára gamlir og konur 83 ára. Ungbarnadauði algengur í Afganistan Á eftir San Marino koma Ástralía, Ísland, Japan, Svíþjóð og Sviss með 79 ár; en hjá konum kemur Mónakó næst með 85 ár og svo Andorra, Ástralía, Frakk- land, Ítalía, San Marino, Spánn og Sviss með 84 ár. Á hinum enda kvarðans kemur fram að karlar í Afríkuríkinu Sierra Leone geta aðeins vænst þess að verða 37 ára gamlir. Konur í Swazilandi verða einnig að jafnaði 37 ára gamlar, en þær eru í neðsta sæti kvenna megin. Barnadauði er mestur í Afganistan, þar deyja 165 ungbörn af hverjum 1.000 sem fæðast; en minnstur í Singapore og á Íslandi en þar deyja aðeins tvö ungbörn af hverj- um 1.000. Í skýrslu WHO kemur fram að lönd neðarlega á þessum listum um lífslíkur eyddu mun minna í heilbrigðismál en önnur. Hvergi minna um smábarna- dauða en á Íslandi Morgunblaðið/RAX Heilbrigði Gott á Íslandi. Moskvu. AFP. | Stjórnvöld í Rúss- landi hafa höfðað mál gegn banka í Bandaríkjunum og segja hann hafa verið notaðan við peningaþvætti er kostað hafi Rússa 22,5 milljarða dollara, um 1400 þúsund milljónir ísl. kr. Forsaga málsins er að 1998 hóf lögregla vestanhafs rannsókn á þvætti á sjö milljörðum dollara þar sem reikningar í umræddu fyrir- tæki, Bank of New York (BNY), voru notaðir. Kom í ljós að fyrrver- andi stjórnarformaður BNY, hin rússneskættaða Lucy Edwards, hafði ásamt eiginmanni sínum, Pet- er Berlin, opnað reikning árið 1996 og var hann notaður til að þvætta milljarðana frá Rússlandi. Árið 2000 hófu Svisslendingar síðan rannsókn á öðru hneyksli í bankanum. Var um að ræða meint svindl í tengslum við lán frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, um 4,8 milljarða dollara. BNY samþykkti árið 2005 að ljúka þvættismálinu með 38 milljóna dollara sekt. Hjón- in viðurkenndu síðar brot sín, greiddu bætur og sættu stofuvarð- haldi í sex mánuði. Rússar krefjast skaðabóta vegna peningaþvættis STARFSMENN bandarísks björg- unarfyrirtækisins hafa fundið 17 tonn af gull- og silfurpeningum í skipsflaki á botni Atlantshafs. Verðmæti fjársjóðsins er talið vera um hálfur milljarður dala, jafnvirði nærri 32 milljarða króna. Fundu fjársjóð MIKIÐ uppnám varð í dýragarð- inum í Rotterdam í Hollandi þegar górillan Bokito birtist skyndilega meðal gesta í matsalnum og hafði sloppið úr búri sínu. Þrír slösuðust í hamaganginum sem varð og ein kona, sem Bokito hrifsaði til sín og dró stutta vegalengd. Bokito var síðar skotinn með deyfibyssu. AP Slapp úr búri sínu LEIT að Madeleine McCann, fjög- urra ára stúlku, sem var rænt í Alg- arve í Portúgal 3. maí, hefur engan árangur borið. Vefsíða (www.find- madeleine.com) var opnuð til að að- stoða við leitina og hafa meira en 65 milljónir heimsótt hana. 65 milljón gestir TEDRYKKJA þykir of tímafrek í Terengganu í Malasíu og hafa yfir- völd ákveðið að banna opinberum starfsmönnum að fara út í te í vinnunni. Þess í stað verða settir upp tekrókar í öllum opinberum byggingum. Te tímafrekt VOPNAÐIR Hamas-liðar við útför á Gaza í gær, átökin á svæðinu valda því að fáir mæta nú við útfar- ir þar sem fólk óttast að verða skot- mark. Stöðugt berast fréttir af blóðugum átökum milli Hamas- og Fatah-manna á svæðinu, auk þess sem Ísraelar hafa gert mann- skæðar loftárásir síðustu daga til að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. „Þetta er nóg, nóg,“ hvíslaði 10 ára drengur, Majid Fajja og þrýsti lófunum að eyrum sér. „Ég vil ekki heyra meiri skothríð...Hún kemur frá aröbum og gyðingum“. Reuters Vopnuð útför á Gaza Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÝKJÖRINN forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, samþykkti í gær ráðherralista forsætisráðherra síns, Francois Fillons, og skipa konur sjö af 15 ráðherraembættum. Mesta at- hygli vakti skipun sósíalistans Bern- ard Kouchners í embætti utanríkis- ráðherra og einnig tekur nú afkomandi innflytjenda frá Norður- Afríku í fyrsta sinn sæti í ríkisstjórn í Frakklandi. Þykir nú ljóst að Sar- kozy vilji reyna að efna loforð sín um að sameina