Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Viðræður ganga vel  Viðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gengu vel í gær að sögn flokksformanna. Geir H. Haarde forsætisráðherra baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt og fékk jafnframt umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar. » Forsíða Kambur á Flateyri hættir  Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs ehf. á Flateyri hafa ákveðið að selja eignir fyrirtækisins og hætta rekstri þess. Við það missa 120 manns vinn- una. » 2 Margar konur í stjórn  Sjö konur eru ráðherrar í nýrri 15 manna ríkisstjórn Frakklands undir forsæti Nicolas Sarkozy, nýkjörins forseta. Hlutfall kvenna í ríkisstjórn Frakklands hefur aldrei áður verið jafnhátt. » 18 Met í ferðaþjónustu  Horfur þykja góðar fyrir íslenska ferðaþjónustu enn eitt árið, en hún velti 50 milljörðum króna í fyrra og sló þar með tekjumet. Gert er ráð fyrir 10% tekjuaukningu ferðaþjón- ustunnar á þessu ári. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Framsóknarflokkur … Forystugreinar: Grænn flokkur Öryggis- og varnarmál rædd við Þjóðverja UMRÆÐAN» Nikkuherinn Sjúkraþjálfun á hestbaki Örlítil sjúkrasaga Æðruleysismessa í upphafi sumars ´ Lesbók: Íslensk hönnun Niður við vatnið Börn: Verðlaunaleikur Settu litla lambið í bakaraofninn LESBÓK | BÖRN » 0  #9% -" * "# : "!  ""!   / / / / /  / / /  / / / / / / / / / / ,;(5 %  /  / / / / / / / <=>>1?@ %AB?>@.:%CD.< ;1.1<1<=>>1?@ <E.%;;?F.1 .=?%;;?F.1 %G.%;;?F.1 %8@%%.H?1.;@ I1C1.%;AIB. %<? B8?1 :B.:@%8*%@A1>1 Heitast 12 °C | Kaldast 1 °C  Norðanátt, víða 8-13 m/s. Bjartviðri sunnan til, annars skýjað. Dá- lítil slydda eða él fyrir norðan og austan. » 10 Birta Björnsdóttir skrifar frá hátíðinni í Cannes um rauða dregilinn og stjörn- urnar sem á honum ganga. » 49 KVIKMYNDIR» Gallabuxur bannaðar TÓNLIST» Áhugaverðir tónleikar Oumou Sangaré. » 50 Páll Ragnar Pálsson starfar hjá fyrirtæki sem hyggst þróa og markaðssetja tölvu- leik sem markar ný spor á sínu sviði. » 46 TÖLVULEIKIR» Hannar tölvuleik KVIKMYNDIR» Bíómyndin Brotalöm fær fjórar stjörnur. » 47 TÓNLIST» Trentemøller varð leiður á rokkinu. » 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Topplaus Britney þakkar 2. Jón Sigurðsson: Staðfestir … 3. Eiður Smári í „fréttunum“ 4. Steingrímur: Ingibjörg afsalað … ANNA Kisselgoff er án efa kunn- asti dansgagnrýnandi heims, og skrifaði um danslistina í New York Times í áratugi, þar til hún lét af því starfi í fyrra. Hún þekkt- ist boð um að koma hingað til lands til að sjá sýningu Helga Tómassonar og San Francisco- ballettsins, og notar tækifærið til að skrifa um hana fyrir veftíma- ritið Voice of Dance. Anna Kissel- goff spáði Helga Tómassyni strax miklum frama, þegar hann kom fyrst fram í New York um 1970, og þeir sem hafa fylgst með ferli hans, hafa oftar en ekki gert það gegnum skrif hennar. Fyrir þau skrif og tengsl við íslenska dans- list fékk hún riddarakross fálka- orðunnar árið 2002. Stjórn Leik- félags Reykjavíkur bauð Önnu í hádegisverð í gær, þar sem rætt var um kynni hennar af Helga, þróun danslistarinnar og gagn- rýni. Anna Kisselgoff sækir Ísland heim til að fylgjast með Helga Tómassyni Morgunblaðið/G.Rúnar Reyndist sannspá Dansgagnrýnandinn Inga Jóna Þórðardóttir stjórnarformaður LR, Guðjón Pedersen leikhússtjóri og Anna Kissel- goff dansgagnrýnandi, en hún spáði Helga Tómassyni miklum frama við upphaf ferils hans í New York um 1970. ÞAU Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir luku bæði tónsmíðanámi fyrir stuttu, en þau hafa hingað til verið, og eru enn, áberandi í hljómsveitum sín- um, Kjartan sem einn liðsmanna Sigur Rósar og María í hljómsveit- inni Amiinu. Í viðtali í Lesbókinni ræða þau um tónlistina sem er líf þeirra, en bæði hafa þau lagt stund á tónlist frá fimm ára aldri. