Morgunblaðið - 19.05.2007, Side 56

Morgunblaðið - 19.05.2007, Side 56
LAUGARDAGUR 19. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Viðræður ganga vel  Viðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gengu vel í gær að sögn flokksformanna. Geir H. Haarde forsætisráðherra baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt og fékk jafnframt umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar. » Forsíða Kambur á Flateyri hættir  Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs ehf. á Flateyri hafa ákveðið að selja eignir fyrirtækisins og hætta rekstri þess. Við það missa 120 manns vinn- una. » 2 Margar konur í stjórn  Sjö konur eru ráðherrar í nýrri 15 manna ríkisstjórn Frakklands undir forsæti Nicolas Sarkozy, nýkjörins forseta. Hlutfall kvenna í ríkisstjórn Frakklands hefur aldrei áður verið jafnhátt. » 18 Met í ferðaþjónustu  Horfur þykja góðar fyrir íslenska ferðaþjónustu enn eitt árið, en hún velti 50 milljörðum króna í fyrra og sló þar með tekjumet. Gert er ráð fyrir 10% tekjuaukningu ferðaþjón- ustunnar á þessu ári. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Framsóknarflokkur … Forystugreinar: Grænn flokkur Öryggis- og varnarmál rædd við Þjóðverja UMRÆÐAN» Nikkuherinn Sjúkraþjálfun á hestbaki Örlítil sjúkrasaga Æðruleysismessa í upphafi sumars ´ Lesbók: Íslensk hönnun Niður við vatnið Börn: Verðlaunaleikur Settu litla lambið í bakaraofninn LESBÓK | BÖRN » 0  #9% -" * "# : "!  ""!   / / / / /  / / /  / / / / / / / / / / ,;(5 %  /  / / / / / / / <=>>1?@ %AB?>@.:%CD.< ;1.1<1<=>>1?@ <E.%;;?F.1 .=?%;;?F.1 %G.%;;?F.1 %8@%%.H?1.;@ I1C1.%;AIB. %<? B8?1 :B.:@%8*%@A1>1 Heitast 12 °C | Kaldast 1 °C  Norðanátt, víða 8-13 m/s. Bjartviðri sunnan til, annars skýjað. Dá- lítil slydda eða él fyrir norðan og austan. » 10 Birta Björnsdóttir skrifar frá hátíðinni í Cannes um rauða dregilinn og stjörn- urnar sem á honum ganga. » 49 KVIKMYNDIR» Gallabuxur bannaðar TÓNLIST» Áhugaverðir tónleikar Oumou Sangaré. » 50 Páll Ragnar Pálsson starfar hjá fyrirtæki sem hyggst þróa og markaðssetja tölvu- leik sem markar ný spor á sínu sviði. » 46 TÖLVULEIKIR» Hannar tölvuleik KVIKMYNDIR» Bíómyndin Brotalöm fær fjórar stjörnur. » 47 TÓNLIST» Trentemøller varð leiður á rokkinu. » 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Topplaus Britney þakkar 2. Jón Sigurðsson: Staðfestir … 3. Eiður Smári í „fréttunum“ 4. Steingrímur: Ingibjörg afsalað … ANNA Kisselgoff er án efa kunn- asti dansgagnrýnandi heims, og skrifaði um danslistina í New York Times í áratugi, þar til hún lét af því starfi í fyrra. Hún þekkt- ist boð um að koma hingað til lands til að sjá sýningu Helga Tómassonar og San Francisco- ballettsins, og notar tækifærið til að skrifa um hana fyrir veftíma- ritið Voice of Dance. Anna Kissel- goff spáði Helga Tómassyni strax miklum frama, þegar hann kom fyrst fram í New York um 1970, og þeir sem hafa fylgst með ferli hans, hafa oftar en ekki gert það gegnum skrif hennar. Fyrir þau skrif og tengsl við íslenska dans- list fékk hún riddarakross fálka- orðunnar árið 2002. Stjórn Leik- félags Reykjavíkur bauð Önnu í hádegisverð í gær, þar sem rætt var um kynni hennar af Helga, þróun danslistarinnar og gagn- rýni. Anna Kisselgoff sækir Ísland heim til að fylgjast með Helga Tómassyni Morgunblaðið/G.Rúnar Reyndist sannspá Dansgagnrýnandinn Inga Jóna Þórðardóttir stjórnarformaður