þjóðina. Sósíalistar fóru hörðum orðum um Kouchner og sögðu hann vera að svíkja lit, þeir sögðust líta svo á að hann væri nú genginn úr flokknum. „Hann útilokaði sig sjálfur,“ sagði talsmaður Sósíalistaflokksins, Beno- it Hamon. Kouchner, sem er 67 ára, læknir og heimsþekktur baráttu- maður fyrir mannréttindum, var eitt sinn ráðherra í stjórn sósíalistans Lionel Jospins. Kouchner stofn- aði ásamt öðrum samtökin Læknar án landamæra ár- ið 1971. Hann var æðsti fulltrúi Sameinuðu þjóð- anna í Kosovo 1999-2000. Kouchner er afar umdeildur á vinstrivængnum, ekki síst vegna þess að hann þykir mjög hlynntur Bandaríkjunum og studdi innrásina í Írak 2003. Var það ekki síst vegna samúðar með mál- stað Kúrda sem voru ofsóttir í í Írak. Sagðist hann ekki mæla almennt með hernaðarlausnum en óhjá- kvæmilegt væri að koma harðstjór- anum Saddam Hussein frá völdum. Hinn 61 árs gamli Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra, fær nú uppreisn æru en hann hlaut árið 2004 skilorðsbundinn dóm fyrir fjár- málaspillingu og var jafnframt úti- lokaður frá þátttöku í stjórnmálum í eitt ár. Juppé verður nú ráðherra umhverfismála en Sarkozy leggur þunga áherslu á þann málaflokk. Rachida Dati, sem er 41 árs, tekur við embætti dómsmálaráðherra. Hún varð landsþekkt þegar hún varð aðaltalsmaður Sarkozy í kosninga- baráttunni. Hún á ættir að rekja til Marokkó og Alsír en fólki með slíkan bakgrunn hefur gengið afar illa að kveðja sér hljóðs í stjórnmálum Frakklands þótt það skipti milljón- um í landinu. Michele Alliot-Marie verður ráð- herra innanríkismála en hún var varnarmálaráðherra í ríkisstjórn fráfarandi forsætisráðherra, Dom- inique de Villepin. Við varnarmálunum tekur Hervé Morin. Ráðherrum fækkar úr 30 í 15 og hlutfall kvenna í ríkisstjórn hefur aldrei fyrr verið svo hátt. Þess má geta að aðeins um 14% þingsæta í Frakklandi eru skipuð konum. Konur nær helmingur ráðherra Sarkozy Bernard Kouchner Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is PAUL Wolfowitz, yfirmaður Al- þjóðabankans, mun láta af því emb- ætti 30. júní næstkomandi. Kveðst hann gera það með hagsmuni bank- ans í huga en hann er sakaður um að hafa brotið siðareglur hans með því að hygla ástkonu sinni og veita henni mikla launahækkun. Síðustu daga hefur bankastjórnin eða framkvæmdastjórarnir 24 reynt að finna leið til að auðvelda Wolfo- witz afsögnina og felst hún í því að bankinn viðurkennir að hafa veitt honum óljós og illa ígrunduð ráð er málefni ástkonu hans, Shaha Riza, komust fyrst í hámæli. Wolfowitz varð yfirmaður Al- þjóðabankans í júní 2005 og skömmu síðar veitti hann Riza verulega stöðu- og launahækkun. Hér var að sjálfsögðu um að ræða mikinn hags- munaárekstur og vegna þess var Riza flutt í starf í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu. Alþjóðabankinn greiddi þó áfram launin hennar, nærri 200.000 dollara, 12,6 milljónir íslenskra kr. Bankastjórnin fer að öðru leyti fögrum orðum um störf Wolfowitz og nefnir ýmislegt, sem áunnist hafi. Í yfirlýsingu frá starfsmannafélagi bankans kveður hins vegar við ann- an tón og þar er Wolfowitz gagn- rýndur fyrir að hafa sýnt yfirgang og hroka. Vangaveltur um eftirmann Evrópuríki beittu sér mest fyrir því, að hann segði af sér en Banda- ríkjastjórn studdi hann til loka. Talsmaður George W. Bush Banda- ríkjaforseta sagði í gær, að hann harmaði þetta mál allt en myndi fljótlega tilnefna annan mann sem yfirmann Alþjóðabankans. Hafa nokkrir menn verið nefndir sem lík- legir eftirmenn Wolfowitz, þar á meðal Robert Zoellick, fyrrv. við- skiptafulltrúi Bandaríkjanna, Robert Kimmitt aðstoðarfjármála- ráðherra og Paul Volcker, fyrrv. seðlabankastjóri. Paul Wolfowitz á förum Reuters Starfslok Paul Wolfowitz fer frá húsi sínu í Washington í fyrradag. Í HNOTSKURN » Sem aðstoðarvarnarmála-ráðherra var Wolfowitz einn helsti hvatamaður innrás- arinnar í Írak. » Ekki síst þess vegna varalla tíð mikil andstaða við skipan hans sem yfirmanns Al- þjóðabankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.