Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 47
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
VEGUR Anders Trentemøller sem
tónlistarmanns hefur vaxið með
ógnarhraða á undanförnum tveim-
ur árum. Sjálfur dæsir hann meira
að segja yfir velgengninni.
„Já. Hlutirnir hafa gerst mjög
hratt undanfarin tvö ár, svo ekki
sé nú meira sagt,“ segir hann
brosandi og hristir hausinn.
Trentemøller var svo gott sem
óþekktur árið 2005 en er í dag
einn eftirsóttasti plötusnúður
heims auk þess sem raftónlist hans
hefur vakið mikla athygli, eink-
anlega platan The Last Resort
sem kom út í október á síðasta ári.
Upphaflega var það stuttskífan
Physical Fraction sem kom honum
á kortið árið 2005 en endur-
hljóðblandanir fyrir listamenn á
borð við Röyksopp, The Knife,
Moby og Pet Shop Boys þeyttu
honum síðan á toppinn með undra-
skjótum hætti. Landar hans hafa
t.a.m. keppst við að hlaða hann
verðlaunum og áðurnefnd breið-
skífa hefur fengið lofsamlega
dóma.
Trentemøller leikur á Gauknum
í kvöld en á þegar að baki tvær
uppákomur í þessari heimsókn,
þar sem hann lék á MH balli á
fimmtudaginn („líklegast yngstu
áheyrendur sem ég hef fengið“) og
í gær var hann á Kaffibarnum.
Leystist upp
Ferill Trentemøllers er giska
langur en hann hóf ferilinn í rokk-
sveitum og áhrifavaldarnir nýrokk-
sveitir eins og Smiths og Cure.
„Ég varð á endanum leiður á því
stússi. Leiddist að hanga í sveitt-
um bílskúrum og bíða eftir því að
trymbillinn næði loksins rétta
taktinum eða hvað það nú var. Það
eru samt ýmsir kostir við það að
vera í hljómsveit; það er nærandi
að skapa eitthvað með öðrum og
þetta er gott upp á félagsskapinn.“
Trentemøller, sem við skulum
eftirleiðis kalla Anders, segir að
hann hafi einhverju sinni gengið
inn á „drum’n’bass“ klúbb og sýn
hans á tónlist hafi breyst í kjölfar-
ið. Hann stofnaði „house“-sveitina
Trigbag árið 1995 og ferðaðist víða
með hana en hún leystist svo upp
árið 2000. Tveimur árum síðar gaf
hann út sitt fyrsta lag undir nafn-
inu „Trentemøller“, lag sem hann
hafði átt á harða diskinum sínum í
nokkur ár.
Eftir fjölda tólftomma og endur-
hljóðblandanir ákvað Anders að
breyta aðeins út af laginu og gera
plötu sem fólk gæti allt eins hlust-
að á inni í herbergi og á dansgólf-
inu. Afraksturinn var áðurnefnd
The Last Resort, plata sem hefur
verið hampað sem miklu meist-
araverki.
„Ég varaði útgáfuna mína (Po-
ker Flat Recordings) við því að
platan yrði alls ólík því sem þeir
væru vanir að fá frá mér. Sem bet-
ur fer virðist ég kominn í þá stöðu
að geta farið mínu fram. Annars
væri enginn tilgangur með þessu,
ég verð að geta fylgt eigin sann-
færingu í þessu stússi. Svo ég
fengi örugglega algeran frið fengu
þeir ekki að heyra neitt fyrr en ég
var búinn að fullklára plötuna.“
Band
Anders hefur sett saman þriggja
manna band sem mun fylgja The
Last Resort eftir með tónleikum í
sumar. Viðkomustaðir eru m.a.
Glastonbury, Hróarskelda og svo
verður farið til Kína í haust.
„Næsta plata er svona að skríða
saman jafnt og þétt í hausnum á
mér,“ segir Anders að lokum. „Ég
hef ýmsar hugmyndir, ég væri til í
að lóðsa inn söngvara; nota hljóð-
færi og jafnvel strengjakvartett.
