Morgunblaðið - 19.05.2007, Blaðsíða 46
auk ævintýramyndarinnar Sahara.
Kostnaður við myndina nemur að
minnsta kosti 25 milljónum dollara,
rúmlega 1,5 milljörðum íslenskra
króna, og því ljóst að um stórt verk-
efni er að ræða.
Að sögn Mark Albela, eins af
framleiðendum myndarinnar, er nú
unnið að því að finna handritshöf-
und og leikstjóra.
Vísindaskáldsagan Cold Skin
kom út árið 2003 og varð fljótt met-
sölubók á Spáni. Hefur hún síðan
verið þýdd á 29 tungumál.
Albert Sanchez Pinol fæddist í
Barcelona árið 1965, en Cold Skin
er hans fyrsta skáldsaga.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
KVIKMYNDIN Cold Skin, sem
byggð er á samnefndri bók eftir
katalónska rithöfundinn Albert
Sanchez Pinol, verður líklega tekin
hér á landi. Þetta kemur fram á
vefsíðu bandaríska tímaritsins Var-
iety.
Framleiðsla myndarinnar er á
byrjunarstigi, en það er kvik-
myndafyrirtækið KanZaman sem
framleiðir. Áður hefur fyrirtækið
framleitt myndir á borð við King-
dom of Heaven eftir Ridley Scott og
Goya’s Ghosts eftir Milos Forman,Rithöfundurinn Albert Sanchez Pinol.
Morgunblaðið/Ómar
Kuldi Cold Skin er vísindaskáldsaga sem gerist á Suðurskautinu og því er
Jökulsárlón líklegur tökustaður fyrir myndina.
Stórmynd líklega
tekin á Íslandi
Á hverju kvöldi safnast
fólk saman við rauða
dregilinn til að sjá aðvífandi
kvikmyndastjörnur … 49
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÞAÐ ER snúið verkefni að smíða tölvuleiki, að
svara þeirri kröfu að allt sé sem fullkomnast, út-
lit eins og kvikmynd, persónur eins og lifandi og
átök og atburðir sem næst því sem gerist í raun-
veruleikanum. Það hefur reyndar gengið bæri-
lega að uppfylla flest þessi skilyrði í skotleikjum
svonefndum, þar sem sífellt fullkomnari leikir
nýta afl sífellt fullkomnari tölva til hins ýtrasta.
Ekki hefur tekist eins vel upp með leiki þar sem
barist er með frumstæðari vopnum, en brátt er
fundin lausn á því ef að líkum lætur, því danskt
fyrirtæki með einn Íslending innanborðs, Pál
Ragnar Pálsson, hyggst þróa og markaðssetja
leik sem markar nýr spor á sínu sviði.
Nýtt bardagakerfi
Arena: League of Victors heitir leikurinn og á
sér rætur í skólaverkefni Páls Ragnars og félaga
hans í ITU tækniháskólanum í Kaupmannahöfn.
Hann segir að þeir hafi byggt upp nýtt bardaga-
kerfi í rannsóknarskyni og þá beint sjónum að
kerfi fyrir bardaga með frumstæðum vopnum;
sverði, spjótum og skjöldum, enda séu engin al-
mennileg slík kerfi til í dag.
„Þetta var fyrir ári og eftir prófið stungu ýms-
ir upp á því að við myndum þróa þetta eitthvað
lengra,“ segir Páll Ragnar. Félagarnir lögðu bar-
dagakerfið, sem þeir kalla Direct Strike, því fyr-
ir fagfólk úr danska tölvuleikjaheiminum og var
eindregið ráðlagt að halda áfram að þróa það.
Í framhaldi af því má segja að þeir hafi staðið
frammi fyrir tveimur kostum; að selja kerfið eða
stofna fyrirtæki um það og völdu síðari kostinn,
„því okkur fannst skemmtilegast að láta reyna á
það hvað við kæmumst langt með þetta, frekar
en að selja það strax,“ segir Páll Ragnar.
