Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 43 Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Breiðfirðingabúð | Vorferð Félags breiðfirskrakvenna verður farin laug- ardaginn 2. júní. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10. Tilkynna þarf þáttöku fyrir föstudaginn 25. maí. Gunnhildur tekur á móti pöntunum í síma 564 5365. FEBÁ, Álftanesi | Litlakot, laugardag- inn 19. maí kl. 14-17. Handverkssýning eldri borgara. Heitt á könnunni allan daginn. Allir velkomnir. Nánar í síma 863 4225. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá m.a. þriðjud. og föstud. kl. 10.30, létt ganga um ná- grennið. Miðvikud. kl. 10.30 gamlir leikir og þjóðdansar, undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ í Kópavogi í júlí nk. Umsj. Félag áhugafólks um íþróttir aldr- aðra. S. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Norðurbrún 1, Dalbraut 18-20. Farið verður á Fræða- setrið í Sandgerði fimmtudaginn 24. maí. Lagt verður af stað kl. 13 frá Norð- urbrún og síðan teknir aðrir farþegar. Uppl. og skráning í Norðurbrún í s. 568 6960, í Furugerði í s. 553 6040 og á Dalbraut í s. 588 9533. Allir vel- komnir. Hraunbær 105 | Handverkssýning um helgina opið kl. 13-16, allir velkomnir. Hraunsel | Handavinnusýning kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Njótum útiverunnar og styrkjum skrokkinn. Stefánsganga alla virka daga kl. 9. Gengið út í bláinn alla laugardags- morgna kl. 10. Gengið er í ca 1/2 klst. Þorstanum svalað með íslensku vatni, kíkt í blöðin, landsmálin rædd og hlust- að á söng páfagaukanna í Betri stof- unni. Kíktu við. S. 568 3132. Hæðargarður 31 | Allir alltaf velkomnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarður 31 á 15 ára afmæli í ár. Hátíðarhöld verða dag- ana 25.-31. maí, þó ekki hvítasunnudag- ana. Það verður mikið fjör og sköp- unargleði þessa daga. Fylgist með auglýsingum eða fáið dagskrána senda með netbréfi. S. 568 3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Kirkjustarf Dómkirkjan | Sunnudaginn 20. maí efna Súðvíkingar að vanda til samkomu eftir messu í Dómkirkjunni kl. 11 þann dag. Samkoman verður í safnaðarheim- ilinu Lækjargötu 14A og vinafundur þeirra sem rætur eiga í Álftafirði og Seyðisfirði vestur. Í messunni lesa ung- menni úr þeirra hópi og sr. Jakob Hjálmarsson messar. Selfosskirkja | Maraþon-söngdagur Selfosskirkju kl. 16. Eldri deild Barna- kórs Selfosskirkju syngur undir stjórn Edítar Molnár. Unglingakór Selfoss- kirkju og Hörpukórinn (kór eldri borg- ara á Selfossi og nágrenni) syngja undir stjórn Jörg E. Sondermann. Að venju verður kaffisala þegar hlé er gert á söngnum. Gullbrúðkaup | Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sigurður Helgason, Lyngmóum 8 í Garðabæ, fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli sínu í gær, 18. maí. Kanadískur bardagaíþrótt- amaður óskar eftir að skrifast á við bardagaíþróttafólk. S. Zei 389 Nelson Street # 10 Ottawa, Ontario K1N 7S6 dagbók Í dag er laugardagur 19. maí, 139. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42.) Alþjóðleg ráðstefna verðurhaldin hér á landi dagana20. til 23. maí um Hlutverkefnisfræði í lyfjaþróun (e. Role of Materials Science and Eng- ineering in Drug Development). Már Másson prófessor í lyfja- efnafræði við Háskóla Íslands er í skipulagsnefnd ráðstefnunnar: „Efn- isfræði (e. Materials science) er ólík hefðbundinni efnafræði á þann hátt að efnafræðin skoðar einkum einstakar sameindir enefnisfræðin fæst við eig- inleika fastra efna sem myndast þegar sameindirnar raða sér saman. Röðun sameindanna getur haft mikil áhrif á eiginleika efnisins og má sem dæmi nefna kristalla, sem fólk þekkir að geta verið með mismunandi byggingu þó að þeir séu gerðir úr sömu sam- eindunum,“ útskýrir Már. „Miklar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sameinda sem hafa sannarlega virkni í ýmsum prófunum. Þar með er björn- inn þó ekki unninn og hafa lyf sem nýta þessar sameindir ekki ratað á markað í miklum mæli því vandasamt hefur reynst að koma sameindunum á verkunarstaðinn. Iðulega reynist erfitt að leysa þessar sameindir upp og þarf að leita nýrra leiða til að búa til lyf þar sem virka efnið er blandað öðrum efn- um, til að mynda það lyfjaform sem þarf til að færa sameindina að verk- unarstað í líkamanum.