En þetta kemur allt í ljós. Ég ætla
fyrst að klára að fylgja þessari
fyrstu plötu minni eftir.“
Varð leiður
á rokkinu
Trentemøller treður upp á Party Zone
kvöldi á Gauknum í kvöld
Ákveðinn „Sem betur fer virðist ég
kominn í þá stöðu að geta farið mínu
fram. Annars væri enginn tilgangur
með þessu, ég verð að geta fylgt eig-
in sannfæringu í þessu stússi.“
Nánari upplýsingar á www.pz.is
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 11-18Opið
Fjölbreytt úrval
af nýrri gjafavöru
30-50%
afsláttur af
pottum og vösum
GÓÐIR krimmar eru fáséðir þó
framboðið sé risavaxið, ekki aðeins á
hvíta tjaldinu, heldur eru þeir með
vinsælasta efni í sjónvarpi og á met-
sölulistum bókabúða og fjölmiðlar
eru allajafna undirlagðir af glæpa-
málum. Engu líkara en við fáum aldr-
ei nóg af dásemdum afbrotaheimsins.
Hoblit hefur gert fáar og misjafnar
myndir þar sem Primal Fear (’96),
stendur talsvert upp úr, og nýja
myndin er ekki óþekk að mörgu leiti.
Hún segir af sérstæðu morðmáli þar
sem fórnarlambið er eiginkona þess
grunaða, Crawfords (Hopkins).
Roskins auðmanns og klækjarefs
sem viðurkennir afdráttarlaust að
hafa skotið ótrúa konu sína, sem er
flutt milli heims og helju á sjúkrahús.
Crawford ákveður að verja sig
sjálfur en sækjandinn, Willy (Goslin),
er ungur lagarefur á uppleið. Hann
virðist eiga auðvelt verk fyrir hönd-
um, að sanna sekt á roskinn sérvitr-
inginn, sem var staðinn að verki.
Öðru nær, Crawford er ekki allur
þar sem hann er séður, skyndilega er
unnið mál og glæsileg framtíð Willys í
uppnámi. Fracture er haglega upp-
sett gildra, þar sem viðfangsefnið er
hinn fullkomni glæpur og Hoblit og
handritshöfundarnir koma með frá-
bæra aukafléttu sem er persóna Wil-
lys. Áhorfandinn fer fljótlega að
velkjast í vafa um hæfni og bakland
þessarar rísandi stjörnu réttarsal-
anna.
Áhorfendur hafa nóg fyrir stafni,
handritið er óvenju vel samið, ekki
síst þegar haft er í huga að við smíði
morðgátu og lausn verða allir þættir
að ganga upp á ásættanlegann hátt
og myndin heldur okkur lengst af
fremst á stólbríkinni. Það koma krók-
ar á móti brögðum og ekki má á milli
sjá hvor hefur betur fyrr en á loka-
sprettinum, eins og vandlátur
krimmaaðdáandi vill hafa framvind-
una. Dálítil rómantík gerir ekki mikið
fyrir heildarmyndina né gam-
alkunnug togstreita á milli einkageir-
ans og embættismanna í lög-
mannastétt vestra. En fléttan,
viðskipti og samtöl Willys og Craw-
fords eru skynsamleg, fyndin og út-
smogin eins og skák á milli tveggja
stórmeistara. Annars vegar situr
gamall refur sem kann flest fyrir sér
og með leikina úthugsaða að máti,
hinn ungur, óútreiknanlegur og til
alls vís.
Leikaravalið er óaðfinnanlegt.
Gosling sýnir á sér þveröfuga hlið en
þá sem hann flaggaði eftirminnilega í
dópistanum og hugsjónamanninum
fyrrverandi í Half Nelson, og Sir Ant-
hony er í sínum hálasta Hannibals-
ham. Þeir eru mögnuð skemmtun
saman og valið í aukahlutverkin er
ekkert síðra. Gömlu refirnir Stratha-
irn og Ginton bæta hverja mynd og
þau Burke, Pike og Curtis gera góða
mynd enn þéttari.
Síðasta hálmstráið
KVIKMYNDIR
Háskólabíó, Smárabíó, Borg-
arbíó Akureyri
Leikstjóri: Gregory Hoblit. Með Anthony
Hopkins, Ryan Gosling, David Strathairn.
110 mín. Bandaríkin 2007.
Brotalöm/Fracture
Stórleikarinn „Fracture er haglega uppsett gildra, þar sem viðfangsefnið er hinn fullkomni glæpur.“
Sæbjörn Valdimarsson