LR, Guðjón Pedersen leikhússtjóri og Anna Kissel- goff dansgagnrýnandi, en hún spáði Helga Tómassyni miklum frama við upphaf ferils hans í New York um 1970. ÞAU Kjartan Sveinsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir luku bæði tónsmíðanámi fyrir stuttu, en þau hafa hingað til verið, og eru enn, áberandi í hljómsveitum sín- um, Kjartan sem einn liðsmanna Sigur Rósar og María í hljómsveit- inni Amiinu. Í viðtali í Lesbókinni ræða þau um tónlistina sem er líf þeirra, en bæði hafa þau lagt stund á tónlist frá fimm ára aldri. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Kjartan telur sig varla kunna á hljóðfæri lengur þó að hann hafi lært á píanó, þverflautu, óbó, saxófón og selló og hafi at- vinnu af því að spila tónlist. Einnig kemur fram að María hugðist um tíma leggja fiðluna á hilluna fyrir fullt og fast, en sá svo að sér. | Lesbók Lifa bæði í tónlistinni Listamenn Kjartan Sveinsson og María Huld Markan. KÓPAVOGSBÆR og Samtök for- eldrafélags og foreldraráðs við grunnskóla Kópavogs, SAMKÓP, sendu í gær frá sér tilkynningar til að vekja athygli á því að auglýstir tónleikar útvarpsstöðvarinnar Flass 104,5 fyrir unglinga í Smáranum í kvöld samrýmdust ekki þeim for- varnargildum sem unnið væri eftir með börnum og unglingum í Kópa- vogi og yrðu því ekki í íþróttahús- inu. Engin leyfi Í fyrrnefndum tilkynningum kemur fram að tónleikarnir hafi verið auglýstir án þess að fyrir liggi skriflegur leigusamningur eða til- tekin leyfi til skemmtanahalds. SAMKÓP, Kópavogsbær og for- varnardeild lögreglunnar leggist gegn tónleikahaldinu og SAMKÓP vilji auk þess tryggja að foreldrar í öðrum bæjarfélögum séu vel upp- lýstir um málið. Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi í Kópavogi, segir að útvarpsstöðin hafi sótt um leyfi en ekki fengið, fyrst og fremst vegna þess að und- irbúningur og skipulagning þessa tónleikahalds sé alls ekki viðunandi. Bærinn hafi í samráði og samvinnu við foreldra, skólana og forvarn- ardeild lögreglunnar unnið að því að koma í veg fyrir hópamyndun í tengslum við próflok en þess í stað skipulagt próflokaferðir út á land. Tónleikarnir verða Talsmenn FL Media, sem rekur útvarpsstöðina Flass 104,5, ákváðu í gærkvöldi að fresta tónleikunum fyrir yngri aldurshópinn um viku og færa hina tónleikana í Broad- way. Í yfirlýsingu þeirra kemur fram að þeir hafi ávallt virt útivistartíma unglinga og lokið skemmtunum áð- ur en hann hafi verið úti. Samið hafi verið við Ungmennafélagið Breiðablik um tónleikana í Smár- anum en bæjarvöld hafi skorist í leikinn. Reynt hafi verið að fá fund með bæjarstjóra án árangurs og það sé óskiljanlegt hvers vegna Kópavogsbær hafi tekið fyrir tón- leikana. Tekist á um tónleika Samrýmast ekki forvarnargildum sem unnið er eftir með unglingum í Kópavogi og verða því ekki í Smáranum Tónleikar Ungt fólk á tónleikum. Í HNOTSKURN » Tónleikunum fyrir 13 til16 ára hefur verið frestað til 26. maí en tónleikarnir fyr- ir 16 ára og eldri hafa verið fluttir í Broadway og verða frá klukkan 24 til 03. » Samtök foreldrafélaga íKópavogi, íþrótta- og tóm- stundaráð Kópavogs og for- varnardeild lögreglunnar leggjast gegn tónleikahaldinu. » FL Media segist leggjaáherslu á að halda vímu- lausa tónleika fyrir ungt fólk og sé ávallt með öfluga gæslu og eftirlit í samvinnu við lög- regluna og Rauða krossinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.