“ Þá segir Már að sama skapi áríðandi að rannsókn- arferlið sé hraðvirkt: „Í lyfjaþróun í dag skiptir tíminn miklu máli. Veru- legar tafir á að koma lyfi á markað geta orðið til þess að skammur tími er eftir af einkaleyfi á lyfjaefninu og því borgi sig hreinlega ekki að setja lyfið á markað.“ Skipuleggjendur ráðstefnunnar hafa fengið hingað til lands nafntogaða fræðimenn: „Fyrirlesarar eru bland- aður hópur eldri og vel þekktra vís- indamanna og yngra fólks sem látið hefur að sér kveða á þessu sviði,“ seg- ir Már. „Meðal fyrirlesara má nefna George Zography sem oft er nefndur faðir notkunar efnisfræði í lyfjaþróun og Leslie Bennett sem er með þekkt- ustu fræðimönnum á þessu sviði. Fjöl- margir gestir sækja ráðstefnuna og koma flestir þeirra frá umsvifamestu lyfjafyrirtækjum heims.“ Finna má nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar á slóðinni www.conference.is/m3. Heilsa | Ráðstefna á Hótel Loftleiðum um möguleika í lyfjagerð Efnisfræði í lyfjaþróun  Már Másson fæddist í Reykja- vík 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá MS 1983, BS í efnafræði frá HÍ 1987, Cand. Scient í lífrænni efna- fræði frá Kaup- mannahafnarhá- skóla 1990 og doktorsprófi í verkfræði á sviði líftækni frá Tokyo Institute of Technology 1995. Már hóf störf sem sérfræðingur við HÍ 1995, dósent í lyfjaefnafræði 1998 og prófessor frá 2005. Már er kvæntur Sigríði Maack arkitekt og eiga þau þrjú börn. Tónlist Café Paris | DJ Börkur alias Kuggur spilar það helsta í soul funk hiphop/ rnb. Norræna húsið | Sunnu- daginn 20. maí kl. 15.15 flytja Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, sópran, Snorri Sigfús Birgisson, píanó- leikari og tónskáld, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, verk eftir Finn Torfa Stef- ánsson, Snorra Sigfús Birgisson og John Speight. Myndlist DaLí gallerí | Sigurlín M. Grétarsdóttir „Lína“ opn- ar málverkasýningu í Dalí Gallery í dag kl. 18-21. Lína er útskriftarnemi frá Myndlistaskólanum á Ak- ureyri. Í tilefni útskriftar sinnar sýnir hún olíu- málverk af brass- hljóðfærum sem sýna samhljóm og litatóna blásturshljóðfæranna. Hafnarborg | Ný málverk í Hafnarborg 11. maí til 24. júní. Temma Bell hefur gert málverkið að sínum miðli og hefur unnið að list sinni í meira en þrjá áratugi. Myndefni hennar er fyrst og fremst lands- lagið beggja vegna Atl- antsála, hið íslenska ann- ars vegar og uppsveitir New York-ríkis hins vegar þar sem hún býr með fjöl- skyldu sinni. Opið 11-17. Kaffi Sólon | Mynd- listakonan Reykjalín, eða Þóra, sýnir olíuverk á striga og pappír unnin með kolum og spasli. Verk hennar eru kröftug en hrá og minna að einhverju leyti á grískar styttur. Fjarlægi tónninn í jarðlit- unum í teikningunum ger- ir verkin dulræn og kraft- mikil. Nakti Apinn | Bobby Breiðholt opnar sýningu í Nakta Apanum, Banka- stræti 14, kl. 18. Dans Básinn | Hið árlega og sí- vinsæla Vorball verður í Básnum, Ölfusi laug- ardaginn 19. maí nk. kl. 22-2. Harmonikufélag Sel- foss. Uppákomur Landakot | Bílskúrssala (flóamarkaður) á vegum kór og Orgelnefnd Landa- kotskirkju að Hávallagötu 16, 101 Reykjavík, 19. og 20. maí kl. 12-17. Mannfagnaður Maður lifandi | Opin hlát- urjógatími í dag kl. 10.30- 11.30 í Maður lifandi Borg- artúni 24. Aðgangseyrir 1000 kr, leiðbeinandi Kristján Helgason. Hentar öllum aldurshópum, allir