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Kjartan telur sig varla kunna á hljóðfæri lengur þó að hann hafi lært á píanó, þverflautu, óbó, saxófón og selló og hafi at- vinnu af því að spila tónlist. Einnig kemur fram að María hugðist um tíma leggja fiðluna á hilluna fyrir fullt og fast, en sá svo að sér. | Lesbók Lifa bæði í tónlistinni Listamenn Kjartan Sveinsson og María Huld Markan. KÓPAVOGSBÆR og Samtök for- eldrafélags og foreldraráðs við grunnskóla Kópavogs, SAMKÓP, sendu í gær frá sér tilkynningar til að vekja athygli á því að auglýstir tónleikar útvarpsstöðvarinnar Flass 104,5 fyrir unglinga í Smáranum í kvöld samrýmdust ekki þeim for- varnargildum sem unnið væri eftir með börnum og unglingum í Kópa- vogi og yrðu því ekki í íþróttahús- inu. Engin leyfi Í fyrrnefndum tilkynningum kemur fram að tónleikarnir hafi verið auglýstir án þess að fyrir liggi skriflegur leigusamningur eða til- tekin leyfi til skemmtanahalds. SAMKÓP, Kópavogsbær og for- varnardeild lögreglunnar leggist gegn tónleikahaldinu og SAMKÓP vilji auk þess tryggja að foreldrar í öðrum bæjarfélögum séu vel upp- lýstir um málið. Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi í Kópavogi, segir að útvarpsstöðin hafi sótt um leyfi en ekki fengið, fyrst og fremst vegna þess að und- irbúningur og skipulagning þessa tónleikahalds sé alls ekki viðunandi. Bærinn hafi í samráði og samvinnu við foreldra, skólana og forvarn- ardeild lögreglunnar unnið að því að koma í veg fyrir hópamyndun í tengslum við próflok en þess í stað skipulagt próflokaferðir út á land. Tónleikarnir verða Talsmenn FL Media, sem rekur útvarpsstöðina Flass 104,5, ákváðu í gærkvöldi að fresta tónleikunum fyrir yngri aldurshópinn um viku og færa hina tónleikana í Broad- way. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að þeir hafi ávallt virt útivistartíma unglinga og lokið skemmtunum áð- ur en hann hafi verið úti. Samið hafi verið við Ungmennafélagið Breiðablik um tónleikana í Smár- anum en bæjarvöld hafi skorist í leikinn. Reynt hafi verið að fá fund með bæjarstjóra án árangurs og það sé óskiljanlegt hvers vegna Kópavogsbær hafi tekið fyrir tón- leikana. Tekist á um tónleika Samrýmast ekki forvarnargildum sem unnið er eftir með unglingum í Kópavogi og verða því ekki í Smáranum Tónleikar Ungt fólk á tónleikum. Í HNOTSKURN » Tónleikunum fyrir 13 til16 ára hefur verið frestað til 26. maí en tónleikarnir fyr- ir 16 ára og eldri hafa verið fluttir í Broadway og verða frá klukkan 24 til 03. » Samtök foreldrafélaga íKópavogi, íþrótta- og tóm- stundaráð Kópavogs og for- varnardeild lögreglunnar leggjast gegn tónleikahaldinu. » FL Media segist leggjaáherslu á að halda vímu- lausa tónleika fyrir ungt fólk og sé ávallt með öfluga gæslu og eftirlit í samvinnu við lög- regluna og Rauða krossinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.