Leitað að fjármagni
Hann segir að eftir að námi ljúki í haust hefj-
ist vinna á fullu, en fram að því vinna hann og fé-
lagar hans við þróun kerfisins meðfram námi, en
alls starfa nú ellefu manns við verkið.
„Við erum í viðræðum við fjárfesta og fram-
leiðendur í leit að fjármagni og vorum um daginn
á norrænni leikjaráðstefnu sem var ótrúlega
gagnlegt,“ segir hann.
Það tekur drjúgan tíma að vinna að svo metn-
aðarfullum leik sem þeir félagar eru með í smíð-
um, en Páll Ragnar segir að þeir stefni að því að
hafa prufu tilbúna eftir ár sem verður þá hægt
að sýna framleiðendum, en fullbúinn leikur yrði
þá tilbúinn eftir tvö ár til ef allt gengur að ósk-
um.
Á annnarri öld eftir Krist
Eins og nefnt er gerist leikurinn í fornöld,
nánar tiltekið á annarri öld eftir Krists burð, á
þeim tíma sem Rómaveldi var upp á sitt besta.
Persónur í leiknum eru þeirrar gerðar að geta
lært og verða því smám saman betri í bardaga-
listinni, en Páll Ragnar segir að helsti gallinn við
slíka leiki hingað til sé að ekki hafi verið til al-
mennilegt kerfi til að túlka bardaga með lag- og
stunguvopnum. Hann nefnir sem dæmi að í Co-
unter Strike sé mjög fullkomið bardagakerfi
byggt á skotvopnum, en ef menn draga fram hníf
í þeim leik þá virki hann í raun eins og byssa
með mjög litla drægni.
„Til viðbótar má nefna að kerfið okkar er mjög
skalanlegt, sem gerir okkur kleift að byrja eins
stórt og efni og aðstæður leyfa og síðan getum
við bætt við okkur,“ segir hann að lokum.
Frekari upplýsingar má finna á vefsetri fyr-
irtækis þeirra félaga, elysiumgames.com.
Bardagamaður Páll Ragnar Pálsson og félagar hans undirbúa tölvuleik sem gerist á annarri öld eftir komu Krists.
Stafræn stungu- og lagvopn
FLUGFAR til Íslands er í verðlaun
fyrir þann Bang Gang aðdáanda sem
gerir besta „remixið“ af laginu „It́s
Alright“ sem kom út á Bang Gang
plötunni Something Wrong (From
Nowhere). Það er bandaríska vefsíð-
an CMJ.com sem greinir frá þessu.
Barði Jóhannsson sjálfur velur
sigurvegarann, sem mun fá tvo flug-
miða til Íslands auk tveggja nátta
hóteldvalar í Reykjavík í verðlaun.
Frestur til að skila inn „remixi“ rann
út í gær og hver hinn heppni Íslands-
fari er verður tilkynntur á mánu-
daginn.
Barði verðlaunar
með Íslandsferð
Nánar um keppnina má sjá á:
www.http://fanaticpromo-
tion.blogspot.com/2007/05/win-
trip-to-iceland-courtesy-of-
bang.html.
EINS og fram hefur
komið kemur nýjasta
plata hljómsveit-
arinnar Mínus út á
mánudaginn, en hún
ber hið skemmtilega
heiti The Great Northern Whale-
kill. Þeir sem ekki geta beðið svo
lengi eftir plötunni þurfa ekki að
örvænta því hún verður til sölu í
verslun Smekkleysu við Laugaveg
28 á milli kl. 12 og 16 í dag. Þeir fé-
lagar í hljómsveitinni verða á staðn-
um og munu jafnvel árita nokkur
eintök fyrir hörðustu aðdáendurna.
Þá verður platan einnig seld á
sérstöku verði, 1.700 krónur, en
hún mun svo kosta 2.000 krónur í
almennri sölu frá og með mánudeg-
inum.
Forskot tekið á hvala-
morð í Smekkleysu