velkomnir. Útivist og íþróttir Grasagarður Reykjavíkur | Kl. 11-13. Í Grasagarð- inum í Laugardal fræðir Steinar Björgvinsson, garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður, um lífs- hætti fugla og hvernig hægt er að laða þá í garða með réttu plöntu- vali. Í garðinum eru nokkrir varpkassar og fuglaböð. Mæting í lysti- húsinu. Ókeypis fræðsla og skemmtun. Allir vel- komnir. JÓNAS frá Hriflu og Laugarvatn eru yf- irskrift Jónasarvöku sem haldin verður að Laugarvatni laugardaginn 9. júní næstkom- andi. Efnt verður til málþings í gamla Hér- aðsskólanum, þar sem flutt verða erindi um ævi og störf Jónasar Jónssonar, skólamanns- ins og ráðherrans. Víða verður komið við, en rauði þráðurinn verður þó þáttur Jónasar í uppbyggingu skólaseturs að Laugarvatni sem hann átti hugmyndina að, jafnframt því sem hann barð- ist mjög fyrir framgangi málsins. Þá bast Jón- as staðnum sterkum böndum og varð hold- tekja hans í margra vitund, segir í fréttatilkynningu. Samkoman verður sett kl. 11 við hús Menntaskólans að Laugarvatni þar sem Hvítbláinn, sem Jónas vildi að yrði þjóðfáni Íslendinga, verður dreginn að húni. Síðan verður farið í göngu um Laugarvatn, þar sem meðal annars verður höfð viðkoma á stöðum á Laugarvatni sem meðal annars tengjast starfi Jónasar og annarra frumkvöðla að skólasetrinu. Málþingið hefst klukkan 13 stundvíslega. Þau sem leggja þar orð í belg eru Ívar Jóns- son prófessor á Bifröst, Helgi Skúli Kjart- ansson prófessor við KHÍ, Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Pétur Ármannsson, arkitekt, Gerður Stein- þórsdóttir, dótturdóttir Jónasar, og Kristinn Kristmundsson fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Jafnhliða þessum atburði verður opnuð sýning í Hér- aðsskólanum á nokkrum ómetanlegum mun- um úr eigu skólans, auk þess sem flutt verða nokkur viðtöl við Jónas sem til eru í seg- ulbandasafni Ríkisútvarpsins. Í þjóðlegum anda Á kvöldvökunni í veitingahúsinu Lindinni, sem hefst kl. 19.30 verður slegið á léttari strengi. Tekið verður á móti gestum með sér- löguðum fordrykk, „Laugarvatni“, og svo verður borinn fram þríréttaður kvöldverður. Að honum loknum verður efnt til skemmt- unar, sem Bjarni Harðarson alþingismaður stýrir, og verður hún í þjóðlegum anda. Heiðursgestur Jónasarvökunnar er Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði, fyrrver- andi menntamálaráðherra. Það er hópur holl- vina Héraðsskólans að Laugarvatni sem stendur að Jónasarvökunni. Málþing í gamla Héraðsskólanum um ævi og störf skólamannsins og ráðherrans Jónasarvaka á Laugarvatni Jónas Jónsson frá Hriflu pennavinir FIMMTUDAGINN 24. maí heldur dr. John D. Neilsson frá Kanada fyrirlestur í mál- stofu Hafrannsóknastofn- unar. Neilsson er yfirmaður rannsókna á stórum upp- sjávarfiskum við Kanada (aðallega túnfiski og sverð- fiski) og fjallar hann um rannsóknir Kanadamanna á þessu sviði. Fyrirlesturinn nefnist „Canadian Studies of Swor- dfish Movement in the Wes- tern North Atlantic – Re- sults from Conventional and Satellite Archival Tagging Studies.“ Fyrirlesturinn verður fluttur fimmtudaginn 24. maí kl. 12.30 í sal á 1. hæð á Skúlagötu 4. Allir eru vel- komnir. Fyrirlestur um rann- sóknir á sverðfiski ÁLFASTEINN ehf. opnaði nýlega sérverslun og gullsmíðaverkstæði á Laugavegi 50 í Reykjavík. Versl- unin verður með megináherslu á gjafavörur og minjagripi fram- leidda af Álfasteini úr íslensku bergi og silfri. Verslunarstjóri er gullsmiðurinn Dmitry Martinov sem hefur starfað hjá Álfasteini í rúmt ár. Álfasteinn er 26 ára gamalt fyr- irtæki á Borgarfirði eystra. Fyr- irtækið er þekkt innanlands og er- lendis fyrir framleiðslu sína á listmunum úr íslensku bergi sem að mestum hluta er úr Borgarfirði. Listmunir úr íslensku bergi og silfri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.